góð saga

|

Monday, November 28, 2005

aaa gærkvöldið.. það verður erfitt að toppa það á næstunni get ég sagt ykkur. tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir! sigur rós sýndi það og sannaði að þarna fara alvöru listamenn með sjálfa sig algjörlega á hreinu. þeir voru ótrúlega þéttir og virtust ekkert hafa fyrir þessu. alveg hreint magnað! jónsi sagði í lokin, eftir að þeir höfðu verið klappaðir upp, að þau hefðu verið "drullustressuð" fyrir þessa tónleika hér heima, sem segir manni að það var mikill metnaður lagður í þá og get ég lofað að enginn aðdáandi varð fyrir vonbrigðum.
já þetta var alveg yndislegt og það eina sem skyggir á gleðina sem er þessu meðfylgjandi er allur lærdómurinn sem ég á eftir. annars bara eintóm hamingja..

jæja, sjálfstætt fólk les sig ekki sjálf..

góða nótt börn..

|

Saturday, November 26, 2005

bíddu bíddu bíddu.. ég steingleymdi að kitla aðra einstaklinga..
kitlaðir hafa hér með verið: mikael (því ég veit að hann elskar svona lista), kamanda og allar laugalínurnar..

veriði stillt börn á meðan ég læri..

|

Wednesday, November 23, 2005

ég hef verið kitluð og þarf því að gera eftirfarandi lista..

sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
klára ritgerð í sálfræði sem ég á að vera að gera núna
mennta mig miklu meira
gifta mig
eignast alla vega eitt barn
ferðast mun meira en ég hef gert
gera við litlu drusluna með krabbameinið, hitann og núna.. beinbrotið
vera hamingjusöm og vonandi smá rík.. af ást auðvitað!

sjö hlutir sem ég get gert:
snert á mér nefið með tungunni
borðað allt sem ég vil án þess að fitna..yndislegt
sungið
gert óþarfa hluti eins og þennan lista þegar ég á að vera að læra
sofið og sofið og sofið
verslað föt
pirrað mig á íslenskum ökumönnum og konum

sjö hlutir sem ég get alls ekki gert:
farið í splitt
pissað standandi
snert fætur á öðru fólki
hreinsað upp ælu
sparað peninga
vaknað á morgnana og lært
skilið stærðfræði

sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
trygglyndi
húmor
heiðarleiki
að hann sé skemmtilegur
augun
rassinn
bjarni þór pétursson

sjö frægir menn sem heilla:
casey affleck
james dean
gael garcia bernal
warren beatty
mike úr desp. housewives
larry king
steven seagal

sjö orð eða setningar sem ég nota mikið:
krakkar!
ég er ógeðslega svöng
nú verð ég að fara að læra
oj
mig langar í pizzu
ég er svo þreytt
æji sofum í fimm mínútur í viðbót

sjö hlutir sem ég sé núna:
tölvan
penni
sálfræðibók
fréttablaðið frá mánudeginum
spegill
kerti
lampi


góða nótt..

|

Monday, November 21, 2005

sex dagar í yndislegheitin.

|

Saturday, November 19, 2005

oj hvað ég nenni ekki að læra! ojojoj... það er furðulegt hvað ég hef lítinn metnað fyrir þessu, jafnvel þó að ég viti að aukinn lærdómur leiði aðeins til eins.. útskriftar! en það er samt ekki að fara að gerast um jólin eins og sagt var fyrr í haust, og er það allt menntamálaráðuneytinu að kenna.. og kannski smá mér. en samt aðallega þeim!
svo að núna sit ég og borða nammi og drekk kók og bíð eftir að klukkan detti í fimm svo ég geti farið í sturtu og farið að hafa mig til fyrir boðið í kvöld. boðið fer fram í hagnaðarsetrinu og mun vera pizza á boðstólnum. ég og bjarni erum mjög ánægð með það. svo er það tapas og sigur rós eftir átta daga. yndislegt!

