góð saga

|

Friday, April 29, 2005

mamma mín er yndi. hún ákvað að bjóða dóttur sinni á ítalíu áðan.. mmm.. það var svo gott. ég er gjörsamlega að springa úr seddu.. svo var hún búin að ákveða að hitta lindu frænku á næsta bar og vildi alls ekki fara heim á milli svo ég trítlaði með henni þangað og sat með henni í smá tíma. furðulegt lið þar..
núna er ég komin heim og eftir smá stund ætla ég að skunda í bæinn og hitta hana maju á sirkus og ætlar hilda kannski að koma líka..
jæja börn, ég ætla að opna eins og einn bjór núna, setja david bowie á fóninn og njóta þess að hugsa um að á morgun er síðasti laugardagurinn minn á mokka.. kannski maður bara sörveri í pilsi í tilefni dagsins..

góða helgi sykurpúðar..

|

bráðum fara andrea og hrafntinna til svíþjóðar til að vera í næstum allt sumar. ég gæti grenjað bara við að skrifa þetta.. ég á eftir að sakna þeirra mikið. mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar við andrea stungum af frá reunioninu 2002 til að fara á sirkus og fá okkur eplasnafs og bjór. andrea vann nefnilega þar svo við gátum fengið þetta með afslætti. urðum vægast sagt skrautlegar og skemmtum okkur æðislega vel..
góðir tímar..

|

Thursday, April 28, 2005

í dag eiga tvær vinkonur mínar afmæli og eru það þær auður og harpa. 24 ára og hafa aldrei litið betur út!
ég óska þeim til hamingju með daginn og syng einnig afmælissönginn fyrir þær hér heima hjá mér..

njótið dagsins elskurnar!

|

Wednesday, April 27, 2005

núna verð ég að fara að koma mér í einhvers konar heilsurækt. sandra var að hringja í mig áðan og segja mér að hún er með miða fyrir mig þannig að ég fæ fría viku í sporthúsinu. get ekki sagt að mér finnist það heillandi.. svo var andrea líka að stinga upp á að ég færi með henni í þrekhúsið. ekki er það skárra. svo er andrea auðvitað fimleikadrottning og í góðu formi. ég myndi detta niður dauð eftir tíu mínútur á hlaupabretti.
hugsa að ég fari bara í göngutúr á ægisíðu mér til heilsubótar..

góða nótt..

|

ég er að fara með svövu frænku mína í sund á föstudaginn og hún vill fara í sundlaugin með gulu og bláu rennibrautinni. veit einhver hvaða sundlaug það er?
talandi um börn.. ég var í krónunni áðan og þar voru svona fimm stykki öskrandi börn. úff.. ég forðaði mér hið snarasta. svoleiðis börn gera mig mjög svo afhuga því að eignast eitt slíkt.
en svo eru sem betur fer til önnur, eins og til dæmis kjartan og oliver synir evu og hrafntinna dóttir andreu, sem láta mig vilja eitt stykki. samt elska ég börn og að vinna með þeim, en þegar þau taka sig til og öskra og eru með leiðindi, þá er gott að geta skilað þeim af sér..
ein 4 ára á múlaborg spurði mig einu sinni hvers vegna ég ætti ekki barn, ég yrði ábyggilega góð mamma því ég væri svo góð fóstra. sætt sætt.. svo bauð hún mér í afmælið sitt..

|

Tuesday, April 26, 2005

ég veit að ég hef sagt það áður en billy corgan er algjör snillingur!
það er lag á b-hliðunum, sem fylgja með rotten apples greatast hits disknum þeirra, sem heitir my mistake.
það er svo flott og ég hugsa að flestir geti tengt við þetta lag á einhvern hátt. og hann syngur það svo vel. maður finnur alveg biturleikann í því.

hér er textabrot..

we're so young
and we're so dumb
we don't register calculations
and if you dare
and should i care
i could destroy you
and take you there

as the spitfires begin their descent
and tragic romantic ascent
my love is one hundred percent

come back to me, my mistake
come back to me, my mistake
come back to me, my mistake
mistake, it was all my mistake

mæli með að þið tékkið á þessu..

