góð saga

|

Wednesday, June 29, 2005

ég vildi bara segja ykkur að ég er komin í frí fram á mánudag.. það er ekki leiðinlegt ónei!
eigiði góða daga þangað til næst vinir mínir..

|

mér finnst þetta fyndið.. eða kannski er ég bara komin með svefngalsa..

|

Tuesday, June 28, 2005

hemmi bauðst til að massa bílinn minn um daginn fyrir tuttuguogfimmþúsundkall. ég tók því. hann er ógeð.. bíllinn sko ekki hemmi. hemmi er yndi og knúsaði mig í dag því mér var svo kalt. hann vill fá mig og fleiri á esjuna með sér á laugardaginn. ég sagði honum að það færi eftir ýmsu. svo vildi hann fá að vita hvaða ýmsu og ég sagði honum það. að kannski færi ég í útilegu. ég vissi ekkert um það og það reyndist rétt. maja hringdi áðan og vorum við að plana helgina. mig langar að fara og sofa í tjaldi og vakna og sjá skugga af kóngulóm á tjaldinu. mér finnst það alltaf jafn ógeðslegt, en ég og kjallarinn erum vön kóngulóm og stöndum oft í því að eyðileggja vefina þeirra. ég ætti samt ekki að gera það því þá koma fífurnar inn og stífla nefið mitt. nefið mitt elskar semsagt kóngulærnar. svo vil ég líka vakna í tjaldi og heyra í litlum rigningardropum sem detta á fortjaldið.
núna er ég búin að skúra í þrjá daga og er strax að spá í að segja starfinu lausu. það er samt ekki hægt því enginn annar vill gera þetta og ekki get ég látið börnin leika sér á skítugu gólfi. ég hugsa samt að þau myndu ekki finna mikið fyrir því. þau eru hvorteðer alltaf með sand alls staðar og á milli tánna. það er mesti viðbjóður í heimi. allt sem tengist fótum er miður geðslegt. þá vitiði fóbíuna mína sem ég hef ekki sagt mörgum en núna ykkur öllum. ég tengi það við minningu sem ég á síðan ég var hjá ömmu og afa á ísafirði þegar ég var sjö ára. ég get ekki sagt ykkur minninguna því hún er of sársaukafull. en hún tengist fótunum á afa og núna finn ég nærveru hans við hlið mér vegna þess að ég er að skrifa um hann. hann segir að hann hafi ekki getað skafið siggið almennilega af vegna þess að hann var svo slæmur í bakinu. ég segi honum að þetta sé allt í lagi og þetta hái mér ekki neitt mikið. hann er glaður að heyra það og nú er amma komin líka. fjör hérna hjá mér meðan ég skrifa þetta bull..
en að skúringunum.. ég hnerra alltaf þegar ég fer inn á klósettið og þarf að þrífa það. tilviljun? nei.

|

Monday, June 27, 2005

mamma var að segja mér núna áðan að sumir fá ekki afhenta íbúð á föstudaginn, eins og planið var í gær. nei.. það verður ekki fyrr en 1. ágúst. ágúst!
ég sver það ég er að vera geðveik hérna.. ef ég væri rík myndi ég kaupa mér íbúð.
úffpúff..

|

Sunday, June 26, 2005

dóttir hans sigga og kærastinn hennar voru í mat hjá okkur í kvöld. mér finnst það óþægilegt. finnst óþægilegt að hafa fólk sem ég þekki ekkert heima hjá mér. ég veit að það hljómar asnalega og ég ætti bara að fara og spjalla við þau, en það er nú bara hægara sagt en gert sko. ég er svo feimin að það er nánast sjúkdómur. ég þoli það ekki. þau eru samt voða fín. æji ég er svo biluð..
góð helgi annars. fór að djamma í gær og hitti margt skemmtilegt og fallegt fólk. jájá gaman að því.. það sem var ekki gaman var að ég fékk hælsæri og svíður mig í það núna.
jæja litlu börn, ég er að hugsa um að fara bara í bælið og halda áfram að sýna þeim á efri hæðinni hvað ég er bæld. þau halda það pottþétt vegna þess að ég er eiginlega alltaf niðri þegar þau koma. djöfull! ætla að fara upp og sýna lit og fá mér eftirrétt með þeim..
afsakið orðbragðið. ég er ekki svona geðbiluð.