að öðru.. bíllinn minn hrundi á fimmtudaginn. bókstaflega! bjarni var að keyra og allt í einu fer bíllinn að rása og hann neyðist til að að sveigja til vinstri, fyrir einhvern bíl og er þá kominn niður hjá kentucky í faxafeni. fer út og þá er vinstra framdekkið komið alveg fram í brettið og ekki hægt að keyra bílinn. þá hafði spindilkúla brotnað og líklega öxullinn líka og allt er ómögulegt. vaka þurfti að koma og draga hann og heimtaði fimmþúsundogfimmhundruð krónur fyrir. hvers vegna ekki bara nýrað úr mér? ohhhh.... þannig að við erum bíllaus því ég er fátæk og get ekki gert við þetta strax og.. grenj! og svo til að toppa þetta allt þá getur hann örn ekki gert við bílinn, en ég skildi bílinn eftir fyrir utan verkstæðið hjá honum, svo ég þarf aftur að hringja í okrarana og láta þá draga bíldrusluna á annað verkstæði.

en jæja best að fara að læra svo að ég verði ekki skömmuð fyrir að hafa ekki gert neitt þegar manchester-charlton fór fram..

|

Wednesday, November 16, 2005

nú er ég orðin svo mikil kona að ég er í tveimur saumaklúbbum. jájá.. það er gott og líður mér mjög gamalli núna. verst að við saumum ekkert eða prjónum. mig langar að læra það og verða prjónasnillingur eins og eva katrín vinkona mín. ég bætti báðum klúbbunum við hér til hliðar og svo það verði einginn misskilningur, þá eru þeir númeraðir í þeirri röð sem þeir voru stofnaðir. maður gerir ekkert upp á milli hér..

|

hvað er málið með það að uppíklipptar gallabuxur eru að koma aftur í tísku? muniði ekki þegar maður átti buxur sem voru svolítið þröngar að neðan, en í staðinn fyrir að kaupa nýjar þá klippti maður upp í þær innan á. alls ekki utan á. neinei..
ég er alltaf að sjá þetta núorðið og ekki bara hinn almenna borgara. til dæmis sá ég balta í þessu núna um daginn og jóhönnu vilhjálms! ég meina kommon.. þetta er ógeðslega ljótt. ég gerði þetta við einar buxur þegar ég var svona tíu eða ellefu ára.

annað sem er að frétta er að bíllinn minn er með mikinn hita þessa dagana og almenn leiðindi. greinilega kominn með gelgju á háu stigi og mótþróa með því.. ömurlegt og ég á ekki pening til að laga einhverja skrambans heddpakkningu sem kostar marga peninga sem gætu annars farið í falleg föt eða jafnvel.. kanaríeyjaferð.

gleðilegan dag íslenskar tungu.

zzz...

|

Friday, November 11, 2005

ég elska þessa mynd. hún er svo falleg.
finnst ykkur hún ekki falleg?

|

Thursday, November 10, 2005

ég er með átta munnangur. allt í lagi.. tvö. en þau meiða mig eins og þau séu átta. svo eru þau sitthvoru megin svo ég á bágt með að tyggja. en þar sem ég ákvað að kvörtunardeildin yrði lokuð í dag, þá ætla ég ekki að kvarta meira.
það sem ég er að fara að gera eftir seytján daga er að fara á tapas barinn og svo á sigur rós í höllinni. vá hvað ég hlakka til.. ég veit ekki hvort ég hlakka meira til að fara á tapas eða tónleikana (nú verð ég hengd) en maturinn þar er alveg sjúúúklega góður. mmm.. ég ætla að fá mér nautabanann, sem ég hugsaði svo mikið um í gærkvöldi að ég gat ekki sofnað. er það eðlilegt? nei.

|

Wednesday, November 09, 2005

í nótt skilaði ég ritgerð. hún var sori. ég fæ ábyggilega þrjá fyrir hana.. en það þýðir ekki að hugsa um það, heldur hin verkefnin sem ég á framundan.
svo er það annað mál. samræmd stúdentspróf. ég má ekki útskrifast nema að ég taki þau, en samt gilda þau ekkert. ég get semsagt farið inn, skrifað nafnið mitt á prófið og fengið núll komma fimm. hver fann upp svona bull til að gera námsmönnum erfiðara fyrir? hnusshnussihnuss...

