góð saga

|

Wednesday, March 25, 2009

hamingjuóskir dagsins fara til hörpu vinkonu minnar og hauks, sem í dag eignuðust sitt annað barn. það var stúlka, þrettán merkur og 49 sentimetrar. ég persónulega get ekki beðið eftir að fá að sjá barnið og að sjálfsögðu foreldrana og stóru systur!

innilega til hamingju öllsömul!

|

Tuesday, March 17, 2009

um helgina var ég í heimaprófi. ég var í sambandi við hana bryndísi sem er með mér í áfanganum (og var einnig með mér í kvennó) og ákváðum við að hittast og ræða aðeins spurningarnar og svona.. áður en ég fór til hennar fór ég til sjúkraþjálfara þar sem ég meiddi mig aðeins í hálsi á sunnudaginn, og var niðurstaðan þar að ég er tognuð og með klemmda taug. alla vega.. þegar ég kom til bryndísar þá var ég ekki viss um hvar ég ætti að fara því þetta er stórt hús. ákvað ég því að hringja í hana úr númerinu sem hún hafði hringt í mig úr fyrr um daginn. fór í símann og í "received calls" og hringdi. maður svaraði.. ég: "halló er bryndís heima?" maðurinn: "engin bryndís hér". ég: "ó afsakið". maðurinn: "ekkert mál.. bless". ég: "bless".
eftir símtalið velti ég fyrir mér hvert ég hefði eiginlega hringt.. af hverju var bryndís ekki í þessu númeri sem hún hafði hringt í mig úr tveimur tímum fyrr?
maðurinn í símanum var bjarni! ég mundi ekki að hann hafði hringt í mig í millitíðinni og við töluðum því saman og föttuðum hvorugt hver var á hinni línunni. erum við erkilúðar eða bara að verða gömul? þá leit bjarni ekki heldur á símann.. bara svaraði og sagði þessari rugluðu konu að hjá honum væri engin bryndís..

|

Friday, March 13, 2009

ég gerði samning við söndru óléttubínu að skrifa færslu ef hún setti inn bumbumyndir. það var samþykkt og myndir komu inn fljótlega. svo hér er ég mætt.. langt síðan síðast. eða er það kannski alltaf þannig? mér finnst þetta bara ekkert skemmtilegt lengur.. fésbókin á hug minn allan þessa dagana. lítið að frétta svosem nema að ég hélt í gær að vorið væri að koma. ég var úti með börnin um klukkan tvö í svona þrjú korter og var á peysunni allann tímann. já ég er farin að vinna á leikskóla. vá er virkilega svona langt síðan síðast? ég fékk vinnu á hofi, sem er hjá laugarnesskóla, í lok febrúar og er að vinna 60% með skólanum. er alla mánudaga frá níu til fimm og frá eitt til fimm hina dagana. það er mjög fínt og vonast ég eftir svipaðri vinnu í sumar, en ég verð þarna út maí. ég er búin að sækja um tvær stöður hjá vinnuskólanum sem fræðsluleiðbeinandi og svo leiðbeinandi hjá jafningjafræðslunni. ætla svo að athuga með fleiri leikskóla. þá vitiði það.. þetta er svona það helsta sem er frétta.. svo eru auðvitað allir óléttir. ég veit um sextán sem eiga von á barni, þ.e. sextán pör, og eru sex búnar að eiga síðan í byrjun nóvember.
fleira var það ekki.. í lokin vil ég senda afmæliskveðju til maju sem á afmæli í dag og einnig til monsu hörpu- og hauksdóttur jr. sem ætti að eiga afmæli í dag, en lætur aðeins bíða eftir sér eins og sannri dömu sæmir.

veriði góð þangað til næst.. og já.. ein mynd af vorinu! tjá...


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com