góð saga

|

Saturday, October 30, 2004

var að horfa á jay leno og þar voru duran duran. ótrúlegt, það er eins og þeir hafi stigið inn í tímahylki og labbað út 20 árum seinna og ekkert hefur breyst. nema að hrukkurnar eru orðnar fleiri. simon le bon vantaði bara silfurlitaðan hanska sem glitraði á aðra hendina, og þá hefði þetta verið fullkomið..

|

Friday, October 29, 2004

ég er að horfa á mjög svo súra mynd á ríkissjónvarpinu. þar er andy garcia (handsome devil) að sofa hjá einhverri konu sem pantaði hann í gegnum fylgdarþjónustu. svo er bankað og inn labbar maður konunnar. hún segir bara "hi dear, i want u to meet whatshisname" sem stakk þá hausnum undan sænginni, og hún kynnti þá bara eins og ekkert væri sjálfsagðara!! hvað varð um helgi hjónabandsins? huh.. ég ætla sko ekkert að giftast.
annars var ótrúlega flott málverk eftir pollock í myndinni og geeeðveikur plötuspilari.
ég hef allan hug á að lífga við plötuspilarann hans pabba sem situr niðri og rykfellur og sækja gömlu vínylplöturnar hans inn í geymslu.

stundir..

|

jæja.. núna hef ég sko fréttir að færa. fréttirnar eru þær að enn ein vinkona mín er ólétt. ég er búin að vita það í rúman mánuð en má núna loksins segja frá því. og getiði nú..

|

Wednesday, October 27, 2004

jæja.. þá megiði byrja að skrifa minningargreinarnar um mig, en mér var tjáð það í kvöld klukkan tuttugu að ég er að fara í stigspróf 26. nóvember. jahá.. það voru fréttir sem létu hjartað mitt litla taka nokkur hliðarspor..
oh my ég dey úr stressi!

|

Tuesday, October 26, 2004

ég á ljóð dagsins í dag..
endilega kíkja og segja mér hvað ykkur finnst..

|

Monday, October 25, 2004

í morgun fór ég í sund. var að reyna að vera ógurlega heilsusamleg, en svo synti ég bara ekki neitt. það er alls ekki nógu gott því vigtin sýnir óásættanlega tölu þessa dagana. það er mjög sérstakt að koma í sund svona snemma og vera bara með gamla fólkinu (en vera mín þarna lækkaði meðalaldurinn í lauginni niður í 35 ár) það þekkjast allir og allir bjóða góðan daginn, sama þó þú sért nýr á svæðinu. þá leið mér vel og fannst ég eiga heima þarna. og mér fannst bara mjög gaman að hlusta á gamla fólkið tala og hefði alveg viljað taka þátt í umræðunum þeirraum til dæmis kennaraverkfallið, geir og össur. jájá ágætis skemmtun..

|

without the bitter baby
the sweet aint as sweet..

|

Sunday, October 24, 2004

ég sá að harpa, hildur og dröfn höfðu allar uppfært í dag svo ég ætla að gera slíkt hið sama..
fyrst að jólaumræðan er byrjuð á bloggsíðum vinkvenna minna þá finn ég mig knúna til að tala aðeins um þau. ég hlakka svo til að ég er að deyja!! er einmitt að hlusta á alveg hreint magnaða jólaplötu með hamrahlíðarkórnum sem var tekin upp 1978. ohh það er svo flott!! og það er sko ekkert of snemmt. fór í rúmfatalagerinn í dag þar sem allt var fullt af jóladóti og ég og mútta vorum að skoða jólagardínur og ég fékk bara fiðring í magann..

treholt

|

Saturday, October 23, 2004

amma er svo fyndin. núna situr hún inni í stofu og er búin með nokkur rauðvínsglös. ég sat við hliðina á henni í sófanum áðan og þá segir hún allt í einu við mömmu "katrín, hvað eru kynmök?" (ég var nebblega með orðabók og las upp orðið kynmök) svo fór hún að tala eitthvað meira um það og sagði svo "nú og svo eru líka til munnmök. vitiði hvað það er? það var ekki til þegar ég var ung"
úff ég beið bara eftir lýsingum á því eða einhverju álíka svo ég dreif mig bara út úr stofunni.

