góð saga

|

Saturday, December 30, 2006

ég er löt í dag. þegar bjarni ákvað að fara í ræktina áðan og horfa á lifrarpylsurnar vinna eitthvað lið þá ákvað ég að fara ekki með og frekar kíkja í búð eina kennda við satan.. hvaða búð er það spyrja kannski einhverjir sig. jú, einmitt ikea. þessi nýja búð er allt það sem ég hata við búðir. stór, mikið af fólki, alltof mikið vöruúrval og enn og aftur stór stór stór. ég var orðin virkilega pirruð eftir aðeins tíu mínútur í ferlíkinu þar sem ég fann ekki það sem ég var að leita að, en það gekk nú á endanum og fann ég þessa líka ágætu taukassa undir fínu leyndarmáls viktoríu nærfötin mín.
ég skil ekki fólk sem nennir að fara þarna reglulega og mun aldrei skilja það. ég vil frekar vera heima og horfa á fótbolta en að fara þarna. já þið lásuð rétt.. fótbolta segi ég! svo mikið þykir mér þetta leiðinlegt.
ég ætla ekki aftur í ikea í bráð því í ikea labba allir hægt og eru bara að dóla og fólk eins og ég verður þreytt og leiðinlegt í skapinu.

en að öðru.. þar sem það er kominn þrítugasti desember þá hugsa ég að færslurnar á árinu verði ekki mikið fleiri. þess vegna vil ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla. árið tvöþúsundogsex var alveg hreint frábært og hef ég enga trú á öðru en að næsta verði jafnvel enn betra. muniði svo að hugsa til mín og bjarna eftir fimm daga (og næstu tvær vikur eftir það) en þá verðum við á hinni íðilfögru tenerife verðandi brún og fötum ríkari..

gleðilegt ár!

|

Thursday, December 21, 2006

það er blessuð blíðan.. en mér er alveg sama því ég er komin í jólafrí. valhoppaði út úr síðasta prófinu í gær klukkan ellefu og beint í geðveikina.. þá meina ég kringluna, sem mun ekki njóta góðs af mínum viðskiptum það sem eftir lifir viku. frekar fer ég í bæinn og fýk milli búða. þarf einmitt að fara að klæða mig núna svo við skötuhjú getum farið og verslað það sem við eigum eftir.

en jæja, nágrannar..stöð tvö plús.. þið vitið hvað ég meina!

gleðileg jól!

|

Friday, December 15, 2006

ég og bjarni verðum í kolaportinu um helgina að selja gömul föt og fleira sniðugt.. endilega kíkið á okkur ef þið eigið leið um.

portkonan..

|

Monday, December 11, 2006

ég á ekki til ORÐ vegna hluta af þessari frétt! þarna í lokin stendur að "margir þeirra sem hringdu hafi sýnt aðstæðum litla virðingu og skilning". hvað er að fólki? ég bara spyr. ef ég myndi vera í svona aðstæðum og fá að vita að það hefði orðið slys þá myndi ég vera dauðfegin að þetta var ekki ég að keyra þarna nokkrum mínútum áður og mögulega lent framaná bílnum sem fór yfir á rangan vegarhelming.
þegar maður les svona þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar þjóðfélag ísland er orðið. eru allir virkilega alltaf að flýta sér svo mikið að þegar banaslys verður þá er engin þolinmæði sýnd því fólk þarf að drífa sig heim í mat eða er að missa af einhverju í sjónvarpinu? þessi maður fer aldrei aftur heim til sín í mat og fær ekki að halda jólin með fjölskyldunni sinni framar.

fariði varlega þarna úti..

