góð saga

|

Tuesday, August 31, 2004

arna mælir með stepford wives. ágætis afþreying, jájá...

annars fór ég í fyrsta söngtímann minn í dag og var það bara ágætt. komst líka að því að ég er með mjög þétt skipaða dagskrá í hverri viku. ég er í skólanum alla daga og svo fer ég á kóræfingar mánudaga og miðvikudaga, samsöng og söngtíma á þriðjudögum, tónfræði á miðvikudögum, undirleik á fimmtudögum og vinn líka á mokka öll fimmtudagskvöld og aðra hverja helgi. og já kóræfing líka annan hvern sunnudag. úff púff ég verð bara uppgefin af að skrifa þetta. en sem betur fer er ég í fríi alla föstudaga frá 12:15.
jæja, ætla að fara og horfa á amélie og set því punkt hér.

|

Monday, August 30, 2004

móðir mín er haldin fanatískri dýrkun á konungsfjölskyldum. akkúrat núna situr hún inni í stofu og horfir á þátt um evrópskar konungsfjölskyldur og segir af og til á innsoginu "jiii hvað hann er sætur"
og dæsir í leiðinni..

|

Friday, August 27, 2004

þú gekkst eftir steinlögðu stræti.
húsin risu til beggja handa, eins og gjárveggir.
þú mættir engum en augu húsanna störðu á þig,
eyru húsanna hleruðu hugsanir þínar.
þú reyndir að hugsa í felum,
á bakvið hinar sjálfsögðu hugsanir dagsins,
en von bráðar vissirðu ekki lengur hvaða hugsanir
voru þínar og hverjar voru annarra.
og á krossgötunum sástu skugga þinn hverfa á eftir manni,
sem kannski varst þú.

|

eitt sem ég verð að deila með ykkur..
mamma keypti eitthvað sem heitir mini eclairs og er franskt ljúfmeti. það eru svona litlar bollur úr vatnsdeigi með einhvers konar kremi innan í og súkkulaðiglassúr ofaná. þetta er geymt í frysti og er sett í örbylgjuofn örstutt, bara fimm sekúndur eða svo, og þá er þetta svo syndsamlega gott að ég fæ bara unaðshroll þegar ég hugsa um þetta. vá ég hef bara sjaldan smakkað svona gott. dömur! þar sem þið vitið sannleikann um "kynlíf eða súkkulaði" þá er ég að segja ykkur; smakkiði þetta!!

|

Wednesday, August 25, 2004

að fara í sund er góð skemmtun.
sérstaklega þegar það eru sætir strákar í lauginni. en það sem gerir það enn betra er ef að þeir koma ofan í á eftir manni og fara upp úr á undan. gerðist það áðan þegar ég fór í sund? mmm..NEI!! djös vesen.

|

mikið er nú ljúft að vera ég. alla vega eins og er. þar sem kórinn er ekki byrjaður og ekki tónó heldur þá er ég bara í rólegheitum heima að slappa af. alla vega eftir klukkan tvö á daginn, þar sem ég er alltaf búin svo snemma og stundum fyrr. en ljúft. kórinn byrjar reyndar í kvöld en það er svosem engin kvöð því mér finnst svo gaman í kórnum.
jæja er farin að horfa á ól í aþenu á stöð eitt sem er æsispennandi. núna er sjósund kvenna. gííífurleg spenna.
stundir..

|

ég verð því miður að koma með sorgarfrétt sem hefur kannski ekki farið framhjá neinum.
en það hlaut að koma að því að við íslendingar yrðum að horfast í augu við staðreyndir og sætta okkur við það að allt tekur enda um síðir.

góðir hálsar.. ég tilkynni með trega..
það er byrjað að rigna.


|

Tuesday, August 24, 2004

núna er ég að horfa á með allt á hreinu og er sú mynd algjör snilld svo lítið eitt sé sagt!!
skyggnilýsingarnar eru frábærar, en eggert kemur einmitt oft á mokka og langar mig alltaf að segja honum hvað hann var frábær í því atriði og hvað ég hef hlegið mikið að því.
"og svo er hér að lokum blátt reiðhjól, kannast einhver við það? nei það kannast enginn við það hér. lásinn er.. hmm.. lásinn er inn út inn inn út. ég endurtek, inn út inn inn úúút"
þvílík snilld.

|

loksins loksins!!!!!!


