góð saga

|

Wednesday, September 29, 2004

mikið svakalega eru karlkynsdansarar ótrúlega kynþokkafullir!!
var að horfa á myndbandið með sverri bergmann úr hárinu og þar er einn dansari sem er ber að ofan og hreyfir sig mjög fimlega. það fannst mér ekki leiðinlegt að sjá ónei.

|

Sunday, September 26, 2004

í dag eru liðin átján ár síðan elskulegur pabbi minn dó.

ég vil biðja alla sem þetta lesa að taka utan um pabba sinn fyrir mig. það er það eina sem ég hefði viljað gera í dag en mun aldrei geta gert.

kveðja..

|

Saturday, September 25, 2004

einu sinni var stúlka. hún var ósköp venjuleg stúlka sem hélt vefdagbók, gekk í skóla, vann aðra hvora helgi, hitti vini sína og fór á djammið, á kaffihús, í bíó og fleira skemmtilegt.
einu sinni vaknaði hún og gerði sér grein fyrir að heimurinn yrði ekkert verr staddur ef hún hætti að skrifa í vefdagbókina. hún sá að vefdagbókarskrif voru orðin að tískubólu og hún neitaði að taka þátt í slíku. þess vegna lagði hún vefdagbókinni og lýsti sig dána í vefdagbókarheimum. eftir dauða stúlkunnar tóku að berast bréf úr hinum og þessum áttum og fólk spurði hvað hefði orðið um hana. þessa lífsglöðu stúlku sem skrifaði hluti sem létu okkur öllum líða betur. hún vafraði um á milli tveggja heima og fann sig hvergi. vissi ekki lengur hver hún var í þessum heimi né hinum og ákvað því að tilheyra sínum eigin heimi.
fólk hugsaði og pældi og spáði í hvað hefði orðið um hana, en allt kom fyrir ekki. ekkert spurðist til hennar. það var orðið þannig að hún var orðin frægari fyrir að skrifa ekki, heldur en að skrifa.
stúlkan ákvað að þetta gengi ekki lengur og boðaði endurkomu sína með því að skrifa lítinn pistil um stúlku sem hvarf úr vefdagbókarheimum.

|

Friday, September 24, 2004

mamma mín fór í saumaklúbb áðan og keyrði ég hana. þegar hún sagði mér hvar ætti að beygja þá sá ég að þetta var gatan sem amma og afi fyrrverandi kærasta míns búa. það var frekar skrýtið og ég sá þau í glugganum. við vorum nefnilega soldið mikið þar þegar við vorum saman og voru þau alltaf rosalega góð við mig, sérstaklega amman.
skrýtið hvers maður saknar..

|

Thursday, September 23, 2004

stundum vakna ég á nóttunni og sé alls konar furðulega hluti. oftast hafa það bara verið svona fáránlegir hlutir eins og pöddur og þá aðallega kóngulær.
en um daginn þá vaknaði ég við að mér fannst einhver vera að vekja mig. það var sagt hátt og skýrt við rúmið mitt "arna", svo hátt að ég vaknaði og þá stóð kona við rúmið mitt. hún var ljóshærð með krullur og hún stóð þarna heillengi.
það var ekki skemmtilegt.

|

ég er byrjuð að skrifa smásögu.


|

aumingjabloggari er ég orðin!
það er bara ekkert að frétta héðan úr reykjavík 107.
ég var á kóræfingu áðan og söng frá mér allt sem heita raddbönd, en við vorum að æfa hið magnaða verk magnificat eftir bach. mjög flott, en krefjandi á móti. svo var ég svo slöpp eitthvað í hálsinum að ég ákvað að fara á mokka og fá mér te til að taka með, því ég var á leið í heimsókn. svo á leiðinni þangað þá var bara allt stopp og ég orðin ógeðslega pirruð en þá sá ég að það hafði orðið slys á skólavörðustígnum. ég veit ekki hvað kom fyrir en það voru alla vega tveir eða þrír sjúkrabílar, svo komu tveir löggubílar og einn stór til viðbótar og svo kom líka lögga á mótorhjóli og það var bara allt pikkfast. og þegar ég labbaði inn á mokka og leit uppeftir, þá var ekki hægt að greina hvað voru margir bílar, því það blikkaði bókstaflega allt. ég fæ alltaf í magann þegar ég sé svona. ohh ekki gott..

vonandi er allt í lagi með manneskjuna sem slasaðist.

|

Monday, September 20, 2004

guð minn góður ég bara verð að sýna ykkur þessa mynd. ég gaf frá mér stunu þegar ég opnaði hana, og það alveg óvart. hvernig er HÆGT að vera svona ógeðslega, óendanlega kynþokkafullur???

