góð saga

|

Tuesday, May 31, 2005

hún amma mín er snillingur. ég veit að ég hef sagt þetta oft áður en hún er bara svo fyndin og skemmtileg. hún var að segja mér áðan að hún væri orðin þreytt á að vera aldrei skotin í neinum. hún er sko 88 ára.. ég elska hana. svo spurði hún hvort ég væri ekki skotin og sagði svo að það væri bara lífsnauðsynlegt að hafa einhvern að hugsa um. hún vill nú ekkert að ég gangi út neitt strax.. en bara að ég sé skotin. já það er gaman að henni..

svo fékk ég svo skemmtilegar fréttir í gær. alveg hreint frábærar.. fréttirnar eru þær að þar sem ég byrjaði að vinna eftir 15. maí þá fæ ég ekki útborgað fyrr en 1. júlí. en yndislega skemmtilegt og góð byrjun á sumrinu..
þannig að í júní verð ég fátæk, ung kona og eru öll framlög vel þegin..

góðar stundir..

|

Saturday, May 28, 2005

magnea vinkona mín átti stelpu í nótt. 12 merkur og 49 sentimetrar. ég get sko ekki beðið eftir að fá að sjá hana..
þessar barneignir vinkvenna minna gera mig gamla innan í mér.

mamma fór í bústað í dag og er ég því ein heima í kvöld, sem er mjög fínt. hugsa að ég geri ekki mikið. ætlaði að fara á lady and bird en svo fengum við ekki miða þannig að ég hugsa að ég knúsi bara sófann og horfi á what about bob með bill murray.. hún er fyndin. hlusta kannski líka á gamlar plötur, en ég fór niður um daginn og sótti plötuspilarann hans pabba og fékk hann til að virka. siggi kom svo með alveg fullt af plötum sem eru æði. hann er búinn að vera að láta mig hlusta á þær alla vikuna og hef ég haft gaman af.. alltaf gaman að breikka aðeins sjóndeildarhringinn þegar kemur að tónlist. og hann veit svo mikið um tónlist og bíómyndir að það er ekki eðlilegt.. var hér í gærkvöldi að fræða mig og maju um alls konar skemmtilega hluti.
já, gaman að því..

eigiði gott laugardagkvöld..

|

Friday, May 27, 2005

það er komin helgi og mig langar í bjór.. veðrið er svo gott og hvað er betra en bjór til að kæla sig niður eftir vikuna? mmmm..... það er ekki margt.
annars er ég að spá í að kíkja kannski aðeins út í kvöld.. ég veit það samt ekki. maja er á leiðinni og ætla ég að ræða þetta við hana. hún var að fá bréf frá myndlistarskóla í danmörku og ætlar að opna það hjá mér.. ég er að deyja úr spenningi. langar samt ekki að hún fari, en vona hennar vegna að það hafi gengið vel..
jæja.. ég er farin að hengja upp úr vélinni.. alltaf sama stuðið hér á lynghaganum.. víhaaaa..

góða helgi...

|

Thursday, May 26, 2005

ég lofaði sjálfri mér einu sinni að ég myndi aldrei aftur vera með fótboltaáhugamanni.. alla vega ekki fanatískum..
dagurinn í dag sagði mér aðeins eitt og það er að ég er enn ákveðnari í að halda loforðið.. fólk var að missa sig yfir þessum sigri í gær og ein kom meira að segja í búningnum í vinnuna.. stuttbuxum, bol og sokkum upp á hné. næstum helmingurinn af pöbbunum voru í liverpool bolum þegar þeir sóttu börnin og ég veit ekki hvað og hvað..
ég skil þetta ekki og mun sennilega seint gera það..

