góð saga

|

Thursday, February 10, 2011

ég fór í bónus áðan, sem er svosem ekki í frásögur færandi, nema að þegar ég var að teygja mig upp í eina hilluna þá rann fóturinn alltaf aðeins til. "bölvaða bleyta" hugsaði ég og leit niður og sá að þetta var æla! frááááábært.. og ég í semi-nýjum leðurskóm. sá þá konugrey við kassann og barnið hennar, hún, veskið hennar og bara allt saman allt útbíað í ælu. skemmtileg byrjun á helginni..

ætla að þjóta inn í eldhús til feðganna, en þar er sá yngri að þróa með sér skema með því að henda dóti í gólfið og pabbi sækir og réttir. henda-sækja-henda-sækja.. mikið stuð.

góðar stundir..

|

Saturday, February 05, 2011

ég er orðin alvöru húsmóðir. er það ekki fínt svona þegar barnið er orðið sjö mánaða? það finnst mér.. bakaði skinkuhorn í gær OG í dag. takk fyrir takk. þau voru mjög góð, þó ég segi sjálf frá. annars er ég búin að vera í stofufangelsi í tvo daga núna. snjórinn hamlar mér mikið og einnig það að barnið er mikið kvefað og fór ég með hann til læknis í gær og labbaði út með lyfseðil fyrir tveimur tegundum af pústi sem hann fær tvisvar á dag. hóstinn var nefnilega orðinn ansi ljótur og var hann kominn með asmaöndun. ekki gott en fer vonandi batnandi núna.. hlakka til eftir eitt ár þegar ég get farið með hann út að leika í svona veðri. gera snjóhús og svona.. það verður fjör.

ég var síðan að lesa gömul blogg frá því í byrjun árs 2005 núna áðan. þá djammaði ég hverja einustu helgi. hvernig gat ég það? fyrir tveimur vikum djammaði ég með fram-foreldrum og ég var næstum því dauð daginn eftir og vel fram á kvöld. meira hvað maður er að verða gamall..

|

Thursday, January 27, 2011

jæja.. góða kvöldið. hvað segiði, á ég að endurlífga þessa síðu? ég er alltaf að velta því fyrir mér en hef einhvern veginn aldrei látið verða af því vegna þess að ég hugsa alltaf að enginn kíki lengur á blogg.. allir á feisbúkk og vita allt um alla. kannski ég fari að slaka á þar og verði mysterious arnie sem fólk þarf að hafa fyrir að fá upplýsingar um. sjáum til..

það hefur ansi margt gerst síðan síðast og má þar helst nefna fæðingu erfingjans sem heldur okkur sífellt á tánum. hann er skondinn sjö mánaða karlmaður með skoðanir og gefur lífinu heldur betur lit. lífið gengur annars bara vel, skólinn mjakast og er stefnan sett á þrefalda útskrift í vor hjá okkur hjúum. eins er þrítugsafmæli handan við hornið og er partý á planinu svo haldiði helginni fyrir verslunarmannahelgina opinni..

ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í bili, en stefni heilshugar á að fara að rita hér aftur.

góðar stundir..

|

Monday, July 20, 2009

töttögogfemm..

|

Wednesday, July 01, 2009


parið er fjögurra ára í dag og á það allt þessari skvísu að þakka!

|

Wednesday, June 10, 2009


hann bjarni minn á afmæli í dag! 29 ára og ennþá ferskur eins og þegar ég hitti hann fyrst.
í tilefni dagsins fékk hann skúffuköku frá jóanum OG kókoskúlu í morgunmat. ég þarf ekki að segja ykkur að hann hataði það ekki..
til hamingju með daginn sæti minn!

|

Tuesday, May 05, 2009

kvöldið..