|

Monday, April 25, 2005

maður á ekki að skrifa þegar maður er nýstiginn út úr brennandi heitri sturtu, nánast með óráði af hitanum, búinn að vera að hugsa um gamla tíma sem eru horfnir og koma ekki aftur. það þýðir bara ekkert. auðvitað er það eðlilegt, en það getur samt ekki verið gott fyrir sálartetrið. ég er með músarhjarta, fyrir ykkur sem vitið það ekki, og á þess vegna ekki að vera í svona hugleiðingum. það er bara ekki hollt. svo er ég búin að vera að hlusta á tom waits og elliott smith alla helgina. miss mysery og in the neighbourhood eru á repeat í itunes. er það eðlilegt? nei.. þess vegna ætla ég að uppfæra tónlistarsafnið mitt og fara að hlusta á fjörugri tónlist og fá smá fjör í sálina. eins og til dæmis bowie, sem hefur fengið að rykfalla í smá tíma núna. jájá.. bara gott framundan, nema að ég sá ógeðslega stóra randaflugu áðan. oj! ég trúi ekki að þær séu komnar á flakk.. usss.. allt of snemmt..
eigiði gott kvöld börnin mín..

|

ég er búin að hugsa mikið undanfarið um mig og mitt líf og þá sem eru í kringum mig. um pabba, ömmu, afa, ragnhildi, mömmu, láru kristínu.. alla. ég stend mig að því mun oftar núorðið að skoða albúmin okkar, frá því að við bjuggum fyrir vestan. þegar við vorum fjölskylda. þegar við vorum þessi venjulega fjölskylda þar sem pabbinn var kennari, mamman vann á skrifstofu og börnin voru á leikskóla. þegar við áttum heima í blokk á þriðju hæð í skugga fjalls, sem þá virtist ná upp í skýin.
ég skoða þessi albúm til að muna. ég man óeðlilega lítið eftir þessum tíma, hefur mér verið sagt af mönnum sem kalla sig fagmenn. ég á bara tvær minningar um pabba. í báðum þeirra er hann að gubba. ég stóð þá bakvið hurð að deyja úr hræðslu eða hljóp fram á gang og grét þangað til hann hætti. oft var þá liðinn langur tími og stundum þorði ég ekki inn aftur.
mig langar að hverfa aftur til þessa tíma. langar að muna meira um hann.
tímann þegar pabbi söng videolagið með grafík um helgar og allt var gott.

|

Sunday, April 24, 2005

mikið hlakka ég til þegar skólinn er búinn!
honum lýkur hjá mér eftir fjóra daga og þá koma próf. þau eru búin snemma í ár eða 9. maí. þann dag verður móðir mín fimmtug og var að tjá mér það að hún ætlar að bjóða mér, systu, atla og ömmu í perluna að borða. það finnst mér ekki slæmt. svo spurði hún hvort ég myndi mæta með herra.

ég er enn að hlæja..

|

Saturday, April 23, 2005

mér finnst þetta soldið flott ljóð.

|

mig langar svo í kisu..
einu sinni átti ég mjög sæta kisu.. en hún dó. varð fyrir bíl. hún var líka örugglega með litningagalla..
greyið litla..

|

ég var að koma heim og, eins og alltaf, er tölvan í gangi.
áhugavert djamm. fór til hildar a.k.a. girk no. 2.. og fékk mér eins og þrjá bjóra meðan ég hlustaði á bang gang.. fórum þaðan á árshátíð listaháskólans, sem var með eindæmum vegleg.. hitti þar ingunni sem ég hef ekki hitt í ár eða svo.. gaman gaman..
fórum þaðan á kofann þar sem ebbi frændi var og vildi endilega bjóða mér upp á bjór. ég þáði hann.. svo fóru eyjan og troels á prikið, þá hitti ég mike, stjána, kidda, tomma og fleiri þannig að ég ákvað að vera eftir. svo fór ebbi á goldfinger og vildi endilega fá mig með.. hmm.. ég afþakkaði pent.
svo komu doddi og þröstur, sem ég elska, svo ég varð eftir með þeim. sat þar í mestu makindum þegar einhver fjandans gaur tók arabaflikk á borðið okkar og hellti nánast heilum bjór yfir mig. ég varð pínu pirruð..æji, samt ekkert til að æsa sig yfir, en pilsið mitt hefur komið þurrara út úr þvottavélinni en það var eftir þetta. fór svo með dodda á devitos og svo heim..
núna er ég að spá í að fara að sofa og hætta að kíkja í tölvuna þegar ég kem heim af djamminu..
góða nótt litlu sálir..

|

Friday, April 22, 2005

hvernig líst ykkur á nýja páfann? hmmm.... ég var að hlusta á umfjöllun um hann á rás eitt á leið minni í skólann á þriðjudagsmorguninn. hann er víst svaka íhaldssamur og öfga-bókstafstrúar. hann vill til dæmis þagga niður mál sem varða kynferðislega misnotkun presta á ungum altarisdrengjum. ef það gerist þá á bara að biðja og gleyma.. og svo vill hann helst ekki að konur taki þátt í messum nema sitjandi á kirkjubekk.. þegjandi. hnuss.. hvað er að svona mönnum? mikið vorkenni ég þeim drengjum sem í sakleysi sínu eru misnotaðir af ógeðslegum presti sem gerir það í skugga páfans, vitandi að ekkert muni vera gert í því..
foj og fuss!

