góð saga

|

Sunday, May 20, 2007

gærdagurinn..

















ég fór með svövu og mömmu í húsdýragarðinn

















þar hittum við meðal annars þennan sæta gaur..

















og litla kálfa (svava sæta)

















mamma hætti sér með henni í þetta tæki, en ég stóð örugg á hliðarlínunni og tók myndir

















svo rákumst við á þetta sæta par

















í húsdýragarðinum er refapar sem heita dísa og leifur, en fyndið er að amma og afi svövu heita það sama

















annað þeirra urraði á okkur.. látum liggja milli hluta hvort þeirra það var

















amma kom svo í mat um kvöldið ásamt ragnhildi og kötu, sem festust því miður ekki á filmu

















þórdís og leifur slógust svo í hópinn seinna um kvöldið.. þórdís ekki lítið sátt með sleikjóinn sem hún fékk.. dúlla!!


















bjarni hélt sig við fantað allt kvöldið..


takk aftur fyrir komuna kata og þið öll.. þetta var æði!

|

Thursday, May 17, 2007

ég var hér í dag. það var fjör þrátt fyrir rigninguna sem kom í lokin. ef þið voruð úti í dag (nú eða inni) og sáuð úrhellið sem kom um fjögurleytið, já einmitt akkúrat þá var ég á gangi með áttatíu börn á leið frá ingólfstorgi og upp í austurbæjarskóla. ég var blaut alveg í gegn þegar við komum uppeftir og er orðin slöpp í kjölfarið.
en svona fyrir utan slappleikann er ég hress eins og fress og er fegin að skóla er lokið í bili. því sem er líka lokið er kosningum og er ég því líka fegin. heyrði annars sögu af litlum stelpum sem voru reknar út af kosningaskrifstofu sjálfstæðisflokksins núna nýverið og er þetta ekki fyrsta dæmið sem ég heyri um. finnst það lélegt þar sem þetta eru kjósendur framtíðarinnar og munu alveg örugglega muna þetta þegar þau verða eldri.
en já.. svo sá ég þennan mann á gangi í rigningunni sem lífgaði nú aðeins upp á daginn. jájá.. hann var hress og tók lagið með okkur.

góða nótt

|

Thursday, May 10, 2007

góðan dag og gleðilegt sumar!

ég held að sumarið sé loksins komið. og örugglega bara af því að ég sagði þetta þá kemur rigning á morgun.. týpískt því þá erum ég og bjarni að fara í bláa lónið í nudd. það verður án efa mjööööög þægilegt og hlakka ég mikið til.
svo var ég að koma úr mjög svo skemmtilegri heimsókn en ég, birna, harpa og kristín maría kíktum á guðrúnu, óla og prinsinn. hann er þvílíkt sætur og kann sig sko alveg. vaknaði alveg í tíma fyrir okkur að smella af honum nokkrum myndum og aðeins að dást að honum líka. uppeldi síðustu tólf daga greinilega að skila sér..
annars er algjör barnasprengja í kringum mig þetta árið. í fyrra fæddust þrjú börn og eru það kristín maría, breki og jada birna dóttir evu vinkonu minnar. einnig eignaðist ég lítinn frænda sem heitir róbert. í ár er það önnur saga. nú þegar eru fædd fimm stykki og eru sjö eftir.. og þetta er bara talning á fæðingum fram í september. aldrei að vita nema að það komi fleiri tilkynningar áður en sumarið er liðið. þetta er rosalegt. ég hef bara held ég aldrei þekkt svona mörg lítil kríli. það verður sko fjör í báðum saumaklúbbunum hjá mér þar sem verða þrjú stykki í öðrum og átta í hinum.

en engar áhyggjur.. ég tilkynni ekkert fyrr en í fyrsta lagi þegar skóla lýkur þannig að þið getið andað rólega í að minnsta kosti tvö ár í viðbót.

góðar stundir og áfram eiki!!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com