þetta var mjög svo súrrealískt móment..

ps. veit einhver orðið sem er notað yfir fólk sem á börn með nánum ættingja? á ensku er það inbreads. þetta er búið að bögga mig í allt kvöld..

|

Friday, October 22, 2004

góðan daginn..
ég er enn að bíða eftir að ljóðið mitt birtist.. en fyrir ykkur sem hafið ekki kíkt þá er það ekki ljóð dagsins í dag. ég bind miklar vonir við morgundaginn. ég ætti kannski að breyta nafninu í mokkaljóð því ég samdi það á mokka. nú er mokka skáldagyðjan mín, og mun ég fara þangað þegar mig vantar innblástur.
annars hefur voða lítið gerst, nema það að ég er að fara út í kvöld og á morgun. í kvöld er planið að fá mér bjór með ingunni mokkastelpu og hitta svo líklega fleiri stelpur og kannski stráka. á morgun ætlum ég, sandra og guja að fara út og kíkja á stráka og er förinni heitið á sirkus þar sem munu, án efa, vera margir flottir karlmenn. ójá..
þeir sem vilja koma með annað hvort kvöldið eða bæði, feel free to call me...

góða helgi og stundir..

|

Wednesday, October 20, 2004

ég setti tvö ljóð inná ljóð.is í gærkvöldi og var að sjá að annað þeirra var valið ljóð dagsins.. jeiijj.. það finnst mér gaman.
það kemur líklega á morgun og þá verða allir að kíkja og rýna...

|

áðan var ég á mokka, sem er kannski ekki í frásögur færandi, en þar gerði ég heimskulegan hlut. ég fékk mér te. og ekki bara eitthvað te, heldur te með koffíni og ginsengi í..
já þetta verður löng nótt hjá örnu gáfumenni með meiru...
annars samdi ég ljóð á mokka út frá einni setningu sem ég las í bók. bókin sú er mjög skemmtileg og komst ég að því áðan að aðalsöguhetjan (og jafnframt sögumaðurinn) í bókinni var afi hans benza, sem er fastakúnni á mokka og er mikill dúllukall að mínu mati. benzi er í ensku í mh og fær sér alltaf latté og vatnsglas. já hann er dúllukall..
þið fáið kannski að heyra ljóðið einhvern tímann þegar ég verð hugrökk og gef út bók. hef sett nokkur inná ljóð punktur is en er alls ekki nógu ánægð með mörg þeirra. er að hugsa um að setja eitt í viðbót inn sem ég skrifaði í fyrravetur. það er um að sofna og gleyma öllu sem er að gerast í lífi manns þá stundina og er spurningin sú hvort maður vilji yfir höfuð sofna, og ef maður vill það, myndi maður þá vilja vakna aftur.
ég hef oft velt þessu fyrir mér....|

Monday, October 18, 2004

jæja magga mín hér eru myndir af okkur úr gleðinni miklu þar sem menn og aðrir fóru heim snoðaðir..
hér er líka sæti maðurinn (sá til hægri) en verst að hann átti konu einhvers staðar þarna..

|

þessi helgi var of róleg. hún var það róleg að ég er nú þegar komin með fiðring í aðra tána eftir næstu helgi, en þá hef ég allan hug á að kíkja á viðburð. viðburðurinn mun vera iceland airwaves 2004 og get ég með sanni sagt að ég hlakki til. planið er að fara á nasa og tjútta. þar verða meðal annars að spila ampop, mugison, quarashi, the bravery, trabant og gus gus. ég hlakka aðallega til að heyra í mugison því hann er væntanlegur með nýja plötu og get ég ekki beðið eftir að heyra hana. en það getur sosum vel verið að hann spili bara gömlu lögin, en mér er sama. þau eru líka flott..

það eru allir óléttir. meðal annars tvær vinkonur mínar, sem mér finnst mikið, og er önnur þeirra að eignast sitt annað barn á innan við tveimur árum. oh my....
ég get ekki beðið eftir að andrea eigi sitt. ég er orðin svo forvitin! langar svo að vita nafnið sem hún og kári eru búin að ákveða og þar með líka kynið. kári sagði mér samt um daginn að þau væru búin að velja mjög fallegt nafn. men hvað ég er forvitin! það eru barasta allir að eiga börn. eða eins og einn vinur kára sagði í sumar "hvað er þetta smitandi eða..?" það er sosum ágæt spurning því vinir hans kára unga út (eða konurnar þeirra réttara sagt) hver á eftir annari eða eru óléttar. af átta vinum eru tveir nýbúnir að eiga börn og kári og öddi fara bráðum að verða pabbar. sem betur fer er minn vinkonuhópur ekki svo slæmur. úff... mér finnst ég stundum vera orðin svo gömul. margar vinkonur mínar eru orðnar settled og með kærasta til nokkurra ára og ég er ekki einu sinni skotin.
eða kannski bara pínu skotin..

|

Saturday, October 16, 2004

í kvöld komst ég að því að gunnlaugur guðmundsson stjörnuspekingur bjó einu sinni í íbúðinni minni.
kertin í glugganum inni í stofu flökta alltaf mjög mikið þó að það sé enginn gluggi opinn..

|

Friday, October 15, 2004

mikið svakalega er jag hallærislegur þáttur. það er eitthvað svona herdæmi og er alltaf einhver rosa tónlist á bakvið eins og þau séu að koma allri ameríkunni til bjargar. dadaradda dadara....
þau mættu alveg fara og steypa bush fasista af stóli. já styð það ...