þetta var í boði kvörtunardeildarinnar og gert sérstaklega fyrir aðdáendurna, sem greinilega fá ekki nóg af mér.. ohhh...

veriði stillt börn...

|

Wednesday, November 02, 2005

Inngangur – ástæða innleggs

Ég ákvað að nýta mér tækifærið og skrifa smá hérna inn fyrir karlkyns aðdáendur síðunnar og já fyrir ykkur þenkjandi konur sem þykist hafa vit á einhvers konar menningu ,,drottnara” ykkar. Er þessi pistill auk þess skrifaður í þeirri veiku von að endurlífga þessa síðu sem legið hefur hálf rænulaus - í móki að undanförnu.
Þó er ekki því um að kenna lítilli lífslöngunnar eigandans – hún er mikil - ef frá er skilið það yndislega augnablik er ég vakti þessa elsku með snjóboltakasti í rúðu klukkan 8:00 er ég skreið heim af næturvakt síðastliðinn þriðjudagsmorgunn. Sennilega hefði ég orðið eina fórnalamb sjálfsmorðsárásar ef Örnólfur öðru nafni Arna hefði sofnað með tímasprengju innan klæða kvöldið áður – en nóg um það og yfir í uppistöðu pistilsins, menningarnóttina sem var.

Meginmál - menningarnótt

Frá miðnætti til morguns...menning, menning, menning. Þetta var falleg nótt full af lífi og fyrirtaks menningu. Ég settist niður á Reynimelnum og lét mig sökkva.
Fyrst var að detta í mók - inn í eina mynd. ,,Melinda&Melinda”. Eins og geta má var ég fyrirfram skeptískur á mynd þessa enda ógeðfellda ómennið Woody Allen einn af mínum verstu óvinum. Myndin var þó alveg prýðileg og skartaði góðum leikurum og góðum samtölum. Stærsti plúsinn var þó að sjálfur lék Woody ekki í myndinni, en segja má að hans hlutverk hafi Will Ferrell farið með og sýndi afbragðleik. Þá á ég ekki við hið týpíska hlutverk hans heldur aðeins þroskaðra, þó það sé stutt í gleðina og þroskahefta karakterinn. En allavegana mynd sem að ég mæli með að menn og konur sjái.
Eftir þessa skemmtilegu og auðmeltu mynd um tilgang lífsins ellegar vangaveltu um lífið þá var komið að meira action-i, sem sumir rauðvínssvamblandi og heimspekiþenkjandi menn myndu kalla lágmenningu af verstu gerð. Ég settist niður og horfði á Spurs vinna Denver. Þetta var svona týpískur meistarasigur. Lölluðu á eftir Denver allan leikinn en tóku þetta í fjórða leikhluta. Hvað skal segja. Skemmtilegt? ...Nei. Meistarabragur og árangursríkt? ...Já.
Duncan, Finley, Horry, Ginobili, Parker, Van Exel og allir þessir reynsluboltar og winnerar... svona Chelsea lykt af þessu. Denver voru hins vegar ágætir og vænti ég þess að mínir menn eigi eftir að eiga í stökustu vandræðum með þá aðra nótt. Var með annað augað á leik Dallas og Pheonix – tvö lið sem eru klassa jafnvel tveimur fyrir ofan Lakers. Þetta er spurning um að klóra sig í úrslitakeppnina – einhvern veginn ekki spennandi íþróttavetur framundan hjá mér – kannski að maður nýti tímann til að hreyfa sig og nærast andlega, þroskast... humm, veit það ekki.
Hluti af menningarnóttinni fólst í því að lesa áfram ,,Bob Dylan – Chronicles vol.1” og í beinu framhaldi að hefja lestur á ,,Sól í norðurmýri” píslar- og þroskasögu Megasar.
Titill bókarinnar ,,Chronicles – vol.1” gefur manni von um það að ennþá eigi maður eftir að skyggnast meira og vonandi dýpra inn í hugar- og reynsluheim þessa stórmerka skálds sem sumir telja að eigi ekki að þurfa að yfirgefa þessa fláu veröld Nóbelsverðlaunalaus. Hann flakkar um í tíma og rúmi, segir sögur – flestar frá þeim tíma sem minnst hefur verið fjallað um í hans eigin lífi. Um byrjunina, áður en hann meikar það og síðan comebackin tvö. Ég hafði heyrt margt um þessa bók og að hún væri snilldarlega skrifuð og mín von var að hann myndi gefa lesandanum meiri innsýn inn í sitt líf. En ef það hefði verið raunin væri hann hugsanlega að boða dauða sinn sem listamanns, auk þess að gefa þeim sem þegar hafa reynt að kryfja hann ástæðu til að halda lengra með nýjum upplýsingum og er einhver sem vill slíkt. Sérstaklega maður eins og Dylan sem á sér eins og starfsbróðir sinn á Íslandi (Megas), deildir í háskólum sem kryfja líf hans og verk (og það á meðan hann liggur á skurðborðinu og horfir á og hlustar). Bókin er samt vel skrifuð. Blanda af því sem hefur haft áhrif á hans líf. Reynsla af mönnum, fallegir staðir, ógleymanleg augnablik auk fjöldann allan af listamönnum og lögum sem hafa haft áhrif á hann – þó með þeim hætti að hann lokar á sjálfan sig og hleypir lesandanum ekki nær. Vonandi að maður fái að lesa meira og svo auðvitað horfir maður á ,,No direction Home” sem lofar góðu.
Píslarsaga ungs drengs úr Austurbæ sem við þekkjum betur nú sem Meistara Megas lofar einnig góðu. Hún á það líkt með ,,Chronicles” að segja ekki alla söguna, og í þokkabót út frá hans sjónarhorni á heiminum – sem reyndar er athyglisvert eins og oft kemur fram í verkum hans (jafnvel afar tvírætt og á stundum með dassi af pólitískri ranghugsun ef svo má segja). Þetta er spennandi og lofar góðu þó að allir aðalleikendur á sögusviðinu beri ekki sín réttu nöfn, sem er til þess gert að særa engan. Þórunn Valdimarsdóttir einn aðal kryfjandi Megsar í Háskóla Íslands og vinur er stíluð fyrir þessari óvísindalegu bók um brot úr æsku Meistarans, þó að stílbragðið allt sé hans. Bókin lýsir eins og gefið hefur verið í skyn uppvaxtarárum einstaklings á þessum mikla gróskutíma í lífi borgarinnar en einnig þennan tíma óttans í samfélagi þjóða, kaldastríðstímann – sem er mjög skemmtilegt þar sem B.A.- ritgerðin mín er óbeint um þennan tíma. Tvær bækur sem ég mæli hiklaust með að allir lesi... menning, menning, menning - frá miðnætti til morguns.