þá er skólinn loksins búinn! í bili alla vega.. ég er mjög glöð með það og stefni nú á ræktina, kaffihús og almennt hangs, sem lítið hefur farið fyrir undanfarnar vikur.. jæja þá kannski var smá hangs en þá alltaf með samviskubiti og hugurinn ávallt við bakhtín, strauss og schleiermacher.
einnig stefni ég nú á að hafa "viku málhreinsunar í fjölmiðlum" eins og ég talaði um einhvern tímann í vetur. kem með betri upplýsingar um það seinna, en málfar "fjölmiðlamanna" (eða unglinga.. alla vega held ég ekki að þetta sé fullorðið fólk sem skrifar) er til háborinnar skammar. það líður varla sá dagur að ég skoða ekki fréttir á heimasíðum og þar eru innsláttarvillur og málfarsvillur og stafsetningarvillur og ég veit ekki hvaðoghvað! algjörlega ólíðandi og ætla ég mér að skrá þetta samviskusamlega í eina viku. innsláttarvillur eru í lagi en hvers vegna ekki að lesa alla vega einu sinni yfir áður en skilað er?

jæja.. nóg af þessu. ég ætla að fara að koma mér í rúmið og ná úr mér þessu bölvaða kvefi og hósta sem hefur hreiðrað um sig í líkamanum en fyyyyyrst..... þetta!

góða nótt börn..

|

Friday, April 24, 2009

bendi enn og aftur á bjarnablogg. lesið þetta endilega ef viljið fræðast um evrópusambandið og skola burt algengum ranghugmyndum.

gleðilegan kosningadag á morgun!

ísland í ESB! ísland í ESB!

|

Tuesday, April 21, 2009

mig langar að biðja ykkur sem þetta lesið að skoða þessar nýjustu færslur hans bjarna. þar fer hann yfir það helsta sem þarf að vita varðandi esb og hvað aðild myndi þýða fyrir íslendinga.. sem og hvað "ekki"-aðild myndi þýða.
fyrir mig persónulega þá vil ég ekki enda gjaldþrota, með handónýtan gjaldmiðil og með skuldir upp á bak sem ég á endanum mun ekki geta borgað af. einnig vil ég geta boðið börnunum mínum upp á sómasamlega framtíð, en eins og staðan er í dag þá eru börn ekki á leiðinni og munu ekki vera það á næstunni ef ekkert breytist.

gerið það fyrir mig að skoða þetta og velja vel á laugardaginn.

Smávegis um umfjöllun Íslands í dag um mögulega aðild að ESB

Um mannsæmandi líf fyrir Íslendinga til frambúðar

Framtíð frjálslyndra einstaklinga á Íslandi

|

Wednesday, March 25, 2009

hamingjuóskir dagsins fara til hörpu vinkonu minnar og hauks, sem í dag eignuðust sitt annað barn. það var stúlka, þrettán merkur og 49 sentimetrar. ég persónulega get ekki beðið eftir að fá að sjá barnið og að sjálfsögðu foreldrana og stóru systur!

innilega til hamingju öllsömul!

|

Tuesday, March 17, 2009

um helgina var ég í heimaprófi. ég var í sambandi við hana bryndísi sem er með mér í áfanganum (og var einnig með mér í kvennó) og ákváðum við að hittast og ræða aðeins spurningarnar og svona.. áður en ég fór til hennar fór ég til sjúkraþjálfara þar sem ég meiddi mig aðeins í hálsi á sunnudaginn, og var niðurstaðan þar að ég er tognuð og með klemmda taug. alla vega.. þegar ég kom til bryndísar þá var ég ekki viss um hvar ég ætti að fara því þetta er stórt hús. ákvað ég því að hringja í hana úr númerinu sem hún hafði hringt í mig úr fyrr um daginn. fór í símann og í "received calls" og hringdi. maður svaraði.. ég: "halló er bryndís heima?" maðurinn: "engin bryndís hér". ég: "ó afsakið". maðurinn: "ekkert mál.. bless". ég: "bless".
eftir símtalið velti ég fyrir mér hvert ég hefði eiginlega hringt.. af hverju var bryndís ekki í þessu númeri sem hún hafði hringt í mig úr tveimur tímum fyrr?
maðurinn í símanum var bjarni! ég mundi ekki að hann hafði hringt í mig í millitíðinni og við töluðum því saman og föttuðum hvorugt hver var á hinni línunni. erum við erkilúðar eða bara að verða gömul? þá leit bjarni ekki heldur á símann.. bara svaraði og sagði þessari rugluðu konu að hjá honum væri engin bryndís..