annars er það að frétta að ég er enn með nokkrar kommur. fór samt að vinna í gær og var það sosum ágætt. fékk tvær heimsóknir sem var bara gaman, en andrea kom fyrst og svo kom hildur. alltaf gaman að fá heimsóknir.
munnurinn minn er ennþá í annarlegu ástandi og get ég varla opnað hann. rétt næ að setja einn putta milli tannanna þegar ég opna eins og ég get. svo get ég ekki borðað neitt sem þarf að tyggja og hef því lifað á drykkjarjógúrti í 3 daga. oj ég er komin með svo mikið ógeð á því. var einmitt að klára eitt slíkt til að geta tekið pensillínið mitt.

ohhh þetta er svo ekki gaman!!!

|

Thursday, October 14, 2004

#$%& endajaxlar!!

ég var í endajaxlatöku í gær. það var ei þægileg reynsla. tók svona tuttugu mínútur að ná þeim hægri upp en bara fimm sekúndur að ná vinstri. svo kom ég heim og byrjaði allt í einu að líða illa, fékk beinverki og fleira ógeð svo ég fór og mældi mig. á meðan ég var að gera það þá fór mér allt í einu að verða flökurt og ég hélt að ég væri að fara að gubba. svo gekk það yfir og ég stóð upp og svimaði þá geðveikt og svitnaði eins og brjálæðingur. það var þá sem ég fattaði að það var að líða yfir mig svo ég settist með hausinn milli hnjánna. svo leið það hjá og ég labbaði aðeins inn í stofu og svo aftur inná bað og þegar ég leit í spegilinn, þá var ég eins og lík í framan og varirnar á mér bláar. það var ógeðslegt. ég var eins og einhver vera í draugamynd.
svo var ég með hita í gær og bara skalf og skalf og leið ógeðslega illa. ekki gaman. þannig að feel free to vorkenn me. svo til að toppa allt þá þarf ég að fara að vinna í kvöld. ó mig auma!!

ætla að fara að horfa á groundhog day með snillingnum bill murray. hann er svo fyndinn og myndin er æði.

stundir..

|

Tuesday, October 12, 2004

ef einhver var að velta fyrir sér hverjum eða hverju ég væri ástfangin af þá skal ég alveg segja ykkur það. ég er ástfangin af parís. ég elska allt sem viðkemur borginni. ferðin var í einu orði sagt frábær. ég hélt samt ekki uppi heiðri okkar íslendinga þegar kemur að kaupum því það var í algjöru lágmarki. ég er ekki mikið fyrir búðaráp. vantar alveg þetta gen í mig. hefði helst bara viljað sitja á kaffihúsi allan daginn með litlu svörtu bókina mína, penna og horfa á mannlífið á götunum. ég keypti samt geðveika mynd eftir ljósmyndara sem heitir robert doisneau og er tekin í parís árið 1950. hún hangir á bakvið á mokka og hef ég alltaf elskað hana, og svo bara ramba ég á hana fyrir þvílíka tilviljun í einni búð sem ég fór framhjá. gleði gleði..
ég gerði heiðarlega tilraun til að versla og fann markað sem átti að vera voða flottur, en svo var hann það bara alls ekki. við komum upp úr lestinni og sáum að við vorum sko komnar í slömmið í parís. það var ei girnilegt svo við löbbuðum einu sinni í gegn og svo bara heim aftur. ég náði samt að kaupa eina buddu sem er æði. hún er ljósbrún og með tveimur hólfum og smellu, svona ömmubudda (oj en ógeðslegt orð, en þið vitið hvað ég á við). mjög sæt.
ég er alveg ákveðin í því að fara aftur til parísar og ætla að reyna að komast í nám þar. það væri draumur. og ég verð nú að segja að karlmennirnir þar eru sko ekkert ljótir! vá ég ætlaði varla að trúa því hvað þeir eru upp til hópa sætir og miklir herramenn. halda hurðum opnum fyrir mann og eru bara á allan hátt sætir og sætir og sætir. og svo skemma brúnu augun ekki..
það ernú annað en þessir íslensku menn sem ropa og eru bara vibbar yfirleitt.

glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum tengli hér til vinstri, en það er hún hilda sem er að vinna á mokka. hún er, eins og ég, stoltur meðlimur í hinu stórskemmtilega félagi, feministafélagi íslands. ég hef skrifað um það áður, en við höfum fullan hug á að fara í kröfugöngur og nú vitna ég beint í hildu " láta vaxa væna runna undir handakrikunum og éta óþroskaða karlmenn í hádegismat...."

stundir..

|

parís.. ó parís..

hjarta mitt hoppar og hamast og er vafið inn í fíkjublöð.
ég er ástfangin..

