góð saga

|

Monday, November 29, 2004

það er eitthvað ókunnugt fólk búið að vera að kommenta hér hjá mér.. það finnst mér skrýtið. eitt er 26. nóv og er frá einhverri sem ég sé ekki betur en að heiti hugrún og er að segja að hún þori varla núorðið að fara inná mbl.is því það sé svo mikið af stórum fréttum frá íslandi. svo er annað frá 23. nóv þar sem einhver er að segja að hún sé búin að fá að vita kynið á barninu hjá svövu vinkonu sinni og að hún ætli að fylgjast vel með á barnaland.is. hvað er málið? vill þetta fólk gefa sig fram?..

ég er að fara í jólaklippingu á fimmtudaginn. get ekki beðið. var að panta mér tíma hjá ingva á rauðhettu og úlfinum, en ég vil bara segja öllum sem ekki vita að sá maður er snillingur þegar kemur að hári og flottum klippingum..
er farin á verkstæði með bíldrusluna mína.

stundir..

|

Friday, November 26, 2004

jæja þá er ég búin í stigsprófinu mínu. það gekk líka bara svona vel og sagðist kennarinn bara aldrei hafa heyrt mig syngja eins vel. það fannst mér gaman að heyra. svo sagði kennarinn minn um daginn að ég væri með svo fallega rödd, eða flauelsrödd eins og hún orðaði það..
þannig að ég hugsa að ég geti með nokkru öryggi sagt að ég er komin upp á annað stig. ég er svo glöð að þetta er búið...
svo var síðasti skóladagurinn í dag svo þessi dagur er bara gleði gleði..

eigiði góða helgi og endilega kíkja á mokka á morgun og fá sér heitt súkkulaði með rjóma, ef þið eigið leið um miðbæinn..

stundir..

|

Thursday, November 25, 2004

mig langar að benda ykkur á góða grein sem mér var send um innrásina í fallúdja. alveg mögnuð lesning..

|

Wednesday, November 24, 2004

hann óli hérna á efri hæðinni er alveg að missa sig í endurbótum og viðgerðum á íbúðinni sinni. hann er að gera allt hverfið, þ.e.a.s. mig, geðveikt á hamarshöggum, borvélahljóðum, skrýtnum hljóðum þar sem ég vil ekki einu sinni vita hvað hann er að gera með nýju kærustunni og ég veit ekki hvaðoghvað..
svo flutti hún inn og tók með sér píanó til að bæta gráu ofan á svart. og hún er hræðilegur píanóleikari. ohh ég er að spá í að flytja bara..
núna rétt í þessu heyrðist mjög skrýtið hljóð eins og einhver dytti með háum skelli á gólfið..
hmm.. skyldi píanókonan hafa drepið hann..??

|

Tuesday, November 23, 2004

ég hata bílinn minn! hata hann! HATA HANN!!!!!!
áðan var ég að keyra í skólann og þá tók hann sig til og byrjaði að hiksta. það var svona eins og ég hefði ýtt kúplingunni niður og rykkt svo af stað aftur. allavega, ég þorði ekki öðru en að stoppa og þá gat hann ekki haldið sér í gangi og var bara með stæla. svo ég fór bara heim aftur. ég er svo pirruð og hef sko engan veginn efni á að láta laga hann. ég þarf að kaupa jólagjafir og afmælisgjöf og.. og.. og.. ég hef ekki efni á þessu veseni.

arg!!

