góð saga

|

Thursday, February 10, 2011

ég fór í bónus áðan, sem er svosem ekki í frásögur færandi, nema að þegar ég var að teygja mig upp í eina hilluna þá rann fóturinn alltaf aðeins til. "bölvaða bleyta" hugsaði ég og leit niður og sá að þetta var æla! frááááábært.. og ég í semi-nýjum leðurskóm. sá þá konugrey við kassann og barnið hennar, hún, veskið hennar og bara allt saman allt útbíað í ælu. skemmtileg byrjun á helginni..

ætla að þjóta inn í eldhús til feðganna, en þar er sá yngri að þróa með sér skema með því að henda dóti í gólfið og pabbi sækir og réttir. henda-sækja-henda-sækja.. mikið stuð.

góðar stundir..

|

Saturday, February 05, 2011

ég er orðin alvöru húsmóðir. er það ekki fínt svona þegar barnið er orðið sjö mánaða? það finnst mér.. bakaði skinkuhorn í gær OG í dag. takk fyrir takk. þau voru mjög góð, þó ég segi sjálf frá. annars er ég búin að vera í stofufangelsi í tvo daga núna. snjórinn hamlar mér mikið og einnig það að barnið er mikið kvefað og fór ég með hann til læknis í gær og labbaði út með lyfseðil fyrir tveimur tegundum af pústi sem hann fær tvisvar á dag. hóstinn var nefnilega orðinn ansi ljótur og var hann kominn með asmaöndun. ekki gott en fer vonandi batnandi núna.. hlakka til eftir eitt ár þegar ég get farið með hann út að leika í svona veðri. gera snjóhús og svona.. það verður fjör.

ég var síðan að lesa gömul blogg frá því í byrjun árs 2005 núna áðan. þá djammaði ég hverja einustu helgi. hvernig gat ég það? fyrir tveimur vikum djammaði ég með fram-foreldrum og ég var næstum því dauð daginn eftir og vel fram á kvöld. meira hvað maður er að verða gamall..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com