góð saga

|

Monday, October 31, 2005

jæææja.. þá er bara búið að flokksbinda mann til að geta kosið þennan mann á laugardaginn.

|

Friday, October 28, 2005

mér leiðist.
sést ekki á milli húsa hér í bæ og hálf fjölskyldan veðurteppt í reykjavík. fór í kistulagninguna áðan. það var ei gaman. mikil sorg. ég fór upp að kistunni og það var mjög skrýtið. maðurinn sem lá í kistunni líktist ekkert þeim manni sem ég þekkti og sé ég bara svolítið eftir því að hafa farið. já, þetta var erfitt..
en jæja, ég ætla að hætta með þennan depurðarpistil og fara og horfa á sjónvarpið (sem ég er örugglega búin að eyðileggja því ég ýtti á einhvern takka áðan og allt fór í klessu.. ehe..)
ef mér tekst ekki að laga það þá er það bara að bruna í hamraborg og leigja eins og eina flikku.

já, mér leiðist og svo sakna ég stiftamtmannins..

|

í gær fór ég með mömmu í gamla bakaríið hér á firði kenndum við ís, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema að þar var eigandinn sem er rúmlega sjötug dönsk kona. hún og mamma þekkjast aðeins og voru að spjalla saman þegar hún spyr hvað sé að frétta og svona og hvort mamma búi ennþá ein og blabla.. "nei" sagði mamma og sagði að við byggjum saman en hin dóttirin væri farin að heiman. þá sagði gamla "og hvað er hún, fimmtán, sextán ára?"
mér var ekki hlátur í huga eftir þetta skemmtilega innlegg hennar í umræðuna en reyndi að kreista fram kurteisisbros, því jú maður er svo vel upp alinn.
þannig að ef þið viljið láta yngja ykkur upp um tjah.. átta, níu ár (að ég tali nú ekki um að láta ykkur líða illa með ykkur sjálf.. fátt betra) þá skellið ykkur hingað. ég ætla hins vegar að fara núna út í sjoppu og leigja spólu fyrir mig og múttu vegna þess að veðrið er með eindæmum leiðinlegt..

súran

|

Thursday, October 27, 2005

gaman að segja frá því að hér á bæ er lítil (stór) kisa með stór eyru sem ber það skemmtilega nafn megas.
akkúrat núna er megas undir rúmi í herberginu þar sem ég er, og bíð ég bara eftir því að hann komi og ráðist á tærnar á mér..

með kveðju frá ísafirði þar sem allt er á kafi í snjó..

|

ekkert að gerast í vefdagbókarheimum. það sem gerist hjá mér á morgun er að ég fer í flugvél og flýg til ísafjarðar að kveðja jóhann frænda í hinsta sinn..
*bið meðan þið þurrkið tárin af hvörmum ykkar*
á morgun mun ég eflaust taka því rólega og kannski tölta í bæinn og fá mér eins og eina kringlu og kókómjólk með, en fyrir ykkur sem ekki vitið það, þá eru kringlurnar á ísafirði bestar.

og fyrst ég er nú hér þá vil ég minna á þetta og þetta. prýðislesning alveg hreint jájá..

góðar stundir og helgi..

frúin

|

Monday, October 24, 2005

smá útskriftarblogg fyrir hörpu verðandi móður..
dagurinn byrjaði formlega klukkan þrettán þegar athöfnin byrjaði. bjarni og ívar tjörvi vinur hans höfðu tekið sig til og fengið ameríska útskriftarbúninga lánaða hjá baldri og hauki vinum sínum og voru íklæddir því meðan athöfnin fór fram. vakti það kátínu meðal viðstaddra og deildarforsetarnir brostu út í annað þegar þeir gengu á svið og rektor sagði bjarna að hann væri glæsilegur þegar hún tók í höndina á honum. gaman að þessu..
svo var haldið til ívars í smá veislu. stoppuðum ekki lengi þar vegna þess að við vorum á leið út að borða, en mamma hans bjarna bauð mér, honum, mömmu, ömmu hans, systur og bróður og kærustu bróður hans á galíleó um kvöldið. mjög gott og skemmtilegt allt saman.
fórum þaðan til tomma og möggu í partý þar sem var mikil gleði. ég sat í hóp með drengjum sem eru allir íþróttamenn eða fyrrverandi íþróttamenn (jafnvel landsliðsmenn) og var mikið rætt um íþróttir. ég hafði bara gaman af því.. já segiði svo að maður geti ekki breyst. haaa..??
þegar fólkið hélt á vegamót sögðum við skilið við þau og fórum heim, en þó ekki fyrr en magic johnson klúbburinn hafði formlega verið stofnaður fyrir utan vegamót klukkan tvö núll fjögur.
já þetta var fín helgi..