jæja ég er farin til hennar evu minnar. kjartan logi sonur hennar er tveggja ára í dag og ætla ég að kaupa handa honum eitthvað smotterí..
eigiði góðan dag..

|

Thursday, April 21, 2005

gleðilegt sumar vinir mínir!
skemmtilegt kvöld í gær. ég og maja byrjuðum á að fara á pasta basta og fengum okkur að borða og einn bjór. fórum svo yfir á sirkus þar sem var mjög fámennt og lítið stuð. hitti guju þar og hún sagði okkur að koma á grand rokk, þar væri megasukk að fara að byrja. svo við töltum þangað og urðum ekki fyrir vonbrigðum. skemmtilegt með meiru..
mikið hlegið og já.. áhugaverðir tónleikar.

en ég er farin á mokka..
vonandi hafiði það gott á þessum fyrsta degi sumarsins..

|

ég var að koma heim úr bænum og það er lokað inn til mömmu og karlmannsskór frammi..
oh my.. ég held að ég þurfi súrefni..
þetta hefur ekki gerst síðan ég var í kvennó og maggi kom í "kaffi".. dröfn manstu?..

|

Wednesday, April 20, 2005

áiii.. ég er við það að klofna í tvennt. ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að ég væri að fara að fæða barn.. en það er ekkert að fara að gerast sem betur fer..
sumarið kemur á morgun. ég er alveg viss um að það verður gott veður. ef það verður þá ætla ég út í snú-snú eða brennó. muniði eftir brennó? ég var alltaf geðveikt góð í því.. og skotbolta. gömlu góðu tímarnir...
annars er ég á leið út í kvöld. maja var að hringja og biðja mig að koma með sér á eldsmiðjuna og borða og fá okkur kannski eins og einn bjór og kíkja svo á sirkus. ég sagði já.. eruði ekki hissa?
annars er ég komin í frí fram á mánudag (fyrir utan mokkavakt annað kvöld) og er því bara helber gleði í gangi..
eigiði gott kvöld mitt kæra fólk..

|

Tuesday, April 19, 2005

ég og maja erum að spá í að fara á hróarskeldu. mér finnst það nauðsynlegt þar sem þetta er í síðasta sinn sem hún er haldin í núverandi mynd.
eru einhverjir fleiri að fara?

|

Monday, April 18, 2005

áhugaverð kúvending hefur átt sér stað á lynghaga 28, fyrstu hæð. katrín fjeldsted móðir mín hefur eiginlega ekki verið heima síðan á föstudaginn. hún fór út báða dagana og í gærmorgun þegar ég vaknaði (uppi í stofu í joggingbuxum eftir mjööög rólegt laugardagskvöld) þá var hún ekki komin heim! úff.. ég ætla ekki einu sinni að láta hugann reika þangað sem hún var.
í gær var hún allan daginn með listmálaranum og núna er hún í bíó. ég sit heima eins og gömul piparjónka og geri ekki neitt..
en það er samt bara gaman og ég samgleðst henni innilega.. ekki misskilja mig.
ég fór bara allt í einu að hugsa um þetta mitt í höfuðverknum mínum, sem er að sprengja á mér hausinn og er núna að byrja að koma doði í andlitið..
ég ætti kannski bara að skríða í ból..

|

ég er búin að ákveða hvaða nám ég ætla að stunda í hí þegar fram líða stundir..
það mun vera þetta nám sem aðalgrein og þetta sem aukagrein.

|

ég fékk bréf um daginn þar sem ég var beðin um að koma og gefa blóð. ég fór ekki. sundlar bara við tilhugsunina.. ég er samt með móral. það vantar alltaf í minn blóðflokk og þar sem hann er svo sjaldgæfur þá er mjög oft hringt í mig þegar vantar. oh men.. ég vil ekki fara. það er svo vont þegar það líður yfir mann.. oj og mér verður alltaf svo flökurt.. hjálp!
ég ákvað að létta á móralnum með því að kíkja í bæinn. sá þar peysu sem ég endaði á að kaupa. skamm arna! en hún er æði.. keypti líka einn bol.. ussss... arna bruðlari!

|

Sunday, April 17, 2005

ég tók próf á netinu og það kom í ljós að heilinn minn er 86.67 % kvenkyns og 13.33% karlkyns..
hmm.. hvaðan skyldu þessi rúm 13 prósent koma? ábyggilega eitthvað tengt klámmyndum og handjárnum.. svo var annað próf og það sagði að ég væri 55% eðlileg.. að sumt sem ég gerði væri bara "downright strange" ussss... það er ekkert að marka þetta.

