góð saga

|

Monday, February 28, 2005

góð vika framundan.
það eru þemadagar í skólanum og þurfum við að velja okkur fernt sem við viljum gera. ég valdi að fara í öskjuhlíðarskóla, í frístundaheimilið í hlíðaskóla, á sinfóníutónleika og í þjóðleikhúsið. þetta gerist allt á morgun og hinn svo ég er í fríi á fimmtudag og föstudag. gleði gleði!

annars var ég í jarðarför í dag sem var mjög erfitt. ég hef bara farið einu sinni áður og var það hjá afa mínum, en það var ekki næstum því jafn erfitt og þetta. karlakór reykjavíkur söng og í einu laginu gat ég ekki meir. ég grét eins og barn.
úff.. vona að ég þurfi ekki að gera þetta neitt á næstunni. er því alveg búin á því og er að spá í að fara bara að sofa.

góða nótt kæru vinir..

ps. aðeins skárri mynd af mér hérna.. vildi bara sýna að ég myndast ekki alltaf illa..
í boði hildar..

|

Sunday, February 27, 2005

vá hvað það var gaman í gær! ég vildi að öll djömm væru svona. ég og maja hittumst hér heima hjá mér og fengum okkur bjór og töluðum um karlmenn. fórum svo á dillon og fékk ég næstum gamla fílinginn í mig aftur.. samt ekki alveg.. rosalega er fólkið sem kemur þangað núna eitthvað furðulegt.. en jæja, svo komu allir krakkarnir úr veislunni hans mike (en hann var að útskrifast úr sálfræði í gær) og var það mikið stuð. hitti þröst og dodda sem ég hef ekki séð í háa herrans tíð og var það ekkert smá gaman. fór svo með amöndu og maju á ellefuna og svo á kofann þar sem allir strákarnir voru.. þar var sungið og drukkið meira og það var svo gaman að ég bara finn varla orð til að lýsa því! hitti níels og spjallaði aðeins við hann og einnig hrönn sem vinnur með mér á mokka.. gaman gaman.. hitti líka hildu og var það mikil gleði. klukkan hálf sex var þetta orðið ágætt og rölti ég með amöndu og hemma í leigubíl og héldum við heim á leið..
mig dreymdi síðan eins og framhaldið af djamminu. í draumnum hitti ég hemma og spurði ég hann hvort hann hefði ekki verið að fara heim og hann sagðist þá hafa komið aftur í bæinn til að hitta mig og við fórum og héldum áfram að djamma. vorum eitthvað að hlaupa frá klíkumeðlimum og svo var ég allt í einu komin inn í dómkirkjuna með gunna kokkalandsliðsmanni og vorum við að þurrka okkur því það var svo mikil rigning úti. svo hringdi hemmi og var mjög sár yfir að ég skyldi bara hafa farið og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þeirra. mjög súrt. ég tel mig samt hafa valið rétt.. *hér dreg ég augað í pung kæru lesendur, kankvís á svip*

góð helgi liðin og set ég því punkt hér.

|

Saturday, February 26, 2005

það er ekki til orðið "kvæntur" í kvenkyni. vissuði það? það vissi ég ekki. karlmaður getur bara kvænst en kona giftist, sbr. hún er gefin..
alltaf lærir maður eitthvað nýtt í þessu karlavædda samfélagi okkar..

|

aumingjavefdagbókarhaldari er ég orðin..
ég og mamma lentum í samstuði áðan við feita kellingarálft í hagkaup. það var smá rispa á bílnum hennar og hún eipaði og kenndi okkur um að hafa gert hana. já einmitt.. ég var að horfa á þessa rispu svona sex sekúndum áður en hún kom út og umturnaðist fyrir framan alla. beljan!
fór svo í sund þar sem ég sá greinilega merki lýtaaðgerðar í sturtunni.

