góð saga

|

Tuesday, August 29, 2006

ég er lasin og er búin að vera inni síðan seint á föstudagskvöld og er búið að leiðast þófið mjög. ég var veik á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku en ákvað að fara í vinnuna á föstudaginn því ég var að fara út að borða um kvöldið með nokkrum stelpum úr vinnunni. það fór ekki betur en svo að ég varð enn veikari og var komin með hálsbólgu og hita þegar ég vaknaði á laugardaginn. mjög leiðinlegt get ég sagt ykkur. ég er enn heima en er öll að hressast.
svo verð ég nú að segja ykkur hvað ég á yndislegan kærasta. í gær hringdi dyrabjallan og þá stendur þar maður fyrir utan með kassa. hafði þá ekki bjarni, þessi elska sem hann er, farið og keypt bókahillu. við erum búin að vera á leiðinni að kaupa eina slíka frekar lengi og ekki veitir nú af þar sem við erum bæði að fara í nám. þetta er ekkert smá flott hilla og er ég mjög ánægð.
næst á dagskrá er að færa sjónvarpið yfir á sjónvarpsskáp sem mamma var að gefa okkur og henda ljótu kommóðunni sem hefur geymt það hingað til. þegar þetta allt er búið þá mun ég bjóða öllum sem vilja í ókeypis sýningarferð um kjallarann á lynghaganum.
núna ætla ég hins vegar að leggjast upp í sófa og horfa á fried green tomatoes á meðan bjarni fer í heimsklassann og púlar.

góðar stundir..

|

Wednesday, August 23, 2006


svona var maður nú einu sinni sætur..

|

Friday, August 18, 2006

það er alveg með ólíkindum hvað horatio caine er ömurlegur og illa skrifaður karakter..

|

Thursday, August 03, 2006

ég verð nú að setja inn eins og eina færslu áður en ég fer í frí, en það gerist á morgun. er ég spennt? já. mjög svo. ætla í ferðalag með maju og karól um landið. planið er að sjá mývatn, dettifoss, gista í atlavík og kíkja á hengifoss sem er hinu megin, fara á kárahnjúka, höfn í hornafirði og fara þar á hestbak, jökulsárlón og fleira ef við komum því við. lagt verður af stað á laugardaginn og er planið að vera komnar heim á miðvikudaginn. ég hlakka mjög mikið til því síðast þegar ég fór hringinn þá var faðir minn með í för, sem segir ykkur flestum að það er ansi langt síðan það var.
svo er ég bara á fullu að reyna að finna eitthvað gott tilboð fyrir mig og bjarna til útlanda. það gengur vægast sagt illa og er ég orðin svartsýn á að fá almennilegan lit á kroppinn þetta árið sem og magavöðva en magaæfingarnar hafa legið niðri um tíma. bókstaflega!

góða helgi vinir mínir! fariði varlega og gangið hægt um gleðinnar dyr. ég mun ganga hægt vegna þess að áfengi mun ekki fara inn fyrir mínar varir núna og næstu níu mánuði.
nei bara smá grín!
haha þarna náði ég ykkur.. mjehehe.. ókei það er kominn svefngalsi í mig og tel ég nú tímana þangað til að ég kemst heim en akkúrat núna eru þeir tveir.

góðar stundir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com