góð saga

|

Saturday, April 26, 2008

ég er ein af þeim sem vil alltaf hafa vaðið fyrir neðan mig. bókstaflega. ég myndi til dæmis aldrei í lífinu synda í sundlaug þar sem ég sæi ekki í botninn. ég fékk gæsahúð við það eitt að skrifa þetta. vegna þessa er ég akkúrat núna að fylgjast með á þessari síðu, en bjarninn er hjá tómasi að fylgjast með leiknum. í morgun tengdi hann orðið magasár við leikinn svo þið getið ímyndað ykkur spennuna. því hef ég ákveðið að vita hverju ég á von á heim á eftir. svo stóð ég mig að því að útskýra fyrir móður minni um daginn hvernig þessu væri nú háttað í fótboltanum og að manchester væru ekki bara að spila í einni deild. neinei móðir kær.. þremur. það tók mig smá tíma að ná þessu en eftir að hafa búið með fótboltafanatíker (gott og gilt íslenskt orð) hlaut að koma að því að þetta síaðist inn. mér finnst þetta skrýtið. hvers vegna ekki bara að henda öllum í einn pott og eitt lið sigrar? getur jafnvel orðið heimsmeistari eins og er hægt í hafnaboltanum í bandaríkjunum. en þó bara innan evrópu. förum ekkert að flækja þetta.

|

Thursday, April 17, 2008

ég er búin að vera að gera verkefni og ritgerð undanfarna daga og má heldur betur segja að hausinn sé að verða steiktur.. rétt í þessu fannst mér svolítil læti í þvottavélinni þannig að ég beindi fjarstýringunni að henni og reyndi að lækka.

kannski ég ætti bara að fara að sofa..

|

Thursday, April 10, 2008

rétt í þessu flaug risa RISA býfluga á gluggann hjá mér! ég hélt að einhver hefði kastað steini í hann svo mikill hlussuviðbjóður var þetta!

bless útivera!

|

looooove ísafjörður.. maður er nú stoltur af sínum.

næsta skref er að taka stellu frænku til fyrirmyndar og fara kannski í ræktina.. hmm..

|

Sunday, April 06, 2008

ég var að kaupa mér svona hjá henni vikký.. ohh fallegt fallegt..
næst á dagskrá er að fá mér maga í stíl.. nema kannski aðeins stinnari. þoli ekki þegar vikký er með svona miklar hlussur sem fyrirsætur.

|

Saturday, April 05, 2008

The Original Video of Lilly: The World Map Master

þetta er of sætt!
ef þið spólið 4:55 inn í myndbandið sjáið þið hana benda á ísland og svo stuttu seinna bendir hún aftur og segir "ísland"

pant eiga svona klárt barn!

|

ég ætla að fara að dæmi hörpunnar og koma hér með lista yfir nöfn sem hafa ratað inn á borð hjá mannanafnanefnd. eini munurinn er að þessum var hafnað..

drengir: engifer, járnsíða, ká, mir, spartacus, tryggvason, twist.. er fólki alvara?? úlf og að lokum vídó.

stúlkur: ástmary, axel, bjarkar, gull, kap, mar með litlu m-i.. nei þetta er ekkert grín.. örn.. god þetta versnar og versnar.. satanía og timila..
svo var einnig hafnað millinafninu dúnhaugur! jahérnahér..

já.. það má ýmislegt gera sér til skemmtunar á föstudagskvöldi!

|

Tuesday, April 01, 2008

jæja.. það hlaut að koma að því..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com