ég elska samt dramatík.. þið vitið eins og nágranna, desperate, melrose og fleira í þeim dúr. en ég vil hana bara á sjónvarpsskjánum. ég þoli ekki, ég endurtek þoli ekki dramatík í raunveruleikanum. ég hef aldrei skilið stelpur sem eru alltaf að rífast við vinkonur sínar og talast ekki við í marga daga. eins skil ég ekki vinahópa sem skiptast á að sofa hjá sömu strákunum og skapa þannig endalaust volæði og eymd. ég bara næ því ekki..
nóg um þetta... ég er á síðustu næturvaktinni minni og ég er þreytt. svo þreytt. samt hef ég slegið met í svefni undanfarna daga. dæmi.. á þriðjudaginn svaf ég frá níu um morguninn til tíu mínútur í sex um kvöldið og þurfti sko að setja eldspýtur milli augnlokanna ég var svo þreytt. eina ástæðan fyrir því að ég fór á lappir var sú að ég var að fara í matarboð klukkan hálfsjö. svo sofnaði ég aftur eftir matarboðið..
næturvaktir eru erfiðar..