góð saga

|

Thursday, December 20, 2007

jæja.. þá eru það flutningar á morgun og er ég vægast sagt mjög spennt! stefnan er að allt verði komið upp á laugarásveg annað kvöld og þá er bara að raða.. gaman gaman!
svo erum við að spá í að hafa innflutningsjólaglögg á laugardaginn og hita upp nýju íbúðina. sendum sms um það á morgun.

eintóm gleði og hamingja..

|

Sunday, December 16, 2007

ég er með stærsta munnangur sögunnar akkúrat núna! ég get varla tuggið nokkurn skapaðan hlut og þarf að tannbursta mig mjöööög varlega því annars ríf ég allt upp sem jaðrar við að vera að gróa. það er búið að vera í meira en viku núna og er ég í sannleika sagt að drepast!! ef þið sjáið konu labbandi (vá ég kallaði sjálfa mig konu án þess að fatta það) .. byrjum aftur.
ef þið sjáið stelpu labba úti á götu með gíg í stað neðri varar þá getiði sagt "já þetta er hún arna. ég þekkti hana áður en hún fékk munnangrið þarna um árið. sorglegt.."
og ég er sko búin að taka mynd af munnangrinu ef einhver er í vafa um að það sé með þeim stærri..

jæja.. ég geri mér vel grein fyrir því að þessi og síðasta færsla eru ekki skemmtilegar en ég bara kemst ekki í jólaskap fyrr en prófin eru búin, en það gerist eftir tólf og hálfan tíma. þess vegna ætla ég að halda áfram að lesa núna og fara svo að sofa svo ég geti klárað önnina með stæl í fyrramálið.

góðar stundir..

|

Thursday, December 13, 2007

ohh ég er með ógeðslegasta, íslenska jólalag sögunnar á heilanum.. textinn er eitthvað á þessa leið "fyrstu jólin sem við eigum saman ég og þú.. loksins saman við tvö og veeerðum bráááðum orðin þrjú"
og það er með greifunum í þokkabót! viðbjóður..
annað sem ég þoli ekki, fyrst ég er nú byrjuð að kvarta svona í anda jólanna, eru þessar nýtísku útgáfur af gömlum og góðum jólalögum. má þar nefna til dæmis christinu aguilera þar sem hún syngur have yourself a merry little christmas með endalausum stunum, krullum og krúsídúllum.. og ekki má gleyma drottningu stunanna, jessicu simpson þar sem hún syngur "all i want for christmas".. ég sver það, það er eins og þessar gellur séu að taka þetta upp þar sem þær liggja í intimat mómenti með manninum sínum. algjörlega óviðeigandi og óþolandi viðbjóður!

annars er ég bara hress og alveg að komast í jólaskap.. en aðeins með bing crosby og þessum einu sönnu þið vitið.

jóla-stundir..

|

Wednesday, December 12, 2007

bandaríkjamenn.. hvað er hægt að segja þegar maður les svona? get einnig bent ykkur á færslu hjá vinkonu minni sem lenti í svipuðu. nema henni var ekki hent í fangelsi eins og stórhættulegum glæpamanni. grey konan..

|

Thursday, December 06, 2007

ungur maður hringdi í hvíta húsið á dögunum og mátti sjá viðtal við hann í fréttatímum kvöldsins.
hér er viðtal við hann á rúv og hér á stöð tvö (spóla níu mínútur áfram)

er ekki eitthvað bogið við þessar fréttir? sá sem fattar fær verðlaun.

|

Tuesday, December 04, 2007

þrjátíuþúsund gestir! það finnst mér bara alveg ágætt því þessi teljari, ólíkt öðrum, telur ekki allar heimsóknir sem koma frá hverri ip tölu. til dæmis ef ég er að skoða síðuna og kem inn á hana fimm sinnum á einum klukkutíma þá er það talið eins og ein heimsókn. svo ég er ánægð með þetta.
kannski að þrjátíuþúsundasti gesturinn fái verðlaun? smáköku kannski? aldrei að vita..

mér er illt í maganum..

|

Monday, December 03, 2007

því ég er ástfangin.. sem aldrei fyrr!

ég er alveg yfir mig ástfangin af nýrri fatalínu sem er seld á þessari síðu. sérstaklega finnst mér fallegur kjóllinn á síðu tvö sem heitir pocket dress. algjör unaðsdásemd..

annars er ég bara hress á næturvakt. er að fara að læra en fyrsta prófið er á fimmtudaginn og er það munnlegt. ef einhverjir sem þetta lesa hafa þreytt slíkt próf þá þætti mér vænt um að fá upplýsingar um það. þó að þau séu auðvitað ólík þá er örugglega eitthvað sem er líkt með þeim.. eða hvað? ég er alla vega smá stressuð yfir að þurfa að tala í tuttuguogfimm mínútur og það ekki um stelpudót! ekki að ég hafi ekki tekið talmaraþon.. talaði til dæmis við kötu í tvo tíma um daginn og það í símann! eins á vegamótum með lindu þegar við töluðum frá sex um kvöldið til þrjú um nóttina. geri aðrir betur.. og við ræddum ekkert um trúmál. held að það sé best að láta strákana um það.

góða nótt kæru lesendur og gleðilegan desember enn og aftur!

|

jólin jólin..

ég hlakka of mikið til jólanna! alltof mikið miðað við að það eru próf og ég hef engan tíma fyrir þetta tilstand. parið fór nú samt í dag og keypti smá jólaskraut. fyrsta jólaskrautið sem ég kaupi mér. ótrúlegt, ég veit.


hér gefur að líta það sem við keyptum en ég vil ítreka að þessi listi (mynd) er ekki tæmandi..

eigum reyndar smá meira sem yndisleg, verðandi tengdamóðir mín gaf okkur í fyrra. hún er í phoenix núna og treysti ég því að hún komi með eins og eina kúlu heim.

gleðilegan desember!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com