góð saga

|

Sunday, December 28, 2008

gleðilega hátíð kæru vinir!


vonandi eruð þið búin að hafa það jafn gott og ég. þetta er búið að vera yndislegt.. búin að hitta skemmtilegt fólk, gefa gjafir og borða góðan mat. einmitt núna er ég að borða geggjaða köku frá því í gær sem eva dögg gerði. ohh hún er unaður.. getið séð myndir af henni á fésbók og sagt í kommenti hvað þið öfundið mig af því að vera að borða hana.
við hittumst svo nokkrar stelpur hjá mér í gær í árlegum jólahitting og var það voða huggulegt. ég eldaði indverskan kjúkling og svo var gerður mojito. voða gott allt saman jájá..
áramótin framundan ásamt matarboði þar sem á að gera tilraun með andaleggi. vona að það heppnist.. annars er það bara eldsmiðjan!
kakan kallar.. kveð í bili..

|

Monday, December 15, 2008

ég horfði á mann einn í beinni í gær (reyndar var það ekki í beinni.. það var endurtekning frá föstudeginum) og ég er ekki frá því að ég sé nokkrum sellum fátækari. gestur þáttarins lét mig fá kjánahroll sem ég er ekki enn búin að hrista af mér og svo komst ég að því að rúnar júlíusson var "jarðsyngdur" á föstudaginn. einmitt..
hvað er í gangi? er ekki lágmarkskrafa á fjölmiðlafólk að það kunni að tala? eða skrifa? ég er að spá í að tileinka einni viku eftir prófin vitlausu máli fjölmiðlafólks og benda ykkur á fáránlegheitin. ég þoli ekki að lesa fréttir sem eru málfræðilega vitlausar. get alveg litið framhjá einni og einni innsláttarvillu, en stundum er það augljóst að manneskjan bara kann ekki íslensku. pirr pirr..

þá vitiði það. ég er farin að læra. bless..

|

Monday, December 01, 2008

jæja.. eftir þessa færslu er ég hætt þessu "hildurbloggarþábloggaég" dóti.. hún er alltof dugleg að skrifa og ég hef ekki undan. eftir þessa færslu myndi ég samt skulda fimm færslur. fimm! hafiði heyrt það bilaðra? nei einmitt..

það er nú meira hvað extreme makeover cry edition er dramatískt. og ég sit og grenja yfir þessu öllu.. það er ellimerki. ég stríddi mömmu alltaf þvílíkt þegar hún grét yfir auglýsingum liggur við.. og nú er ég ekkert betri! verð að hætta að horfa á þennan þátt..

ég hef engan tíma fyrir þetta. þarf að gera verkefni og svo annað verkefni og ritgerð og þá fyrst get ég farið að lesa undir próf sem byrja eftir átta daga. stress.is

bless..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com