góð saga

|

Monday, May 31, 2004

í dag var ég að skoða gamlar vídjóspólur sem ég á og rakst þá á eina eldgamla. hún heitir the man in the moon og er síðan 1992. reese witherspoon er í henni og er bara 14 ára þar. hún er um fjölskyldu og þá aðallega tvær systur. þessi yngri kynnist strák sem er 17 ára og verða þau vinir. svo verður hún er skotin í honum en honum finnst hún of ung. svo hittir hann systur hennar sem er 17 ára líka og verða þau ástfangin. þá verður auðvitað mikið drama og svo endar það þannig að strákurinn deyr, þegar hann verður undir traktornum sem hann er að plægja akurinn með.
hún er svo sorgleg þessi mynd og svo vel leikin að ég bókstaflega grenjaði. án gríns, ég táraðist ekki heldur grenjaði. ég höndlaði bara ekkert og sat bara og vældi yfir örlögum court, dani og maureen.
jii það tók sko á..

|

af hverju eru ekki heimsendingar á súkkulaði?
ohh hvað mig langar í kinder egg!!

|

Saturday, May 29, 2004

Fullar konur..

.. eru ekki skemmtilegar! og akkúrat núna eru 4 staddar inní stofu hjá mér. systir mömmu var með smá boð í dag og bauð upp á léttvín og bjór og urðu amma, önnur systir mömmu og vinkona ömmu soldið hífaðar. svo endaði mamma á að bjóða þeim hingað og ég er bara rekin úr sófanum og get ekki horft á sjónvarpið í leti eins og maður á að gera á laugardagskvöldi. ohhh ég er svo pirruð!!!!

|

Friday, May 28, 2004

ohhhh.. hvað mér leiðist!!

|

ásgeir snær: pabbi minn fór til læknis.
fóstra: nú, hvernig læknis?
ásgeir snær: æji..svona.. hálsmen og eyrnalokkar.

|

Thursday, May 27, 2004

stundum verð ég svo reið útí þetta þjóðfélag og bara allan heiminn!!
var að horfa á 60 minutes áðan og það var verið að tala um ofbeldi gagnvart konum í frakklandi, og þá aðallega parís. þar var kona að segja frá þegar henni var nauðgað af nokkrum mönnum í lest, já í lest, þar sem var fullt af fólki í kring og enginn gerði neitt! hugsiði ykkur viðbjóðinn, að vera þarna algjörlega bjargarlaus á meðan þeir koma einn af öðrum, og enginn gerir neitt. mér leið líkamlega illa eftir þáttinn.
ég er nánast hætt að horfa á fréttir út af því að það er alltaf verið að tala um stríð og börn sem hafa dáið eða mannskæð flóð á haítí. mér finnst heimurinn verða orðinn að einum stórum vígvelli. og ekki erum við íslendingar skárri, við styðjum bush, þennan forheimska fasista sem veit ekkert í sinn haus!!
maðurinn sem vitnaði gegn nixon í watergate málinu hefur nú skrifað bók sem heitir "worse than watergate" sem mig langar rosalega að lesa. hann segir að bush sé eini forseti bandaríkjanna sem hefur átt upptökin að stríði síðan 1845, og svo laug hann þegar hann réttlætti það. helvítis aumingi! það er viðtal við þennan mann í mogganum 24. maí sem er mjög áhugavert. mæli með því að þið lesið það.
svo held ég líka að davíð oddson sé aaalveg að gera í buxurnar í pólitíkinni. hann er að fá alla upp á móti sér og hefur nú eignast enn fleiri fjandmenn með þessu fjölmiðlafrumvarpi sínu, sem er víst orðið að lögum, nema að herra ólafur skrifi ekki undir það. amma er svo fyndin því hún er svo á móti davíð og ef einhver fer að tala vel um hann eða styðja hann þá segir hún bara "æji vertu ekki að syngja þessa davíðssálma".. og kveikir sér svo í capri.

en jæja ég er komin með hausverk af öllu þessu bulli.
bless og góða nótt.

p.s. þetta eru bara mínar skoðanir og þið megið alveg vera ósammála.