í gær hittumst við nokkar stelpur heima hjá andreu og kára og fengum okkur gott að borða. ég gerði pönnukökur sem vöktu mikla kátínu meðal gesta. og hún hrafntinna og oliver funi og hann kjartan logi stóri bróðir eru svo sæt að það er bara ekki eðlilegt. kannski set ég inn myndir bráðum (já örugglega)
ætla svo að kíkja út með henni maju í kvöld og er planið að fara á dillon og sirkus. og kannski kaffibarinn ef það verður ekki brjáluð röð.
bjórinn í kæli og bara taumlaus gleði..

stundir..

|

Wednesday, February 23, 2005

hvað er málið með mig á myndum??

|

Tuesday, February 22, 2005

það sem david mcclaren í judging amy er ÓGEÐSLEGA kynþokkafullur!!!!!!
ohhh ég breytist bara í... ókei þreyttur brandari.. ég skal ekki segja hann aftur.
en vá hvað maðurinn er óendanlega sexý!! meow!!

|

Monday, February 21, 2005

ég fór til ömmu í dag. amma mín er snilld! ..svo lítið sé sagt.
hún spyr mig alltaf um strákamálin mín og hver staðan sé á þeim bænum. nú ég sagði henni að það væri nú ekki mikið í gangi í þeim málum.. þá sagði hún mér bara að vera ekkert að hafa áhyggjur af þessu. og nú er það bein tilvitnun "já það er bara gaman að hafa þessa karlmenn nálægt. þeir hrista þó aðeins meira upp í manni en stóllinn sem maður situr á"
ég lagðist á gólfið og grenjaði úr hlátri..

góða nótt litlu sálir..

|

jiiiii ég var að fatta það núna að ég gleymdi alveg að minnast á pizzurnar sem voru í boði á laugardaginn. eins og ég var nú búin að hlakka til að smakka þær.
þær stóðu algjörlega undir væntingum og betur það!
haukur, þú ert snillingur!

|

ágæt helgi liðin, þrátt fyrir sorgina..
ég ligg uppi í rúmi og er á netinu. ef ég hitti þann sem fann upp þráðlaust alnet þá ætla ég að njóta ásta með þeim hinum sama..
vatnaliljuhittingurinn á laugardaginn var með eindæmum skemmtilegur og var mikið hlegið. aðalumræðuefni kvöldsins var naflalykt, en við komumst að því að ekki hafa allir sömu lykt á þeim stað. áður en ég vissi af vorum við allar grafandi í naflann á okkur og þefuðum svo og gekk harpa um og otaði fingri að nærstöddum, en þó mest að sjálfri sér. leidís.. yesyes..
talað var um tott og svo kyngingar í beinu framhaldi og lærði ég tækni sem mun án efa koma að góðum notum í framtíðinni. margt fleira huggulegt var rætt eins og prump, klósettvenjur (sem ég lærði að eru með eindæmum afbrigðilegar hjá nokkrum vinkonum mínum) usssss......
harpa reyndi að koma mér út með því að stinga upp á blindu stefnumóti við háskólanema. ég var nú ekki alveg á því. en samt var það smá freistandi. ég hvet hörpu og hauk til að hafa partý bráðum og ekki bara þegar harpa á afmæli. ég man alveg hvenær það er og það er of langt í það!
tosaðu í puttann á mér var óþarft. við erum svo huggulegar þegar við hittumst.. verðum að gera meira af þessu. ragna kallaði mig settlega þegar ég hneykslaðist á hvað þær voru frjálsar þegar kom að prumpi og fleiru ósmekklegu.. annars finnst mér það ekkert ógeðslegt.. vil bara ekki finna lyktina. það er allt og sumt. jæja þetta er orðinn með eindæmum súr pistill og set ég nú fljótlega punkt.

ætla að fara að horfa á fitu a.k.a. grease..

stundir..

|

Friday, February 18, 2005

fékk hræðilegar fréttir í dag,vægast sagt.
ég hafði einmitt verið að hugsa það fyrr um daginn hvað maður ætti að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. reyna að taka ekki fólk sem sjálfsagða hluti, því þú veist aldrei hvenær þú talar við það í síðasta sinn. lífið getur tekið svo snögga beygju og skilið marga eftir sára, reiða og svekkta. það getur verið svo ósanngjarnt að maður fer að velta fyrir sér hver sé tilgangur þess og þar fram eftir götunum.
elskið hvert annað. verið góð við hvert annað og muniði að það sem er hér í dag.. gæti verið farið á morgun.

