góð saga

|

Tuesday, November 28, 2006

núna ætla ég að fara að hætti hagnaðarins og setja viðskiptabann á búð eina. sú heitir tíu ellefu. ástæðan er einföld.. verðið þar er fáránlega hátt, eins og ég komst að í dag. ég keypti mér abt-mjólk þar í gær og borgaði fyrir hana hundraðogníu krónur. já, hundraðogníu! í dag fór ég í hagkaup og keypti aðra slíka. nú hélt ég alltaf að hagkaup væri dýr búð en nei.. þar kostaði abt-mjólkin áttatíuogsex krónur. það gerir tuttuguogþriggja króna mun! ég er alveg steinhissa og að ég tali ekki um reið yfir þessu. ég vissi svosem alveg að verðið þar væri hærra en annars staðar en ekki bjóst ég við þessum mun. aldrei skal ég versla við þessa ógeðisbúð tíu ellefu aftur. aldrei segi ég!! nei, núna er parið að spara enda í alvarlegum fullorðinspælingum..

annað sem ég komst að í dag, og er mjög hissa og heyksluð á, er það að samkynhneigðir mega ekki gefa blóð. bara alls ekki og skiptir þá engu máli hvort það er fimmtán ára hreinn sveinn eða mey. ef þú ert ekki gagnkynhneigður þá er blóðið þitt ekki nógu gott. ég átti ekki til orð í dag þegar ég heyrði þetta. ég meina er ekki allt blóð skimað áður en það fer til blóðgjafar hvort eð er? hvers vegna þessi fáranlega regla sem stuðlar að enn meira ójafnrétti í garð samkynhneigðra? er þetta ekki árið tvöþúsundogsex? hnuss hnussihnuss...

arnan kveður hnussandi og þreytt á íslensku þjóðfélagi..

|

Sunday, November 26, 2006

rassgat!!!

|

Sunday, November 19, 2006

jæja þá er ég búin að vera grasekkja í þrjátíuogþrjá klukkutíma og er strax farið að leiðast þófið. ég held að snjórinn hafi mikið með það að gera en það er bara ekki það sama að liggja einn inni í svona kulda. þú vilt hafa einn stiftamtmann hjá þér..
annars er þetta búin að vera fín helgi. ég og linda hittumst í gær á vegamótum og spjölluðum í fjóra tíma, fórum svo í hagamelsísbúðina og heim til hennar með sitthvorn bragðarefinn og var haldið áfram spjalli fram á miðjan morgun, eða um hálf fjögur. þegar ég fór heim var kominn annar heimur úti en sá sem ég steig innúr fimm klukkutímum áður. já, hann var ískaldur og á kafi í snjó! ég var tuttugu mínútur á leiðinni heim, sem tekur venjulega svona níu. ég er ekki að fíla þetta þar sem ég er ekki átta ára og er ég alveg í vandræðum með að ákveða í hvaða skóm ég á að vera á morgun. á enga sem ná upp fyrir miðja kálfa nema pæjustígvél og ekki ganga þau dagsdaglega. þetta er samt ekki alslæmt því mútta var eitthvað að tala um að bjóða mér á tapas á eftir. finnst mér það leiðinlegt þegar það er enginn bjarni að knúsa? nei.

|

Wednesday, November 15, 2006

ég er á bömmer. ég var að keyra múttu áðan til augnlæknis og rispaði bílinn hennar. ekkert mikið en samt nóg til að það þurfi að gera við það. og það sem er verra er að ef ég hefði bara bakkað aðeins þá hefði þetta ekki gerst. ég er algjör asni og ætti ekki að vera með ökuskírteini. og það sem er verst er að ég á engan pening til að gera við þetta sérstaklega þar sem minn bíll er í þessum skrifuðu orðum á verkstæði í sprautun. það er reyndar ekki eftir lúðann mig heldur annan lúða sem nuddaði sér upp við minn bíl og fór svo bara. andskotans helvítis.. varð að segja þetta. afsakið. þannig að ef einhver vill styrkja einmana verðandi grasekkju þá er það velkomið.
já ég er á bömmer. svo miklum bömmer..

|

Tuesday, November 14, 2006

hvers vegna fór þetta alveg framhjá mér? ég bara skil þetta ekki. ég þarf greinilega að vera duglegri að fletta blöðunum sem berast inn um lúguna hér á lynghaga. hver man ekki eftir æðinu mínu og magneu og hálsmenunum okkar. haha.. það var gaman. ég veggfóðraði herbergið mitt með myndum af þeim og var gelgja eins og þær gerast bestar. þá litu þeir reyndar svona út en í dag eru þetta menn. fullvaxta menn.

|

Monday, November 13, 2006

"Your new version of Blogger is ready!"

er einhver búinn að skipta yfir í þessa nýju útgáfu? ég nenni ekki að standa í svoleiðis ef það er eitthvað vesen. maður breytir ekki sigurliði!! ha.. haaaa....
annars er lítið að frétta. vikan framundan er mjög róleg sem er andstæða síðustu viku, en þá hitti ég stelpurnar sem ég var að vinna með í vodafone, hitti vatnaliljurnar í brunch sem og hinn saumaklúbbinn sem ber það skemmtilega nafn, laugalínur. svo fórum ég og bjarni í innflutningspartý hjá daða og heiðu á laugardaginn, en daði er búinn að gera glæsilega íbúð í kjallaranum hjá foreldrum sínum. ég heyrði því fleygt að þetta hefði einu sinni verið kartöflugeymsla með moldargólfi svo buffhrúturinn fær mikið hrós fyrir þessar framkvæmdir. í partýinu var lítillega rætt um börn og barneignir bjarna til mikillar gleði og hægðarauka. enda ekki við öðru að búast þar sem ég sat og spjallaði við tvær tiltölulega nýbakaðar mæður og eina verðandi. harpa ég held að ég sé búin að fá fjögur og hálft í gegn *blikk*
svo er bjarninn að fara til parísar á laugardaginn til að heimsækja einkaþjálfarann okkar og æskuvin sinn bjarna fritzson og tinnu spúsu hans. hún ber einmitt lítinn dreng undir belti svo stiftamtmaðurinn fær engan grið þar heldur. mjehehe...

jæja núna verð ég að fara að koma mér úr þessari tölvu og fara að huga að bókunum. já, prófin nálgast og ekki seinna vænna en að fara að spýta almennilega í lófana.

góðar stundir..

|

Tuesday, November 07, 2006

ég verð að mæla með myndinni borat. hún er algjör snilld! ég, bjarni, linda og andri fannar fórum á hana í gær og ég sver það ég hef aldrei hlegið jafn mikið. sérstaklega er eitt atriði fyndið, en svona grínlaust ég átti erfitt með að anda ég hló svo mikið.
endilega drífið ykkur á hana og segið mér svo hvað ykkur fannst um atriðið sem ég hló mikið að, en þeir sem fara á hana vita um leið og þeir sjá það hvað ég er að tala um.

farin í saumó..

|

Wednesday, November 01, 2006

tuttuguþúsundasti gesturinn kemur inn á síðuna í dag og það á afmælisdegi föður míns, sem hefði orðið fimmtíuogfjögurra ára ef hann hefði lifað.
æ, hann var svo sætur..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com