góð saga

|

Sunday, February 29, 2004

ég held að ég ætli í bloggpásu. finnst þetta ekki eins gaman og hér í denn.
ég fór á djammið í gær, að vanda. og það var ágætt. gerði skandal. eða kannski ekki beint skandal. ég er alla vega ekkert mjög spennt fyrir að mæta í skólann á morgun. æji ég geri svo margt heimskulegt þegar ég er ölvuð. og hvað var ég í gær? já einmitt rétt...ölvuð!! ekki gott.
æji ég nenni ekki að skrifa meira. ætla að fara og horfa á skjá einn. vonandi er the oc í sjónvarpinu, en ó mæ gad hvað hann ryan er sætur! úff ég breytist bara í sundlaug. hahahaha......
þeir skilja sem vita...

kíkja og rýna

takk fyrir mig og bless..

|

Wednesday, February 25, 2004

ég drakk tvo kaffibolla áðan fyrir kóræfingu. nei ég drakk ekki, ég þambaði. svo kom ég á æfinguna og þá var ég farin að skjálfa og var geðveikt ofvirk. eins og ég hefði fengið mér línu eða eitthvað. þetta er rosalegt. ég skelf ennþá. finnst eins og blóði æði um ..æðarnar á milljón. ætli það æði? af hverju ætli þetta heiti æðar? það hlýtur að æða. jæja nóg um það.
ég huxa að þegar maður er svona ofvirkur þá ætti maður að nýta sér það og fara út að skokka eða eitthvað. verst að æfingabuxurnar mínar eru í volvonum sem er uppí kópvogi og ég á ekki bensín til að fara þangað. já hahaha.. arna á æfingabuxur. hef farið í þær alveg fimm sinnum eða eitthvað. verst hvað svona æfingabuxur eru alltaf þröngar. maður vill ekkert láta sjá sig í þeim fyrr en maður er orðinn aðeins stinnari. sem gerir æfingabuxur að þversögn við sjálfar sig. segir maður sjálfar sig? hljómar e-ð furðulega.
shit hvað ég er ofvirk.
snlkfhoasnmfklasdæjfoksdnmlfkjsdaoifmlksdajfiodjsaklcnmlkfjsdv ldnglismkdflæmasdlægmlksmflksdjfosdmclksdmfiomdskofmoidjflidsmflixdjglkfdmdælm m,cnxiujaxdzvmwö09450RTH9847PO,CCXN JFFGILSDJJFORNC´ZMF8mfekfmimcðálkodjf

smá útrás

stundir..

|

Tuesday, February 24, 2004

ég var að sofa yfir mig. vaknaði við víbrið í símanum þegar bekkjarsystir mín sendi mér sms og spurði hvar ég væri. ég sagðist vera á leiðinni. það var ekki satt. en ég ætlaði samt að fara. rauk í föt og allt, en þá var maginn eitthvað ósáttur við það og ákvað að mótmæla. svo hér er ég enn. ekki farin í fjölmiðlafræði og á ekki að mæta í þýsku fyrr en klukkan þrettán tíu. mjög þægilegur dagur á þriðjudögum.
systa átti afmæli í gær og bauð í rosa flott kaffi. ég át, eins og vanalega, alltof mikið og varð átsýki mín þess valdandi að ég gat varla sofnað í nótt. var hálf flökurt og ef ég lagðist niður þá fann ég einhvern viðbjóð reyna að læðast upp hálsinn. svo ég setti aukakodda undir mig og sofnaði. og núna er ég eitthvað skrýtin líka. gurglar í maganum. (er það orð, gurglar?)

