góð saga

|

Monday, July 24, 2006

frábær helgi liðin!
ég og sandra héldum upp á afmælið okkar með pompi og prakt á laugardaginn og var það einstaklega vel heppnað. góður hópur sem mætti og fagnaði með okkur og erum við mjög sáttar. ég vil þakka öllum sem þetta lesa innilega fyrir komuna og fyrir allar flottu gjafirnar. þetta var alveg æði!

set inn myndir við tækifæri fyrir ykkur sem búið fjarri heimahögunum.

|

Thursday, July 20, 2006

já maður eldist víst eins og aðrir. en ég kvarta ekki. veðrið er gott og ég er bara að vinna til klukkan þrjú í dag.
síðastliðið ár hefur verið alveg frábært, það besta hingað til held ég bara sveimérþá.. (jebb ég er orðin gömul.. sagði sveimérþá)
jæja ég ætla að fara og fá mér að borða bráðum, afmælismorgunmaturinn verður jógúrtdrykkur í þetta sinn. eins gott að fá smá sykur þar sem ég svaf bara í fimm tíma í nótt. en það er svosem í lagi þegar maður hefur góðan félagsskap..
eigiði góðan dag.
ps. ástarkveðja til stiftamtmannsins..

|

Wednesday, July 19, 2006í gær fékk ég eitt stykki svona. ég er mjög ánægð með það og er einmitt með gripinn með mér í vinnunni og setti ég á "shuffle"

dagurinn byrjaði vel á viðrar vel til loftárása og fylgdi beautiful með smashing pumpkins þar á eftir. góður dagur í dag og á víst að vera betri á morgun.

ég er hjartanlega sammála því!

|

Tuesday, July 18, 2006

ég er búin að vera föst á þessari síðu undanfarið. ég veit ekki hvað það er við new york sem ég er svona hrifin af. kannski er það vegna sex and the city. ábyggilega, þegar ég hugsa út í það. þetta líf hennar er svo algjörlega minn draumur. að búa í sætri íbúð á manhattan með "rent control", hitta vinkonur mínar í hádegismat, hafa skriftir að atvinnu.. algjörlega minn draumur.

jæja ég er farin frá tölvunni og þessum draumi í bili og á námskeið..

|

Wednesday, July 12, 2006

Tanny vonandi verð ég bráðum sitjandi á svona bekk, sólandi á mér kroppinn.

ég var að ná í svona smileycentral broskalla og ákvað að athuga hvernig þetta kæmi út. ég er ekkert voðalega hrifin af þessari auglýsingu sem þarf að koma hérna fyrir neðan þannig að ég efast um að ég eigi eftir að nota þetta mikið. ákvað samt að prófa.
eigiði góðan dag.. og já, sólarlausan enn og aftur. hnuss.


|

Tuesday, July 11, 2006

að lesa vefdagbækur hjá fólki sem býr í útlöndum er einhvern veginn miklu skemmtilegra en að lesa hjá fólki sem er hér heima á íslandi. ég vil reyndar meina að hér gerist aldrei neitt frásagnarvert og hef ég þess vegna ákveðið að minnka skrif mín hér töluvert. eða er ég kannski byrjuð á því nú þegar?

mig dreymir um að flytja til new york. ég er jafnvel að hugsa um að taka upp kaffidrykkju ef ég flyt þangað.. eða alla vega setu á kaffihúsum en drekka kannski bara sódavatn. vinna kannski í bókabúð hálfan daginn og slaka svo á í sólinni eftir hádegi og kyssa bjarna og leiða hann um götur borgarinnar. en þetta er samt bara draumur, sem er þó að fleyta mér í gegnum síðustu klukkutímana hér í vinnunni.
annar draumur sem ég á mér núna er að skjótast aðeins til útlanda í ágúst áður en skólinn byrjar. það væri ofsa huggulegt. jafnvel til króatíu eða ítalíu. ég er búin að skrá mig á fimm póstlista hjá jafnmörgum ferðskrifstofum í von um girnilegt tilboð í sólina, sem kroppurinn minn öskrar á þessa dagana. nei bíddu bíddu ég var að fá póst frá sumarferðum með fyrirsögninni "þetta er ekki spurning" kannski vilja þeir gefa mér miðann. ætla að athuga þetta betur...
pfff... þetta var nú ekkert merkilegt tilboð. mæjorka á morgun á þrjátíuogníuþúsundníuhundruníutíuogátta miðað við tvo með tvö börn. ekki gengur það.

jæja ég er farin í bili. sé ykkur seinna þegar sólin er farin að skína.. nei bíddu.. þá verð ég úti að borða ís og sllllllleikjandi sólina og kannski annan ís til viðbótar.

|

Thursday, July 06, 2006

guðrún birna, systir hans bjarna varð 5 ára 17. maí sl.
hér eru nokkrar myndir þaðan. ég reyndi að setja inn fleiri með þessum hætti en það var eins og þær vildu ekki koma. set þær inn við tækifæri.
einnig var ég að setja myndir frá útskriftinni minni og fleira inn á tengilinn "myndir" hérna neðst á síðunni. það tók ógeðslega langan tíma og var ég orðin mjög pirruð á endanum því ég hef ekki þolinmæði í hægvirkar tölvur eins og þessa. þetta eru líka myndir frá því þegar ég og bjarni ákváðum að fara í göngutúr kl tvö um nótt eftir að það byrjaði að snjóa. tókum myndavélina með og eru sumar af þessum myndum mjög flottar, sumar minna flottari en ég setti þær samt allar inn.

góða nótt..

gulli

guðrún birna afmælisbarn

gulli að blása sápukúlur
 Posted by Picasa

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com