góða nótt..

|

Friday, June 24, 2005

ég var að skoða myndir frá kanadaferð kórsins míns fallega fallega.. ég sakna kórsins. sakna að syngja þrisvar í viku og sjá aðra sem kunna líka að syngja. sakna þess að sjá konur í pilsum með englaraddir syngja sópraninn. sakna þess að sjá menn með sítt hár og skegg í jakkafötum og hvítum skóm. stundum koma þeir með bindi en aðra daga eins og þeir hafi vaknað, velt sér ofan á gólf og labbað þannig út. það líkar mér.. og jakkaföt eru af hinu góða. teinótt jakkaföt.. ohh.. fallegt! það sem er líka fallegt er ónefndur faðir á leikskólanum sem mig langar að borða með skeið. ella veit hvern ég er að tala um..

|

ohh það er svo gaman í vinnunni.. en þar er ég einmitt þessa stundina. það er sumarhátíð og krakkarnir eru úti með foreldrum sínum að borða pylsur, svala og frostpinna. ég borðaði eina pylsu og er við það að æla. oj hvað þær eru vondar! svo þarf ég að skúra á eftir. það finnst mér ei skemmtilegt.. en þar sem ég er svo góðhjörtuð þá sagði ég já þegar ég var beðin um að gera það. vona bara að ég verði ekki að til sjö..
en jæja.. ég ætla að njóta helgarinnar og vona að þið gerið það líka. í kvöld mun ég horfa á garden state og eina david lynch. klikkar ekki á föstudagskvöldi. á morgun er svo djamm..

góða helgi fallega fólk..

|

Thursday, June 23, 2005

siggi kom til mín rétt í þessu og sagðist ætla að predika yfir mér. allt í lagi hugsaði ég og svo sagði hann mér að ég hlypi frá hamingjunni. ég veit ekki alveg hvað hann á við með því.. ég vil ekki meina að ég geri það. svo sagðist hann ekki vita stundum hvað hann ætti að segja við mig og honum þætti óþægilegt að ég og mamma segðum stundum ekki neitt. ég veit ekki hvernig hans fyrrverandi kona var en hún hlýtur að hafa talað allan daginn, því þegar ég og mamma sitjum og segjum kannski ekki mikið, þá heldur hann að við séum í fýlu út í hvor aðra. hvers vegna á ég að vera að tala þegar ég hef ekkert að segja? það er bara heimska. að tala bara til þess að tala..
æji þetta var bara svona smá hugleiðing í kjölfar þessa samtals sem við áttum.. ég er farin að sofa.

góða nótt elskurnar.. dreymi ykkur vel og vonandi þann sem þið giftist.

|

á morgun er jónsmessa. ýmislegt er sagt að gerist á jónsmessunótt, eins og að selir fari úr hömum sínum og kýr tali. svo á maður að tína blóm, velta sér nakinn upp úr dögginni og sitja á krossgötum og segir þá þjóðtrúin að um nóttina muni mann dreyma þann sem maður giftist.. var það ekki að álfkona ætti að birtast í draumi og segja manni það? ég man þetta ekki alveg en bara til öryggis mun ég skunda út í garð í nótt og prufa þetta..

góðar stundir..

|

ég hef eiginlega ekkert kíkt í tölvuna í dag og ég er með fráhvörf. það er ekki eðlilegt! ég er ekki eðlileg..
ég er þreytt og anga af tóbaki. var á sirkus áðan og verð því að fara í sturtu áður en ég fer að sofa. ég nenni því ekki.. sirkus var troðinn af fólki. fallegu fólki. þar voru einnig karlmenn að safna fyrir mottukeppnina. hún er ekki falleg. mottur eru ógeð og ættu ekki að sjást á neinum manni.. eða konu..