..er ég komin með netið. ég fór í gær og keypti mér fartölvu og sit við hana núna. ohh æ lovv itt.

hvað hefur gerst.. hmmm... voða lítið markvert gerst undanfarið. skólinn byrjaði af fullum krafti í dag eftir allt of stutt frí. það var fínt. ég er með mjög góða stundaskrá, en ég byrja alltaf klukkan átta tíu og er til fjórtán tíu mánudaga til miðvikudaga, til tólf fjörutíu á fimmtudögum og til níu tíu á mánudögum, en það er bara einn tími. svo fer ég út í safamýrarskóla og er þar að aðstoða fjölfötluð börn til korter yfir tólf. fæ tvær einingar fyrir það sem er ekki slæmt. þannig að ég er bara ánægð með þetta allt saman. en mest er ég þó ánægð með litla barnið mitt sem ég sit við og pikka á.

jæja best að fara að gera eitthvað af viti og hætta að misnota þráðlausu tenginguna (en tölvan pikkaði upp einhverja tengingu svo ég er að hakkast inná henni hjá saklausum notanda. örugglega karate-árni í kjallaranum)

núna er tímabært að fagna endurkomu minni í nördheima með því að hoppa nokkrum sinnum í rúminu, en það hef ég fullan hug á að gera núna.
stundir..

|

Tuesday, August 17, 2004

þegar maður hittir einhvern sem maður þekkir ekki mjög vel í sundi geta komið óþægilegar þagnir. til dæmis ef sama staða kæmi upp á laugaveginum gæti maður sagt "hey ég verð að drífa mig.." og rokið í burtu. slíkt er ei hægt í sundi og er maður því fastur í óþægilegum þögnum og vandræðalegaum augnablikum sem engan endi virðast ætla að taka.
í slíkum aðstæðum er gott að hafa eitt af eftirfarandi: A. þyrlu B. flugvél C. lítið frændsystkini sem dregur athyglina að sjálfu sér D. allt ofantalið

|

Wednesday, August 04, 2004

halló allir saman. hér sit ég við tölvuna og er komin vestur á firði, nánar tiltekið ísafjörð. ég elska að vera hér. allir eitthvað svo rólegir og ekkert stress. það er yndislegt.
var ekki fyrr komin heim af þjóðhátíð en ég brunaði hingað með múttu. en talandi um þjóðhátíð þá var hún bara skemmtileg. sé sko ekki eftir því að hafa farið. ohh það var svo gaman að ég er strax farin að telja niður í næstu. brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn voru algjör snilld að ég tali nú ekki um pizzurnar í þynnkunni, en við fundum æðislegan lítinn stað sem gerir alveg geggjaðar pizzur. sló meira að segja eldsmiðjuna út og þá er mikið sagt. en við vorum semsagt á gistiheimili fimm stelpur og munaði það öllu að þurfa ekki að vera í tjaldi. og veðrið var líka æðislegt, ég ulla bara á sigga storm með sína rigningu. á laugardaginn vorum við bara úti á hlýrabolum og vorum að kafna úr hita. svo á kvöldin var farið niður í dal og drukkið og dansað og spjallað við heimamenn. ég smakkaði samt ekki lunda í ár og finnst mér það miður því það er svo gott. mæli með því að þið prófið það. jahá..
svo á sunnudeginum, í miðjum brekkusöngnum, þá var ég að tala við söndru og allt í einu sáum við hvar sólin virtist vera að brjótast fram úr skýjunum. alla vega héldum við að það væri sólin, því við vorum með óhemju mikið magn af áfengi í æðunum, en þá var það tunglið. það var ekkert smá flott. það rétt grillti í það bakvið skýin og svo allt í einu var eins og skýin lyftust (eins og gardína) og tunglið kom í ljós, alveg blindfullt eins og við. það var ekkert smá magnað. með því flottasta sem ég hef séð (fyrir utan rassinn á gæjanum í herbergi nr. 14)
þannig að ég er bara mjög sátt við þessa verslunarmannahelgi.
ef fleiri hafa skemmtilegar sögur að segja frá helginni, do share.

stundir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com