góð saga

|

Tuesday, March 30, 2004

hjarta mitt hoppar og hamast og er vafið inn í fíkjublöð..
ég er ástfangin

|

Monday, March 29, 2004

snilld snilld snilld snilld...
þetta er eina orðið sem mér dettur í hug til að reyna að lýsa árshátíðinni. það var svo gaman.. vá hvað það var gaman!! ég dansaði gjörsamlega af mér skóna. enda voru fæturnir bólgnir þegar ég vaknaði í gærmorgun. var að frá 17:00-6:30. geri aðrir betur! það gerðist samt ekkert merkilegt, alla vega ekkert sem ég set á netið sko.. múhaha...

svo eru tónleikarnir á laugardaginn og ég var að komast að því að það er eitt lag sem ég bara kann ekki, og svo áðan var ég að spyrja hvort við hefðum eitthvað æft það að ráði og allir eitthvað "já, kanntu það ekki?" og ég alveg eins og auli. en það reddast. æfi mig bara vel á föstudagskvöldið.

stundir..

ps. ef einhver vill fá fréttir frá laugardagskvöldinu þá er ég með síma.. múhaha..

|

Friday, March 26, 2004

ég er bara búin að fara þrisvar í sund og það er komin lína á magann. ekki stór en ef ég rýni vel þá sé ég hana. það finnst mér gaman því á morgun er árshátið og ég verð að vera sæt. vá hvað ég hlakka til..
gleði gleði gleði...

ps. tónleikar hamrahlíðarkórsins 3. apríl í listasafni íslands klukkan 17-19. ég hvet ykkur til að mæta og sýna okkur stuðning í formi klapps eftir tónleikana. þeir eru ekki í kirkju svo nú má klappa. jeij....
er farin að horfa á war of the roses, sem er bæ ðe vei mjög góð mynd. sýnir manni nákvæmlega hvernig hjónaband maður vill ekki.
stundir...

|

Thursday, March 25, 2004

mér finnst þetta mjög flott síða...

|

Monday, March 22, 2004

plaggat, -s, plaggöt H tilkynning, auglýsing, fest upp á staur, vegg.

bara til að útiloka allan misskilning.

|

Sunday, March 21, 2004

WHEE!! I'M A TRUE OC FAN!
woweee!! you're a true hardcore fan of the OC! drop
me a line sometime or


`+how well do you know the OC tv show?+`
brought to you by Quizilla


ohh hvað ég elska the oc!!!

|

það er ótrúlega fyndið þegar maður dettur inná bloggsíður hjá einhverri manneskju sem maður þekkir ekki neitt og bara les og les án þess að vita nokkuð í rauninni hvað maður er að lesa um.

|

jahá þar hafiði það...

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationStripper
Yearly income$565,940
Hours per week you work32
EducationOver 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!


|

í gær keyrði ég næstum á gamlan mann á hjóli. hann féll eitthvað svo inní umhverfið á eldgamla, ryðgaða hjólinu sínu að ég sá hann varla. ég fór næstum að gráta, mér brá svo. hann var með banana á bögglaberanum og ég varð enn sorgmæddari. kannski á hann ekki pening fyrir mat og þessi banani var kvöldmaturinn. en hryllilegt að hugsa til þess að sú er staðreyndin hjá mörgum.
velferðarþjóðfélag.. nei, ég held ekki.

|

Saturday, March 20, 2004

hér er kominn nýr linkur en það er hún guðrún anna sem er á leiðinni til þýskalands. þaðan ætlar hún að segja okkur frá öllu því skemmtilega sem hún tekur sér fyrir hendur..
já og ekki má gleyma sætu gæjunum með sítt að aftan og hormottu!

|

í morgun var ég vakin klukkan korter yfir tíu. það var andrea að hringja og spyrja hvort ég ætlaði ekki að koma á íslandsmeistarmótið í hópfimleikum, þar sem hennar hópur var í úrslitum. "jú" sagði ég mjög þreytt. sjitt hvað ég var þreytt. en það var eiginlega bara gott að hún vakti mig, því mig var akkúrat að dreyma að mamma var að segja mér að stella, uppáhaldsfrænka mín með meiru, væri dáin úr heilahimnubólgu. svo draumurinn var að fara að breytast í martröð.

þær unnu líka mótið svo allt fór vel að lokum.

|

Thursday, March 18, 2004

núna sit ég fyrir framan kaldan tölvuskjá og rembist við að reyna að láta mér ekki leiðast. það er stundum erfitt. sérstaklega þegar maður villl bara sofa en er haldinn óstjórnlegri löngun til að vaka og horfa á the oc, en ryan bjargar mér alveg í karlmannsleysinu. á tímum sem þessum þakka ég æðri máttarvöldum fyrir menn einsog aaron spelling, sem framleiða þætti með fallegu fólki og þunnum, fyrirsjáanlegum söguþræði. ohh elskiði það ekki? ég líka..

