góð saga

|

Wednesday, September 28, 2005

ég og bjarni erum að spá í að fara hingað í janúar. það væri ljúft. enginn skóli, enginn snjór og kuldi.. engar áhyggjur.

|

Friday, September 23, 2005

í dag var mér sagt af samstarfskonu einni að maðurinn hennar hefði sagt að það væri kvenréttindadagurinn í dag. nei hugsaði ég, hann er eitthvað að ruglast. svo sagði hún að hann hefði sagt að konur væru hvattar til að hætta að vinna klukkan fjórtán núll átta og fara í kröfugöngu.
ég sagðist ekki nenna, en fór og fékk mér kaffi. það var mun betra, enda verða kjörin ekkert betri með einhverri fjárans göngu. það hefur sýnt sig og sannast gegnum tíðina.
jaseisei..
ég er farin að fá mér nammi sem er ekki hollt en ég geri það samt..

|

Wednesday, September 21, 2005

haha.. vitiði hvað? ég sit úti í bíl á laugaveginum að misnota tenginguna á nelly´s!
mjehehe...

|

Tuesday, September 20, 2005

ég hef verið klukkuð. það þýðir að ég þarf að setja hér inn fimm ómerkilegar staðreyndir um sjálfa mig. ég nenni því ekki.. ohhh...
ojæja.. ég get sosum gert þetta ykkur til skemmtunar á góðviðrisdegi eins og þessum.

númer eitt: eins og harpa er ég algjör fíkill á sjónvarpsþætti með þunnum söguþræði. því meiri dramatík því betra og helst á þátturinn alltaf að vera frekar fyrirsjáanlegur. má þar helst nefna þætti eins og the o.c., nágranna (sem ég hef horft á síðan scott og charlene giftu sig, s.s. 1990) the bachelor, judging amy.. þeir eru eflaust fleiri, en þið skiljið hvað ég á við.

númer tvö: ég hef aldrei á ævinni farið í eróbikk tíma. hvorki palla né nokkuð annað. en það er á planinu sem og að fara í jóga.

númer þrjú: ég er með skrýtna áráttu. þegar ég labba á gangstéttum þá stíg ég ekki bara yfir strikin (alls ekki á þau.. neinei) heldur stíg ég alltaf með vinstri og hægri til skiptis. fyrst hægri, þá vinstri..o.s.frv. ef ég ruglast þá fer ég alveg í kerfi og þarf að stoppa og átta mig. einnig þegar ég labba upp tröppur, þá stíg ég alltaf með hægri fyrst og ef tröppurnar eru kannski fimm og ég enda þar af leiðandi aftur með hægri uppi, þá verð ég að byrja með vinstri þegar ég fer niður.
ég trúi ekki að ég sé að segja þetta á opinberri síðu.

jæja áfram með þetta..

númer fjögur: ég fæ reglulega kæki. mjög reglulega. þegar ég var yngri var ég oft með þann kæk að blikka augunum í tíma og ótíma með tilheyrandi grettum.

númer fimm: ég er nærsýn. mjög næsrýn. ef ég týni gleraugunum mínum þá þarf einhver annar að leita að þeim. einu sinni setti ég gleraugun ofan á harry potter bók, sem er með mjög litríkri kápu, og ég fann þau ekki. þau féllu bara inn í litina á bókarkápunni og ég varð of sein í vinnuna út af þessu.

þá vitiði það börnin góð..
áður en ég kveð ætla ég að óska henni evu dögg til hamingju með 25 árin!! eva er sæt og góð og er með mjög skemmtilega vefdagbók, ef þið viljið lesa eitthvað þegar þið eigið að vera að.. já, eins og til dæmis læra.
nefnum engin nöfn.

góðar stundir..

|

Monday, September 12, 2005

já ég er ansi slappur vefdagbókarhaldari þessa dagana. en núna fer tenging að koma í hús og skólinn að byrja. nóg að gera hjá mér næstu tvo mánuði, en ég skráði mig í 24 einingar, og það allt í fjarnámi. takk fyrir. svo vonandi verður þá brautskráning um jólin og háskólinn í janúar. hann hræðir mig. þó svo að mér hafi verið sagt að hann sé ekkert ógnvekjandi, þá finnst mér það samt.
helgin fór í marga skemmtilega hluti og má þar helst nefna ferð á tapasbarinn með bjarna á föstudaginn, og svo megasukk þar á eftir.

bara gott að frétta af mér eins og þið heyrið og segi ég því bless í bili..

|

Friday, September 02, 2005

das wetter ist sehr schön. þetta var þýska.. sem er ógeð ef einhver vissi það ekki.
ég er í vinnunni og það er starfsdagur. hádegismatur eins og er.. ef mat má kalla.. baunakássa og fleiri óbjóður var í boði og var ég ekki sátt. vanþakklæti myndu sumir segja, en ég tel þetta vera sjálfsögð mannréttindi..
ég er hætt að bulla og vil fá steik að borða í kvöld.
farin að vinna..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com