|

hún andrea vinkona mín á afmæli í dag. húrra fyrir andreu!!
andrea er góð og yndisleg stelpa og er ein af mínum bestu vinkonum.
til hamingju með daginn elskan og við sjáumst í kvöld..

|

vissuði að neil armstrong gekk á tunglinu á afmælisdaginn minn?
merkisdagur..

|

Saturday, April 16, 2005

þægilegur dagur í dag. var á mokka og það var eiginlega ekkert að gera. sem er kannski ekkert skrýtið miðað við veðrið.. annars er ég að fara að hætta á mokka svo það fara að verða síðustu forvöð að koma og fá kaffi hjá mér..
kíkti aðeins út í gær. fór með maju til auðar vinkonu hennar og svo á sirkus.. ætluðum að fara á trabant en það var uppselt og ég og maja vorum ekki með miða því lúðinn ég gleymdi að fara og sækja þá í tólf tóna í gær. demitt! það var víst svaka stuð. en það var samt mjög gaman á sirkus þrátt fyrir tónleikaleysið.. hitti þar marga kynlega kvisti og var þetta áhugavert kvöld með meiru.. nóg um það.
ég ætla að fara að koma mér. er að fara til tvíburanna þar sem við og sandra ætlum að borða saman og slúðra smá.. alltaf gaman að því..

eigiði gott kvöld litlu sálir..

|

Friday, April 15, 2005

billy corgan billy corgan ég elska billy corgan!
fyrir þá sem vita það ekki þá er maðurinn snillingur! ég var að skrifa nokkra diska fyrir maju í gær og meðal annars smashing pumpkins diskana mína, og ég fékk þvílíkt flashback frá því að ég og sandra vorum í áttunda bekk að hlusta á siamese dream með græjurnar í botni.
ég man ennþá daginn sem ég keypti mér mellon collie diskinn þegar ég var 14 ára. honum var sko nauðgað í þó nokkuð mörg ár. dröfn, sandra og auður muniði.. miðtúnið, kjallarinn, smashing pumpkins, brotin hurð.. góðir tímar..
núna er ég einmitt að hlusta á mellon collie og líður svo vel.. textarnir eru svo flottir og ég man hvað þeir höfðu mikil áhrif á mig á sínum tíma.
það eru nokkur lög sem ég mæli með að allir hlusti á með sp og þau eru: in the arms of sleep, beautiful, by starlight og take me down. og reyndar mjög mörg önnur en þessi eru alveg í sérflokki.

en jæja, best að bruna niður í tólf tóna og kaupa miða á trabant fyrir mig og maju.
góða helgi vinir mínir..

|

Thursday, April 14, 2005

ég finn á mér að sumarið er á næsta leiti.. svo nálægt að ég finn nærveru þess læðast upp að mér. í dag var ég að keyra hringbrautina á leið minni heim og var vinstri kinnin mín við það að grillast. þannig að sólin er farin að skína sterkar og bráðum fer að hitna. jájá þetta er allt að gerast. svo fer ég bráðum að taka fram kínaskóna sem ég hef saknað í kuldanum. ég ætti kannski að kaupa mér nýja þar sem mínir eru orðnir ansi lúnir sökum ofnotkunar síðasta sumar. núna sit ég úti á svölum og er að reyna að fá fleiri freknur því eins og þið vitið þá eru freknur merki um hraustleika. ég er það. alltaf hraust. verð eiginlega aldrei veik sjöníuþrettán.. betra að taka enga sénsa. samt er eitt svolítið asnalegt við semi-sólbaðið mitt. það er ekki eins heitt og ég hélt svo ég fór í lopapeysu. það er skrýtið. í sólbaði í lopapeysu. en kálfarnir eru steiktir, þar sem ég er í pilsi og svörtum sokkabuxum. sólin er orðin ansi heit. það er sumardagurinn fyrsti eftir viku. þá ætla ég að grilla fyrir okkur litlu fjölskylduna, þ.e. mig, mömmu, ömmu, ragnhildi og atla, sem er.. já.. mágur minn. hmm.. mér líst ekkert á þennan titil.. mágkona. en jæja.. það varð víst að gerast og atli er voða fínn og alveg verðugur mágur minn og kærasti systu.
í gær var ég spurð hvers vegna ég væri alltaf í pilsi. ég veit eiginlega ekki svarið. mér finnst það bara þægilegt. og jú.. ég á engar buxur! nema thai-buxur, sem eru ekki boðlegar og gera mig hundrað kílóum þyngri í sjón. talandi um þyngd.. ég er búin að þyngjast um eitt kíló síðan fyrir tveimur vikum. mér líst ekkert á það og er þetta kíló ekki velkomið. samt er það alveg skiljanlegt miðað við hvað ég borða mikið og alls ekki hollt og hreyfi mig eiginlega ekki neitt. en ég ákvað einu sinni að ég myndi ekki fara að hreyfa mig neitt að ráði fyrr en vigtin myndi sýna ákveðna tölu. það gerir hún ekki og hefur aldrei gert svo þar við situr.
nóg af þessu bulli og leiðindatali um vigt og yfirvigt.. ég er farin.

