góð saga

|

Thursday, August 28, 2003

ég er nú alls ekki nógu dugleg að tjá mig hér á vefdagbókinni minni, haaa.... ég var að koma heim úr vinnunni og sit við tölvuna og borða saltpillur. þið vitið þessar í boxinu. þær eru bestar.

hnetur og rúsínur....
... það er konsept sem ég fatta ekki. hvað finnst fólki svona gott við þessa blöndu? að ég tali nú ekki um ef það eru súkkulaðirúsínur. súkkulaðirúsínur eru eitt það besta sem ég fæ og ég verð alveg bandill þegar fólk setur þetta tvennt saman í skál. ég var að passa um daginn og sá súkkulaðirúsínubox uppí skáp og var mín heldur betur ánægð. en NEIIII.... frúin á bænum hafði sett hnetur útí!! hvað er eiginlega málið....
svör óskast.

|

Sunday, August 24, 2003

jájájá... þetta er allt að gerast. góðan daginn litlu vinir. ég sit hér, og ekki vottur af þynnku eftir gærkvöldið, sem reyndist hið ágætasta djammkvöld. fór með andreu í eitthvað mojo/monroe partý á vegamótum, það var búið að setja upp tjald á milli ölstofunnar og vegamóta og var bjór þar í bölum og vodkaskot. allt gratís og var mín ánægð. eftir ágætis tuborg þamb var haldið á hinn margrómaða stað ellefu, og var þar drukkið meira af áfengu, eins og svo oft vill verða. næst var tölt yfir á sirkus en þar skildi andrea við mig, þar sem hún er vinnandi kona og ákvað að skella sér heim í ból. þá var klukkan bara tvö svo að ég var engan veginn tilbúin að fara. varð eftir með hönnu og hennar vinkonum, en ég er að vinna með henni í du pareil og svo var hún líka í laugalæk. þaðan var farið á kaffibarinn og svo á prikið, þar sem þessi líka ógeðslegi maður var dyravörður og leist mér lítið á. svo kom hákon og bjargaði mér úr klóm risans og við röltum yfir á sirkus aftur. hittum þar fyrir sigga vin hans og ingunni. sátum að sumbli til að verða fjögur en þá fór hákon heim því maginn var eitthvað ekki sáttur við þáverandi ástand. ég varð því eftir með sigga, ingunni og steinunni systur hákons. fórum um fimmleytið út af sirkus eftir að dyravörðurinn, sem er af kvenkyni, var búin að öskra alloft að það væri búið að loka. þvílík rödd í einum hálsi! fór ég því næst með sigga á nonnabita og svo skröltum við heim á leið, en við búum bæði við þá yndislegu götu sem er lynghagi. þetta var því fín helgi, en núna verð ég að fara að þrífa holuna því mútter er að koma heim á morgun. þangað til seinna....

|

Friday, August 22, 2003

ég er eitthvað svo löt að blogga þessa dagana. ætla að vera löt í kvöld líka. njóta síðustu daganna sem ég er ein heima. andrea ætlar að koma á eftir og ætlum við að fá okkur að borða og horfa bara á vídjó og hafa það rólegt. þangað til seinna....

|

Tuesday, August 19, 2003

enn ekkert ímeil. en síðan ég sat hér síðast, sem eru um það bil 4 mínútur þá hef ég borðað eitt stykki kalda dominos pizzusneið og drukkið ískalt kók. hollur og staðgóður morgunmatur það. en best að fara að brummbrumma í vinnuna. má ekki láta krílin sakna mín. að maður tali nú ekki um karlkynsvinnufélagana ; )

|

ég sit hér við tölvuna klukkan níu núll ein og er á leiðinni í vinnuna. er sko nebblega að bíða eftir ímeili en það virðist ætla að vera eitthvað tregt að láta sjá sig. ég er allt í einu komin með svo mikla þörf til að fara til ísafjarðar. skil eiginlega ekki af hverju. það er bara eitthvað svo þægilegt að vera þar og slappa af. mér líður alltaf svo vel þar, umkringd sjó. kannski maður bara skelli sér *á helginni....

