góð saga

|

Friday, April 30, 2004

í fyrrinótt þá vaknaði ég klukkan hálf þrjú við að mér fannst eitthvað mjúkt strjúka á mér kinnina. ég hrökk upp og sá þá risastóra tarantúlu í rúminu. ég stökk upp og kveikti ljósið, setti á mig gleraugun og sá þá fótinn á henni hverfa bakvið rúmið. ég tók rúmið frá veggnum og leitaði en sá ekkert. ég er enn að spá hvort þetta hafið verið draumur eða ofsjónir.
svo stuttu seinna fékk ég sms.

|

Wednesday, April 28, 2004

okei ég veit að ég er rugluð en núna kom einhver inná síðuna með því að skrifa orðin "stærra typpi" hlæhlæhlæ... það fannst mér fyndið en ég man ekki eftir að hafa skrifað þessi orð.
ég ætla að skella henni olgu hér inn en hún er með mér í kórnum. alltaf gaman að bæta við linkum :)

|

Monday, April 26, 2004

og svo komu einhverjir sem skrifuðu vorvítamín og offa á google.com.. hmmm.. ég er rosa forvitin..

|

Sunday, April 25, 2004

hver kom inná síðuna með því að slá inn leitarorðið tenderfoot? ég er bara forvitin...

|

Saturday, April 24, 2004

það eru tónleikar á morgun hjá hamrahlíðarkórnum og kór menntaskólans við hamrahlíð, sem kallast vorvítamín. þá erum við að syngja inn sumarið með alls konar skemmtilegum lögum. það væri gaman ef einhverjir sæju sér fært að mæta. það hafa aðeins 4 vinkonur mínar komið á tónleika síðan ég byrjaði og það á aðeins tvenna tónleika. hnuss...

|

nú get ég bara ekki lengur orða bundist! hvað er málið með þessa air-wick auglýsingu á skjá einum þar sem konan segir "áður fyrr eyddi ég sem minnstum tíma á baðherberginu.." ?? ókei air-wick er ágætt fyrirtæki, sniðugt að hafa svona dót inná baði en kommon!! auglýsingin byrjar öll svarthvít og hún eitthvað fúl á svipinn yfir baðinu sínu en svooooo... hún kaupir air-wick og allt kemur í lit. svo í lokin þá situr hún með blað og kaffibolla, já kaffibolla, inná baði og les voða huggulega. af hverju setti hún ekki air-wickið inní stofu og situr þar? fáranlegt. ég meina það er allt í lagi að finnast baðið sitt flott og vera hrifin af nýju flísunum eða eitthvað, en að segjast vilja vera þar inni því það sé svo góð lykt þar..
nei, þið verðið bara að afsaka að ég er ekki alveg að kaupa það..

|

Friday, April 23, 2004

ég óska landsmönnum öllum og vinum nær og fjær gleðilegs sumars!

|

Monday, April 19, 2004

áðan gerði ég núðlusúpu. svo þegar ég var búin að borða hana og lá uppí sófa í leti þá tók ég eftir núðlu á sokknum mínum, og ekki ofan á honum heldur á hliðinni alveg efst. hvernig í ósköpunum komst hún þangað? þetta fór alveg framhjá mér.

|

helgin var nú ekki ýkja merkilega get ég sagt ykkur. iss ég á bara ekkert líf þessa dagana.. hnuss
mér var samt boðið í afmæli á dillon á föstudaginn en ég fór ekki. það var víst svaka stuð. svo fór ég út á laugardaginn og hitti 3 frænkur mínar á kaffibrennslunni. það var mjög gaman, langt síðan ég hef sé þær.
svo fór ég á sniiiilldartónleika í gærkvöldi. það voru tvær hljómsveitir sem heita indigo og tenderfoot sem voru að spila á gauknum og var þetta hápunktur helgarinnar hjá mér verð ég að segja!! tenderfoot var svona blanda af jeff buckley, radiohead og sigurrós. gerist varla betra. svo fékk ég líka ókeypis inn svo það gerði þetta allt alveg svakalega skemmtilegt. og ekki hatar maður bjórinn, ónei.
ókei kannski á ég smá líf..
er farin í sund

|

Sunday, April 18, 2004

hver skyldi verða hundraðasti gesturinn???
verðlaun í boði..

|

Friday, April 16, 2004

you belong in the movie nightmare before christmas

ég elska þessa mynd!!
hún er snilld fyrir ykkur sem hafið ekki séð hana!