|

ég skil ekki bandaríkjamenn stundum. til dæmis þegar þeir giftast þá hafa þeir trúlofunarpartý, æfingarkvöldverð og svo brúðkaup. er fólk ekki orðið löngu þreytt á að fagna þessu þegar það loksins kemur að brúðkaupinu sjálfu?
ef ég gifti mig þá verður það látlaust. bara nánasta fjölskylda og vinir í athöfninni og svo partý. enginn salur, bara heimahús, gítar og fjör.
þá vitiði það.

|

ég var að sækja lagið mad world úr donnie darko. það er svo flott.
ég verð að fara að horfa á donnie aftur. hef ekki séð hana heillengi.
góða nótt elskur..

|

Wednesday, April 13, 2005

sá einhver tónlistaratriðið í jay leno núna rétt í þessu?
VÁ!! ég fékk sko gæsahúð um allan líkamann.. svo var gaurinn lengst til hægri ekkert ljótur.
það er fátt jafn kynþokkafullt eins og fallegur karlmaður sem getur sungið vel.. ohh...

|

ég var að koma úr bíó. fór á maria full of grace. hún var ágæt. ég átti samt von á að hún væri öðruvísi, en samt alveg ágætis afþreying. ég hefði samt frekar viljað fara á motorcycle diaries og er það næst á dagskrá.
ég nenni ekki að skrifa meira. ég las svolítið áðan sem gerði mig pirraða. helvítis karlrembur alltaf !! (afsakið orðbragðið) er meira að segja að spá í að fara að leggja þessari vefdagbók.
góða nótt..

|

Tuesday, April 12, 2005

hér eru myndir síðan heima hjá mér á föstudaginn.
ég veit að þetta hljómar asnalega, en djöfull á ég ógeðslega sætar vinkonur!

|

Monday, April 11, 2005

amma mín sagði mér einu sinni sögu frá því hvernig hún og afi kynntust. það var þannig að vinkona hennar var svo skotin í afa og bað ömmu að koma með sér á sögu að hitta þennan draumamann. svo fóru þær og þá sá afi ekkert nema ömmu, og endaði það á því að þau giftu sig. afi minn, sem hét jón páll sigurðsson, var loftskeytamaður og sigldi í seinni heimstyrjöldinni. þegar amma og nonni afi ætluðu að gifta sig þá átti afi akkúrat að fara í siglingu, en fékk frí og var þá fenginn afleysingamaður. sá hét guðmundur m. ólafsson frá ísafirði, og var föðurafi minn. í þessari ferð var skipið skotið niður af þýskurum og mummi afi rétt lifði það af. þegar hann dó 2002 var hann enn með sprengjubrot í kálfanum.
nokkrum árum seinna, þegar mummi afi var búinn að kynnast láru ömmu, þá sigldi nonni afi oft til ísafjarðar og var þá farið á ball og bauð hann ömmu alltaf upp. þau dönsuðu saman þegar hann kom í bæinn en vissu aldrei neitt um hvort annað. ekki einu sinni nöfnin. þarna voru mamma og pabbi hvorugt fædd.
svo kynnast mamma og pabbi 1971 og árið eftir, þegar amma á ísafirði kom heim til ömmu í reykjavík, (þær heita sko báðar lára) þá sá hún mynd af nonna afa og spurði strax hver þetta væri. mamma sagði henni að þetta væri pabbi sinn sem hefði dáið þegar hún var átta ára. amma sagði þá að þetta væri myndarlegi maðurinn sem bauð henni alltaf upp fyrir vestan og að stelpurnar í bænum hefðu ekki haldið vatni yfir honum.