|

Tuesday, May 25, 2004

saga af augnhári

um daginn var ég að labba heima hjá mér og þá fannst mér eins og ég væri með flís í hælnum. ég reyndi að taka þetta sem var að stinga mig í gegnum sokkinn en ég gat það ekki. og alltaf meiddi ég mig meira og meira. svo þegar ég loksins nennti að tékka betur á þessu þá var þetta augnhár, fast inní hælnum. ég þurfti að nota flísatöng til að ná því. ég hélt að þetta væri hart hár en þegar ég fór að skoða það þá var það bara mjúkt eins og augnhár eru.
ég skil ekki enn hvernig það komst inn í hælinn og líka af því að það stakkst ekki beint inn heldur var eins og því hefði verið rennt inn. og það var sko pikkfast. mjög skrýtið.

|

Monday, May 24, 2004

dóttir þýskukennarans míns úr kvennó er á múlaborg. hún er ótrúlega sæt og er alltaf að koma til mín og segja sæta hluti. á föstudaginn sagði hún að ég væri fallegasta stelpa í heimi og að hún elskaði mig, og í dag sagði hún að ég væri með fallegt hár og bauð mér svo að koma heim til sín og sagði að ég mætti gista í kojunni hennar. ég dýrka svona börn.
svo er hún líka soldið dramatísk, til dæmis um jólin þá var ég að hengja upp seríu inná deildinni hennar og þá kallaði hún á vinkonur sínar og sagði (með miklum tilþrifum) "ó stelpur, sjáiði hvað þetta er fallegt?! ó stelpur, við hefðum átt að koma í kjólum.."

|

jiii.. ég man ekkert eftir að hafa skrifað þetta.. sá þetta sko í gær og var frekar hissa. en já það er alltaf gaman að djamma og fékk ég líka að finna fyrir því í gær þegar ég mætti ógeðslega súr í vinnuna með illt í maganum eftir allt slushið sem ég drakk hjá andreu. það var svona krapís með vodka útí og sítrónubragði og maginn minn mótmælti mjög mikið. úff.. það var ekki gott.
var að koma heim af tólf tíma vakt á mokka og er dauð úr þreytu.
góða nótt

|

Saturday, May 22, 2004

haaaaaaaaaaaaaaaalló þetter arna og hún var að koma heim. ég var í stúdenstsveislu hjá andreu og svo í par´tyi hjá henni og er ég frekar druuuukkin!! sjitt þetter ekki gotttt.. ég er nebblega að farað vinna á morgun klukkan tólf og má sko ekki ver þunn. ó men það veðrur erfitt.
andrea ákvað að beila á bænum og fara að horfa á vídjó með kárasínum.
en ekki fyrr en e´g var búin að láta þau hafa nafnabókin sem ég gaf henni í afmælisgjöf. andrea er nebblega ólétt og þau eru að fara að skoða nöbbn. en ég veit að þau skíra rna eða rnar eða örn. þau eru bara að þugjast þegar þau seeijast vera að skoða nöfn. andrea vill skíra sem e´g má ekki segja en ég vil arna.
en sni'ugt..
sjitt ég er farin a siofa....

|

Wednesday, May 19, 2004

ooooohhhhhhhhh... ég er svo pirruð!!!!!!!!!!!!!!
ég var nebblega stoppuð af löggunni í dag. hef aldrei verið stoppuð áður og var það soldið imberressíng. ég á sko að vera laungu farin með bílinn í endurskoðun, eða í desember, svo þess vegna stoppuðu þeir mig. svo það er enn ein sektin í sektabunkann minn, en ég fékk aðra um daginn sem segir að ég hafi farið yfir á rauðu ljósi. hrmf.. ég hef aldrei keyrt þar sem myndavélin söppósiddlí tók myndina. ég hef allan hug á að fara með málið í hérað og rengja þessa myndavél þeirra.
*pirrpirr*

|

Tuesday, May 18, 2004

ég sit hér og skrifa í pels sem andrea var að lána mér. hann er ekkert smá hlýr.