|

Friday, March 13, 2009

ég gerði samning við söndru óléttubínu að skrifa færslu ef hún setti inn bumbumyndir. það var samþykkt og myndir komu inn fljótlega. svo hér er ég mætt.. langt síðan síðast. eða er það kannski alltaf þannig? mér finnst þetta bara ekkert skemmtilegt lengur.. fésbókin á hug minn allan þessa dagana. lítið að frétta svosem nema að ég hélt í gær að vorið væri að koma. ég var úti með börnin um klukkan tvö í svona þrjú korter og var á peysunni allann tímann. já ég er farin að vinna á leikskóla. vá er virkilega svona langt síðan síðast? ég fékk vinnu á hofi, sem er hjá laugarnesskóla, í lok febrúar og er að vinna 60% með skólanum. er alla mánudaga frá níu til fimm og frá eitt til fimm hina dagana. það er mjög fínt og vonast ég eftir svipaðri vinnu í sumar, en ég verð þarna út maí. ég er búin að sækja um tvær stöður hjá vinnuskólanum sem fræðsluleiðbeinandi og svo leiðbeinandi hjá jafningjafræðslunni. ætla svo að athuga með fleiri leikskóla. þá vitiði það.. þetta er svona það helsta sem er frétta.. svo eru auðvitað allir óléttir. ég veit um sextán sem eiga von á barni, þ.e. sextán pör, og eru sex búnar að eiga síðan í byrjun nóvember.
fleira var það ekki.. í lokin vil ég senda afmæliskveðju til maju sem á afmæli í dag og einnig til monsu hörpu- og hauksdóttur jr. sem ætti að eiga afmæli í dag, en lætur aðeins bíða eftir sér eins og sannri dömu sæmir.

veriði góð þangað til næst.. og já.. ein mynd af vorinu! tjá...


|

Sunday, February 22, 2009

vegna annríkis í skóla (og almennrar leti) hef ég ákveðið að skella inn einni sögu ykkur til ánægju.

njótið!

|

Monday, February 09, 2009

hmm.. þetta skyldi þó ekki hafa verið.... leyfðuméraðhugsa.. fugl??!!

fávitar!

|

Sunday, January 25, 2009

svefn..

aðfaranótt föstudags svaf ég ekki dúr. ekki í eina mínútu.. gafst upp eftir sex tíma legu klukkan hálf sjö og fór fram. bjarninn kom svo og sótti mig klukkan átta og við fórum í skólann. vorum þar til rúmlega tólf, var þá farið heim í bóndadags-bakkelsi áður en frúin á bænum hélt til vinnu. var þar frá fjórtán til tuttuguogtvö og má segja að þetta hafi verið erfiður dagur. kom heim og sofnaði strax og svaf frá hálf ellefu til hálf átta og sofnaði svo klukkan níu í gærkvöldi og svaf til eitt í dag. ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt. að tuttuguplús ára manneskja geti sofið eins og ungabarn. mamma er á því að maður þurfi stundum að leggja í svefnbankann ef hann er kominn í mikinn mínus. það er örugglega satt..
reyndar var þessi langi svefn í nótt með smá pásum. til dæmis vaknaði ég á miðnætti og byrjaði á túr.. fjör.

|

Wednesday, January 21, 2009

ég bakaði kanilsnúða í gær eftir þessari uppskrift. miðað við fyrstu tilraun myndi ég segja að vel hafi til tekist og smökkuðust þeir mjög vel. það kallar maður hundrað prósent hagnað.

samkeppni?