|

Wednesday, May 25, 2005

ég var að vakna.. ofan á tölvunni.. ég er að segja ykkur það að tuttugu stykki af tveggja og þriggja ára börnum geta gert mann þreyttan eftir daginn.. úff..
dæmi um öskrin í þeim stundum: í gær var ein tveggja ára stelpa öll í rauðum dílum á kinnunum. við héldum að þetta væri ofnæmi eða eitthvað en nei nei.. þá er þetta blæðing undir húðinni á henni vegna þess að hún öskraði svo lengi í hvíldinni í gær.. við erum að tala um að konur sem eru að eiga börn fá stundum svona.

já.. það er yndislegt að vinna á leikskóla..

|

Tuesday, May 24, 2005

mikið er brúðkaupsþátturinn já leiðinlegur.. bara marengs marengs.. oj!
ég fór ekki í göngutúr.. það er ekkert heitt úti. samt er kominn maí. ég er ekki alveg nógu sátt við það. ég vil vera úti á bol og í pilsi og engum sokkabuxum. í fyrra gat ég það. þá var reyndar ágúst og hitabylgja reið yfir landið.. en mér er sama. ég vil að mér sé heitt. ég fer alltaf í mjög marga boli og peysur á morgnana. um daginn spurði ein stelpa á leikskólanum mig hvers vegna ég væri í svona mörgum og við töldum þá. sex stykki takk. þá var ég í þremur bolum, tveimur peysum og svo lopapeysu yfir allt saman. ég sagði henni að ég vissi ekki af hverju þetta stafaði..
annars er ég mjög glöð núna.. ég fann nefnilega varalitinn minn í debenhams. fór að versla einn handa mömmu og á meðan ég beið þá skoðaði ég liti og þarna var hann. ég keypti einn úti í parís, en svo var hann ekki í réttum lit og ég var fúl. en núna fann ég hann og mun því bera þennan fagra lit á djamminu í langan tíma í viðbót. og hann heitir lady danger.. jebb, það er ég..

|

Monday, May 23, 2005

í dag sá ég lamb fæðast.
fæðingin gekk eitthvað illa og var kindin búin að vera með hríðir í marga klukkutíma.. endaði með því að bóndinn þurfti að koma og aðstoða hana við þetta. fór fyrst með tvo putta inn og hrærði eitthvað í henni til að reyna að finna hversu langt lambið væri komið. endaði með hálfan framhandlegginn inni í henni og flæddi blóð út úr henni og alls konar dót..
ég labbaði út og ældi í flórinn..

|

Sunday, May 22, 2005

í nótt ætla ég að fara upp á efri hæðina með öxina sem ég geymi undir rúmi og eyðileggja píanóið þeirra! þá þarf ég aldrei að hlusta aftur á þennan óbjóð, sem þau kalla píanóleik, og eyrun mín geta aftur litið glaðan dag..

|

ég öfunda hörpu og hauk. þau eru á ítalíu og þar er 20 stiga hiti..
ekki slæmt það..

gærkvöldið var skemmtilegt með eindæmum.. fullt af skemmtilegu fólki, rauðvíni og góðum mat..
það er ekki slæmt heldur..

|

Friday, May 20, 2005

djúpa laugin er bjánalegur þáttur. ég skil ekki fólk sem fer í þetta.. það hlýtur að vera mjööög örvæntingarfullt. hefur ábyggilega ekki sofið hjá í háa herrans tíð. greyin.. aldrei myndi ég vilja svara þessum spurningum í sjónvarpinu, eins og þau þurfa að gera.. núna kom til dæmis spurningin hvort þeir væru með einhverja fóbíu.. oj ég er sko með fóbíu en ég myndi aldrei segja hana í sjónvarpi. einu sinni sagði ég hemma hver hún er og hann sagði mig skrýtna..