|

Friday, September 17, 2004

vel mælt..

konur geta kannski gert sér upp fullnægingu, en karlmenn geta gert sér upp heilu samböndin.
-sharon stone

vandamálið er að guð gaf karlmönnum typpi og heila, en aðeins nóg blóð til að halda öðru gangandi í einu.
-robin williams

|

Wednesday, September 15, 2004

var að koma heim af kóræfingu, með reyndar smá stoppi á mokka þar sem ég og hilda ræddum heimsmálin, og þá aðallega karlmenn, því við höfðum báðar svo mikið að segja eitthvað, og var það aðallega um hvað kynin eru ólík og hvað við stundum bara meikum ekki stráka. við vorum hársbreidd frá því að fara og brenna brjóstahaldarana okkar og endurvekja rauðsokkurnar. en málið er bara að strákar og stelpur eru svo ólík (döhh..) og finnst okkur það stórmerkilegt. til dæmis skiljum við ekki hvernig sumir strákar geta bara farið með manni heim og svingbarabúmm og svo ekkert meir. ekki einu sinni beðið um númerið, og hvað þá símhringing. en þar sem flestir sem lesa þessa síðu eru í sambúð þá býst ég svosem ekkert við svörum. en þið strákar sem lesið, endilega leggjið orð í belg um þetta hitamál okkar hildu..
eeeníveis, ég var að koma heim af kóræfingu, og er þetta fyrst æfingin mín síðan í vor, og verkið sem við vorum að byrja á.. men ó men.. það er dauði. mjög flott.. en dauði!! það er fimmtíu blaðsíðna verk eftir bach!! sjæse.. svo lét þorgerður okkur hlusta á verkið eftir æfinguna og sjitt hraðinn á því. þegar það byrjaði hugsaði ég að diskurinn væri rispaður því það hljómaði eins og það væru tvöþusund kettir að breima, svo hratt var það. það er sko kór og sinfó.
en það eru semsagt tónleikar með hamrahlíðarkórunum og sinfó í háskólabíói 2. desember og vil ég endilega hvetja (biðja!!) alla til að koma því þetta er mjög flott. ekki láta tal mitt um rispaða diska og annað hræða ykkur, því stuðningur er vel þeginn í formi klapps eftir tónleikana.

góða nótt litlu sálir...

|

er kossabloggið orðið leiðinlegt? það finnst hildi greinilega þar sem hún heimtaði nýtt blogg. ég verð víst að gera konunni til geðs. annars er allt við það sama. ég hef bara fengið góðar fréttir undanfarið svo það er gott.
fyrir ykkur sem það ekki vitið þá er ég að fara í hámenningarferð til parísar 8. október. ég fer með mömmu og vinnunni hennar og verð yfir helgi. ég hlakka rosalega til og er ég búin að fá boð frá myndarlegum, ungum manni um að hann ætli að sýna mér það helsta og einnig markaði þar sem ég get verslað föt og fleira skemmtilegt. það þykir mér ekki leiðinlegt, ónei.

|

Monday, September 13, 2004

að kyssa er góð skemmtun.
að kyssa á franska vísu er enn betri skemmtun.
að kyssa franskan mann er mjög, mjög góð skemmtun.

|

Friday, September 10, 2004

og fyrst allir eru að segja brandara þá ætla ég að skjóta einum að.

ljóska gengur inn á bókasafn og segir: "ég ætla að fá eina pulsu með öllu"
afgreiðslumaðurinn segir: "fyrirgefðu fröken, en þetta er bókasafn.
ljóskan (hvíslar): "ó fyrirgefðu, ég ætla að fá eina pulsu með öllu...
HAHAHAHAHA!!!!

|

hvað er mmmálið með jake gyllenhal?? af hverju leikur hann alltaf svona sexý, óþekkan strák? svona gaur sem reynir við giftar konur um fertugt? ohh hann er svo ógeðslega hot að það er bara ekki eðlilegt. kirsten dunst hlýtur að vera eitthvað klikkuð að dömpa honum!!!!