|

Thursday, October 07, 2004

ég er búin að vera að hugsa mikið um þetta vefdagbókarform undanfarið og hvað varð um allt þetta gamla góða. þegar ég segi gamla góða þá meina ég eins og að fara í heimsókn, án þess að manneskjan eigi von á manni eða að maður viti að hún er heima. þið vitið, spyrja eftir einhverjum, eins og ég gerði oft og iðulega hér einu sinni. ég vil ekki vera orðin hluti af þessari tölvuvæddu kynslóð sem hefur nánast engin samskipti nema rafræn. það er meira að segja til nýtt ógeðslegt orð sem ég sá um daginn "skjáumst" hvaða heilalausa íslenska er þetta eiginlega? hnuss..
þannig að þetta eru skilaboð til allra sem vilja ekki gleymast bakvið kaldan tölvuskjá. komiði í heimsókn! nú eða þá takið upp símann (hann er hvort eð er alltaf með manni, ætti ekki að vera erfitt) og segjum nei við tölvuvæðingunni!!

ps. ég er farin til parísar ;)

|

Tuesday, October 05, 2004

það er ótrúlega gaman að lesa gamlar færslur sem maður hefur skrifað, en það hef ég einmitt eytt síðustu tuttugu mínútunum í. er samt frekar sorrí yfir því hvað sumarið 2003 var miklu betra djammsumar en sumarið 2004. þá var ég alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. ég var sko alls ekki nógu dugleg að drekka bjór núna í sumar og vera þunn. verð að fara að gera eitthvað í þessu.

annars er ég orðin soldið þreytt á þessu vefdagbókardóti öllu saman. var einmitt að hugsa um það í gær, ætli maður gæti hætt? þetta er orðið eins og partur af lífinu núna, bara eins og að fara í sturtu. svo ég held að ég verði bara að horfast í augu við raunveruleikann. að ég er partur af ykkur. stóð sveittra netverja sem rembast eins og rjúpan við staurinn fyrir framan kaldan tölvuskjá, að skrifa einhverjar innihaldslausar hugsanir í þeirri von um að einhver þarna úti nenni að lesa. því að, svona í alvöru talað, það er nákvæmlega það sem þetta er..


|

Monday, October 04, 2004

í gær kom margt skrýtið fólk á mokka og má þar helst nefna þrjú ungmenni, sem voru vægast sagt furðuleg. fyrst kom annar gaurinn og bað um latte með sýrópi. ég sagði honum að við værum ekki með sýróp og þá segir minn "þú ert með kók þarna" og benti á hilluna þar sem kókið er sýnt "það er sýróp, ekki rétt?" "öhh jú ætli það ekki" sagði ég. "taktu kókið og settu eins og eina matskeið af því í kaffið, það ætti að vera svipað" þá sagði ég honum að hann þyrfti að kaupa flöskuna líka, því við værum ekki með kók í vél. þá varð hann voða fúll og sagði mér bara að sleppa því. svo kom stelpan og bað um vatn með sítrónu og klaka. þegar ég sagði að það væri ekki heldur til þá duttu andlitin af þeim. svo settust þau og þá byrjaði annar strákurinn og stelpan geðveikt að rífast og vinurinn sat bara hjá þeim og hlustaði kurteislega.

fólk á sýru á bara að vera heima hjá sér.

|

Saturday, October 02, 2004

oj það var svo ekki gaman í vinnunni í dag!! það var alltof mikið að gera og ég fékk svo mikið af blautum kaffikorg undir neglurnar. ég hata blautan kaffikorg. það eina sem var gaman var þegar sæti mokkastrákurinn minn kom og sat alveg í einn og hálfan tíma. hann kom líka á fimmtudaginn og vorum við soldið að spjalla. það var gaman.

annars er það bara gleði í kvöld. ég er að koma mér í gírinn með því að hlusta á damien rice, sem klikkar aldrei, því maðurinn er bara snillingur.
á svo von á fólki hingað, sem eru þær amanda og kata, sandra beibí, heiðrún, lóa og svo má eiga von á að sjá mikael en hann ætlar á tónleika með van nokkrum morrison. verður það án efa snilld mikil og þykir mér miður að vera ekki þar með honum að stíga mánadansinn. oh well...
þeir sem vilja kíkja til mín eru að sjálfsögðu velkomnir.

góða skemmtun í kvöld litlu sálir..


|

Friday, October 01, 2004

ég er að horfa á legally blonde og hún er svo fyndin. ég elska atriðið þar sem hún kemur klædd eins og kanína í partý og segir svo við vivian "..but when i dress up as a frigid bitch, i try not to look so constipated" *hlæhlæhlæ*

þessa setningu ætla ég að muna ef ég þyrfti nú einhvern tímann á henni að halda.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com