góð saga

|

Friday, November 28, 2008

skoðið þessa mynd. það á að stara á hana í um það bil hálfa mínútu og horfa svo á hvítan vegg.
hvað sjáið þið lesendur góðir?

|

Thursday, November 27, 2008

þetta hefur bara varla gerst síðan ég var í grunnskóla.. og það er langur tími! ég man ennþá eftir að þegar það var vont veður þá voru lesnar upp tilkynningar í útvarpinu um hvaða skólar féllu niður þann daginn. alltaf vonaði ég að lesinn yrði upp laugarnesskóli.. það gerðist aldrei, en ég fæ alla vega prik fyrir bjartsýni á yngri árum.

|

Sunday, November 23, 2008

brúðkaupið og veislan í gær voru alveg æðisleg! ég setti inn nokkrar myndir á fésbókina og læt tengilinn fylgja með. þetta eru ekkert rosalega margar myndir, en ég fæ fleiri sendar fljótlega.
svo tók ég upp myndband sem sýnir stemminguna í athöfninni, en paparnir komu og spiluðu.

þetta var alveg frábær dagur og brúðhjónin rosa ánægð!

|

Friday, November 21, 2008

hildur er of dugleg að setja inn færslur. eftir þessa skulda ég samt eina í viðbót.. *dæs*

það er komin nett spenna í mig fyrir morgundeginum og smá stress. það sem hefur einnig gert vart við sig er lítil frunsudrusla á neðri vör. stressfrunsa! hata þær. koma alltaf þegar mikið liggur við. ég þarf bara að reyna að anda meira ofan í maga. alveg ofan í maga og þá fer stressið.
úff mér er hálf óglatt.. borðaði of mikið í hádeginu held ég.

ég átti síðan alltaf eftir að segja ykkur frá tölvupóstsamskiptum mínum við konu nokkra í borgarráði. það er þorbjörg helga vigfúsdóttir og er hún ágæt kona. ég hafði nefnilega oft pirrað mig á lélegum merkingum á skothúsvegi (fyrir framan gamla kolaportið) þar sem veginum hafði verið breytt og gamlar merkingar haldið sér. þá var maður kannski að fara út á granda, á vinstri akrein og þegar kom að þessum ljósum þá var maður allt í einu kominn á beygjuakrein því það er góða regla að fylgja línunum á götunni. alla vega.. ég sendi henni póst vegna þessa og svaraði hún mér nokkrum dögum seinna og sagðist hafa sent þetta á viðeigandi aðila. nokkrum dögum eftir það kom annar póstur frá henni sem sýndi ferlið sem bréfið mitt hafði farið í og hafði það þá farið til að minnsta kosti þriggja annarra aðila. þá sagði hún mér að það ætti að fara í vettvangsferð og skoða þetta, sem greinilega var gert því tveimur vikum seinna voru merkingar í fínu lagi.
ég skora því á ykkur að senda tölvupóst ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri. til dæmis væri ekki vitlaust ef við tækjum okkur nokkur saman og mótmæltum ljósunum sem eru komin við holtagarða. fáránlegt fyrirbæri.

fleira var það ekki. góða helgi litlu börn og næst þegar ég mæti hér verður móðir mín ekki lengur syndari. því jú þið vitið að lifa í synd er ekki leiðin inn í himnaríki. þar er víst svo gott að vera. hjá guði.. guð er svo góður. aha.. einmitt! ég er ekki vön að setja neitt svona inn vegna þess að þetta er ádeilumál og sýnist sitt hverjum, en ég er bara reið og pirruð vegna myndbanda sem ég hef verið að horfa á undanfarið og eru ekki falleg. mörg algjör viðbjóður bara! vil vara við að þetta eru ekkert mjög fallegar myndir.. en sýna hvernig sorglegur raunveruleikinn er oft.

góðar stundir..

|

Tuesday, November 18, 2008

þetta er svolítið skemmtilegt fyrirkomulag.. að setja alltaf inn færslu þegar hildur hefur gert það. núna hefur hún sett inn myndband þar sem ný dönsk syngur nostradamus og hvernig tískan þá er svipuð og núna. ég verð nú að segja að mér fannst þessi föt í myndbandinu mjög töff og langar sérstaklega mikið í þrönga glimmergallann.

á laugardaginn ætlar móðir mín loksins að bindast honum magnúsi elífðarböndum. það finnst mér rómantískt.. að eftir næstum tíu ára aðskilnað, þar sem þau hittust ekkert, ætla þau að gifta sig. ég er ánægð með þetta og hlakka mikið til. ég á að lesa upp texta úr biblíunni í athöfninni.. eða ég held að hann sé úr bilbíunni. hann er um kærleikann. fínn texti og fínn boðskapur á þessum tímum sem nú ganga yfir.

núna ætla ég að fara og fá mér væmið kaffi með sýrópi.

góðar stundir..

|

Friday, November 14, 2008

ég lofaði víst á síðunni hennar hildar, aka girk no. 2, að setja alltaf inn færslu þegar hún hafði gert slíkt hið sama. núna hefur hún sett inn tvær á síðastliðnum dögum og ég má því ekki vera minni vefdagbókarhaldari en það.
í fréttum er það helst að auður vinkona mín eignaðist lítinn dreng á föstudaginn var og er hann algjör ponsi. 10 merkur og 48 sentimetrar og með þeim sætari á svæðinu. ég fór aðeins til þeirra mæðgina í gær og sá litli var jafnvel enn minni en mig minnti, en alveg jafn mikið krútt. krútt krútt...

fyrir utan þetta þá gengur lífið sinn vanagang og hef ég allan hug á að setja upp seríur um helgina. alveg kominn tími á það þegar mesta myrkrið er að skella á. í kvöld er það bond og nammi.

góða helgi vinir mínir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com