þetta finnst mér svolítið merkilegt, hvernig leiðir fólks liggja saman. ég held að foreldrar mínir hafi verið sköpuð fyrir hvort annað.

sumt fólk á bara að hittast..

|

mikið vildi ég að ég hefði haft færi á að hitta gael garcía bernal á meðan hann var hér um helgina, en hann er með betur skapaðri mönnum sem ganga á þessari jörð! fyrir ykkur sem vitið ekki hver hann er þá lék hann í amores perros, sem er mjög góð mynd og ég þarf endilega að fara að taka aftur. svo er hann líka fyrrverandi kærasti natalie portman og fær hann mörg, mörg prik í kladdann fyrir það..

|

Sunday, April 10, 2005

ohh af hverju fór ég á þessa síðu....
ég vil kenna birnu um þetta..

um daginn var ég að tala við vinkonu mína um karlmenn (eins og svo oft áður) og við komumst að þeirri niðurstöðu að það er skortur á þeim á markaðnum. alla vega almennilegum mönnum. ég og hún erum einstaklega óheppnar og erum alltaf að lenda í einhverjum flækjum. ég er að spá í að leggja þetta bara alveg á hilluna í einhvern tíma. hún er nýbúin að lenda í einum sem er alveg í þvílíkri flækju með sjálfan sig og veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. og hún getur ekki hætt að hugsa um hann. hann byrjaði á því að reyna við hana og svo þegar hún loksins varð skotin, þá fór hann. (þetta á líka við um stelpur, ekki bara stráka. bara að hafa það á hreinu) hvað er málið með það? ég skil það ekki?
svo er alltaf eitthvað. ef þeir eiga ekki börn þá eru það geðveikar fyrrverandi kærustur eða þeir eru hommar. og ég þoli ekki þessa djammsenu.. gaurar að klípa í rassinn á manni, ropandi, hellandi bjór niður bakið á manni (gerðist á föstudaginn) og enginn meinar neitt sem hann segir.

ég veit að ég er bitur. en ég er ekkert að biðja um neitt mikið. einu skilyrðin sem ég set eru að hann eigi ekki barn og reyki ekki. er það ósanngjarnt?
ég segi bara eins og chandler "where are all the men!"

|

Saturday, April 09, 2005

jæja.. hittingurinn hér hjá mér í gær endaði bara í ágætis partýi.. það mættu aðeins fleiri en ég átti von á.. en það var bara gaman og það urðu til mörg skemmtileg dónaljóð á ísskápnum mínum..
svo var haldið á kofann þar sem ég hitti ebba frænda minn og var að skamma hann fyrir að vera vondur við stelpur. hann virtist ekki taka mig alvarlega.. svo fór ég á ellefuna með amöndu og hitti þar bjarna kórfélaga og spjallaði heillengi við hann. gaman gaman.. svo fékk ég boð um að koma á tapasbarinn.. ég afþakkaði, eins erfitt og það var. langar svo í kjúkling á spjóti..
en jæja.. nóg af þessu bulli. ætla að fara og horfa á the notebook og einhverja gamla mynd sem ég tók með. hún er nýsjálensk og heitir the price of milk. virðist áhugaverð..

eigiði góðan dag börn..

|

Friday, April 08, 2005

jæja það vill víst enginn vera memm á hjálma.. segja að það sé svo dýrt.. pffff..... en lítið við því að gera. reyndar var orðið uppselt upp úr miðnætti síðast þegar þeir héldu tónleika á grandrokk.. oh well..
það er útstáelsi í kvöld. amanda, kata, heiðrún, mikael, maggý, jóhanna og kannski hemmi ætla að koma hingað í bjórsötur og hlakka ég mikið til. hef ekki djammað með þeim í langan tíma og hef ekki séð hana kötu í meira en mánuð. gengur ekki lengur.. það verður án efa fjör.

óska ég ykkur hér með góðrar helgar vinir mínir..

|

ég sótti óperuna carmina burana í dag. er búin að vera að syngja með í allan dag, það er þá parta sem ég kann sem eru reyndar bara tveir.. bara skemmtilegt og þrælgóð ópera! mæli með henni.

annars var ég að koma heim af súfistanum með henni maju.. en þar skoðaði ég merkilega bók.. súperflört! nú mega gæjarnir á sirkus sko vara sig því ég er með allt á hreinu! nei kannski ekki alveg en þetta var ágæt lesning. sumt var mjög sniðugt.. annað bara fáránlegt.

hjálmar á grandrokk annað kvöld. þúsundkall inn. vill einhver vera memm?

|

Thursday, April 07, 2005

kór skólans söng í anddyrinu áðan..
þvílík önnur eins óhljóð! ég hef bara sjaldan misboðið eyrum mínum svona hrikalega áður.. þau voru flest fölsk, sópranarnir gauluðu eitthvað yfir hina þannig að hljómaði eins og kettir að breima, það heyrðist ekkert í altinum og strákarnir gátu ekki sungið til að bjarga lífi sínu. það var enginn samhljómur hjá þeim, raddirnar pössuðu engan veginn saman og svo störðu þau öll ofan í nóturnar og þorðu ekki fyrir sitt litla líf að líta upp.
jii.. þetta var alveg hryllilegt!
kannski hef ég bara svona hátt viðmið, en kommon! það er alveg hægt að gera betur en þetta. svo var kórstjórinn alltaf að láta þau æfa lögin.. fyrir framan alla!
þegar ég hef sungið með mínum kór þá þurfum við alltaf að læra lögin og standa bein og horfa á þorgerði. hún er jú kórstjórinn og hvernig ætlar hún að stjórna ef við erum bara að glápa á nótnablöðin? en kannski er þetta ekkert sambærilegt. minn kór er auðvitað bestur *blikkblikk*

