góð saga

|

Tuesday, May 27, 2008

góðan daginn hér..

þá er maður kominn heim eftir vinnudaginn sem leið hratt. ójá! svona er þetta þegar maður vinnur með endalaust skemmtilegu fólki og borðar á sig gat allan daginn. þá líður tíminn hraðar en venjulega.. ég bakaði einmitt köku í dag sem fór vel í fólkið. setningar á borð við "bjarni kann þetta" (að velja kvenmann ef það fór eitthvað á milli mála) og "arna þú ert svaka bakari" flugu yfir borðið og mín roðnaði. gerði líka súpu í hádeginu sem smakkaðist með prýðum.. takk fyrir takk fyrir!

en að öðru.. partýið um helgina heppnaðist prýðilega og held ég að allir hafi skemmt sér vel. síðustu gestirnir fóru að verða hálf fjögur sem gerði þetta að tíu tíma gleði og parið var sátt.
látum svo myndirnar tala sínu máli..

...hmm.. var að fara yfir myndirnar og þær eru svo margar að ég nenni ómögulega að setja þær inn núna. geri það í kvöld..

|

Friday, May 23, 2008

jæja.. ísland komst áfram og mín er sátt!
mæting á morgun klukkan hálf sex í grillið og þar sem þetta er kolagrill (íhaldssemin ríkir hér á bæ) þá er eins gott að mæta tímanlega svo kolin verði ekki dauð..
hlakka til að sjá ykkur öll!

|

Tuesday, May 20, 2008


það styttist í partýið góða.. í millitíðinni hefur parið tekið að sér að passa hamstur. já, aldrei hefði ég trúað að þessi dagur kæmi. nagdýr inn á mitt heimili! sá litli er víst voða ljúfur og ber hið góða nafn kalli. hann er í eigu systkinanna guðrúnar birnu og guðlaugs rúnars sem deila kenninafni með húsbóndanum á l45..
en að því slepptu þá ég er orðin verulega spennt fyrir evrópukeppninni og krossa nú putta yfir að ísland komist áfram. það er einhver stemning í kringum þetta allt.. ég er alla vega orðin spennt að fá mér bjór. já það er kannski betra að benda þeim á sem vilja drekka eitthvað annað en bjór að mæta með það með sér. ég hafði ekki hugsað mér að kaupa meira en ég á, en það eru eitthvað um 17 bjórar.
kveðja frá parinu á hæðinni.. og kalla.

|

Wednesday, May 07, 2008

parið hefur ákveðið að bjóða heim 24. maí í tilefni eurovision. ég var jafnvel að velta fyrir mér að kveikja upp í grillinu fyrir þá sem vilja koma með kjöt og var að hugsa um að bjóða þá upp á kartöflusalat, sveppi og kaldar sósur. hljómar þetta ekki ágætlega? svo eigum við eitthvað af bjór sem verður settur í kælinn fyrir ölþyrsta. þið sem viljið mæta endilega leggiði orð í belg..

|

Tuesday, May 06, 2008

eurovisonpartý á l45 24. maí.. takið kvöldið frá!
meira seinna..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com