|

mokka klukkan 20:15

núna er ég í vinnunni. það er mjög rólegt. var að enda við að skúra og bíð nú bara eftir því að næsti kúnni labbi inn. ég gæti sosum þrifið eitthvað en ég barasta nenni því engan veginn. ég næ ekki netinu hér svo ég er að blogga á wordpad.
ég er komin á ger- hveiti- og sykurlaust fæði. það er ekki skemmtilegt. má semsagt ekki borða nammi, ekki ís og það sem er verst, ég má ekki drekka bjór. það finnst mér ekki gaman. en ég ætla samt að svindla á morgun og fá mér bjór. hef verið ógeðslega dugleg þessa viku og bara borðað speltbrauð og eitthvað svaka hollustu jógúrt og epli og svoleiðis. svo í gær var ég ekkert smá orkulaus. en það lagaðist allt þegar andrea kom í heimsókn og var með bragðaref sem hana langaði ekki í, svo ég borðaði restina. það var samt ekkert mikið, bara 4 skeiðar eða eitthvað. en ég fékk samt geðveikt í magann á eftir svo það er eins gott að passa sig.
jæja best að fara að gera eitthvað af viti hér. eins og til dæmis að klára að lesa dv.

|

Tuesday, September 07, 2004

áðan fór ég í ónefnda sjoppu á laugaveginum, þar sem mjög sætur ungur maður var að afgreiða, og keypti tyggjó. það kostaði litlar sextíu krónur og rétti ég honum kortið og bað hann að taka fimmhundruð yfir. þá hikaði hann eitthvað smá svo ég spurði hvort það væri lágmarksupphæð sem þyrfti að versla fyrir með korti. "njaaa.." muldraði hann eitthvað en fór svo og renndi kortinu í gegn. ég sagði að ef hann eeeendilega vildi þá gæti ég alveg keypt nammi, en hann brosti bara mjög fallegu brosi, og lét mig fá kvittunina og fimmhundruðkallinn.
ég efast ekki um að þarna hafi ótvíræð fegurð mín komið mikið við sögu.

|

Monday, September 06, 2004

hér er mjög skemmtileg síða sem ég rakst á um íslensk mannanöfn. þar er hægt að sjá hvað þau þýða og hversu margir bera þau.ágætis afþreying, jájá..

|

ég eeeeeelska one tree hill, eða bara nokkuð sem að inniheldur fallega karlmenn sem af og til eru berir að ofan. nammi namm!!
dagurinn í dag er yndislegur sjónvarpssambandslega séð, en akkúrat núna eru peyton og lucas (kynþokkafulli andskoti) að kyssast og steph og max byrjuðu aftur saman í nágrönnum í dag.
gleði gleði gleði....

|

mokka er skemmtilegur staður. þangað koma margir kynlegir kvistir sem gaman er að fylgjast með. fastakúnnarnir eru margir og eru sumir ótrúlega fyndnir, vilja alltaf að maður muni hvort þeir vilja kappútsjínó eða latte og hvort þeir vilja súkkulaði á letteinn eða ekki súkkulaði á kappútsjínóinn. það kemur einn maður inn reglulega sem reykir london docks vindla og kæfir okkur í um það bil klukkutíma á meðan hann púar þrjá með vibba lykt. svo er hann alltaf með svo fyndnar handahreyfingar þegar hann tekur smók. um daginn hélt ég að hann væri að veifa mér, en þá var hann bara að fara að taka smók. mjög fyndið (but u had to be there)
svo er maður orðinn svo heilaþveginn eftir alla útlendingana sem komu í sumar að stundum talar maður ensku við íslendingana og öfugt. um daginn lenti ég í því að það voru bara búnir að koma inn útlendingar og svo kom íslendingur. ég sagði get ég aðstoðað og var það eitthvað fleira og svoleiðis, en svo kom að því hvað þetta kostaði "yes that´s onethousand-fivehundred"
*roðni-roðn*

|

Friday, September 03, 2004

krrrrreiiiiisííness in the brainhouse!!!!!!!!!! ohh ég elska gaurana í 70 mínútum hlæhlæhlæ....

var að koma úr vinnunni og var þetta hin ágætasta vakt, jájá.. andrea kom til mín upp úr sjö og fór ekki fyrr en rúmlega níu sem var mjög fínt. sátum bara frammi (sem ég má reyndar ekki gera. stupid rules) og spjölluðum um heima og geima og aðallega barnið hennar ófædda. ég hlakka svo til og var einmitt að segja henni að ég ætla að vera rosa dugleg að koma í heimsókn og passa, svo barnið þekki mig og ég verði arna frænka. oooo ég hlakka svo til!!!! svo fæ ég svo langt jólafrí að ég ætla að nýta tímann og vera hjá henni andreu minni og lillunni eða lillanum, en hún er mjöög treg við að gefa það upp sem pirrar örnu smá. en það fer að styttast í þetta allt saman jájá, en hún er sett 11. nóv.
djamm dauðans á morgun og vonast ég til að sjá sem flesta í miðbæ reykjavíkur eftir miðnætti þar sem ég mun skemmta lýðnum með söng, leik og gjörningum..

góða nótt litlu sálir.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com