|

Wednesday, April 06, 2005

ég fékk ekki leiðinlegt símtal áðan. það var frá mokka og ég hugsaði þegar ég sá það "jæja, á að biðja mann að mæta fyrr á morgun eða vinna um helgina" nei þá var það bara hún dísa yndi að spyrja mig hvort hún mætti (!!) ekki taka vaktina mína annað kvöld. hana vantar svo pening. ég sagði auðvitað já og er núna að hugsa um hvað ég eigi að gera á morgun, þetta óvænta fríkvöld..
ætli ég fari ekki bara á þjóðarbókhlöðuna að læra. eins og gott að klára þessi bévítans verkefni og ekki fæ ég mikinn frið hérna heima. stelpan á efri hæðinni er nefnilega að læra á píanó og spilar alveg hræðilega! hún er að gera mig geðveika.
svo er djamm á föstudaginn með amöndu, kötu og mike.. sem verður án efa gaman. hef ekki djammað með þeim í langan tíma.
en jæja, best að fara út í búð og versla aðeins í matinn svo að móðir mín fái eitthvað gott þegar hún kemur heim frá systu.

stundir..

ps. ég vil benda á spjallborðið, fyrir neðan tenglana. mér finnst þetta mun skemmtilegra en kommentin. er samt bara með þetta til reynslu, en endilega leggiði orð í belg.
kveðja, arna ólafsdóttir

|

Tuesday, April 05, 2005

cameron diaz sannaði það fyrir framan myndavélar og alþjóð í kvöld hjá jay leno hvað hún er hrikalega heimsk! ég slökkti bara á vitleysunni í henni.. gat ekki hlustað á þetta.

|

ég fékk seglana mína áðan. gaman gaman..
hér með býð ég öllum að koma og gera dónaleg ljóð á ísskápinn minn..

|

Monday, April 04, 2005

mig langar svo að halda partý.. sumarpartý. á ég ekki bara að gera það, kannski í lok maí? þegar prófin eru búin..
hvað finnst ykkur um það?
það muna kannski nokkrir eftir frægum partýum sem ég hélt í miðtúninu.. það var sko ekki leiðinlegt.

|

oj ég var svo þunn í gær að ég hef bara aldrei lent í öðru eins. vil ég kenna rauðvínsglasinu um það.. og jú kannski líka því að ingunn "missti" 3 bjóra á borðið hjá mér og maju á næsta bar. ussss.... þvílíkt og annað eins ógeð! ég var ennþá þunn þegar ég kom heim af mokka í gærkvöldi, og þá er mikið sagt. yfirleitt fer þynnkan þegar líður á kvöldið, en ekki í gær.. ónei!
ég er meira að segja slöpp núna.
jæja þá er komið nóg af kvarti.. ég ætla að drífa mig í sund á meðan sólin lætur sjá sig.

eigiði góðan mánudag..

ps. vatnaliljur, var nokkuð strákur sem heitir pálmi í kvennó? ári eldri en við? mér finnst ég endilega eiga að kannast við hann..

|

Saturday, April 02, 2005

áðan leigði ég eternal sunshine of the spotless mind. ég fór að hugsa um, einhvers staðar í miðri mynd, hvernig það væri ef maður gæti gert þetta. eytt ákveðnum minningum. væri það eitthvað betra? er ekki allt sem maður hefur lent í, heyrt, gert og sagt hluti af því sem maður er? og ef að einn ákveðinn atburður hefði ekki gerst, þá værum við kannski allt önnur í dag.. vegna þess að lífið og allt sem það inniheldur mótar okkur. menn fæðast með hreinan skjöld, en með árunum bætist alltaf á listann; ástvinamissir, sambandsslit, að verða ástfanginn.. allt þetta er partur af okkur og ef það myndi hverfa, myndi hluti af okkur hverfa. ekki satt?
ég hugsa að á einhverjum tímapunkti hafi allir viljað gera þetta, eins og til dæmis þegar maður er í ástarsorg eða líður illa. en er ekki betra að hafa minningarnar? og með tímanum hugsar maður oftar um þær góðu en þær slæmu, því með tímanum læknast öll sár. eða næstum öll..
ég er kannski búin með einn bjór og eitt rauðvínsglas, en mér finnst vera vit í þessu. ekkert vit í að gleyma. það gagnar ekkert.