|

Sunday, November 21, 2004

mjög skemmtileg helgi að baki. ég fór út á föstudaginn með nokkrum krökkum. kata, sandra, mike og hemmi komu hingað til mín og fengum við okkur bjór og svo komu eva, max og valeria vinir evu og við fórum niður í bæ. fórum á hverfisbarinn og hittum amöndu (sem var eigi edrú) og var sosum ágætt þar þó ég sé ekki mikill aðdáandi staðarins. svo var farið á vegamót þar sem var mun skemmtilegra og þar hitti ég ebba frænda minn sem var að segja mér ógeðslegar sögur sem ég hlustaði samt glöð á, því hann var að kaupa handa mér áfengi. svo fékk ég mjög svo skemmtilegt sms sem endaði á því að ég fór og hitti myndarlegan ungan mann og fórum við á 22 sem var mjög gaman. þetta var alveg æðislegt kvöld en líðanin í gær ekki eins æðisleg. fór því ekkert út í gær en fór aðeins til amöndu og kötu og sandra kom líka og horfðum við bara á vídjó, borðuðum mikið nammi og kjöftuðum og þá aðallega, ef ekki bara, um stráka.

eigiði góðan dag..

|

Thursday, November 18, 2004

jahá... ég var ekki fyrr búin að setja þessa færslu inn en ég sá á vísi að það er búið að semja. mikið er ég fegin að þessi vitleysa er á enda. en ég var semsagt að vinna í kvöld með ekkert útvarp og heyrði því ekki fréttirnar.
en þá er það annað mál sem mér datt í hug og það er málið með þjóðsönginn. eruði að segja mér að það eigi virkilega að skipta um þjóðsöng? hvað endemis vitleysa er í gangi í þessu þjóðfélagi? ég er alveg hlessa.. þetta er eitt fallegasta lag sem til er, að mínu mati, og alls ekkert erfitt. íslendingar þurfa bara að taka sig til og læra lagið. það er ekkert flókið. frændi minn spurði mig einu sinni hvort ég kynni þjóðsönginn, virkilega. ég sagði já og hann bara trúði því ekki fyrr en ég fór með hann. það er vísuna, ekki lagið.
og svo er verið að tala um rökvillu í vísunni "eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr" það var sagt að eilífðar smáblóm gæti ekki dáið, fyrst það er nú eilífðar. hvar er rómantíkin?
ég bara spyr..

|

aumingja aumingja kennararnir. þeir eru bara skikkaðir til vinnu og má sjá á heimasíðu þeirra að þeir eru sko ekki sáttir. það var birt brot af henni í dv í dag og þar voru þeir að tala um að hringja sig inn veika allir í einu svona eins og tvo daga í mánuði og gera þannig meiri usla, því þá koma börnin í skólann en engir eru kennararnir. hlakkaði í einum þegar hann skrifaði þetta, fannst þetta svo góð hugmynd. annars verð ég voða lítið vör við þetta verkfall. hefur ekki mikil áhrif á mig sosum. en ég stend með kennurum 100%, og ef ég væri kennari þá hefði ég ekki mætt í dag. það er alveg til háborinnar skammar að ekki skuli vera hægt að borga þeim mannsæmandi laun. ég hugsa að allir bankastjórarnir og forstjórarnir, sem eru pirraðir yfir því að börnin þeirra fái ekki kennslu, myndu ekki vinna allan daginn fyrir sömu laun og kennarar, ónei.
og ríkið situr bara hjá gerir ekki neitt. það ætti bara að skipta út samninganefndunum, þetta er orðið stál í stál. svo er málið bara sett í gerðardóm og þá á allt að leysast. iss hvurslags bananalýðveldi er ísland eiginlega að verða? og við viljum telja okkur eitt af norðurlöndunum en samt sýnir þetta verkfall bara fram á það hversu langt við erum á eftir þeim í mörgum málum, eins og til dæmis menntamálum. og svo segir umboðsmaður barna ekki neitt. það er fyrst núna að hún ropar einhverju út úr sér eftir næstum sjö vikna verkfall. ef þetta hefði verið í svíþjóð til dæmis þá hefði umboðsmaður barna verið löngu búinn að passa upp á rétt barnanna og að þau fengju kennslu. þá kennslu sem stjórnarskráin segir að þau eigi rétt á. en umboðsmaður barna á íslandi var bara í fríi og gerði ekki neitt.
þvílíkt og annað eins rugl...