í dag ákvað ég að fara í söngpróf hjá tónlistarskólanum í reykjavík. það gekk bara alveg ágætlega held ég (vona ég) ég hitti hana guju þar og hitaði hún aðeins upp með mér og æfði lagið og svo var bara sungið. við höfðum bara hálftíma til að æfa okkur svo ég var smá MIKIÐ stressuð. en svo var það alltílæ.
takk aftur guja mín þetta reddaði mér alveg. ég hefði örugglega dáið ef ég hefði verið þarna ein *knúsiknús*
svo er bara að bíða og sjá hvað gerist.
og já í dag hringdi leikskólastjórinn minn í mig og spurði hvort ég gæti hugsað mér að koma aftur og vinna. ég var nú ekkert á því fyrst, en þegar ég var búin að segja henni hvað mér sárnaði þegar hún tilkynnti mér "fagmannlega" að ég fengi ekki vinnu í sumar, þá sagði ég já. svo fór ég aðeins niðreftir og þá hitti ég eina sem sagði mér að allt hefði verið brjálað í gær þegar fólk frétti þetta. hún sagði að fótum hefði verið stappað niður og hippinn fengið að heyra það allrækilega. og þá gladdist ég svo í mínu litla hjarta.
svo þessi dagur hefur bara verið rosa góður og núna ætla ég að toppa hann með því að fara í sund með múttu og liggja í pottum og gufu og slaaaaaka á..
bless í bili.

|

sjáiði hvað hún hildur skrifaði um mig and i quote "ég skellti mér í eurovision/matarboð í gærkveldi hjá henni Örnu sem er bara extremely góður kokkur.."
ég elska þegar fólk segir svona fallegt um mig.
*brosbros*

|

Monday, May 17, 2004

ohh það var svo gaman á laugardaginn að ég á bara ekki til orð!!
stelpupartýið tókst með eindæmum vel, og vil ég hér með þakka öllum sem þetta lesa fyrir síðast, og hef ég bara yfir engu að kvarta. bærinn var troðinn af fólki og ég þekkti svo marga.. ohh þetta var bara æði!!
er farin að horfa á scary movie 3..

|

Friday, May 14, 2004

me like!!


/What Beatle are you?

John Lennon

You enjoy poetry, painting & a fine wine. A lover not a fighter.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


|

bless múlaborg
takk fyrir samveruna bless í dag
bless múlaborg
það var gaman á múlaborg
það var gaman á múlaborg...

|

sjiiiiiitt hvað mig langar í bjór!!!!
fór aðeins á mokka áðan og ákvað að fá mér pilsner í tilefni próflokanna. gerist það mikið sorglegara? æ þeink not!
en hún rósa sem var að vinna (og er því miður að hætta) sagðist nenna að koma og fá sér einn kaldan með mér á dillon, en ég var því miður á bíl. hún sagði að það væri bara lang best að vera ekkert með bílpróf, eins og hún sjálf, og er ég barasta orðin sammála henni. hlakka til að selja bílinn minn og geta fengið mér bjór á virku kvöldi. bjúdífúll!!
svo er það laugardagurinn langþráði. ég get ekki beðið. ætla að opna bjór á slaginu átján, en þá hefst kokkteiltími á lynghaga 28.
stundir..

|

Thursday, May 13, 2004

sko þegar fólk keyrir eins og það sé með þumalputtann uppí rassgatinu á sér þá verður arna pirruð!!
hvað er AÐ íslenskum ökumönnum í dag égbaraspyr?? halda þeir að stefnuljósstöngin (eða hvað þaðnú heitir) sé bara uppá PUNT??!!

|

ohh hvað ég elska þetta nýja bloggútlit!
ég er búin í prófum sem táknar aðeins eitt, GLEÐI GLEÐI og meiri GLEÐI!! vá hvað það er gaman að geta verið að hanga á netinu og liggja í leti og horfa á curb your enthusiasm, og ekki alltaf með litla samviskupúkann á öxlinni sem segir "farðu nú að læra" og "þú ert nú alls ekki nógu góð í þessu fagi til að vera að slóra svona stelpa"
ég slæ hann af jafn óðum og hann byrjar og kíki á dónalegar heimasíður.

|

Wednesday, May 12, 2004

jæja hér er ég loksins mætt aftur og sá þá þessa líka skemmtilegu breytingu á bloggernum og ákvað að breyta útlitinu í tilefni þess.
hvernig líst ykkur á? ég féll alveg fyrir þessu útliti því þetta er eins og gamalt veggfóður. æ lov itt!!
annars er lífið ekki alltof skemmtilegt þessa dagana þar sem það lítur út fyrir að ég verði atvinnulaus að hluta til í sumar. leikskólastjórinn minn "yndislegi" hafði nefnilega ekki fyrir því að láta mig vita þegar hún réð í síðustu stöðuna fyrir sumarið. ég taldi mig vera í forgangi þar sem ég hef unnið þarna í 4 ár en neiiiiii!! .. af því að ég gat ekki svarað henni fyrr en 10. maí þá bara réð hún í allt og fannst það svo bara "mjög leiðinlegt" í gær. helvítis hippa-pjallan!!!
þannig að ég er á fullu að leita mér að vinnu sem er frekar erfitt þar sem það eru langflestir búnir á ráða fyrir sumarið.
ég er svo pirruð og það í miðjum prófum. jæja verð víst að fara að lesa.
arna tuðari kveður í bili.

