góð saga

|

Tuesday, January 31, 2006

hvur þremillinn hvað mér er illt í maganum.. þetta er alveg ömurlegt og ég í vinnunni í þokkabót. jæja.. það er búið að skamma mig út og suður fyrir að lofa öllu fögru og standa svo ekki við neitt, en þessi ferðasaga vill ekki úr litlu blokkinni og inn í tölvuna mína. ég barasta kem mér engan veginn í það að skrifa hana. en það mun gerast og þá fáiði að lesa hana.. þangað til eru það bara þessar kvartanir mínar um magaverk og brotin loforð. annars er nýja vinnan mín ótrúlega fín og vona ég innilega að ég fái áframhaldandi vinnu eftir þrjá mánuði. en bara svona svo ég segi ykkur það þá var æðislegt á kanarí og versluðum við eins og brjálæðingar og lágum líka smá í sólbaði. evran var í kringum sjötíuogfimm krónur og útsölur alls staðar þar sem var fimmtíu til sjötíu prósent afsláttur. ekki slæmt það og gerði ég mörg góð kaup. þar má kannski helst nefna tvö pör af camper skóm sem ég keypti á níutíu evrur, sem er tæplega sjöþúsundkall, en fyrir þann pening hefði ég getað fengið einn skó í kron. ég græt það ekki.. ónei! þetta er svona það helsta og fyrir utan magaverkinn minn sem fer ekkert batnandi þá er lífið bara dásamlegt. útskrift í vor og verður veisla með snittum frá jóa fel. ég hugsa eiginlega um þær á hverjum degi og get ekki beðið eftir að snæða þær aftur.
þá er ég farin að svara kúnnum, sem í dag eru í góðu skapi, annað en í gær..

|

Saturday, January 21, 2006


það kemur ferðasaga um helgina. ég lofa..
þangað til.. hér erum við.
njótið..

|

Sunday, January 08, 2006

var að koma heim af tapasbarnum. ég, amanda, kata, heiðrún og sandra ákváðum að fara út að borða saman vegna þess að sandra er að fara út í skóla 23. janúar.. eða það héldum við. fyrr í dag fékk hún símtal sem sagði henni að hún væri komin inn í einhvern annan skóla þar sem hún var á biðlista og byrjaði sá í dag. svo hún fer á miðvikudagsmorgun. smá sjokk sem við fengum, en það sem gerir þetta aðeins bærilegra er að ég fæ að hitta hana á flugvellinum þegar ég fer í sólina. það verður gaman.
núna er reyndar rigning á kanarí og er spáð rigningu á morgun og þrumum á þriðjudag. það finnst mér ei skemmtilegt. ég sá samt á annarri heimasíðu að það væri spáð sól og góðu veðri svo kannski er ekkert að marka þetta.. vonum það bara.
svo er það nýi bíllinn á morgun og er ég vægast sagt spennt. hugsa að ég eyði deginum bara í að sitja í honum og kannski þenja flautuna af og til. legg honum jafnvel á laugaveginum og þykist vera að bíða eftir einhverjum..

góða nótt..

|

Friday, January 06, 2006

ég er heima. á netinu!! vúhú!!!!
það er mikil gleði. ég var búin að sakna þess að pikka á þessa elsku sem er svo falleg. þó ekki eins falleg og þessi sem ég fjárfesti (eða ekki fjárfesti) í í dag. já þið lásuð rétt. ég er orðin mamma í annað sinn en eldra barnið er á grafarbakkanum.. ohh.. greyið.
en jæja.. best að fara að borða. vildi bara deila þessari yndislegu nettengingu með ykkur.. ohhh...

|

Wednesday, January 04, 2006

gleðilegt ár elsku vinir mínir!
nei ég er ekki heima á netinu, því er nú ver og miður, heldur er ég að skrifa hér í vinnunni í matartímanum mínum.. undanfarnir dagar hafa verið mjög fínir. jólin og áramótin komin og farin og enginn skilur neitt hvert tíminn fer alltaf þegar maður gáir ekki að sér..
en ég kvarta ekki. vika í brottföt á suðlægari slóðir og er ég spennt. vægast sagt! planið er að slaka vel á, verða brún og sæt og versla kannski smá.
árið 2005 var með eindæmum ljúft og get ég nefnt ýmislegt því til sönnunar. það er hins vegar tímafrekt og matartíminn stuttur. skrifa meira um þetta allt seinna en fyrst ég er byrjuð get ég minnst á að ég kynntist auðvitað bjarna.. og harpan ekki lítið glöð með það, sem og við öll. mússímú..

skrifa meira þegar ég er búin að hringja í bt-net (hórufyrirtæki.. afsakið orðbragðið) en ég vil benda öllum á að skipta ekki við þá. þjónustan til skammar og netið alltaf í klessu.. þá vitiði það.

bless í bili..
sólarlandamærin

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com