|

Tuesday, November 16, 2004

ég sé að fólk að er að verða forvitið um það hver dularfulli maðurinn er.. ég segi ykkur allt um það þegar ég er tilbúin, en þetta er bara á algjöru byrjunarstigi get ég sagt ykkur. en annars líst mér vel á að hafa vatnaliljufund með öllu tilheyrandi eins og jólaöli, piparkökum, jólalögum og síðast en ekki síst.. krónískum dýfingum!! stelpur, ég treysti á ykkur.
annars er ég svo glöð því jólaandinn er að ná tökum á mörgum sé ég. eins og þær voru nú alveg "nei ekkert svona fyrr en 1. des" múhaha.. og svo er byrjað að spila jólalög í útvarpinu og þegar snjórinn kom þá langaði mig bara að fara og kaupa jólatré og skreyta. ég er svo spennt!

ég söng á tónleikum í gær og gekk það bara vel. alla vega sögðu þeir sem heyrðu að það hefði verið fínt. mér fannst röddin titra mjög mikið (sem og hnén og bara allur líkaminn) en það heyrðist víst ekki út í sal, sem betur fer..
svo fór ég og hitti evu og söndru á vegamótum og við fengum okkur gott að borða og kjöftuðum til miðnættis. mjög skemmtileg kvöldstund.
jæja, ég er farin að syngja meira..

stundir..

|

Monday, November 15, 2004

í gær var mikil gleði. í gær gerðist það loksins. í gær var mokkagleði.
gleðin var haldin heima hjá gellunni í bláu skyrtunni og var mikið drukkið og hlegið. þá sérstaklega þegar móðirin og inúítastelpan sögðu alltaf sérnöfn þegar ein reglan var að það mátti alls ekki segja sérnöfn. já það var skondið.. flu.. hahaha.. (þeir skilja sem vita)
það var valinn mokkasjarmör og vann enginn annar en draumamaðurinn minn hann jón, og það með tíu stiga forskoti á steindór andersen, sem vermdi annað sætið. valli plaggat var svo í þriðja. ég fékk þann heiður að segja jóni það þegar ég mætti í kvöld og varð hann bara glaður og þakkaði fyrir kaffibollann (sem var í boði hússins að sjálfsögðu) og svo sagði hann mér hvað hann væri ánægður með þjónustuna og þar fram eftir götunum. ohh ég hefði viljað gefa honum tíu stig!
eftir gleðina var haldið í bæinn og á kaffibarinn ásamt hildu og ingunni. við dönsuðum og drukkum og sumir kysstu. já það var sko kysst..
því miður kyssti ég engan, en herrann minn var á norðurlandi þessa helgina.

góð helgi bara, jájá.. og ég var ekkert þunn í dag. ég mæli með að eiga íþróttadrykk, eins og til dæmis powerade, inni í ísskáp þegar haldið er á djamm og skal hann drukkinn áður en farið er að sofa. bjargar manni alveg daginn eftir..

stundir..

ps. ég fór til andreu og kára í dag og er hrafntinna algjör dúlla! það klingdi sko í mér þegar ég hélt á henni. jhhhiiiii.... hvað hún er sæt. mússí mú..

|

Friday, November 12, 2004

litla daman hefur verið nefnd Hrafntinna Káradóttir.

|

andrea og kári áttu litla stelpu í morgun kl 9:19. 12 merkur og 52 cm. gleði gleði.. :)
ég get kannski sett inn myndir bráðum. fæ lánaða stafræna myndavél og ef ég næ að setja inn þá fáiði að sjá.
þangað til seinna..

|

Thursday, November 11, 2004

jæja kæru vinir þá er bara allt að gerast. andrea missti vatnið í nótt og kemur því lítið kríli í heiminn í dag eða á morgun. hún fór upp á spítala í morgun en var send heim því ekkert var byrjað að gerast og fer aftur klukkan 17. ef ekkert gerist í kvöld eða nótt þá verður hún sett af stað á morgun. ohhhh ég er að deyja úr spenningi! svo voru þau að fá samþykkt tilboð sem þau gerðu í íbúð á holtsgötu svo bráðum verðum við líka nágrannar. ég gæti ekki verið ánægðari.
segi meira seinna.

arna sem er að verða frænka..

|

Tuesday, November 09, 2004

frygð, -ar KV 1 gleði, fögnuður. 2 losti (holdleg) ást.