|

Saturday, May 08, 2004

ég fékk símtal klukkan hálf sex í morgun. oj hvað það var ekki skemmtilegt.

p.s. í kvöld verð ég að vinna á mokka og það alein! ég vil endilega biðja alla sem eiga leið í bæinn að koma við og fá sér kaffi eða kakó. ég þarf allan þann stuðning sem ég get fengið.

|

Friday, May 07, 2004

í nótt dreymdi mig svo skrýtinn draum. það var þannig að ég var á gangi einhversstaðar og var með litla stelpu. hún var alveg pínulítil og mér fannst ég þurfa að passa hana svo vel. svo sofnaði ég á bekk einhversstaðar og þegar ég vaknaði (í draumnum) mundi ég ekki hvort ég hafði sofnað eða ekki, og vissi þess vegna ekki hvort litlu stelpunni hafði orðið kalt. þá setti ég hana undir kápu sem ég var í og þá kom maður labbandi og fór ég strax að segja honum að henni hefði ekki orðið kalt. svo vafði ég henni enn fastar að mér og hún lagðist á öxlina á mér og mér leið eitthvað svo vel, og ég hugsaði að ég vildi aldrei sleppa henni.
þessi draumur er búinn að sitja í mér í allan dag og ég er að spá hvort þetta þýði eitthvað. mig grunar hvað þetta gæti kannski þýtt en ég ætla ekki að segja það alveg strax..

|

Wednesday, May 05, 2004

í dag var ég alvarlega að hugsa um að gerast jarðfræðingur þegar ég verð stór.

|

Tuesday, May 04, 2004

í dag fór ég aðeins á mokka eftir vinnu. þar drakk ég hálfan kaffi latté. ég hef nú yfirleitt þolað kaffið en mikið helvíti var itta sterkt. ég sver það mér leið líkamlega illa alveg til svona ellefu. svo fór ég til andreu í heimsókn og þegar ég kom þangað þá leið mér eins og ég væri full. þið vitið þegar maður verður óvart of fullur og vill losna við það úr líkamanum en getur það ekki. þannig leið mér. ég fór til hennar því hún var bara róleg ein heima, en betri helmingurinn fór með hundinn á hlýðninámskeið, og því hélt ég að mér myndi líða betur við það, en sú var sko ekki raunin. hjá henni fór ég að tala um vinnuna og einn ákveðinn yfirmann og ég varð svo æst að ég titraði. þá gaf hún mér vatn til að róa taugarnar.
ég held að ég sé enn kaffidópuð.

|

Monday, May 03, 2004

ég er morðingi!
í kvöld drap ég tugi saklausra lífvera í glugganum mínum. ég notaði ekki bara ryksuguna á kvikindin, heldur eitraði ég líka fyrir þeim. lífverurnar eru litlir rauðir maurar sem hafa gert sig mjög heimkomna í glugganum mínum. fyrst var mér alveg sama því þeir bögguðu mig ekkert mikið, en þá tóku þeir uppá því að fjölga sér! helvítis kvikindin..
svo þegar ég sá þá í rúminu mínu var mér allri lokið og fór í garðheima og keypti eitur.

í nótt dreymdi mig að ég var bitin í fótinn af slöngu. hvað ætli það tákni?
í draumnum var ég líka að kela við mark owen, en fyrir ykkur sem vitið ekki hver það þá er það einn gaurinn sem var í take that. örugglega ekki margir, en samt einhverjir, sem lesa þessi skrif muna kannski eftir æðinu mínu í áttunda bekk.
i really need a man!!

|

allir sem setja link á mig fá link á sig og hér er steinar ofurbassi kominn. á hans síðu er ég arna steraalt sem mér finnst ógeðslega fyndið.

|

Saturday, May 01, 2004

ég er komin með vinnu á mokkakaffi.
er ég mjög ánægð með það og hvet alla stuðningsmenn mína að koma og bragða á dýrindis kaffi, cappuchino eða kaffi latté sem ég mun sjálf útbúa.
stundir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com