eigiði gott kvöld litlu börn..

|

jájájájá.. fjörutíuogfimmþúsund manns í bænum í dag. og fréttatími stöðvar tvö gengur hálf illa þegar vantar konurnar.. mjehehehehe...
já.. svona er ísland í dag!

|

Thursday, October 20, 2005

þann 27. nóvember verð ég þarna á tónleikum sigur rósar. það verður ekki leiðinlegt, ónei! ég og bjarni vöknuðum á mjög svo ókristilegum tíma í morgun (eða klukkan sjö tuttugu og fannst okkur ennþá vera nótt) og fórum niður í bæ og hittum hauk í smekkleysu. þar biðum við frá klukkan níu til tíu og hefði varla mátt tæpara standa með að fá miða. reyndar vorum ég og bjarni að kaupa sjö stykki og haukur átta og fengum við án efa ill augu þegar við löbbuðum út frá hinum sem biðu óþreyjufullir eftir að fá miða. mjehehe... þannig að hér á bæ ríkir eintóm gleði.
svo er það útskrift úr háskólanum á laugardaginn þar sem ektamaðurinn verður opinberlega stjórnmálafræðingur. það verður án efa mikil gleði. ég er búin að redda dressi og núna er það að lita hárið. þarf aðeins að skerpa litinn í því.. maður verður að líta sem best út á svona degi, er það ekki? jújú..
en ég ætla að fara og gera eitthvað skemmtilegra en að hanga á netinu og kíkja kannski á sjálfstætt fólk. fattiði íroníuna? ha? haaa....?

stundir..

|

Wednesday, October 19, 2005

hann jóhann frændi minn dó í gær. varð bráðkvaddur í svefni. mér finnst það mjög skrýtið. tilhugsunin um að ég eigi aldrei eftir að sjá hann aftur er leiðinleg og ég er bara heilmikið sorgmædd.
hann fór alltaf með mig og systur mína í ísbíltúr þegar við vorum á ísafirði og í leiki inni í skógi. þá fórum við í geiturnar þrjár og hann var tröllið og til að hafa allt sem raunverulegast þá fór hann alveg undir brúna. svo sagði hann okkur að það væri refagreni þar líka og við vorum í mörg ár alveg að pissa á okkur af hræðslu þegar við löbbuðum þar framhjá og læddumst eins og mýs.
hann kom alltaf til okkar á jólunum og verður það mjög skrýtið í ár að hafa hann ekki. ég á eftir að sakna hans.
já lífið er ekki alltaf skemmtilegt.
blessuð sé minning jóhanns föðurbróður míns.

|

Friday, October 14, 2005

loksins loksins er ég að skrifa í vefdagbókina heima hjá mér. tengingin er samt með stæla og dettur út þegar henni hentar. það er gaman.. já eða þannig og var ég orðin frekar pirruð hér áðan. þetta gerðist líka í gær. þá afsalaði ég mér allri ábyrgðinni á tölvunni (þar sem hún var í bráðri hættu að annars skapgóða ég myndi þrykkja henni niður á ægisíðu og útí sjó þar sem hún hefði mátt deyja hægum og kvalafullum dauðdaga) og fór með hana til bjarna þar sem hann var á næturvakt, og lét hann ættleiða hana eina nótt.
en já.. hér sit ég og á að vera að læra ógeðslega viðbjóðslega leiðinlegt verkefni í félagsfræði, en er ekki að því og bjarni er alltaf að segja mér að drífa þetta af.. ég verð víst að gera þetta á endanum. nenni ég því? nei.

|

hér sit ég.. rólyndismanneskjan sem ég er og ætla að kíkja á síðuna hjá hildi. þá kemur sláandi texti "you are not authorized to view this page"
jaseisei..

|

Tuesday, October 11, 2005

ég er á lífi.
það er kalt í dag. ég get ekki beðið eftir að komast burt héðan, en ég hugsa að ég muni selja sál mína til að komast aðeins í hitann í janúar.
en þar sem ég er í mat þá ætla ég ekki að vera að þvaðra hér á veraldarvefnum, heldur ætla ég að fara og fá mér froðukaffi. eins gott að halda athyglinni þegar börnin eru eins klók og þau eru. reyna hvað þau geta að gabba mann og stundum tekst þeim það. eins og í gær.
mér er kalt..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com