ég kveð með trega og sorg í hjarta og tár í auga...

|

Wednesday, February 16, 2005

þessi pistill er tileinkaður hildi þóreyju héðinsdóttur góðvinkonu minni og vatnalilju með meiru.

hildi kynntist ég þegar ég byrjaði í 2.T í kvennaskólanum í reykjavík. þetta var um haust, árið var 1998 og við vorum litlar og saklausar. ég átti kærasta (sem síðar fór út í kvikmyndaleik) og hildur átti einnig kærasta, sem iðkaði hjólabretti og þeytti skífum. hildur og dröfn urðu fljótlega vinkonur og ég fylgdi í kjölfarið. eitt sinn þegar við þrjár höfðum ákveðið að hittast þá þurfti dröfn skyndilega að hætta við. ég og hildur vorum því bara tvær og áttum skemmtilegan dag saman. ég man ekki svo gjörla hvað við brölluðum en það var örugglega eitthvað göfugt og aðdáunarvert.
vináttan óx með hverjum deginum og þær voru ófáar ferðirnar niður laugaveginn og inn í álfheima að kaupa ís.
og þar sem þetta er farið að vera eins og minningargrein þá ætla ég að enda þetta hér. en ég vildi bara þóknast þessari góðu vinkonu minni, og persónulegum aðdáanda mínum, og skrifa lítinn pistil.

góðar stundir litlu vinir...

|

Friday, February 11, 2005

jæææja..
var að koma heim frá amöndu og kötu þar sem við hittumst nokkur og horfðum á idol. ég er mjög sátt við úrslitin.
idol partý eru greinilega ekki kúl. ég fékk tvö sms í kvöld þar sem ég var spurð hvort ég ætlaði ekki að djamma og var ekki vel tekið í þegar ég sagðist ætla að horfa á idol. maður einn hló líka þegar ég tjáði honum tilfinningar mínar til keppninnar. ég tel ástæðuna vera að smá part af mér, alveg innst, innst inni í mér langi að standa á þessu sviði og þenja raddböndin.
en ég hugsa að ég geri það aldrei því þetta er eitthvað svo.. æji ekki alveg vettvangurinn sem mig langar að byrja ferilinn á.. ekki að ég muni endilega eiga feril.. en þið vitið hvað ég meina.

hvað meira.. hmm.. já það er eyjapartý á morgun heima hjá tvillingunum í kópavogi og verður án efa mikið stuð. við kynntumst nefnilega strákum þar í sumar sem eru mjög skemmtilegir.. og við auðvitað líka þannig að þetta verður fjör..

eigiði góða helgi sykurpúðar..

|

Wednesday, February 09, 2005

einu sinni var stúlka. hún var 16 ára og lifði góðu lífi.
dag einn kynntist hún strák. þetta var góður strákur sem vildi allt fyrir hana gera. þau voru mjög ástfangin og allt virtist fullkomið. hún fann sig upplifa hluti sem hún hafði aldrei gert áður og gat ekki ímyndað sér lífið án hans. svona gekk þetta í eitt ár en þá gerðist það sem hún hræddist mest. þau hættu saman. hún grét í marga daga og var ekki upplögð í neitt. vildi ekki lifa lengur. hún hitti hann sjaldan eftir þetta og komst á endanum yfir hann.
nokkrum árum seinna hitti hún hann aftur og tóku þau tal saman. þetta voru yfirborðslegar umræður um daginn og veginn og hvað væri að frétta. hann sagði henni hvað hún liti vel út og vildi endilega fá að hitta hana aftur, kannski á kaffihúsi. hún sagðist þurfa að hugsa sig um og vildi fá að hringja í hann eftir nokkra daga. svo fór það þannig að þau hittust og áttu ágætt kvöld saman. hann keyrði hana heim að því loknu og spurði hvort hann mætti hringja í hana, þau gætu kannski farið í bíó eða eitthvað.
hún afþakkaði og steig út úr bílnum stoltari af sjálfri sér en nokkru sinni fyrr.
hann fengi sko ekki að svíkja hana aftur!