|

Sunday, December 10, 2006

það er nótt og ekkert heyrist í íbúðinni hér á lynghaga nema hroturnar í móður minni úr næsta herbergi *hnerr hnerr* nú hnerraði ég tvisvar eins og ég hef gert á sirka hálftíma fresti í kvöld. ég á að vera að læra því það er próf á mánudaginn og ég er ekki dugleg. sveiattan arna ólafsdóttir!! ég veit ekki hvort það tengist lærdómnum eða hvað, en ég er drulluslöpp og það í þriðja sinn á tíu dögum. var í heimaprófi fyrir viku og ekki bara vakti ég í tuttuguogfimm tíma heldur var ég með hita í tuttuguogþrjá af þeim. um leið og ég skilaði af mér prófinu fór ég að sofa og vaknaði svo hitalaus. týpískt! núna er ég að læra og er með grænt hor. já, fagurgrænt eins og litlu börnin.. fallegt! svo er mér líka illt í maganum. alveg að drepast allt í einu..
en ég get sagt ykkur góðar fréttir líka. það er að bjarni, eins og yndið sem hann er, pantaði fyrir mig (eða ég pantaði, hann borgaði) bikiní og nærbuxur á victorias secret og létum við senda það á hótel þar sem móðir hans gistir núna. þetta var ekki komið í gær og vorum við hrædd um að þetta myndi ekki nást, en núna var ég að fá sms frá henni sem sagði að þetta væri komið. þannig að fjórða janúar mun ég spranga um ströndina á tenerife í þessu (nema að ég er ekki svona illa vaxin eins og þessi gella og mitt er grænt og hvítt)

jæja hljóðfræðin les sig ekki sjálf og alveg tímabært að ég læri allt um lokhljóð, önghljóð, hljómendur og hljóðritun..

stundir..

|

Friday, December 08, 2006

í kvöld hef ég verið inn á þessari síðu að fræðast um þetta sem menn kalla frjálshyggju. áhugavert mjög. bjarni segist vera ánægður með að ég sé að þroskast vegna þess að ég sagði að margt þarna væri sniðugt og jafnvel rétt. gott að ég er að þroskast.. kannski þýðir það að ég hætti að blóta þegar ég er að keyra. blót fer mjög í taugarnar á mér og ég þoli ekki að tala við fólk sem blótar mikið. það er leiðinlegur ávani sem enginn ætti að tileinka sér. þess vegna ætla ég að verða fyrirmyndar ökumaður sem blótar ekki öðrum ökumönnum og konum, gefur alltaf stefnuljós, hleypir fólki úr ytri hring framhjá í hringtorgum og missir sig ekki þegar fólk keyrir á sextíu þar sem er sjötíu kílómetra hámarkshraði..
já, frjálshyggjan... eftir þennan lestur minn hef ég breikkað sjóndeildarhringinn þegar kemur að ýmsu í þessu þjóðfélagi. ég ætla ekki að útlista það hér, því ég hef ekki tíma í rökræður um það í fallega innleggjakerfinu mínu, sem ávallt ber þungann af því þegar fólk hefur skiptar skoðanir á hlutunum. eftir próf get ég svosem sagt frá því en hugsa að ég geri það ekki heldur fari og baki smákökur og kaupi jólagjafir með bjarna mínum sem ávallt er svo sætur.

góða nótt..

|

Wednesday, December 06, 2006

í dag skunduðum ég og bjarni niður í borgartún, galvösk að vanda, og gerðum þetta og þetta. hið fyrra var mjög svo hagkvæm ákvörðun og koma skattkort þar við sögu. seinni ákvörðunin er eitthvað sem við höfum bæði ætlað að gera lengi og fyrst við vorum nú þarna var eins gott að rumpa því af líka. ég er sátt við þessa ákvörðun og að minn hlutur fari núna til háskólans í stað þjóðkirkjunnar. parið er semsagt orðið trúlaust (alla vega á pappírum) og opinbert..

núna ætla ég hinsvegar í sturtu vegna þess að ég var að koma af sveittri æfingu og lykta eftir því. huggulegt.. haaaa? og harpa, ég hlakka til þess þrettánda er ég tek þig með mér og við púlum saman yfir antm.

góðar stundir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com