góða nótt mitt litla fólk..

|

Tuesday, June 21, 2005

andrea hefur fengið hugboð frá mér í nótt því hún hringdi í mig í dag. það var gaman. og það sem var enn meira gaman var að hún sagði mér að þau koma heim viku fyrr en áætlað var sem þýðir jeij! ég er glöð..
í gær leigði ég ally mcbeal. ég man þegar þessir þættir voru í sjónvarpinu þá fannst mér þeir frábærir og æðislegir í alla staði. núna sé ég bara eitt.. bitra konu, að nálgast þrítugt, í farsælu starfi og það eina sem hún gerir alla daga (fyrir utan lögfræðistörf) er að hugsa um karlmenn og aftur karlmenn og hvers vegna hún sé ekki gift og hvar sá eini rétti sé. ekkert að því í rauninni, en mér finnst þessi þáttur svolítið senda frá sér þau skilaboð að þó svo að konur hafi þetta allt, frama, vini, peninga.. þá njóta þær þess ekki til fulls ef þær hafa ekki karlmann. það er kannski rétt..

ég var bara að velta þessu fyrir mér..

|

ég er andvaka. ég sakna andreu og hrafntinnu óendanlega mikið!

|

Monday, June 20, 2005

ég heyrði svo ógeðslegt í dag.. mér er ennþá óglatt.
það var þannig að það kom banani inn í hádeginu í dag fyrir krakkana til að borða eftir matinn. þeir voru hálfógeðslegir fannst okkur, fullmikið brúnir. þá sagði ein sem vinnur með mér "iss, þetta er nú ekkert miðað við hvernig afi minn vill hafa þá. hann vill helst geta drukkið þá úr hýðinu"

bless. ég er farin að gubba..

|

Sunday, June 19, 2005

það er verið að sýna þátt á stöð tvö núna um new york og allt það helsta sem hún hefur upp á að bjóða, eins og til dæmis empire state, madison square garden, central park, metropolitan safnið.. ohh mig langar svo að fara! mamma og dísa systir hennar eru að spá í að fara 6. sept og er ég velkomin að koma með.. ég er svona að spá. það væri alveg æði. við myndum fara og versla, kíkja á djassbari, í soho..
ég er hætt að hugsa um þetta. ætla að halda áfram að horfa á þennan yndislega þátt..

|

til hamingju með daginn, mínar kæru konur!

|

Saturday, June 18, 2005

hún móðir mín fór í bústað áðan ásamt herra sigurði og skildu þau slotið eftir fyrir mig að þrífa.. mjög gaman og verður án efa þrifið mjög lítið næsta sólarhringinn. ég vildi geta sagt ykkur að það sé sveitt partý að fara í gang hér á lynghaga, en því miður er reyndin ekki sú. ég veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér akkúrat þessa stundina. er ekki vön að hafa svona mikið pláss fyrir mig eina, en íbúðin mælist rúmir 100 fermetrar og er enginn hér nema ég. skrýtið..
kannski ég opni bara bjór núna.. jájá ég geri það bara og sé svo til hvar ég enda..

|

Friday, June 17, 2005

í dag fékk ég boð um að koma í útsýnisflug. ég þáði boðið og fór í pils í tilefni af því og afmæli lýðveldisins. flugum frá reykjavík og til eyja þar sem við stoppuðum í hálftíma og borðuðum vöfflur. svo flugum við yfir að þórsmörk, yfir landmannalaugar, heklu, gullfoss, þingvelli og lentum svo í reykjavík. þetta var svo geggjað! vá.. ég er enn með fiðring í maganum. ég elska að fljúga. og við eigum alveg ótrúlega fallegt land, sem ég hef alls ekki séð nógu mikið af og stefni ég að því að bæta allverulega úr því í sumar.. og næstu sumur þar á eftir.
fór svo með maju í bæinn eftir flugið og fengum við okkur kandíflos og röltum um bæinn. enduðum á hressó þar sem ungur maður var að syngja í garðinum. mjög flott..