ég var að horfa á bachelor áðan. þær eru nú meiri dramadrottningarnar þessar kellingar. *hrmf*.... efast um að ég fylgist mikið með þessari seríu. ég veit líka hver vinnur. og svo er bobby kallinn algjör drusla. hann kyssti þrjár í þessum þætti í dag og líka síðast. persónulega myndi ég ekki vilja deila manninum, sem ég væri að reyna að heilla, með níu öðrum konum, eða hvað þá heldur kyssa hann þegar hann er enn með slefið af síðustu í munnvikunum!!
nei takk.

þá vil ég frekar ryan og kynlíf í kollinum...

|

Wednesday, March 17, 2004

í gær var ég í líffræði. mér finnst yfirleitt gaman í líffræði en ekki í gær. umræðan: veirur og gerlar. ég komst að því að í flestum unnum mat (og þá sérstaklega kjöti) eru svokallaðir coli gerlar. lýsingin á þeim var ógeðsleg. ég er semsagt orðin grænmetisæta. þessi kvikindi eru víst alls staðar. ég sver það eftir tímann þá var ég mjög meðvituð um allt sem ég snerti. kom í vinnuna og þorði varla að snerta neitt af hættu við að fá njálg eða eitthvað álíka ógeðslegt.

í gærkvöldi þegar ég var komin uppí rúm þá kveikti ég á sjónvarpinu og þá var myndband með norska gæjanum sem vann idol og var hann að syngja lagið "she´s so high above me" með fastball. það var alveg flott hjá honum en af hverju semur hann ekki sína eigin texta? mér finnst það frekar hallærislegt sko, að byrja ferilinn eftir sigurinn á coveri frá annari hljómsveit. svo var myndbandið eiginlega alveg eins og hjá clay aiken, það er hann er einhvers staðar úti og fullt af aðdáendum koma og hann er ýkt frægur. en þetta er bara mín skoðun..

jæja er farin að læra. hey já, eitt að lokum. frekar fyndið fannst mér. reyni samt að taka þessu ekkert persónulega..

stundir..

|

Monday, March 15, 2004

oh it´s such a perfect day...

já ég held að lou reed hafi sagt það best um daga eins og þennan. ekkert gæti mögulega skyggt á gleði mína núna..
er farin að syngja ásamt fögrum meyjum og ungum drengjum.

|

Sunday, March 14, 2004

ohhh hafiði séð veðrið úti? mmm.. ég elska svona veður. á svona dögum eru allir hamingjusamir og enginn hefur nokkra ástæðu til að vera pirraður. þetta er dagur til að vera ástfanginn..

ég fór á dillon í gær. ég sem var með stór orð um daginn að taka mér djammpásu tvær helgar. en ég fékk mér bara einn bjór. telst varla með.. erþaðnokkuð?? fór svo snemma heim, en stoppaði fyrst á devitos með andreu og kára og svo keyrðu þau mig heim.

hvað finnst ykkur um þetta mál með leoncie og jón ólafs? er ekki bara kominn tími til að kerlingin fari eitthvað annað og segi svona heimskulega hluti í beinni útsendingu? ég er frekar hneyksluð á stöð tvö að hleypa henni í stúdíó. en það er bara mín skoðun. þið megið alveg vera ósammála.
svo var ég að lesa svo skemmtilega bakþanka aftan á fréttablaðinu í gær um stærra typpi. mæli með því að þið kíkjið á það.
ekki fleira í bili.
stundir..

|

Thursday, March 11, 2004

í fyrradag sprakk skjárinn á símanum mínum.
í gær keypti ég nýjan síma.
í dag fór ég í ljós..

..og er ekkert smá brunnin. magi, læri, rass, kálfar, bringa.. nefndu það, ég er sviðin stelpa.
var að horfa á sex and the city. alltaf þegar ég horfi á það þá fæ ég einhvers konar útþrá. mig langar svo að búa í new york og vera rithöfundur og eiga vinkonur sem nenna alltaf á kaffihús og út að borða í hádeginu á laugardögum. en það er samt bara mín draumaveröld, sem á líklegast ekki eftir að rætast.
ég vona samt að þetta með rithöfundinn og að búa í útlöndum eigi eftir að rætast. ég væri til í að vera free lance penni hjá einhverju fínu blaði og skrifa í mínum tíma. eiga ekki bíl og skulda ekki neitt. ekki einu sinni vísa.
á þriggja ára planinu mínu er:
..verða stúdent
..sækja um lhí næsta vor
..manna mig uppí út þetta ár að sækja um lhí
..hefja nám í félags- og kynjafræði (ef lhí gengur ekki upp)
..búa í parís eða new york
..gefa út að minnsta kosti eina ljóðabók (þó svo að það verði ég sem gef hana út og aðeins 10 eintök)
..vera þakklát fyrir að ég er heilbrigð og á allt lífið framundan
..eignast barn

..vera hamingjusöm á hverjum degi því muniði...
hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður..