ég var að keyra kate bush á vorfagnað áðan.. svo spurði hún hvort ég nennti kannski að sækja hana í nótt.. ég sagði henni að ég ætti nú alveg líf og væri kannski að fara út.. en sagði svo já. efast um að ég fari nokkuð úr þessu. þarf að vakna snemma á morgun og svona. væri samt alveg gaman að fara og fá sér eins og einn bjór með henni maju á sirkus.. ætla að hringja í hana snöggvast..

eigiði gott kvöld..

|

Thursday, May 19, 2005

þessi evróvisjón forkeppni hlýtur bara að vera eitthvað grín.. þetta er hræðilegt! það eina sem hún sýnir er að hún er bráðnauðsynleg til að sía úr. ég á ekki til orð yfir sum atriðin. til dæmis má nefna atriðið frá eistlandi, sem var ekkert nema brandari. pólland, en þessi hvít- og bleikklæddi nautabani hefði alveg mátt sitja heima fyrir mér.. og síðast en ekki síst andorra, en ég á aðeins eitt orð.. viðbjóður! það er fátt viðbjóðslegra en olíubornir fittnessgaurar.. ég fékk hroll þegar þeir birtust..
þá vitiði það.. mér finnst þetta kjánalegt. ætla samt að horfa á laugardaginn því það er þó skömminni skárra en þetta. vona bara að selma komist áfram, annars nenni ég sko ekkert að horfa..

góðar stundir..

|

Wednesday, May 18, 2005

lífið er gott..
á morgnana þarf ég að setja upp sólgleraugu til að hausinn minn fari ekki að mótmæla, en hann á það til að gera það á vorin. það er samt yndislegt því þau þýða að það er komið sumar og sólin er orðin sterk og heit. ég elska það. ég er líka komin með enn fleiri freknur sem er bara gaman því þær eru svo fallegar. núna langar mig helst að fara á austurvöll með góðum vinum og drekka bjór.. ekki amalegt.. yngvi og gummi skipuðu svo öllum í vinnunni að koma með sólgleraugu á morgun og ég veit að ég mun bera af þegar kemur að fegurð þeirra..
núna ætla ég í sund og njóta þess að vera til innan um gamla kr-inga sem ræða heimsmálin í neslauginni..

stundir..

|

Tuesday, May 17, 2005

kötumyndir frá laugardeginum og sunnudeginum ef einhver hefur áhuga..
verst að það er ekkert frá ballinu og bænum.. þá var sko gaman..

|

var að koma heim frá birnu og er að springa ég er svo södd! samt eru fimm tímar síðan ég borðaði og ég verð vanalega svöng aftur eftir þrjá. þetta var æðislegt birna, takk aftur fyrir mig..
svo er það múlaborg á morgun. ég get sagt að ég sé spennt fyrir að byrja, en ekki fyrir að þurfa að vakna. það er ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri..
hlakka samt til að geta knúsað börnin og kennt þeim lífsreglurnar.. jájá.. börnin verða mun fróðari um hin ýmsu mál þegar ég hætti í ágúst..

góða nótt..

|

Monday, May 16, 2005

unfaithful er í sjónvarpinu og ég bara get ekki horft lengur.
djöfull er framhjáhald viðurstyggilegt! ég gæti aldrei fyrirgefið það. alla vega ekki ef kynlíf kæmi við sögu. þetta eru svo mikil svik og ég er eiginlega bara orðin sorgmædd af að horfa á þetta. ég gæti kannski fyrirgefið einn koss.. en aldrei ef það væri meira en það. aldrei.