*á helginni er einmitt mjög ísfirskt. það er sagt "hvað gerðiru á helginni" ekki "um helgina" skrýtið...

|

Monday, August 18, 2003

hildur vinkona mín átti afmæli í gær!! til hamingju hildur mín og fyrirgefðu að ég skrifaði ekki á daginn sjálfan, en ég komst bara ekkert í tölvu í gær. var að vinna og svo var það matarboð frameftir öllu með smá stoppi hjá tvíburunum litlu í kópavogi. gerði heiðarlega tilraun þar til að horfa á the ring *hrrrollllllur* það er japönsku útgáfuna, en hún á að vera enn verri en sú ameríska. fattaði þegar um það bil korter var liðið að ég er ein heima, og stóð ég upp með því sama og kvaddi liðið með bros á vör, egils kristal í annari og sveittan bíllykil í hinni. það var horft á hana uppí mh hér fyrr í vetur og nötraði byggingin í nokkra daga á eftir. fyrir ykkur sem hafið ekki séð myndina, reddið ykkur hjásofelsisfélaga áður en lagt er í hana. ég svaf illa í nokkrar nætur eftir að ég fór á hana í bíó. þar hafiði það.
annars var þetta ágætis helgi. fór á djammið á laugardaginn og skemmti mér líka svona helvíti vel. hitti hákon félaga minn úr kórnum og djúsaði með honum þar til sólin var farin að skína aftur og augnmálningin orðin að klessu. ég stóð mig samt ekkert í menningunni, kíkti ekki á neina gjörninga eða neinar sýningar eða svoleiðis. mikið var samt drukkið af áfengu, sem er kannski menning út af fyrir sig, og var líðanin eftir því í gær. jabbnaði mig samt á skömmum tíma eftir að ég fékk sómasamloku með skinku og osti og hæsí með appelsínubragði. fín helgi, já ég segi það bara og skrifa og set nú punktinn hér.
góðar stundir.

|

Friday, August 15, 2003

dröfn vinkona mína er farin til ammríku. kemur ekki aftur fyrr en um jólin. bon voyage dröfn mín hafðu það gott. *knúsiknús*

ég fór í sund í gærkvöldi með söndru í laugardalslaugina. það var ekkert smá skrýtið. nostalgía dauðans. við vorum einmitt að skeggræða, hvað ætli við höfum oft verið í þessari sundlaug, hvað þá ferðir í rennibrautinni. ég hugsa að ferðirnar séu um 1500, algjört lágmark. hvað haldiði þið sem voruð í laugalæk og laugarnes?

hildur vinkona mín er að koma heim frá danmörku á sunnudaginn which means jeij!! : )
heyrðu ég verð bara að fara að koma mér því ég er að fara að keyra mömmu heim til ragnhildar. hún ætlar að lúlla þar því þær eru að fara til köben í fyrramálið. sem þýðir að ég verð ein heima í tíu daga sem þýðir annað jeij!!

er farin á klóið......

|

Wednesday, August 13, 2003

jæja þá er maður kominn heim úr svitanum. jahá ef þið hélduð að ferðin mín til london hafi dregið úr svitavirkninni þá megiði hugsa aftur. london er einn stór gangandi heitur pottur þessa dagana. rakinn var nánast óbærilegur. það var ekkert svo rosalega heitt, en rakinn og ógeðið. púffff..... það var hver einasta manneskja með blævæng eða blað eða eitthvað til að reyna að kæla sig niður en ekkert gekk. ég var þarna í fjóra daga og pissaði x4 allan tímann. já það er rétt, maður meig með öllum andskotans líkamanum meðan maður var þarna. samt drakk ég um það bil 14 lítra af vökva á dag. en þrátt fyrir svitastorkna húð og yfirlið þá var þetta góð ferð, mjög góð verð ég bara að segja. ég svíf um á bleiku skýi.... : )

jæja er farin í sturtu, skola saltið af líkamanum. þangað til seinna....