|

Monday, February 23, 2004

ég og líkaminn minn höfum verið eitthvað ósammála undanfarið. þannig er það að ég vil borða súkkulaði og rjómabollur í morgunmat og geri það stundum. en líkaminn mótmælir og tekur upp á því að breyta löguninni á vel sköpuðum mjöðmunum og mittinu. ég er ekki sátt við þetta ástand og til að mótmæla þá borðaði ég tómat í morgunmat. þá fékk ég hungurverki eftir klukkutíma og fékk mér just right. fyrir ykkur sem viljið hollan og góðan morgunmat og vera södd fram að kaffi , þá mæli ég með just right. maður er saddur í fimm tíma.
svo tek ég lýsi og frískamín líka. en fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnana, það er alla á norðurhveli jarðar á þessum árstíma, þá er lýsi það besta sem maður fær sér.
nema að maður ropar því allan daginn.

|

ljóð eftir mig er ljóð dagsins í dag á ljod.is :)

og það á afmælisdag systur minnar, en hún er 21 árs í dag. til hamingju elskan!

vá ég er ekkert smá montin. þess vegna gat ég ekki breytt því. það er nebblega svona heimasvæði sem ég get skráð mig inná og þar get ég eytt eða breytt ljóðunum, en fyrir aftan þetta var bara "eyða" en ekki "breyta"
þau hljóta að hafa ákveðið það um leið og þau sáu það að hafa það ljóð dagsins. vá ég er svo montin.

var ég kannski búin að segja það?

|

Sunday, February 22, 2004

gleðilegan konudag!

ég er að fara og kaupa bollur!! mmm... ég er búin að bíða í heilt ár eftir þessum degi, sem ég er liggur við spenntari fyrir heldur en afmælinu mínu. ég elska bollur.

placebo er að koma til landsins og finnst mér það stórmerkilegt. hugsa að ég fari á þá tónleika. hef ekki farið á tónleika síðan á skunk anansie, eða 1997. vá það er mikið. svo langar mig líka á herra rice á nasa. aftur á móti mega sugababes með sína glötuðu tónlist alveg fara heim. nenni ekki á það. vera innan um 10-14 ára stelpur sem öskra úr sér lungun við upplifunina. nei takk.
hvað finnst ykkur um umræðuna um að leggja niður forsetaembættið á íslandi? persónulega er ég á móti því. þó að hann hafi ekkert vald í rauninni, þá finnst mér hann alltaf vera íslandi til sóma þar sem hann fer og dorrit er nottla ofurpæja. já ég held að ég vilji halda í forseta voran.

jæja er farin að troða mig út af bollum með miiiiiklum rjóma og sultu. *slefislef*

stundir...

|

Saturday, February 21, 2004

ég var að setja ný ljóð inná ljod.is
viljiði lesa og segja mér hvað ykkur finnst? ég vil fá gagnrýni. ég er komin með efni í heila bók og mig langar að vita svona hvað fólki finnst. endilega kíkja og kommenta...

|

Thursday, February 19, 2004

8.mars næstkomandi er alþjóðlegur baráttudagur kvenna um allan heim. þann dag árið 1911 börðust konur fyrir hærri launum, bættum aðbúnaði á vinnustöðum og kosningarétti. kjörin hafa breyst en ekki nóg. alltaf er hægt að gera betur.
nánar auglýst síðar..

|

Wednesday, February 18, 2004

í morgun mætti ég í tíma klukkan 8:18, var semsagt 8 mínútum of sein. klukkan 8:34 máttum við fara. þá komst ég að því að tveir næstu kennarar mínir voru veikir. þannig að ég þurfti ekki að mæta aftur fyrr en 14:15, þar sem það kom líka eyða inní þetta. mjög þægilegur dagur. að vera í skóla er eins og frí, að sumu leyti alla vega. þú ert ekki eins bundinn. að ég tali nú ekki um tveggja vikna páskafrí sem nálgast óðfluga.
verð að fara. bíórásin kallar..

|

Tuesday, February 17, 2004

það stendur opinberlega skrifað að ég er snillingur. kíkið hér til að sjá hugmyndina mína og segiði mér svo hvað ykkur finnst..

|

Monday, February 16, 2004

ég elska að drekka mjólkina beint úr fernunni

|

arna mælir með....

something´s gotta give með jack nicholson og diane keaton.