|

Sunday, January 04, 2009

ég kíkti í kringluna í dag. hugsaði mér gott til glóðarinnar með þetta fína "gjafakort kringlunnar" í veskinu. eftir að hafa þrammað gímaldið þvert og endilangt gafst ég upp, keypti mér ískaffi og fór heim. eða reyndar ekki heim.. fór að ná í bjarna í ræktina, þangað sem ég skilaði honum eftir fyrstu atrennu í kringlu dauðans. hann gafst semsagt upp eftir að hann sá að það þurfti að bíða í langri röð til að máta í zöru. þar fann ég tvo kjóla sem voru fagrir en því miður aðeins of stuttir. ég er ekki sautján með pinna í stað læra. þarf að skrifa það hjá mér..
í einni búð var ég kýld niður.. í næstu var strunsað framhjá mér í útsöluofsa þannig að veskið nánast flaug af öxlinni.. í öllum búðunum var margt flott en ekkert á viðráðanlegu verði.. í engri búð var nokkuð keypt.. í nokkrum var mátað og í öðrum grátið..

samantekt.. nei.

|

Sunday, December 28, 2008

gleðilega hátíð kæru vinir!


vonandi eruð þið búin að hafa það jafn gott og ég. þetta er búið að vera yndislegt.. búin að hitta skemmtilegt fólk, gefa gjafir og borða góðan mat. einmitt núna er ég að borða geggjaða köku frá því í gær sem eva dögg gerði. ohh hún er unaður.. getið séð myndir af henni á fésbók og sagt í kommenti hvað þið öfundið mig af því að vera að borða hana.
við hittumst svo nokkrar stelpur hjá mér í gær í árlegum jólahitting og var það voða huggulegt. ég eldaði indverskan kjúkling og svo var gerður mojito. voða gott allt saman jájá..
áramótin framundan ásamt matarboði þar sem á að gera tilraun með andaleggi. vona að það heppnist.. annars er það bara eldsmiðjan!
kakan kallar.. kveð í bili..

|

Monday, December 15, 2008

ég horfði á mann einn í beinni í gær (reyndar var það ekki í beinni.. það var endurtekning frá föstudeginum) og ég er ekki frá því að ég sé nokkrum sellum fátækari. gestur þáttarins lét mig fá kjánahroll sem ég er ekki enn búin að hrista af mér og svo komst ég að því að rúnar júlíusson var "jarðsyngdur" á föstudaginn. einmitt..
hvað er í gangi? er ekki lágmarkskrafa á fjölmiðlafólk að það kunni að tala? eða skrifa? ég er að spá í að tileinka einni viku eftir prófin vitlausu máli fjölmiðlafólks og benda ykkur á fáránlegheitin. ég þoli ekki að lesa fréttir sem eru málfræðilega vitlausar. get alveg litið framhjá einni og einni innsláttarvillu, en stundum er það augljóst að manneskjan bara kann ekki íslensku. pirr pirr..

þá vitiði það. ég er farin að læra. bless..

|

Monday, December 01, 2008

jæja.. eftir þessa færslu er ég hætt þessu "hildurbloggarþábloggaég" dóti.. hún er alltof dugleg að skrifa og ég hef ekki undan. eftir þessa færslu myndi ég samt skulda fimm færslur. fimm! hafiði heyrt það bilaðra? nei einmitt..

það er nú meira hvað extreme makeover cry edition er dramatískt. og ég sit og grenja yfir þessu öllu.. það er ellimerki. ég stríddi mömmu alltaf þvílíkt þegar hún grét yfir auglýsingum liggur við.. og nú er ég ekkert betri! verð að hætta að horfa á þennan þátt..

