góð saga

|

Tuesday, February 27, 2007

ég hitti hannes hólmstein á föstudaginn. fékk hjá honum eiginhandaráritun. hann var hress.. en ég meina hver er ekki hress sem heitir hannes hólmsteinn?

|

Thursday, February 22, 2007

ég er alltaf að bíða eftir að jessica nokkur simpson komi fram á sjónarsviðið og segi "ég var bara að djóka.. haldiði virkilega að mér hafi verið alvara með þessum söng?" ég bara get ekki og ég endurtek GET EKKI hlustað á manneskjuna syngja! og hvað er málið með að taka BARA lög sem aðrir hafa gert vinsæl áður? þegar ég var að fara uppí rúm í gær þá var einmitt myndband með henni á sirkus þar sem hún söng lagið "take my breath away" og það sem ég þoli ekki við hana eru þessar stunur (spóla þrjátíu sekúndur áfram og næstu sjö sekúndur þar á eftir segja allt sem segja þarf) sem hún gefur frá sér til að gera þetta meira kynæsandi. vitiði ekki hvað ég er að meina?
beth gibbons sú stórgóða söngkona í portishead gerir þetta stundum líka en henni tekst að gera þetta flott og ekki svona gervilega eins og js. ohh ég þoli hana ekki og allar hennar krúsídúllur..

set þetta inn ykkur til skemmtunar..

stundir..

|

Tuesday, February 20, 2007

það virðist vera algengur misskilningur hjá þeim fimm ára stelpum sem ég þekki hver bjarni er (þær eru reyndar bara tvær.. svava frænka mín og guðrún birna systir bjarna). sumarið tvöþúsundogfimm var ég að vinna á múlaborg og tiltölulega nýbyrjuð með bjarna. á minni deild var strákur sem heitir óli haukur og var hann einn daginn að púsla stafapúsl. hann tók upp stafinn "ó" og spurði mig hver ætti þennan staf. "þú" sagði ég og spurði hann svo hvort hann vissi hver ætti hann líka. hann vissi það ekki og þá sagði ég að pabbi minn ætti hann líka og hvort hann vissi hvað hann héti.. þá heyrist í guðrúnu birnu sem sat við sama borð "já..bjarni!" hún er frekar feimin og er ekkert að hafa sig mikið í frammi en þarna var hún alveg viss í sinni sök og svaraði þessu stolt.
í kvöld var ég passa svövu og hennar tvö systkini og spyr þá svava mig hvort ég ætli ekki að fara að fara að heiman (hún hefur soldið verið að velta þessu fyrir sér undanfarið.. ég er greinilega alltof stór til að búa hjá mömmu) og ég sagði henni að ég færi nú ábyggilega að fara að heiman og jafnvel gifta mig. þetta fannst henni mjög merkilegt og spurði hverjum ég ætlaði að giftast. ég spurði hana hvort ég ætti ekki að giftast bjarna, hvort henni litist ekki bara vel á það. þá kom skrýtinn svipur á hana og spurði svo "en má maður giftast bróður sínum?"

góða nótt..

|

ég er ugla, sem að ruglar...


ég fór á tónleika á sunnudaginn til styrktar varmársamtökunum sem eru samtök fólks sem vill halda álfafosskvosinni eins og hún er og mótmælir harðlega áformum bæjarins að leggja stór gatnamót um þetta fallega svæði (ég hef nú ekki farið þarna sjálf en stefni á það núna.. merkilegt hvað það þarf oft eyðileggingu eða vitneskju um hana til að maður fari og kíki á fallega staði á þessu landi sbr. kárahnjúkar) alla vega.. tónleikarnir voru frábærir og stóð þar sigur rós á toppnum.. nema hvað! steindór andersen var líka mjög fyndinn og var með skemmtilega kaldhæðnar athugasemdir, eins og þær sem hann sagði stundum um litlu krakkana á mokka sem svældu hann oftar en ekki út. mjög fyndinn maður sem og sigurður félagi hans sem var með honum á sviðinu. pétur ben kom einnig fram og er hann alveg jafn sætur og forðum daga þegar ég var sem mest skotin í honum. það mun hafa verið þegar ég var fimmtán ára og hann í hljómsveitinni tristian. vá hvað mér fannst hann mikið æði! í dag er hann einn grennsti maður í evrópu og minnkar kynþokkinn til muna við það.