|

Thursday, August 07, 2003

úfff.... svitisvitisviti... já það er rétt gott fólk ég er einn risastór gangandi svitakirtill. ég svitnaði eins og veðhlaupahestur í nótt og aftur í dag. fékk svo smá beinverki og hitinn rauk aftur upp í 38.6 og núna er ég að svitna aftur. þetta er ekkert smá óþægilegt. labba um með þvottapoka, reyni að hafa smá stjórn á þessu ástandi en NEI veirurnar eru búnar að taka öll völd. líst ekkert á þetta. svo er mamma ekkert búin að vera heima í dag til að sjá um mig. fór beint til ragnhildar í nýju íbúðina, sem hún flutti inní í dag, og svo eldaði hún kvöldmat þar og sagðist ætla að koma með restina heim fyrir mig. gee thanx mom. og svo kom hún ekki fyrr en ellefu en þá var ég ráfandi um íbúðina teljandi í mér rifbeinin. ég fæ bara að borða það sem þær kasta frá sér. ég er mjög sorgmædd. ekki bara út af því að ég er an outkast in this family, heldur lítur allt út fyrir það að ég fari ekki í vinnuna á morgun og þar af leiðandi ekki á bingó/bjórkvöldið hjá kórnum mínum annað kvöld :( langaði svo að fara og syngja, klingi mjaðar og fleira skemmtilegt. en kannski verð ég búin að hafa sigur af hólmi í stríðinu við veirurnar og geti farið og þanið raddböndin. efast samt um það því ég vil vera fersk fyrir londonferðina okkar evu.

london baby. step into the map!!

|

Wednesday, August 06, 2003

eins gott að það var ekki morgunógleði. hahahaha.... ég er sorgleg. hlæ að eigin fyndni. er heima veik andsk.. hafi það. fór í vinnuna í gær eftir fjórar vikur og varð strax veik. góð byrjun það. var hálfslöpp í gær í afmælinu hennar magneu og vaknaði svo í morgun með hita og hálsbólgu, nánar tiltekið streptókokka. fyrir ykkur sem hafið ekki fengið þá, það er helvíti á jörðu. það er eins og risastór kartafla í hálsinum og maður getur engu kyngt. en ég er komin á fúkka svo að þetta ætti að fara að fara. ætla að vera heima á morgun líka og jafna mig alveg því aaaaað.......

...ég er að fara til london á laugardaginn!!! jeieieieieijjjjj..... gamangaman....
fer með evu og ætlum við að heimsækja sæta stráka og drekka bjór og kannski versla smá. sé til með það.

ég er að spá, er það einhver sem les þessi skrif mín? vill sá hinn sami gefa sig fram og kommenta, þar sem ég hef ekki náð mér í gestabók þá er kommentakerfið hér með the official guestbook. sign please.......

er farin í ból. hitaveirurnar eru komnar aftur á stjá og eru að láta mig fá beinverki og fleira ógeð. ó mig auma.......

|

Tuesday, August 05, 2003

magnea vinkona mín á afmæli í dag. húrra fyrir magneu : )

ó mæ gad....
.... harðsperrur dauðans!!!!!! hestatúrinn í gær er að taka sinn toll. ég hefði betur geymt fögru orðin um hann þangað til seinna. ég get mig hvergi hrært. þetta er hreinasta helvíti. ég er að fara í afmæli til magnhettu litlu og ég kemst varla í sturtu. ætlaði þá að láta nægja að þvo hárið því ég fór í sturtu í gærkvöldi, en ég gat með engu móti beygt mig yfir baðkarið. bakið á mér er eins og á áttræðri konu með liðagigt. áááááiiiiii..... vaknaði í morgun í fósturstellingu og emjaði bara í hálftíma. ég er nú meiri auminginn.

fyrsti dagurinn í vinnunni í dag og var hann bara fínn. þó svo að tjáskipti við suma vinnufélaga hefðu ekki verið upp á marga fiska, þá var þetta á heildina litið mjög fínn dagur. en núna ætla ég ætla að klöngrast af þessum stól og reyna að komast yfir þessa kvöldógleði sem er eitthvað að hrjá mig. veriði sæl litlu vinir.

|

Monday, August 04, 2003

jæja þá er enn ein verslunarmannahelgi liðin. þetta var fínast helgi. djammaði föstudag og laugardag og svo fórum við vinkonurnar upp í sumarbústað í gær og tókum því bara rólega. fórum á hestbak í dag í tvo klukkutíma og það var SVO gaman að ég hugsa að ég verði nokkra daga að ná mér!! vá hvað það var gaman. ég ætla að kaupa mér hesta þegar ég verð stór. og ég verð svo rík að ég ræð fólk í vinnu ti að moka undan þeim og svo get ég bara kembt þeim og riðið út. ekki slæmt það.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com