|

ég var á þjóðarbókhlöðunni í fyrradag og þurfti að bíða soldið lengi eftir bókinni sem ég var að biðja um. á meðan ég beið, sat ég niðri og fylgdist með fólkinu sem kom inn. það er ótrúlegt hvað koma margar og mismunandi týpur þarna inn. ég hugsa að ég gæti setið þarna heilan dag og bara fylgst með fólkinu. mjög fjölbreytt flóra. ef ég verð einhvern tímann frægur rithöfundur þá ætla ég að kaupa mér penthouse íbúð við einhverja fjölfarna götu í new york og bara skrifa um fólkið sem labbar um götuna. helst í einhverju svona listamanna hverfi, þar sem fjölbreyttnin er sem mest.
fólki er skipt upp í týpur eftir því hvernig það klæðir sig og flestir flokkast í einhvern hóp, hugsa ég. eitt orð sem ég þoli ekki er "stereotýpa". hvað er það? einhver sem er eins og "normið" segir þér að vera, það er tískubúðirnar. persónulega er mér alveg sama hvað tískan segir, ég er bara í því sem mér finnst þægilegt. ég vorkenni fólki sem þorir aldrei að vera öðruvísi og kaupir sér bara hluti sem eru "safe" til að falla inn í einhvern af staðal hópunum. þegar ég segi "safe" þá meina ég föt sem eru fjöldaframleidd og aukahluti í stíl, það er veski, glingur og annað dót. allt þarf að passa inn í ákveðinn ramma sem þjóðfélagið er búið að samþykkja. það er í lagi að fara í þessum fötum inní kringlu án þess að það sé horft á þig. samt er þetta mikið að breytast. það virðist einhvern veginn allt vera inn núna og mjög lítið sem sjokkerar fólk í rauninni. ég held samt að flestum líði best þegar þeir feta þennan meðalveg eins og allir hinir jónarnir og gunnurnar.
annað orð sem ég þoli ekki er "lúði". það getur merkt svo margt. en flestir sem eru skilgreindir á þann hátt eru þeir sem passa ekki inní neinn ramma. samt finnst mér það svo asnalegt því lúði er svo teygjanlegt hugtak. fólk getur verið í hátískuklæðnaði og samt verið lúðar. þá meina ég lúðar inní sér. yfirborðskennt fólk sem hugsar bara um veraldlega hluti eru mestu lúðarnir fyrir mér. myndin shallow hal sýnir þetta mjög vel. snilldar hugmynd sú mynd.
á meðan ég sat og beið eftir bókinni á laugardaginn kom einmitt inn maður, mjög listamannslegur í útliti, með kringlótt gleraugu og mikla barta. í rykfrakka og frekar svona sjúskaður, en samt myndarlegur. hafði einhvern sjarma, fannst mér. svo komu inn tvær konur, önnur um þrítugt og hin örugglega um tvítugt. þær voru alveg stífmálaðar, með klippingu sem passaði algjörlega, smá pönkara en samt ekki of djarft. þær hefðu getað verið flugfreyjur. þær höfðu komið inn nokkru áður og sú þrítuga leit á mig, þar sem ég sat og skrifaði, með fyrirlitningaraugum. ég sat í minni lopapeysu og thai buxum og þar sem hárið hafði verið óþekkt um morgunnninn þá skellti ég á mig rauðu flíshárbandi. henni fannst þetta lúkk greinilega ekki vera alveg nógu flott. en mér var sama. þegar hún sá listamanninn þá gjörsamlega afklæddi hún hann með augunum. ég hef aldrei séð það svona augljóslega áður. mjög fyndið. ég fylgdist með þessu í smá stund og hún gat ekki hætt að stara á mannninn. hún myndi samt örugglega aldrei viðurkenna fyrir vinkonum sínum, flugfreyjunum, að henni fannst hann flottur. það yrði eins og lady and the tramp og það gengur ekki.
ég sá samt að hún varð skotin.