góður dagur í dag..

|

mikið er djammið orðið þreytt eitthvað.. ja sei sei..
ég held að ég sé orðin gömul. var að koma heim af sirkus (reyndar fyrir klukkutíma því ég og mamma vorum uppi að borða og kjafta aðeins) og ég er alveg edrú. ég fór frá maju sem var í svaka fíling innan um allt fulla fólkið og ég bara stóð og horfði á þetta og næstum ældi. oj hvað þetta er ógeðslega ekkert aðlaðandi! þannig að ég tölti ein heim á leið. mætti söndru sem var eigi edrú og ætlaði að reyna að draga mig á vegamót. ég afþakkaði pent.
annað kvöld ætla ég ekki að gera neitt svona heimskulegt aftur, eins og að fara í reykjavík 101. ég ætla að halda mig á lynghaga og leigja spólu, eina nýja og eina gamla, kaupa snakk og nammi og kók og strumpaópal og pizzu og gera ekki neitt.
en fyrst ætla ég í bæinn og kaupa mér kandíflos og snuddu.. það er hefð á sautjánda júní. vona bara að maja verði ekki of þunn, vegna þess að hún lofaði að fara með mér..

eigiði gleðilegan sautjánda júní litlu börn og góða helgi..

|

Thursday, June 16, 2005

gott kvöld..
já kvöldið er svo sannarlega gott get ég sagt ykkur. veðrið er yndislegt og bjórinn í kæli. ég er að bíða eftir henni maju og ætlum við ásamt katrínu frænku að skála fyrir lýðveldinu.
en ég verð að þjóta.. kate bush er að fara í afmæli og ég er að fara að skutla henni..

|

Wednesday, June 15, 2005

heimilislíf mitt er einn stór þáttur af leiðarljósi þessa dagana..

|

Monday, June 13, 2005

ég var að koma heim frá magneu og vá hvað stelpan hennar er sæt! algjör rúsína.. ég tók mig til og reyndi að ala hana aðeins upp og segja henni að það væri nú dónalegt að sofa þegar það væru gestir hjá manni með pakka og ég veit ekki hvað og hvað.. hún virtist ekki spá mikið í það sem ég hafði að segja heldur sýndi mér bara hvað hún gerir flottar slefbólur..
jájá börn eru yndisleg. viljiði heyra eina sögu? á föstudaginn fór ég með nokkra 4 ára stráka í val. svo settist ég á gólfið fyrir framan þá en fannst það ekkert þægilegt svo ég bað þá að hinkra á meðan ég færi og næði í stól.. þegar ég labba burt heyri ég einn þeirra segja við hina "hún getur ekki setið á gólfinu, hún er svo gömul"..

góða nótt litlu börn..

|

Sunday, June 12, 2005

ég er með risa marblett á kálfanum, rétt fyrir neðan hnéð. ég er meira að segja bólgin. ég skil ekki hvernig maður getur fengið svona stóran marblett án þess að vita hvernig maður fékk hann. það er vont að stíga í fótinn og líka vont að sitja í indjánastellingu. ég sit einmitt í henni núna, á rúminu að horfa á sjónvarpið þegar ég á að vera að gera allt annað. nenni ekki að fara út í það..
góð veisla í gær. guðrún anna varð kennari og óska ég henni til hamingju með það. mjög gaman í bænum líka. endaði með hörpu á hressó þar sem við lentum í siðferðislegum umræðum við tvo menn sem tróðu sér í röðina og voru syndarar. annar maður kallaði mig rauðsokku. ég ákvað þá að fara aldrei aftur í þessa sódómu sem allt fyrir neðan bankastræti er.
núna er ég full af einhverju eirðarleysi og er að spá hvað ég á að gera af mér.. það er samt ekkert sem súkkulaðisjeik lagar ekki, en núna hef ég allan hug á að fara og kaupa mér einn slíkan..