|

mamma mín heldur að hún sé mesta pæjan á svæðinu. núna er hún að fara út annan daginn í röð, sem er reyndar bara jákvætt þar sem hún hefur ekki farið neitt að ráði í mörg ár. og þá er ég að tala um næstum því tíu ár. grínlaust! ég sótti hana í nótt og þá hafði hún varla fengið frið fyrir karlmönnum og geislaði alveg. ég er mjög ánægð fyrir hennar hönd og myndi glöð fórna öllum mínum djömmum, ef ég þyrfti, svo hún gæti farið og hitt einhvern góðan mann. hún á bara gott skilið.
en að því sögðu verð ég að fara inn í stofu núna og kynna hana fyrir elliott smith því hennar tónlist er að gera eyrun mín geðveik.
er farin að hitta hana maju og svo er það sirkus.
góða nótt vinir mínir..

|

Friday, April 01, 2005

í dag fór ég í sund, sem er kannski ekki í frá sögur færandi, nema að þegar ég sat í pottinum komu oní tvær stelpur. þær voru svona á að giska tólf-þrettán ára í mesta lagi. svo segir önnur þeirra allt í einu "ohh ég hlakka svo til þegar sumarið kemur því þá ætla ég í stranga megrun"..
ég sver það ég hrundi næstum af bekknum þegar þessi orð komu út úr henni. svo fór hún að tala um það að hún hefði í fyrra sumar látið sig æla nokkrum sinnum og svo á tímabili var hún líka að svelta sig. ég var alveg að kafna úr hita en ég bara gat ekki farið, ég varð að hlusta á þetta. "þúst ég meina þegar ég var í þriðja og fjórða bekk þá gat ég alveg borðað allt sem ég vildi, snakk og nammi og hamborgara og ég bara fitnaði ekki neitt. svo sumarið eftir fjórða bekk þá fór ég á vigtina og var þá orðin 55 kíló. þá fór ég sko í megrun"
mér fannst svo sorglegt að hlusta á þetta. í megrun níu ára! ókei kannski er soldið mikið að vera 55 kíló þegar maður er níu ára, en samt. svo hélt hún áfram að blaðra þetta þarna og hún var ekkert að tala lágt. henni fannst hún greinilega mjög svöl að vera með átröskun.
mér finnst þetta vera mjög slæm þróun, að þetta sé það eina sem skiptir orðið máli, að vera grannur.
ekki var ég að tala um svona hluti þegar ég var tólf ára. ég hef ekki einu sinni ennþá farið í minn fyrsta eróbikktíma.
en það er víst lítið sem ég get gert í þessu nema bara vona að dóttir mín verði ekki svona þegar hún verður á þessum aldri.

jæja.. mamma mín fór á einhverja opnun í kvöld og er ég því ein heima, sem er mjög gott. eldaði mér æðislegan mat áðan og er svo södd að ég get varla hreyft mig. og þar sem djammið datt uppfyrir í kvöld og ég er komin með hita þá ætla ég bara að skríða upp í sófa og horfa á the notebook og svo mulholland drive.

eigiði gott föstudagskvöld litlu börn..

|

á ég að segja ykkur ógeðslegustu sögu í heimi??
ókei.. það var þannig að þegar hann faðir minn var í háskólanum hérna í denn, þá var strákur með honum í fræðinni sem vann í fossvogskirkjugarði við að grafa grafir. fyrir þá sem ekki vita þá var fossvogskirkjugarður eitt sinn mýri, sem var síðan þurrkuð upp þegar kirkjan var byggð og þarna gerður kirkjugarður. þessi eitt sinn mýrar-jarðvegur gerir það að verkum að líkin rotna ekki eins þarna, eins og þau gera annars staðar. þau verða slímkennd. svo einn fagran dag þá er þessi téði maður og félagi hans að grafa gröf í mesta sakleysi, og þegar þeir eru búnir þá stekkur hann ofan í til að jafna veggina og botninn. heyrðu, þá höfðu þeir fengið vitlaus mál og voru búnir að grafa ofan af kistu. hún var þakin mold svo hann sá hana ekkert þegar hann stökk ofan í, í gegnum lokið á kistunni og beint ofan á líkið. að sjálfsögðu trylltist aumingja maðurinn og reyndi að standa upp en líkið slímkennda var svo sleipt að hann gat það varla og var þarna alveg heillengi og "skrensaði" í því, eins og hann orðaði það sjálfur.
þegar hann loksins komst upp var hann svo útataður í "slími" að félagi hans þurfti að spúla hann!

þetta er án efa ógeðslegasta saga sem ég hef á ævinni heyrt!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com