bara í rétt eitt augnablik...

|

Saturday, February 14, 2004

sandra vinkona mín er í kína núna. fékk sms frá henni í gærmorgun þar sem hún sagði mér að hún væri að labba á kínamúrnum. mér fannst það mjög svalt. hef aldrei áður fengið sms svona langt að.
ég er á þjóðarbókhlöðunni og á að vera að læra líffræði.
ætla að fara því það er maður sem alltaf eitthvað að labba hér um og hann er alltaf að prumpa. finnst það ekki gaman..

stundir...

|

Wednesday, February 11, 2004

ég er bara ekki frá því að þessi stelpa á myndinni sé soldið lík mér..

|

Sorrowful
As if you were born into a world of tears, you
always tend to look at the darker things in
life. Inside you crave attention yet push away
society, and you're a hopeless romantic. Drawn
to things like the occult and mysteries, you
spend your time daydreaming.


What Type of Soul Do You Have ?
brought to you by Quizilla

|

kaffikaffikaffikaffikaffi...!!!
mig langar í kaffi!! er að fara á kaffihús á morgun með henni magneu litlu og ætla að drekka átta bolla af sterku kaffi. oh men.. ætli ég sé orðin koffínisti? vitiði að ég hef ekki farið á súfistann síðan elskulega maja mín fór til washington.
það eru alveg heilir tveir mánuðir!! sjálfboðaliði í að koma þangað með mér að skoða skemmtilegar bækur?
svo vantar mig líka félagsskap á náttúrugripasafnið á hlemmi á laugard. einhver sem vill koma með?

ég var að lesa gömul blogg sem ég hef skrifað og vitiði að ég hjólaði til amöndu og kötu 1. júlí í fyrra og svo endaði það á því að amanda keyrði mig heim. var eitthvað smá löt og ákvað að sækja hjólið fljótlega. jæja, það er þar enn. ég er rosaleg.

var að koma heim af kóræfingu og við vorum að æfa svo fyndið lag sem heitir pseudo yoik, og er á finnsku. eða það héldum við. svo kom einhver finnsk kona og kenndi okkur réttan framburð og sagði okkur líka það að orðin í laginu þýða ekkert. þetta er bara bull. bull með finnskum hreim. frekar skondið. svo eru alls konar leiðbeiningar um hvernig maður á að syngja lagið. og þá er ég ekki að meina leiðbeiningar um styrk og hraða eða eitthvað svoleiðis, heldur stendur til dæmis efst þegar lagið byrjar "lively (and slightly insane)" við eigum semsagt að syngja líflega og láta votta fyrir geðveiki. svo stendur á einum stað "extremely penetrating" og á öðrum "almost painfully nasal" mér finnst þetta ekkert smá fyndið. svo hlustuðum við á einhvern annan kór syngja þetta á geisladisk og það var eins og það væri álfakór að syngja (dröfn manstu "mýsnar" í laginu með smashing pumpkins:) hljómaði einhvern veginn eins og tælenska eða eitthvað. textinn er líka fáránalegur, en lagið er mjög, mjög flott.
viljiði örlítið textabrot?

häi nan noma neuu nuu
häi jemu noma nän nää
nou nan naa noga niga nou jei nan nou
mäm mää jannaa

og svo er þetta eiginlega bara alltaf endurtekið, með smá breytingum hér og þar.
við verðum með tónleika í mars, fyrir þá sem hafa áhuga. endilega koma. ég verð með meiri upplýsingar þegar nær dregur. en núna verð ég að fara og læra undir þýsku.

stundir..

|

af hverju koma linkarnir mínir alltaf neðst núna??? er ekki alveg að fíla það...

|

ég þoli ekki þegar maður á að vera að læra undir próf og gerir það ekki.