hér fyrir neðan má sjá myndir frá tónleikunum.











sigur rós











jónsi.. smá úr fókus











sigur rós ásamt hljómsveitinni rassgat í bala..











pétur ben











hér má sjá steindór ásamt sigurði dýralækni

spurning dagsins: var gaui litli á tónleikunum?

góðar stundir..

|

Friday, February 16, 2007

ég hef ákveðið að með tilkomu nýju myndavélarinnar verði mynd vikunnar birt hér á síðunni með reglulegu millibili.. vikulegu væntanlega. þann heiður fær í dag.. tatatatammmm....
andrea.. góðvinkona mín með meiru og með baun í bumbunni sinni. það finnst mér bara skemmtilegt og hlakka mikið til að hitta litla krílusinn og segja honum allt um ágæti örnu frænku.









annars sit ég ein heima og á að vera að gera verkefni en nenni því ekki. bjarni fór í ræktina og ætlaði ég með, þangað til að ég mundi eftir leiðindunum sem biðu mín og ég setti á frest í allan dag. fór bara á kaffihús og var þar alltof lengi og já.. þess vegna sit ég hér með sárt ennið og grennist víst ekki í dag. en á morgun!! óóójá.. á morgun gerist það í annað sinn að arnan ætlar í sparkboxið með tilheyrandi harðsperrum. ég fékk meira að segja harðsperrur í iljarnar eftir síðasta tíma! en á morgun verð ég mæld og vigtuð eins og nautgripur og hlakka ég ekki til.

og fyrst ég er nú byrjuð þá læt ég flakka með myndirnar frá kaffihúsinu í dag.





















nóg í bili..

góða nótt börn..

|

Thursday, February 15, 2007

allt sem ég vildi sagt hafa í dag kemur fram hér.

góðar stundir..

|

Wednesday, February 14, 2007

ég finn mig knúna til að skrifa hér inn smá pistil vegna þess að í gær gerðist stórmerkilegur atburður.. alla vega finnst mér það. í gær klukkan átján þrjátíu fór ég í minn fyrsta tíma innan líkamsræktarstöðvar á ævinni. og það var sko ekkert tekið létt á því heldur farið í kickbox. ef þið haldið að það sé auðvelt að skrifa þessar línur þá megiði hugsa aftur. sjaldan hef ég brennt eins miklu á jafn stuttum tíma! ég ætla að fara aftur á fimmtudaginn og draga hörpuna með.. er það ekki harpa?

parið fór í bíó í gær. sáum ilminn. hún er góð. mælum með henni.

farin aftur uppí rúm..

|

Tuesday, February 06, 2007

góða kvöldið!

ég sit hér alein um miðja nótt að skoða samninga hí við hina ýmsu skóla í evrópu. það er áhugavert. langar að skella mér í nám með bjarnanum eftir ár og kemur frakkland sterkt inn. þar get ég til dæmis farið í bókmenntafræði í montpellier, tungumál og textafræði í sorbonne sem er að sjálfsögðu í parís og svona gæti ég talið endalaust upp.. eða reyndar ekki. þetta er það eina sem er áhugavert í frakklandi og það er ekkert í boði fyrir bjarna. en þetta er nú reyndar allt bara á frumstigi og það er ekkert víst hvort af þessu verði.

að öðru.. ég heyrði sögu í dag. skondna sögu og ætla ég að deila henni með ykkur. frændi minn einn fann til í rasskinninni fyrir um það bil tíu árum eða svo og hélt að hann hefði bara fengið slæma bólu og spáði ekkert í það meir. á dögunum fór hann í röntgen og kom þá í ljós að hann er með nál í rassinum. já þið lásuð rétt, nál! hann hefur þá að öllum líkindum sest á hana og hún borast svona vel inn og þarna hefur hún bara verið í mestu makindum allan þennan tíma. nálin er þríbrotin og þarf hann að fara í uppskurð til að láta taka hana. þetta finnst mér mjög fyndin saga og ætla ég án efa að spyrja hann hvernig hann hafi það í rassinum næst þegar ég sé hann.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com