góð saga

|

Thursday, January 27, 2011

jæja.. góða kvöldið. hvað segiði, á ég að endurlífga þessa síðu? ég er alltaf að velta því fyrir mér en hef einhvern veginn aldrei látið verða af því vegna þess að ég hugsa alltaf að enginn kíki lengur á blogg.. allir á feisbúkk og vita allt um alla. kannski ég fari að slaka á þar og verði mysterious arnie sem fólk þarf að hafa fyrir að fá upplýsingar um. sjáum til..

það hefur ansi margt gerst síðan síðast og má þar helst nefna fæðingu erfingjans sem heldur okkur sífellt á tánum. hann er skondinn sjö mánaða karlmaður með skoðanir og gefur lífinu heldur betur lit. lífið gengur annars bara vel, skólinn mjakast og er stefnan sett á þrefalda útskrift í vor hjá okkur hjúum. eins er þrítugsafmæli handan við hornið og er partý á planinu svo haldiði helginni fyrir verslunarmannahelgina opinni..

ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í bili, en stefni heilshugar á að fara að rita hér aftur.

góðar stundir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com