|

í dag gekk ég í femínistafélag íslands. finnst margt mjög sniðugt sem þau eru að gera. eins og til dæmis stelpurnar sem kærðu sjoppuna um daginn fyrir að selja gróf klámblöð við kassann. þekki eina af stelpunum sem kærðu og mér fannst það mjög flott hjá þeim. kominn tími til að einhver geri eitthvað. vitiði að þetta þjóðfélag er orðið eitthvað svo lásý og glatað að ég er alveg að gefast upp á að búa hér í þessu svokallaða "velferðarkerfi", þar sem er alltaf verið að skerða tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega. ég verð stundum svo reið og stundum langar mig ekkert til að eignast börn. langar ekki að fæða manneskju inní þetta ömurlega þjóðfélag og þennan síversnandi heim. væri frekar til í að ættleiða og bjarga þannig barni frá frekari glötun. þó að lífið hér sé ekki það besta í heimi þá er það örugglega skárra en í þróunarlöndunum.
en ég gæti talað í allt kvöld um þetta. er einmitt að gera verkefni í fjölmiðlafræði og þar erum við að fjalla um hvaða áhrif myndmiðlar hafa á unglinga,og þá aðallega stelpur. það er alltaf verið að hlæja að mér í hópnum því ég verð alltaf svo æst þegar þessi umræða byrjar, að hinir komast varla að.

*okei arna.... anda inn... anda út*

|

Tuesday, February 10, 2004

það er skrímsli inní mér.
ógeðslega stórt og ljótt skrímsli. það lætur mig gera hluti sem ég vil ekki gera. eins og til dæmis um daginn þá var ég að borða kvöldmat, og ég vildi hætta en skrímslið hélt áfram, og fékk sér líka ís eftir matinn. svo fór ég að horfa á sjónvarpið og þá tók skrímslið aftur völdin og vildi fá sér nammi. það gerði dauðaleit að suðusúkkulaði, en "einhver", eins og móðir mín orðaði það pent, hafði klárað það allt. ég hef ragnhildi sterklega grunaða...

ef fleiri hafa skrímslasögur þá endilega skiljið eftir línu og deilið því með okkur.

|

Monday, February 09, 2004

stundum verð ég einmana. og ég verð það af engri sýnilegri ástæðu. fæ svona eins og saknaðartilfinningu í magann. núna líður mér þannig. veit ekki af hverju.
mig langar í einhvern til að halda utanum...

ég ætla að syngja koparlokka lagið og gá hvort ég læknast.

þú spyrð mig koparlokka
þú spyrð mig gullinbrá
um hvað ég ætli´að syngja
og svarið skaltu fá

lalalaaa lalalalaaa
lalalaaa lala....

ég les það einmitt núna
sem ljóð af vörum þér
þú bjóst því langar stundir
sinn stað í huga mér

lalalaaa lalalalaaa
lalalaaa lala...

ég syng það naumast aftur
það syngst ein nema þar
sem hjartans þögn er spurning
og hjartans gleði er svar

lalalaaa lalalalaaa
lalalaaa lalaaaa....

hjálpaði smá.

|

mikið finnst mér gaman þegar móðir náttúra tekur sig til og þrífur bílinn minn, en það gerðist einmitt í dag. bíllinn minn var orðinn frekar skítugur eftir slabbið og ógeðið sem fylgir þessum skrambans snjó, svo rigningin var mjög velkomin.
ég þoli ekki þennan snjó. um daginn vaknaði ég og ætlaði að fara í nýju skóna mína en gat það ekki því það hafði snjóað átta þúsund tonnum um nóttina í innkeyrsluna mína.
annars var þetta ágæt helgi. fór í kórpartý á laugardaginn sem var mjög gaman. fórum á tapasbarinn áður og það var svo gott að mig dreymir matinn á nóttunni. gúdd sjitt var þetta. fór svo í bæinn með karól, skúla og kristjáni, sem eru í kórnum, og við töltum á sirkus. þar hitti ég kjarra vin minn trauner sem var mjög skondinn. hann var með mp3 spilara og hlustaði bara á eigin tónlist inná staðnum. mjög fyndið fannst mér. annars var hann bara hress og ég sagði honum að hann ætti tvífara í ármúla. kræs hvað þeir eru líkir. svo hitti maður fullt af fólki fékk sér aðeins of mikið í tána, en það var ekki mér að kenna. hún björg í kórnum gaf mér nebblega gin og svo gaf hákon mér líka gin. svo rúllaði ég út af norðurbrún 6 og inní leigubíl. úúúfff og þynkan í gær... ég ætla bara ekkert að fara útí það neitt nánar.

