hildur er of dugleg að setja inn færslur. eftir þessa skulda ég samt eina í viðbót.. *dæs*
það er komin nett spenna í mig fyrir morgundeginum og smá stress. það sem hefur einnig gert vart við sig er lítil frunsudrusla á neðri vör. stressfrunsa! hata þær. koma alltaf þegar mikið liggur við. ég þarf bara að reyna að anda meira ofan í maga. alveg ofan í maga og þá fer stressið.
úff mér er hálf óglatt.. borðaði of mikið í hádeginu held ég.
ég átti síðan alltaf eftir að segja ykkur frá tölvupóstsamskiptum mínum við konu nokkra í borgarráði. það er þorbjörg helga vigfúsdóttir og er hún ágæt kona. ég hafði nefnilega oft pirrað mig á lélegum merkingum á skothúsvegi (fyrir framan gamla kolaportið) þar sem veginum hafði verið breytt og gamlar merkingar haldið sér. þá var maður kannski að fara út á granda, á vinstri akrein og þegar kom að þessum ljósum þá var maður allt í einu kominn á beygjuakrein því það er góða regla að fylgja línunum á götunni. alla vega.. ég sendi henni póst vegna þessa og svaraði hún mér nokkrum dögum seinna og sagðist hafa sent þetta á viðeigandi aðila. nokkrum dögum eftir það kom annar póstur frá henni sem sýndi ferlið sem bréfið mitt hafði farið í og hafði það þá farið til að minnsta kosti þriggja annarra aðila. þá sagði hún mér að það ætti að fara í vettvangsferð og skoða þetta, sem greinilega var gert því tveimur vikum seinna voru merkingar í fínu lagi.
ég skora því á ykkur að senda tölvupóst ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri. til dæmis væri ekki vitlaust ef við tækjum okkur nokkur saman og mótmæltum ljósunum sem eru komin við holtagarða. fáránlegt fyrirbæri.
fleira var það ekki. góða helgi litlu börn og næst þegar ég mæti hér verður móðir mín ekki lengur syndari. því jú þið vitið að lifa í synd er ekki leiðin inn í himnaríki. þar er víst svo gott að vera. hjá guði.. guð er svo góður. aha..
einmitt! ég er ekki vön að setja neitt svona inn vegna þess að þetta er ádeilumál og sýnist sitt hverjum, en ég er bara reið og pirruð vegna
myndbanda sem ég hef verið að horfa á undanfarið og eru ekki falleg. mörg algjör
viðbjóður bara! vil vara við að þetta eru ekkert mjög fallegar myndir.. en sýna hvernig sorglegur raunveruleikinn er oft.
góðar stundir..