í dag fór ég í sund, sem er kannski ekki í frá sögur færandi, nema að þegar ég sat í pottinum komu oní tvær stelpur. þær voru svona á að giska tólf-þrettán ára í mesta lagi. svo segir önnur þeirra allt í einu "ohh ég hlakka svo til þegar sumarið kemur því þá ætla ég í stranga megrun"..
ég sver það ég hrundi næstum af bekknum þegar þessi orð komu út úr henni. svo fór hún að tala um það að hún hefði í fyrra sumar látið sig æla nokkrum sinnum og svo á tímabili var hún líka að svelta sig. ég var alveg að kafna úr hita en ég bara gat ekki farið, ég varð að hlusta á þetta. "þúst ég meina þegar ég var í þriðja og fjórða bekk þá gat ég alveg borðað allt sem ég vildi, snakk og nammi og hamborgara og ég bara fitnaði ekki neitt. svo sumarið eftir fjórða bekk þá fór ég á vigtina og var þá orðin 55 kíló. þá fór ég sko í megrun"
mér fannst svo sorglegt að hlusta á þetta. í megrun níu ára! ókei kannski er soldið mikið að vera 55 kíló þegar maður er níu ára, en samt. svo hélt hún áfram að blaðra þetta þarna og hún var ekkert að tala lágt. henni fannst hún greinilega mjög svöl að vera með átröskun.
mér finnst þetta vera mjög slæm þróun, að þetta sé það eina sem skiptir orðið máli, að vera grannur.
ekki var ég að tala um svona hluti þegar ég var tólf ára. ég hef ekki einu sinni ennþá farið í minn fyrsta eróbikktíma.
en það er víst lítið sem ég get gert í þessu nema bara vona að dóttir mín verði ekki svona þegar hún verður á þessum aldri.
jæja.. mamma mín fór á einhverja opnun í kvöld og er ég því ein heima, sem er mjög gott. eldaði mér æðislegan mat áðan og er svo södd að ég get varla hreyft mig. og þar sem djammið datt uppfyrir í kvöld og ég er komin með hita þá ætla ég bara að skríða upp í sófa og horfa á the notebook og svo mulholland drive.
eigiði gott föstudagskvöld litlu börn..