Niðurlag – úr þátíð í nútíð með skáldaleyfi

Líf mitt hélt svo áfram hér á næturvakt, löngu eftir að slökkt hafði verið á lampa dagsins og á meðan aðrir lágu í móki í allt öðrum heimi... þvílík menningaráhrif sem þessi nótt hefur haft á pistilinn! Skyndibita tugði og extra hélt áfram að rita texta sem ég hef verið að vinna að og þið munuð lesa seinna í heildarsafni mínu... humm?
Í takt við háfleygar setningar bókanna, skáldrembing og endurorðablöndun mína sem var steingeld þessa nóttina hélt leikur Dallas og Pheonix áfram að lalla þarna á milli.
Allt þetta áreiti ólíkra miðla + eigin hugsanir og skáldrembingur gerðu það að verkum að klukkan 5:30 var ég sennilega sá í húsinu sem næst komst því að stíga yfir strikið. Til að kúpla mig niður ákvað ég að reyna Frankenstein aðferðina – þ.e. að reyna að vekja menn upp frá dauðum með sms-i... slíkt gekk ekki þar sem ég var hvorki í netsambandi né átti inneign. Í staðinn ákvað ég að skrifa um þessa fallegu nótt sem nú hefur gengið sinn veg.
Það er allt kyrrt og hljótt hér í vesturbænum og sennilega ég og ljósastaurarnir þeir einu sem lifa... kannski er tunglið líka á sínum stað og karlsvagninn... nei , nei ég er truflaður hér af stoðsendingu frá Nash (Robert Pires look alike) sem kemst sennilega næst því að vera John Stockton – hann ætti kannski að fara í Spurs sem er hægt og bítandi að breytast í Utah og tvíframlengt þvílík spenna.
Jæja ég ætla að halda áfram að lesa Sól í Norðurmýri og hlusta á Dylan en vona að þið hin sýnið gildi ykkar sem þarfir þjóðfélagsþegnar á meðan ég ligg vestur í bæ sofandi um miðjan dag.
.........................................................................................................................................
,,I´ll let you be in my dreams if I can be in yours” - ,,Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig”

Þetta var karlmannlegt innlegg á kvenlæga síðu í byrjun nóvembermánaðar árið 2005
Kveð í blind-bili, Helvítis Stiftamtmaðurinn!!!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com