|

Tuesday, February 08, 2005

kaffið á mokka er eitur. EITUR!! ég drakk einn bolla áðan af því dauuufasta sem til er og ég er að deyja. fór þangað til að klára að lesa íslandsklukkuna fyrir próf sem átti að vera klukkan þrettán tíu og ákvað að fá mér kaffi því ég var að sofna. las og las og mætti meira að segja of seint í tímann því ég var að klára að lesa.. en þá var prófið ekki í dag. arg! og ég sat í tímanum og fann hjartað reyna að brjótast út úr brjóstinu. það sló 120 slög á mínútu.
úff.. aldrei aftur..

|

Sunday, February 06, 2005

sukkhelgi er liðin. ég virðist alltaf enda á djammi báða dagana á vinnuhelgunum mínum. næsta helgi verður aðeins rólegri, en þá verður bara djamm annan daginn.
mikið fjör í gær. mokkapartýið var mjög skemmtilegt og einnig bærinn. hilda var sæt að vanda og varð enn sætari þegar sæti gaurinn hennar kom og kyssti hana. sætt sætt... maja var með okkur líka og einnig var yngvi með í för. fórum á nokkra staði eins og til dæmis celtic cross þar sem ég bullaði í hauk hörpukærasta um pizzur og hvað ég hlakkaði til að snæða þær. hitti líka níels fyrrum kórfélaga og vorum við að tala um skriftir og ljóð og svona. mjög gaman. níels er að læra rússnesku og er áhugaverður.
ég held að fæturnir á mér séu dauðir. sýnast þeir vera orðnir bláir og byrjað að myndast drep í þeim. er að spá í að skera þá af við ökkla. en málið er að ég labbaði heim af djamminu í morgun, klukkan hálf sjö nánar tiltekið og sendi sms í leiðinni til manns sem svaf nokkrum götum frá. svo á miðju labbi framhjá þjóðarbókhlöðunni þá koma einhverjir litlir púkar, svona 19 ára, og segir annar þeirra "kannski veit þessi eitthvað um háskólasvæðið" púki 2 : "nei hún er ekki í háskólanum" púki 1: "hvernig veist þú það?" púki 2: "þetta er ragnheiður gröndal, hún er ekkert í háskólanum"
þetta er bara brandari. alla vega hló ég.

góða nótt sykurpúðar..

|

Saturday, February 05, 2005

gott kvöld kæru vinir..
þá er ég á leiðinni á enn eitt skrallið, en í kvöld munum við mokkastelpur hittast og gera okkur glaðan dag.. eða kvöld. í gær fór ég á fjölmenningarkvöld á múlaborg og var þar matur frá albaníu, kína og póllandi. mjög gott allt saman. svo í einum kínverska réttinum (sem voru svona eins og litlir hálfmánar fylltir með einhverju góðu dóti) var peningur. svo fór ég að fá mér og ætlaði bara að taka tvö stykki en þriðja var fast við. ég hugsaði að ég vildi ekki þrjú og ákvað að skila honum.. en svo allt í einu ákvað ég að taka hann líka fyrst hann endilega vildi komast á diskinn minn, og þá var peningurinn í honum. þannig að ég átti að fá þennan pening.. ég er alveg með það á hreinu og á þessi peningur að færa eigandanum heppni út árið. það væri óskandi. ohh já..
svo var haldið heim til thelmu þar sem við drukkum meira og svo fór ég í bæinn með thelmu og vinkonu hennar, henni hröbbu (óli hún bað að heilsa þér, vann í decode) fórum á pravda sem var nú ekkert voðalega gaman, nema að þar fékk ég tvo ókeypis bjóra.. þar hittum við mömmu hans breka á múlaborg og harpa, nú er ég alveg ákveðin í þessu nafni. hún sagði mér nefnilega að hann breki hefði alltaf sagt að ég væri svo falleg. ég elska börn sem segja svona og ég elska breka enn meira og nafnið líka. þar hafiði það..
svo var mér óskað til hamingju með verðlaunin, sem var mjög súrrealískt.. ég hváði og þá sagði hann "já ertu ekki söngkona ársins?" "jújú einmitt" sagði ég og labbaði heim á leið..

stundir..

|

Thursday, February 03, 2005

jæja þá er bara allt að gerast. vatnaliljur..! takk fyrir gærkvöldið og ég er búin að senda þetta frá mér. þá er bara að bíða og sjá hvað þeir segja. krossum fingur..

þangað til seinna..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com