stundir..

|

Friday, June 10, 2005

ég vaknaði ekki með harðsperrur eftir öskjuhlíðargönguna.. kannski er ég öll að koma til þegar kemur að líkamlegu formi og úthaldi. og svo er ég með þvílíkt stinnan rass eftir þetta allt saman..

góða helgi vinir mínir..

|

Wednesday, June 08, 2005

ég og maja vorum í löngum göngutúr í öskjuhlíðinni. mjög hressandi og gott. ég mun án efa sofa vel í nótt og vakna með harðsperrur á morgun.. já það er ekki eins og ég sé í formi, en það er allt á leiðinni get ég sagt ykkur.. jájá..
við fundum alveg æðislegan stað sem við erum að hugsa um að heimsækja á föstudagskvöldið. fara með teppi og fá okkur eins og einn tvo bjóra þar. fátt er betra en að sötra bjór úti í íslenskri náttúru.
jæja ég ætla að fara og fá mér eitthvað í gogginn og svo að sofa..

góða nótt lömbin mín. dreymi ykkur vel..

|

ég keypti mér sólgleraugu í dag. þau eru mjög flott og stór.
núna eru mamma og siggi að fara á tónleika á næsta bar með röggu gröndal. þau sitja inni í stofu og hlusta á b.b. king. hann er góður.
mig langar út. kannski ég kíki á kaffihús með henni maju ef hún nennir.
annars bara hlakka ég til helgarinnar og hef ég allan hug að að vera í bænum með nýju sólgleraugun mín og skemmta lýðnum..

góðar stundir..

|

Tuesday, June 07, 2005

fyrr í kvöld kom pólskur strákur hingað og rétt mér miða. á honum stóð að hann væri nemi hér og væri með myndir til sölu sem hann hafði teiknað og væri að reyna að selja þær til að borga skólagjöldin.. ég sagði nei takk og hann varð svo raunamæddur á svipinn að ég er ennþá með samviskubit. hvað er fólk að koma hingað og gera mér þetta? mér líður illa bara við að skrifa þetta og svo er ég líka döpur yfir að speed hafi dáið í csi miami.. þar gekk fallegur maður, ójá.
blessuð sé minning hans.

góða nótt..

|

Monday, June 06, 2005

hvernig hljómar partý á lynghaga 16. júní? ég er svona að velta þessu fyrir mér..
svo er ég líka að spá í fyrstu helgina í júlí. ekki að halda partý þá, bara hvað planið er hjá ykkur. því hefur verið fleygt fram að stuðið verði á skógum, eins og í fyrra.. ég veit ekki. mig langar bara að fara á eitthvað tjaldstæði með nokkrum vinum, grilla góðan mat og drekka bjór. kannski í skorradal..
hver eru plönin ykkar? endilega deilið því með mér..

|

ég var að enda við að horfa á sideways. hún er góð. vá hvað hún er góð..
ég elska myndir sem maður fær ekki að vita nákvæmlega hvernig enda, en samt veit maður bara að allt fór vel..
þannig enda góðar sögur.

|

Sunday, June 05, 2005

ég er svöng. ætla að fara og fá mér eitthvað ógeðslega gumsulegt að borða.. samt ekki of gumsulegt því fátt er ógeðslegra en fita sem drippar.. oj ég missi lystina bara við að skrifa þetta. ætla að fara upp og biðja sigga að steikja hamborgara handa mér. ég veit að það er ekki margt sem hann myndi frekar vilja gera.. og hann gerir líka alveg frábæra hamborgara. svo ætla ég á vídjóleiguna og leigja einhverja gamla gamanmynd og kannski annie hall líka..
líður ykkur ekki betur að vita dagskipulagið hjá mér?
jú ég hélt það..

|

Saturday, June 04, 2005

ég var að tala við hana maju og hún er orðin veik.. greyið. hún hefur tekið mína pest með sér í gær, vegna þess að ég er orðin mun hressari. það þýðir að ég er ekki að fara að djamma með henni í kvöld sem mér finnst mjög leiðinlegt. það er enginn annar að fara að djamma.. allir að vinna eða farnir út á land..
ég er pínu svekkt.. við sem ætluðum á hjálma tónleikana. oh well..