þetta var skilgreining íslenskrar orðabókar frá máli og menningu, sem ég fékk í fermingargjöf, á orðinu frygð.
mig langar að koma mér upp holdlegu sambandi við mann sem er ekki tilfinningalega bældur, en þeir virðast ekki vera auðfundnir. hinn hópurinn aftur á móti, þessir bældu og samofnu, virðast vera hér á íslandi eins og mý á mykjuskán. hvað er með karlmenn í dag? af hverju eiga þeir svona erfitt með að gefa af sér? ég hef alla vega ekki enn kynnst þeim manni sem getur opnað sig svo að upp að einhverju marki teljist. iss.. hver þarf þá svosem? ekki ég.. bwahahaha....
ohhh ég er svo tóm þessa dagana. hef voða lítið að segja og er komin með svo mikinn námsleiða að það fer að teljast sjúkdómur. mig langar ekki hætis hót í skólann!
ég hef ákveðið að nota orðabókina óspart í skrifum mínum hér í þessari vefdagbók. orðabókin er mjög vanmetin bók og mikill kostagripur þegar maður vill nota skemmtileg, gömul íslensk orð. ég hef til dæmis komist að því að mjög margir karlmenn á íslandi eru kújónar. jájá.. vitiði hvað það er? nei hélt ekki.. look it up!!!
á föstudaginn fór ég heim til stelpu sem heitir tinna og er í tónó. hún er einnig í íslensku í háskólanum. ég hef allan hug á að kynna mér íslenskuna meira, því eins og þeir vita sem þekkja mig best, þá er íslenska í hávegum höfð hjá mér. þegar ég segi að orðabókin sé vanmetin þá vil ég meina að fólk hugsar bara að þetta sé eitthvað leiðinlegt fræðirit en það er það nefnilega alls ekki. það er hægt að finna mörg skemmtileg orð sem þýða kannski eitthvað sem allir þekkja og nota oft, en enginn veit að þetta er ein útgáfan. skiljiði hvað ég er að meina?
er ég kannski bara að bulla eitthvað sem enginn nennir að lesa? en jæja, fyrst þú lesandi góður ert kominn þetta langt í lesningunni, þá hlýtur þér að hafa fundist eitthvað áhugavert sem hér kom fram. og þá veistu líka að ég nenni ekki að skrifa meira og segi því aðeins eitt að lokum: takiði upp gömlu orðabókin og gluggiði í hana. það er áhugaverðara en margur heldur get ég sagt ykkur. mér finnst hún alla vega mjög skemmtileg (sem gerir mig kannski pínulítið skrýtna en mér er sama) og já ég segi það bara og skrifa og set nú punktinn hér.

|

ég gerði tvær uppgötvanir á dögunum. þær voru: bruce springsteen og elvis presley, en ég er ástfangin af tveimur lögum sem eru "in the getto" með elvis og "the river" með bruce. ohh þau eru svo flott! ég ætla að arka niður í skífu þegar ég fæ útborgað næst og kaupa diskana með þessum lögum.
annars var ég í söngtíma og gekk bara mjög vel. vorum að fara yfir það sem verður gert í prófinu sem er eftir 17 daga. ég er ekkert mjög stressuð núna, sem betur fer. þetta verður eins og ganga í garðinum.
var að lesa bloggið hennar hildu og þar var hún að tala um kosningarnar í bandaríkjunum og ýmislegt gruggugt í sambandi við þær. getið tékkað á því hér ef þið viljið. áhugaverð lesning.
ég er einmitt mjög pirruð yfir því að bush skuli hafa unnið. hann er fasistadjöfull og á skilið að rotna!

