góð saga

|

Saturday, February 23, 2008

dæjinn..

ég vil byrja á að óska systur minni til hamingju með daginn. töttögogfemm í dag.. sem þýðir að ég er tvítug. jájá..
annars á ég að vera að læra en ég bara nenni ekki að byrja. var að koma úr afmælinu og er eiginlega bara of södd til að gera nokkuð.

ég keypti mér nokkra tyggjópakka áðan..
















haldiði að þetta sé nóg? nei.. ég ætti að stökkva og kaupa nokkra í viðbót.

jæja.. best að halda áfram áður en ég tapa enn fleiri heilasellum, en þeim fór verulega fækkandi rétt í þessu þegar þátturinn "sjáðu" byrjaði á stöð tvö. stjórnandinn virðist stressaður. allavega andar hann voða mikið. "myndin 27 dresses *innsog* með leikkonunni katherine heigl *innsog* en hana þekkja áhorfendur *innsog* úr greys þáttunum *innsog* er nýkomin í bíó"

eðalþáttur. einmitt..

|

Thursday, February 21, 2008

eftir nákvæmlega sex daga verð ég í valbyhallen í kaupmannahöfn að horfa á smashing pumpkins á sviði! tilhlökkunin er ofar öllu og finn ég varla nógu sterk lýsingarorð til að lýsa henni, en hún er eitthvað á þessa leið....


góðar stundir..

|

Saturday, February 16, 2008

bjarni sagði við mig í dag "ætlarðu ekki bráðum að fara að láta þessa leiðinlegu innkaupakerru fara af blogginu?" ég svaraði á móti "nei mér finnst orðið svo leiðinlegt að blogga" hann skildi ekkert í mér, enda öflugasti skrifarinn á svæðinu..
ég get svosem sagt ykkur að við bjarni stóðum í þvílíkum framkvæmdum í dag ásamt lindu og andra.. sem því miður náðist ekki á filmu. þannig er að við bjarni fengum gefins ísskáp í gær og ákváðum því að gefa þeim þann sem fylgdi með íbúðinni. þau komu að sækja hann í dag og þegar við reyndum að setja nýja ísskápinn inn í innréttinguna þar sem gamli var, þá passaði hann ekki.. (reyndum það líka í gær og það gekk svona glimrandi.. aha..) þá fengum við þá snilldarhugmynd að taka í burtu hilluna sem ísskápurinn stendur á og láta hann standa á gólfinu. gekk ekki. rör á bakvið sökkulinn.. þá var grátið.
þá datt mér í hug að taka skápinn í burtu sem er fyrir ofan ísskápinn og réðumst við í það. bjarni stóð inni í gatinu (engar dóna tekin-í-djúpinu hugsanir) á meðan andri skrúfaði skápinn lausan. við linda horfðum á mennina okkar með stolti og dreyptum á rauðvíni.. skápurinn laus. flott.. nýi ísskápurinn ánægður á nýja staðnum og sá gamli unir hag sínum vel á l92..
allt í allt góður dagur og gott kvöld. við bjarni elduðum pizzu og var hún mjög góð. verst að ég er að drepast í maganum núna. eins gott að það sé ekki pestin því ég er að fara að tjútta á morgun. er búin að bjóða saumaklúbbnum til mín og ætlum við að borða indverskan kjúkling og drekka mojito. hlakka mikið til!

þetta er komið gott í bili.. bjarni er farinn að sofa (fyrir löngu.. fjör) og ég er hér að bíða eftir að stellan niðurhalist svo ég geti hent henni inn á flakkarann og horft uppi í rúmi.. elska hana stellu!
"hver á þennan bústað? já eða nei!" klassi!!

góða nótt börn..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com