|

Sunday, May 15, 2005

hmm já.. ég er orðin dáldið leið á þessum samskiptamáta.. eiginlega bara alveg mjög leið.
annars góð helgi.. djammaði með andreu á föstudaginn, sem var mjög gaman og löngu tímabært. skemmtum okkur konunglega og var haldið heim þegar sólin var farin að skína á ný.. núna er andrea farin til svíþjóðar og er ég strax farin að sakna hennar og hrafntinnu. verður skrýtið að geta ekki heimsótt þær á holtsgötuna í sumar..
gærkvöldið var einnig mjög skemmtilegt. fór til amöndu og kötu ásamt nokkrum stelpum og fékk mér bjór og kaftein.. alltaf gott.. svo var farið á ball á broadway, þar sem við stoppuðum reyndar bara í hálftíma eða svo.. hitti inda sem var mjög gaman.. hef ekki séð hann síðan bara ég man ekki hvenær. drakk þessa tvo bjóra sem voru innifaldir í miðanum og hlustaði á jónsa syngja gleðibankann, og tókst honum alveg að koma mér í stuð. næst var haldið á vegamót og þegar undirrituð samþykkir það þá er hún í miklu stuði get ég sagt ykkur.. svo þegar við vorum í röðinni þá vorum ég og hemmi bara allt í einu tvö eftir, varð einhver ruglingur á samskiptum við stelpurnar, sem voru eigi edrú. en við skemmtum okkur stórvel í tíu mínútur eða svo á meðan við biðum.. fór svo og hitti hörpu og hauk á hressó, og get ég með sanni sagt að það sé staður sem ég finn mig ekki alveg á.. ágætt samt sem áður og gaman að hitta hjónin.. ég sting upp á vatnaliljudjammi sem fyrst!
ég elska þegar ég er að fara heim af djamminu á sumrin og sólin er komin upp. í morgun var eins og það væri að kvikna í esjunni, vá það var geggjað. ég meira að segja hleypti pari á undan mér í leigubíl svo ég gæti horft lengur..
í dag er ég svo búin að vera í sumarbústað hjá evu dögg þar sem við vorum átján stykki í mat.. mjög gaman og æðislegur matur.. verst að viktor orri sonur hennar var að verða lasinn og var mjög slappur. hann sat heillengi hjá mér og ég sagði honum sögur og vona ég bara að hann hafi ekki smitað mig.. ég er alla vega smá slöpp.

en jæja vinir mínir..
góða nótt..

|

Thursday, May 12, 2005

það er ákveðið..
ég er að fara á ball á laugardaginn. á broadway. hef ekki farið þangað síðan ég held á árshátíðinni í öðrum bekk árið ´99. það kvöld spiluðu stuðmenn og var mikið fjör. ég og kjarri fórum í keppni sem ég vann.. egill stóð sig vel á sviðinu. mm.. gaman gaman..
annars vona ég að það verði gaman á ballinu, þau geta nefnilega verið ansi misjöfn. ætla að fara heim til amöndu og kötu fyrst og hitta þar nokkra krakka og er planið að búa til kokteila með fullt af ávöxtum. ég er nú ekki mikið fyrir það, en fæ mér kannski eins og eitt glas milli bjóra..
á morgun ætla ég svo að hitta andreu og maju og fá mér eins og tvo-þrjá bjóra. andrea ætlar meira að segja að fá sér, sem er mikil gleði, vegna þess að ég og hún höfum ekki fengið okkur bjór saman síðan í febrúar 2004. lööööngu kominn tími á einn slíkan.. ohh ég get ekki beðið!

annars bara góður dagur í dag og set ég því punktinn hér..

|

Wednesday, May 11, 2005

ég á lítinn frænda sem er 7 ára. hann er... spes. mjög spes. í afmælinu hennar mömmu á mánudaginn kom hann til mín og átti eftirfarandi samtal sér stað milli okkar..

hann: arna, ert þú fullorðin?
ég: já..
hann: hvað ertu gömul?
ég: 23
hann: og ertu þá ekki löngu orðin fullorðin?
ég: júúú.. svonaa.. ekkert löngu, en ég er samt fullorðin.
hann (skrýtinn á svip): en þegar maður er fullorðinn.. á maður þá að búa ennþá hjá mömmu sinni?

góða nótt..

|

ég er að passa hrafntinnu. andrea er í prófi. áðan var ég að fara að klæða hana og þá tók hún sig til og ældi á mig.. ofan í hálsmálið á peysunni og bara beint á milli!
mjög skemmtilegt..