|

Wednesday, March 10, 2004

ég er búin að gera ííííítrekaðar tilraunir til að breyta templeitinu mínu, en það bara ætlar ekki að ganga.
ef einhver kann á svona dót (eða þekkir einhvern sem kann), endilega hafa samband, því ég fann svo geggjað templeit sem mig langar svo að setja inn.
hjálp!!

|

Tuesday, March 09, 2004

það er ótrúlega súrrealískt að keyra laugaveginn klukkan hálf tíu á þriðjudagsmorgni..

|

Monday, March 08, 2004

hey vill einhver sækja með mér um vinnu hjá hinu húsinu í sumar? ég ætla að sækja um götuleikhúsið ef ég fæ ekki vinnuna í reykjadal. einhver sem vill?

|

í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna!
ég gerði ekkert í tilefni dagsins nema að syngja um einsetumanninn og fuglinn. já það var fallegur söngur og gaman að syngja. svo skipti þorgerður okkur upp í þrjá, tíu manna kóra sem fóru upp að sviðinu og söng hver kór einsetumanninn einu sinni, og hinir hlustuðu. það var ekki eins gaman, en samt allt í lagi. svo kom halldóra, sem er í kórnum, til mín og sagði mér að ég hefði verið svo jákvæð gagnvart þessu. ég spurði hvað hún ætti við og þá sagði hún að ég hefði verið sú eina af mínum kór sem virtist vera glöð. hinir voru bara eitthvað oní nótunum og voða alvarlegir. þá leið mér asnalega.

|

Saturday, March 06, 2004

ég tók kærleiksbjarnaprófið eins og dröfn gerði.
ég er samkynhneigður björn. ég vildi vera níhílista björninn.

|

það er verið að reyna að draga mig á djamm. ég nenni varla. samt er lofað leigubíl fyrir mig fram og til baka og bjór á kostnað draganda. æji... ég er svo engan veginn í gír. langar að djamma á morgun.
þetta er samt soldið freistandi...

|

Thursday, March 04, 2004

áðan hringdi konan frá reykjadal í mig og boðaði mig í viðtal á morgun. ég er að deyja úr spennu. hún hlýtur að hafa heyrt mig bölsótast í gær, en þá var ég einmitt mjög pirruð út í yfirmann minn á leikskóla einum hér í bæ. vonandi vonandi vonandi ræður hún mig!!!!
er einhver með skotheld atvinnuviðtalsráð?

ég held að ég sé með margar meinlokur. ein af þeim er að gera alltaf stafi í vitlausri röð á lyklaborðinu. til dæmis þegar ég ætla að gera eldri þá geri ég ledri. og svo geri ég alltaf kommuna áður en ég geri orðið, til dæmis ´lanað þegar ég ætla að gera lánað.

mig langar í ´sukkulaði. <----sjáiði bara? gott dæmi.


|

#$%& þetta heita víst árdagar, ekki lagningadagar.
ég er með meinloku.

|

Wednesday, March 03, 2004

ég er í fríi á morgun ligga ligga lái!!!

það eru sko nebblega lagningadagar í skólanum svo ég þarf ekkert að mæta á föstudaginn og svo fiffaði ég það þannig að ég er líka í fríi á morgun.
mühahahaha.... meeeen hvað ég ætla að njóta þess.

góða skemmtun litlu sálir að glósa...

|

núna er mælirinn fullur!!!

ef ég fæ ekki vinnuna í reykjadal í sumar, eða bara einhverja aðra, þá klikkast ég!!!!!!!!
helvítis vanþakklæti alltaf í þessum helvítis yfirmönnum alltaf hreint.
fokking andskotans fokking fokk!!!!

*ÖSKR*

|

Tuesday, March 02, 2004

á morgun...

gerist það..
úje ég er að fara á hestbak. ég geeeeet ekki beðið. er búin að hafa allt til og núna er bara að bíða. ég kannski sef smá þangað til, en ekki lengi. híhí húhú.. (þetta var svona lamaze öndun til að slaka á)
systa var einmitt að benda mér á áðan að ég myndi fá harðsperrur á milli fótanna eftir hestbakið..
ég sagði henni að það væri ágætt því ekki fæ ég þær af neinu öðru!!

f.y.i. það eru bara stelpur skráðar í útreiðina.

stundir..

|

Monday, March 01, 2004

ég er hætt að blogga. enginn tilgangur þegar enginn les hvort eð er. alla vega eru þeir sem lesa ekkert að kommenta eða neitt svo ég tek því bara þannig að enginn lesi.
bless. er farin í fýlu!!

|

ég leigði ace ventura á föstudaginn. djöfull er hún ógeðslega fyndin. jim carrey er snillingur. hann á örugglega til svona áttahundruð mismunandi svipbrigði. hlæ hlæ hlæ... ég ætla að gefa ykkur dæmi um snilldar atriði áður en ég rýk að horfa á america´s next top model

lois(sem er lögreglustjórakona sem hatar ace): how would you like me to make your life a living hell?
ace: well, I´m sorry lois but I´m not ready for a relationship right now...


og svo gerir hann einhvern ógeðslega fyndinn svip. ég hló og hló.

bless

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com