|

Friday, June 03, 2005

veðrið er yndislegt hér í reykjavík 107 sem stendur.. það bærist ekki hár á höfði og það bendir allt til þess að sólarlagið verði fallegt. það eina sem er slæmt við falleg sólarlög er þegar maður horfir á þau einn..
ég er veik. trúiði því? ég geri það ekki og hef þess vegna ákveðið að fara í allsherjar hugræna meðferð með sjálfa mig og segja í sífellu "ég er ekki veik ég er ekki veik.." þangað til að líkaminn fer að trúa því. þá batnar mér og get farið á sirkus með katrínu ingu að drekka bjór. mig dreymdi hana einmitt í nótt og var þess vegna að hugsa um hana í allan dag og að ég yrði að fara að hringja í hana og þá bara hringir hún.. hugboð? jájá..
hingað til hefur meðferðin ekki virkað og þess vegna er ég hér ein heima með tvo frostpinna, tvo gula strumpaópal og snikkers að vorkenna sjálfri mér. vorkenn vorkenn....
annars er þetta ágætt. siggi eldaði handa mér áðan því mamma fór í bústað og vorum við því bara tvö í mat, sem var mjög fínt. spjölluðum um kvikmyndir og tónlist en hann er ótæmandi fróðleiksbrunnur þessi maður. já ég veit ekki hvort ég hef sagt það að siggi er semsagt listamaðurinn hennar mömmu.. eða á ég að segja kærasti? hmm.. jájá, hann er kærasti.
en jæja.. ég er farin frá ykkur því hún maría dalberg góðvinkona mín með meiru er að koma og sækja mig því hún ætlar að fá sér eitthvað gott að borða og vill fá mig með sér..

góða helgi litlu sálir..

ps. ég ætla að djamma á morgun. opið hús hér heima hjá mér þar sem mamma og gulla systir hennar verða að drekka romm og hef ég allan hug á að blanda geði við þær. færri eru skemmtilegri en þær í glasi.. þá vitiði það. bless..

|

Thursday, June 02, 2005

bölvaða frjóofnæmi!
á mínum eldri árum hef ég þróað með mér þetta líka skemmtilega ofnæmi fyrir frjókornum. það pirrar mig. ég vaknaði í morgun með hálsbólgu og hausverk. ég vakna aldrei með hausverk. svo hnerraði ég að meðaltali átta sinnum á klukkutíma frá níu til fimm. vonandi er ég ekki komin með hermannaveikina.. ég er með öll einkennin.
ég veit það.

|

Wednesday, June 01, 2005

við matarborðið áðan fórum ég og siggi að tala um eftirminnileg atriði úr kvikmyndum.. ég minntist meðal annars á the shining. þá stakk hann upp á að leigja hana.
ég sver það ég er að deyja úr hræðslu.. hún er svo ógeðsleg en samt svo góð. og litli strákurinn er frábær.
ég þori ekki að fara ein að sofa á eftir.. en ég verð að fara, redrum atriðið fer að koma.

góða nótt..

|

það er búið að redda laununum mínum. mikið var það nú gott.
nú þarf ég ekki að fara út á horn og ná mér í aukatekjur..

annars er voða þægilegt að vinna hjá borginni, það er allt svo pottþétt. þetta hugsa ég samt ekki þegar fólk í kringum mig er að fá endurgreitt frá skattinum og ég þarf alltaf að borga. kannski maður ætti að fara að hugsa sér til hreyfingar og leita að nýrri vinnu fyrir næsta sumar. verst hvað þetta er gaman. börnin eru svo yndisleg. til dæmis í dag þá var mér svo illt í maganum eftir hádegismatinn og þá spurðu þau mig hvort þau ættu ekki að strjúka á mér bakið..
dúllur..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com