|

Tuesday, May 10, 2005

í kvöld..
vann ég seinustu vaktina á mokka. alla vega vona ég það. þær voru víst ekki búnar að redda helginni en ætluðu samt að reyna það. ég nenni ekki að vinna andsk.. hafi það! er einmitt alveg að kafna núna úr reykingafýlu af sjálfri mér. það er viðbjóður.

að öðru..
það er djamm um helgina. föstudag, laugardag og sunnudag. ég veit samt ekki hvort ég tek alla dagana. ætla að kíkja út með maju á föstudaginn og líklega á háskólaball á laugardaginn með amöndu, kötu, söndru, mike og hemma og örugglega einhverjum fleirum. ætlum svo niður í bæ eftir ballið. það verður ábyggilega ágætt jájá.. eru einhverjir fleiri að fara? harpa? birna?

góða nótt..

|

takk allir fyrir kveðjurnar.. þetta átti ég að segja frá múttu minni. hún er mjög snortin.
annars var þetta mjög góður dagur í gær. komu hátt í fjörutíu manns hingað í kaffi og fékk mamma fullt af gjöfum. ég borðaði, eins og vanalega, allt of mikið og lá nánast afvelta hér til eitt í nótt. samt er ógeðslega mikill afgangur og ég hugsa að við gætum auðveldlega haldið annað afmæli með því sem er eftir. nema það sem ég gerði, það kláraðist allt..
lítið annað að frétta, nema kannski að ég kláraði prófin í dag. því verður fagnað á mokka í kvöld þar sem ég mun vinna síðustu vaktina mína *gleðigleði* á morgun verð ég svo að passa hrafntinnu svo andrea geti lært.. ooog já, þá er þetta bara komið.
þykir vænt um ykkur börnin mín..
eigiði góðan dag..

|

Monday, May 09, 2005

mamma mín á afmæli í dag. orðin fimmtug konan. hún er yndisleg kona og ég get ekki ímyndað að það sé til betri mamma í öllum heiminum.
í dag kemur öll fjölskyldan í kaffi og ég get ekki beðið eftir að fá góðan mat og kökur. er búin að hugsa um þetta í margar vikur.
ég elska að borða.

|

Sunday, May 08, 2005

ég gaf mömmu minni blóm í dag. gerðuð þið það? ég gaf henni fresíur, en fyrir mér eru þær hin eiginlega blómalykt. þið kannski vitið það ekki (eða jú hildur blómastelpa veit það ábyggilega) en þegar maður labbar inn í blómabúð þá er lyktin sem maður finnur aðallega af fresíunum. hún er góð.

ég vil líka óska verðandi pabbanum til hamingju með baunina, sem er orðin opinber. ég vona líka að baunin muni bera háralitinn hans, sem er með eindæmum fagur og sjaldséður.. til hamingju!

ég býð ykkur góða nótt elskur..

|

ég er búin að sitja við tölvuna núna í næstum klukkutíma og skoða vefdagbækur. sumar hjá fólki sem ég þekki ágætlega, en þekkti betur einu sinni. má þar til dæmis nefna mh-inga. flestir fyrrum kórfélagar mínir, sem ég hef allan hug á endurnýja kynnin við í haust. vona að þorgerður taki mér opnum örmum og leyfi mér að syngja altinn og af og til mezzóinn.. ég sakna kórsins.

mamma mín verður fimmtug á morgun.

|

Saturday, May 07, 2005

áðan kom ég upp og varð litið í eldhúsvaskinn. var þá ekki ógeðsleg könguló þar í mestu makindum. oj.. hún var risastór. ég veiddi hana í glas og henti henni út. hvernig komst hún í vaskinn? það er stóra spurningin, vegna þess að glugginn er svona metra frá vaskinum og hann var lokaður. ekki hefur hún komið upp um niðurfallið?? ég vona ekki því þá hefur mín versta martröð frá því að ég var lítil ræst.. oj mér finnst eins og ég sé öll í köngulóm!
en jæja best að hoppa í sturtu.. á stefnumót í árbæ kl fjórtán.

