góð saga

|

Friday, April 28, 2006

í dag eiga tvær góðar vinkonur mínar afmæli. það eru þær auður og harpa og eru þær orðnar tuttuguogfimm ára.

til hamingju með daginn elskurnar!!

|

Wednesday, April 26, 2006

í fyrradag fór ég á klósettið í vinnunni, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema að mér var litið ofan í klósettið og var þá ekki þessi líka stóri hnulli á floti í skálinni. það var ei huggulegt og dreif ég mig út hið snarasta. greyið manneskjan sem átti hann, því hún hefur greinilega sturtað en ekki allt farið með. ég hló nú samt smá að þessu..

er komið nóg af kúkabloggi? jájá.. ég get kannski sagt ykkur í staðinn að ég vil kalla mig formlega pæju núna. ég hef aldrei viljað meina að ég sé pæja en núna er ég það. ég keypti mér pæjulegan kjól á laugardaginn og spöng. svo fór ég og keypti mér.. og haldið ykkur fast.. gloss! bleikt gloss og er ég megapæja með það, í kjólnum og með spöngina. svo er ég að fara í klippingu til hans ingva á miðvikudaginn og ætla ég mér að vera ofurpæja þá.

nú er ég hætt að segja pæja og er farin að vinna.. ég sleppi því að senda fjöldapóst með "muna að sturta tvisvar þegar maður gerir númer tvö" í subject og leyfi manneskjunni að njóta vafans..

góðar stundir..

|

Tuesday, April 25, 2006

ég held að til að vera blaðamaður hjá dv þurfi maður að hafa smá veiðimannseðli í sér. alltaf á höttunum eftir því nýjasta og keppast um að koma sinni frétt á forsíðuna. það er ábyggilega erfitt að vera blaðamaður hjá þessum snepli sem gerir ekki annað en að velta fyrir sér lífi annarra.. eða svona að mestu leyti. ég hef ekki þetta veiðimannseðli og gæti ekki verið sama um þennan eða hinn sem er að slá sér upp með þessari eða hinni. en þetta selst.. ójá þetta selst sem segir okkur bara það að það er erfitt að vera heimsfægur á íslandi. ég býð ekki í það.. þó svo að fyrirsögnin "arna ólafs rithöfundur nældi sér í verðandi stjórnmálafræðing eftir mikil átök í vefdagbókarheimum" hefði verið skemmtileg á sínum tíma.
en á meðan ég er enginn merkilegur í augum þeirra veiðimanna í skaftahlíð þá sit ég bara og bíð eftir fleiri símtölum áður en ég fer í mat..

au revoir mes amis..

|

Friday, April 21, 2006

gleðilegt sumar!!

ég er víst ekki nógu góður vefdagbókarhaldari þar sem kvartanir berast víða að. best að bæta úr því hið snarasta..
hvað er að frétta.. hmm... ég og bjarni skelltum okkur vestur um páskana og kíktum á rokkhátíð alþýðunnar, aldrei fór ég suður. það var fínasta skemmtun þó svo að parið hafi verið ansi þreytt á föstudeginum eftir langa keyrslu í blindbil á köflum (set inn myndir þegar ég kem heim) hátíðin sjálf var svo á laugardeginum og fórum við og sáum prumpison og páska-helga, sem var ábyggilega mesti aulabrandari hátíðarinnar, en eins og einhverjir vita er ég mikill aðdáandi þeirra. þannig var að þeir voru á sviðinu (mugison og raggi kjartans) og voru að tala um hvað þetta væri nú skemmtileg páskahelgi og svo kom brandarinn "og hvað er betra á páskahelgi en sjálfur páska-helgi" og þá kom helgi björns á sviðið. ég hló.. þetta fannst mér skondið.
við fórum svo heim um það leyti þegar hátíðinni var að ljúka og kíktum á friends í tölvunni. huggulegt.. svo var keyrt heim á sunnudeginum í góðu veðri með smá festingum hér og þar sem er kannski algjör óþarfi að fara út í.. þetta var fín helgi en þó nokkuð mikil keyrsla á ekki fleiri tímum, en við þurftum að leggja af stað heim klukkan tíu á sunnudagsmorgninum vegna þess að betri helmingurinn átti að mæta til vinnu um kvöldið. næst verður keyrt vestur á firði að sumarlagi svo að fegurð fjarðanna fái notið sín.

annars er ég bara í vinnunni núna að telja tímana þangað til að ég fer heim, en akkúrat núna eru þeir fjórir og hálfur.

þangað til næst...

|

Sunday, April 16, 2006

góðir vinir okkar bjarna, þau harpa og haukur eignuðust sitt fyrsta barn á föstudaginn, sem var stelpa og mældist hún tólf merkur og fjörutíuogníu sentimetrar.
óskum við þeim innilega til hamingju og eins og sjá má á myndunum er litla daman ansi myndarleg og með mikið hár.

bara sæt.. litla sigurrósin..

|

Wednesday, April 12, 2006



ég fékk eitt stykki svona gefins áðan. svo var verið að gefa mér lítið páskaegg líka, svo ég er ekki á flæðiskeri stödd þegar kemur að páskaeggjum þetta árið. þetta er í fyrsta sinn í égveitekkihvað mörg ár sem ég fæ tvö egg, en þar sem bæði amma og afi á ísafirði og amma í reykjavík eiga yfir 20 barnabörn, þá var aldrei hefð fyrir að gefa þeim páskaegg, örnu litlu til mikils ama á yngri árum.

annars er gífurleg spenna fyrir páskahelginni, en henni verður eytt á ísafirði með góðu fólki.

ég hef voða lítið að segja núna svo ég segi bara góða helgi og gleðilegt páskaegg vinir mínir!

|

Monday, April 03, 2006

það finnst greinilega engum öðrum en mér twiggy vera sæt.. ekki skil ég það en jæja..
það sem er helst í fréttum síðan síðast er að einhver aumingi í umferð gerði sér lítið fyrir og nuddaði sér utan í bílinn minn á bílastæði. ég er alveg ótrúlega spæld og hugsa þessari manneskju þegjandi þörfina á meðan ég sit hér og tek við kvörtunum.

annars er lífið bara skrambi gott fyrir utan þetta litla atvik. þó hefði þessi hundslappadrífa alveg mátt vera fjarri mínum heimahögum í dag og hugsa ég einnig kalt til veðurguðanna.

svo vil ég að segja öllum sem þetta lesa að staðurinn til að vera á um páskana er ísafjörður, nánar tiltekið á aldrei fór ég suður, sem er frábær hátíð í alla staði sem og staðurinn sjálfur. þeir sem ekki hafa barið vestfirði augum eru hvattir til að gera það hið snarasta.

kveðja úr síðumúlanum..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com