ég þoli ekki svona blogg þar sem maður er bara að segja frá því sem maður hefur verið að gera. það er miklu skemmtilegra að lesa eitthvað sniðugt sem manneskjan er að hugsa og vill tjá sig um. stundum er ég bara svo andlaus og dettur ekkert í hug.
þangað til fáiði bara rapport helgarinnar.

stundir...

|

andskotans fokking tölvu internet fokking fokk!!!!!!!!!!!

tölvan mín er svo slow að ég er við það að slíta af mér höfuðleðrið!! hún er svona fimm mínútur að starta sér og svo er hún aðrar fimm að opna internetið, það er gluggann. svo að ef mig langar á netið þá get ég bara opnað internet explorer og horft svo á eins og eina bíómynd og þá ætti ég að geta byrjað að sörfa. en NEIIII... þá tekur við enn meiri bið eftir að síðurnar opnist sem ég vil kíkja á svo það tekur mig eins og tuttugu mínútur að kíkja á 3 heimasíður!!!! ég er svo pirruð!!

*öskr*

|

Friday, February 06, 2004

ég hef bara heimsótt 3% af öllum löndum í heiminum. það finnst mér ekki mikið og verður úr því bætt á næstu árum.
hér getiði séð hvert ég hef farið.


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

|

oh men.....

það er allt sem ég hef að segja um það.

|

Tuesday, February 03, 2004

jææææja.... ekkert að frétta. ég sit hér á hlöðu okkar íslendinga og er að stelast á netið. það er bara ekkert merkilegt að segja. eða jú annars, veit einhver um einhvern sem vill kaupa bíl? voða sætur vw golf árg ´94. mjög lítið keyrður og sparneytinn.
nóg af þessu. ég neita að gera bloggið mitt að commercial bloggi!! þetta á að vera vettvangur fyrir þá sem vilja koma skoðunum á framfæri og tjá sig um tíðarandann, og það sem er að gerast í þessu þjóðfélagi okkar, sem mér finnst persónulega vera að fara í hundana. úúúfff... ég held að ég hafi fæðst 50 árum of snemma. hefði elskað að vera tvítug árið nítjánhundruðogfimmtíu og geta farið í "ástandið"
amma fær alltaf vægt slag þegar ég nefni ástandið. það var nebblega svo mikill skandall og hún "fór sko alls ekki í ástandið" en hún þekkti víst nokkrar. mörg af mínum skemmtilegustu samtölum eru við hana ömmu mína þegar hún er að fá sér viský. þá umbreytist hún í litla dúllu-ömmu sem vill endilega segja manni hvernig hún og afi kynntust.
ég elska ömmu mína.

|

Monday, February 02, 2004

sandra vinkona mín er farin í heimsreisu. hún fór á laugardaginn. fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér ferðina þeirra eða skrifa ímeil þá er þetta slóðin þeirra.

ég sá frægan mann áðan. og ekki bara frægur hér heima heldur líka í útlöndum. engan annan en guðjón þórðarson, knattspyrnustjóra hjá barnsley, er það ekki? frægð er samt svo teygjanlegt hugtak á íslandi. ég gæti til dæmis farið með sögu í séð og heyrt og orðið fræg í mánuð. ég hef samt eiginlega aldrei séð einhvern alveg svakalega frægan, eins og til dæmis útlendan kvikmyndaleikara. jú ég sá nottla damon albarn hér um árið. og ekki má gleyma tomma sæta... sssiiiiiiggghhhhhhh.......

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com