ég hef engan tíma fyrir þetta. þarf að gera verkefni og svo annað verkefni og ritgerð og þá fyrst get ég farið að lesa undir próf sem byrja eftir átta daga. stress.is

bless..

|

Friday, November 28, 2008

skoðið þessa mynd. það á að stara á hana í um það bil hálfa mínútu og horfa svo á hvítan vegg.
hvað sjáið þið lesendur góðir?

|

Thursday, November 27, 2008

þetta hefur bara varla gerst síðan ég var í grunnskóla.. og það er langur tími! ég man ennþá eftir að þegar það var vont veður þá voru lesnar upp tilkynningar í útvarpinu um hvaða skólar féllu niður þann daginn. alltaf vonaði ég að lesinn yrði upp laugarnesskóli.. það gerðist aldrei, en ég fæ alla vega prik fyrir bjartsýni á yngri árum.

|

Sunday, November 23, 2008

brúðkaupið og veislan í gær voru alveg æðisleg! ég setti inn nokkrar myndir á fésbókina og læt tengilinn fylgja með. þetta eru ekkert rosalega margar myndir, en ég fæ fleiri sendar fljótlega.
svo tók ég upp myndband sem sýnir stemminguna í athöfninni, en paparnir komu og spiluðu.

þetta var alveg frábær dagur og brúðhjónin rosa ánægð!

|

Friday, November 21, 2008

hildur er of dugleg að setja inn færslur. eftir þessa skulda ég samt eina í viðbót.. *dæs*

það er komin nett spenna í mig fyrir morgundeginum og smá stress. það sem hefur einnig gert vart við sig er lítil frunsudrusla á neðri vör. stressfrunsa! hata þær. koma alltaf þegar mikið liggur við. ég þarf bara að reyna að anda meira ofan í maga. alveg ofan í maga og þá fer stressið.
úff mér er hálf óglatt.. borðaði of mikið í hádeginu held ég.

ég átti síðan alltaf eftir að segja ykkur frá tölvupóstsamskiptum mínum við konu nokkra í borgarráði. það er þorbjörg helga vigfúsdóttir og er hún ágæt kona. ég hafði nefnilega oft pirrað mig á lélegum merkingum á skothúsvegi (fyrir framan gamla kolaportið) þar sem veginum hafði verið breytt og gamlar merkingar haldið sér. þá var maður kannski að fara út á granda, á vinstri akrein og þegar kom að þessum ljósum þá var maður allt í einu kominn á beygjuakrein því það er góða regla að fylgja línunum á götunni. alla vega.. ég sendi henni póst vegna þessa og svaraði hún mér nokkrum dögum seinna og sagðist hafa sent þetta á viðeigandi aðila. nokkrum dögum eftir það kom annar póstur frá henni sem sýndi ferlið sem bréfið mitt hafði farið í og hafði það þá farið til að minnsta kosti þriggja annarra aðila. þá sagði hún mér að það ætti að fara í vettvangsferð og skoða þetta, sem greinilega var gert því tveimur vikum seinna voru merkingar í fínu lagi.
ég skora því á ykkur að senda tölvupóst ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri. til dæmis væri ekki vitlaust ef við tækjum okkur nokkur saman og mótmæltum ljósunum sem eru komin við holtagarða. fáránlegt fyrirbæri.

fleira var það ekki. góða helgi litlu börn og næst þegar ég mæti hér verður móðir mín ekki lengur syndari. því jú þið vitið að lifa í synd er ekki leiðin inn í himnaríki. þar er víst svo gott að vera. hjá guði.. guð er svo góður. aha.. einmitt! ég er ekki vön að setja neitt svona inn vegna þess að þetta er ádeilumál og sýnist sitt hverjum, en ég er bara reið og pirruð vegna myndbanda sem ég hef verið að horfa á undanfarið og eru ekki falleg. mörg algjör viðbjóður bara! vil vara við að þetta eru ekkert mjög fallegar myndir.. en sýna hvernig sorglegur raunveruleikinn er oft.

góðar stundir..

|

Tuesday, November 18, 2008

þetta er svolítið skemmtilegt fyrirkomulag.. að setja alltaf inn færslu þegar hildur hefur gert það. núna hefur hún sett inn myndband þar sem ný dönsk syngur nostradamus og hvernig tískan þá er svipuð og núna. ég verð nú að segja að mér fannst þessi föt í myndbandinu mjög töff og langar sérstaklega mikið í þrönga glimmergallann.