|

Thursday, April 15, 2004

hey ég verð að segja ykkur eitt soldið fyndið og kannski smá alvarlegt áður en ég skríð í bælið (já ein, es olveis.. dem ég er orðin bitur) jæja enívei, hún amma var hér á laugardaginn og fékk sér smá rauðvín í tána og svo gaf mamma henni líka romm. hún er 87 ára og eins og þið getið ímyndað ykkur þá var hún orðin ansi fyndin eftir svona tvo klukkutíma í páskamatarboðinu fína fína. svo tók hún í mig og spurði hvar maðurinn væri nú eiginlega. ég kom nottla alveg af fjöllum því ég man ekki einu sinni hvernig karlmenn líta út án fata. þá fannst henni alveg ómögulegt að ég, ekki orðin 23 ára nota bene, væri enn einhleyp. hvort ég væri nú ekki hrædd um að pipra bara.. ég reyndi að halda andlitinu og segja henni að margir á mínum aldri væru enn einhleypir og tímarnir væru breyttir. hún hlustaði ekki á svoleiðis "þrugl" sagði mér að fara á veiðar. bókstaflega!! en ég meina kommon.. er ég alveg komin á síðasta séns? ég bara spyr? amma sagði það og var greinilega ekki að grínast.
svo söng hún hvítir mávar...

|

Tuesday, April 13, 2004

ógeðslega er msn ógeðslega leiðinlegt!!!! þessi samskiptamáti gerir mig geðveika!! í fyrsta lagi þá er ég alltaf að detta út. í öðru lagi þá eru samræðurnar alltaf í einhverju rugli því maður er að skrifa eitthvað og er, eins og ég þarf að gera, að horfa á lyklaborðið á meðan og þá kannski, á meðan maður starði og rembdist við að skrifa, sendi manneskjan spurningu og maður þarf að stroka allt út. ekki gaman. vá hvað þessi setning var furðuleg. hvernig náði ég að troða öllum þessum aukasetningum þarna inn?

það er eitt verra en ökukennslubíll. það eru TVEIR ökukennslubílar. hlið við hlið!! ..fyrir framan mig í lækjargötu í dag. svo kemur maður að horninu þar sem iðnó er og þá þrengist gatan, það er tvær akreinar renna saman í eina, og þá nottla þorði hvorug bifreiðin fyrir sitt litla lííííf að vera fyrri til. djíses. ég var við það að slíta af mér höfðuleðrið, því sundlaugin sem ég var á leiðinni í var að fara að loka. en það bætti úr skák að greyið litla ég, í ástarsveltinu, sá fullt af sætum fótboltastrákum í lauginni. ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef verið án karlmanns lengi.. en átta mánuðir eru langur tími!
stundir..

|

Sunday, April 11, 2004

gleðilegt páskaegg kæru vinir!

ég er komin með kór-fráhvarfseinkenni. langar að fara að syngja aftur, en það hefur ekki verið sungið síðan á margumtöluðu tónleikunum 3. apríl. það er kóræfing á miðvikudaginn og mun ég mæta galvösk og syngja frá mér allt vit.
er farin að hringja í andreu litlu og athuga hvað hún og kárinn hennar eru að brasa á þessum líka dýrðardegi.
stundir..

|

Wednesday, April 07, 2004

sjáiði fallega teljarann á síðunni?
god ég er orðin tölvunörd...

|

Tuesday, April 06, 2004

ég var að hugsa áðan..
þegar maður er í ástarsvelti, ásamt öllum fylgikvillunum sem koma með því, þá verður maður oft heltekinn af annarra manna samböndum. í mínu tilviki eru það persónur í sjónvarpsþáttum. um daginn þegar ryan og marissa kysstust í parísarhjólinu þá fór um mig óstjórnleg gleði og ég lifði mig algjörlega inní þetta. eins þegar max og steph náðu loksins saman í nágrönnum.
ég var að hugsa um þetta lengi áðan og fannst ég allt í einu vera mjög sorgleg. en ég virðist alltaf vera með ástina á heilanum. er að spá í að tala við einvern prófessjonal útafissu.

|

Sunday, April 04, 2004

amma mín er tær snilld líka. ég ætla að láta fylgja samtal sem átti sér stað milli hennar og mömmu um daginn þegar talið barst að sjónvarpsefni.

amma: mikið finnst mér gaman að þættinum þarna á stöð tvö, gollí..
mamma: gollí??
amma: já, alveg svakalega skemmtilegur
mamma: hvað er gollí?
amma: æji hefurðu ekki séð það?
mamma: nei. um hvað ertu að tala? gollí??
amma: jú þú veist þarna þátturinn þar sem hún er hún sigga beinteins og bubbi...

|

tónleikarnir í gær voru tær snilld!
mjög vel heppnaðir og ég segi bara við alla sem komu ekki, sem eru nánst allir sem ég þekki, að þið misstuð af miklu.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com