stundir..

|

ég lofaði víst að segja meira en það er bara ekkert að frétta.
ég hef bara ekkert að segja..

|

Sunday, November 07, 2004

mjög róleg helgi.. fór aðeins út á föstudaginn og hitti nokkra krakka úr tónó. það var mjög fínt og var ég farin heim um hálf 3. fór svo heim til amöndu í gær og hjúkraði henni, þar sem hún lá með pest og hóstaði úr sér lungunum. mike kom svo aðeins og gaf mér strákaráð, en frá og með gærdeginum megiði kalla mig örnu hössler. segi meira seinna..

|

Friday, November 05, 2004

ég vil endilega hvetja alla til að tékka á tenderfoot. það er yndisleg hljómsveit og söngvarinn syngur eins og draumur. en það er einmitt hann sem syngur somewhere over the rainbow í auglýsingunni frá umferðarstofu. ótrúlega flott hljómsveit og á síðunni eru 3 lög sem er hægt að hlusta á.
alveg magnað get ég sagt ykkur..

|

Tuesday, November 02, 2004

ótrúlega er jay leno fyndinn.. ég elska hvað hann er kaldhæðinn, en mér finnst kaldhæðni bara eitt það sniðugasta í heimi..
annars var ég á fundi hjá feministafélaginu sem var mjög áhugaverður. efni fundarins var kærur, rannsóknir og réttarhöld í kynbundnu ofbeldi. fór með henni hildu mokka slash fréttablaðsgellu. ég heyrði einmitt í útvarpinu í dag að þýskur kvikmyndagerðarmaður var drepinn í gær eftir að mynd hans um ofbeldi gagnvart konum í íslömskum ríkjum kom út. það finnst mér bara lýsandi dæmi um hvað heimurinn er orðinn ofbeldisfullur og einnig hér á íslandi, en það hefur varla farið framhjá neinum öll þessi umræða um handrukkara undanfarið. ég fann hvernig ólgaði inn í mér þegar var verið að tala um tölfræðilegar staðreyndir á nauðgunarkærum og hversu margar þeirra virkilega ná í gegn og eitthvað er gert í málunum. einnig var bent á það að þegar það er talað um svona mál í blöðunum að þá er alltaf talað um hversu annarlegu ástandi þolandi (yfirleitt stelpa) var í. það er aldrei minnst einu orði á hvernig ástandi gerandi var í, eða hversu mikið magn af áfengi hann hafði innbyrt. svo var sagt frá því að ef að málum er vísað frá eða dæmt geranda í hag þá getur þolandinn ekki áfrýjað til hæstaréttar, heldur ákveður saksóknari hvort það skuli áfrýjað eða ekki. en ef að það er úrskurðað þolanda í hag þá má gerandinn áfrýja, ekkert mál. ömurlegt!!

|

Monday, November 01, 2004

í dag hefði pabbi minn orðið 52 ára. ég efast ekki um að hann fagnar deginum einhvers staðar þarna úti með lennon, elvis og fleiri skemmtilegum.

annars dreymdi mig svo furðulegan draum í nótt og er hann búinn að sitja í mér í allan morgun. en það var þannig að einn af fastakúnnunum á mokka var í sturtu heima hjá mér. hann var bara að afklæðast fyrir framan mig eins og ekkert væri sjálfsagðara og við vorum bara að spjalla á meðan. mjög furðulegt. sagði einni stelpu frá þessu í skólanum og hún var ekki frá því að þetta myndi flokkast undir erótískan draum. hmm.. já hvað segiði?

helgin var mjög svo skemmtileg. fór út á laugardaginn með amöndu og fórum við í bæinn. kíktum á næsta bar með hemma, mike og fleirum þar sem var fínt að vera. svo fórum við á prikið og eftir það hitti amanda gæjann sem hún er að hössla. sá heitir eyþór og á mjög svo sætan vin. jájá.. hann kyssir líka vel..

eigiði góðan dag..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com