á laugardaginn ætlar móðir mín loksins að bindast honum magnúsi elífðarböndum. það finnst mér rómantískt.. að eftir næstum tíu ára aðskilnað, þar sem þau hittust ekkert, ætla þau að gifta sig. ég er ánægð með þetta og hlakka mikið til. ég á að lesa upp texta úr biblíunni í athöfninni.. eða ég held að hann sé úr bilbíunni. hann er um kærleikann. fínn texti og fínn boðskapur á þessum tímum sem nú ganga yfir.

núna ætla ég að fara og fá mér væmið kaffi með sýrópi.

góðar stundir..

|

Friday, November 14, 2008

ég lofaði víst á síðunni hennar hildar, aka girk no. 2, að setja alltaf inn færslu þegar hún hafði gert slíkt hið sama. núna hefur hún sett inn tvær á síðastliðnum dögum og ég má því ekki vera minni vefdagbókarhaldari en það.
í fréttum er það helst að auður vinkona mín eignaðist lítinn dreng á föstudaginn var og er hann algjör ponsi. 10 merkur og 48 sentimetrar og með þeim sætari á svæðinu. ég fór aðeins til þeirra mæðgina í gær og sá litli var jafnvel enn minni en mig minnti, en alveg jafn mikið krútt. krútt krútt...

fyrir utan þetta þá gengur lífið sinn vanagang og hef ég allan hug á að setja upp seríur um helgina. alveg kominn tími á það þegar mesta myrkrið er að skella á. í kvöld er það bond og nammi.

góða helgi vinir mínir..

|

Wednesday, October 29, 2008

á að kjósa nýja ríkisstjórn? þeim finnst það.

|

Thursday, October 23, 2008

smá sýnishorn fyrir lúðurnar í danmörku!

|

Wednesday, October 22, 2008

ég og tölvan erum bara ekki að ná saman þessa dagana. í fyrsta lagi er hún í því að aftengjast netinu.. þangað til ég næ tali af tali þá kenni ég tölvunni um! það er svo gott að geta kennt einhverjum um.. í öðru lagi þá leyfir hún mér aldrei að haka í "muna eftir mér" á neinum síðum. ekki á fésbók sem pirrar mig mikið og svo eru fleiri síður þar sem sama vandamálið er uppi á teningnum. já ég er löt og nenni ekki alltaf að skrá mig inn! og hananú.. í þriðja lagi er hún með vesen þegar ég ætla að skrá mig hingað inn til að geta sett inn færslu. þá set ég inn notandanafn og lykilorð og þá kemur upp villa. blogger can not blablabla... p i r r a n d i ! !

fannst ykkur þetta ekki skemmtileg færsla? hélt ekki..

ég ætla að vera duglegri að setja færslur hingað inn. það bara gerist aldrei neitt merkilegt.. einu sinni þoldi ég ekki vefdagbækur sem sögðu bara frá því hvað eigandinn gerði þann daginn. kaldur veruleikinn blasir nú við og mín síða er orðin einmitt þannig. þá vildi ég helst bara skrifa inn pælingar um lífið og tilveruna og setti sjaldnast inn neitt sem viðkom mér persónulega.. alla vega ekki of persónulega. ég ætla ekkert að byrja á því núna.. þeir sem vilja frekari fréttir verða að hringja eða bjóða mér í pönnsur.

|

Thursday, October 16, 2008

jæja.. tölvan komin í lag og þar með erum við aftur tengd umheiminum. þetta var alveg hrikalegt ástand á meðan á þessu stóð! ég vil því nota tækifærið og þakka baldri bjarnavini fyrir lagfæringuna. ég lét þau orð fjúka á meðan hann sat sveittur yfir tölvunni að ég skyldi gefa honum frumburð minn seinna meir ef honum tækist að laga þetta. ég verð víst að standa við það.. en kannski hefur hann nóg með sína tvo. sjáum til..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com