njótið það sem eftir er af helginni vinir mínir..

|

Friday, May 06, 2005

ein spurning til stift.. getur verið að þú eigir tvö lítil systkini sem eru á múlaborg?

|

Thursday, May 05, 2005

hann siggi frændi minn var að deyja. hann var fínn maður sem spurði mig fyrir ári síðan hvort ég væri að fara að fermast. jájá.. gaman að honum.
hannes sonur hans kom á mokka áðan, en hann er einmitt tengdasonur guðnýjar og guðmundar sem eiga mokka, og var voðalega kurteis. spjallaði við mig drjúga stund, sem hann hefur aldrei gert áður. hann er þekktur meðal mokkastúlkna fyrir að vera hrokafullur og tala ekki við alla. hann fór að spyrja mig út í námið mitt og hvað ég ætlaði að gera eftir að ég væri búin að læra íslenskuna. ég sagði honum að ég væri ekki alveg viss um það, en ég væri að hugsa um nokkra hluti, eins og til dæmis að skrifa. sagði að það gæti verið gaman og ég væri alvarlega að spá í það. þá sagði hann: "ekki spá, vertu!"
allt í einu sá ég hann í algjörlega nýju ljósi. hver veit nema hann hafi bara hlýtt hjarta undir þessum kalda listfræðingsham sem hann sveipar um sig.

já, kannski er hann hannes frændi minn ekki svo vitlaus eftir allt saman..

|

mig langar að djamma. en það er bara enginn til að djamma með. allir í prófum og fleiru..
maja kom hérna áðan með rauðvínsflösku og drukkum við hana næstum alla. svo fór hún bara!
mamma mín fór í matarboð og er ennþá þar..
mig langar í kompaní..

|

Tuesday, May 03, 2005

mig langar svo til san francisco. hún er ábyggilega mjög falleg..
hún er ofarlega á listanum yfir borgir sem ég ætla að heimsækja á næstu árum. húsin þar eru svo flott og svo er eitthvað svo sjarmerandi við sporvagnana. ég gæti alveg séð mig búa þar einhvern tímann..
svo hefur mig alltaf langað til feneyja. ef ég væri rík myndi ég fara til beggja borganna og vera í þeim báðum í óákveðinn tíma. bara skrifa og hafa það gott..

ohh það er svo gaman að láta sig dreyma..

|

Monday, May 02, 2005

bara tvær vaktir eftir á mokka. ég get með sanni sagt að ég sé glöð. á ekki vel við mig að afgreiða og þessi frasi "kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér", hann sker mig í eyrun. og þessir unglingar sem eru gjörsamlega búnir að hertaka staðinn eru ekkert voðalega skemmtilegir. um daginn sátu 22 manneskjur frammi í sal og af þeim voru fjórir yfir tvítugu. allt fastakúnnar sem muna sko betri daga á mokka, þegar maður gat komið, drukkið kaffi og lesið blöðin í friði. steindór andersen kom einmitt inn þetta kvöld og sat hann á bekknum fyrir framan afgreiðsluborðið. allt í einu fylltist bekkurinn af gelgjum svo að á endanum sat hann með aðra rasskinnina útaf.. greyið.. þá kom hann að borðinu og sýndi mér pípuna sína, sem er mjög flott, og fór svo. gafst upp á þessu.
engan skyldi svosem undra það..

|

Sunday, May 01, 2005

ég og mamma vorum að telja saman fólkið í fjölskyldunni, út af fimmtugsafmælinu hennar. afkomendur afa og ömmu í reykjavík og á ísafirði eru samtals 167 manns.. úff.. það er svakalegt. mætti halda að fjölskyldan mín hafi ekkert annað að gera en að fjölga mannkyninu..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com