góð saga

|

Thursday, March 22, 2007

jæja, ég er ekki lengur veik. eldhress bara..
ég er enn að gera upp við mig þetta vændisfrumvarp og hvað mér finnst um það. veit ekki alveg hvað mér finnst ennþá því ég er á móti vændi, en svo koma rökin á móti sem segja að mansal haldist í hendur við vændi einmitt þegar það er ólöglegt og neðanjarðarheimur skapist í kringum það. já ég er mikið að spá í þetta en nenni ekki að fara nánar út í það..
annað sem ég er að spá í og það er að fara í laseraðgerð á augum vegna blindu minnar. það er dýrt, sem er eini þrándurinn í götu minni, en þeir bjóða reyndar upp á raðgreiðslur til þrjátíuogsex mánaða sem kemur sér vel þegar maður er fátækur. er að spá í að gera þetta í sumar. þá vitiði það..

ég er farin. ætla á bóksöluna og svo í te og kaffi en fyrst þetta..

|

Thursday, March 15, 2007

ég er ennþá veik. mér leiðist hrottalega núna. mamma í vinnunni og bjarni yfirgaf mig fyrir hlaupabretti í laugum sem hann heldur við nokkur eftirmiðdegi í viku.
ég er enn með smá hita sem þýðir að ég má ekki fara út fyrr en á laugardaginn. það þykir mér ei skemmtilegt. þegar maður er veikur hvað gerir maður þá?











jú.. maður fær sér eina franska..












ég var ekki lengi að klára hana sem og mjólk í kókglasi












það er sko ekkert gaman að vera veikur..












eins gott að ég á góða vini!


ef þið eruð ekki enn búin að fatta það að þá leiðist mér!

þangað til seinna..

|

Monday, March 12, 2007

hún elsku amma mín á afmæli í dag. orðin níutíu ára og eldhress eins og alltaf. hún er alveg yndisleg og ótrúlega fyndin og skemmtileg. alltaf gaman að heimsækja hana. það verður svaka veisla í kr heimilinu í dag og mætir öll fjölskyldan. ég hlakka mikið til!

það eina sem er ekki gaman við daginn í dag er að ég er veik. með hita, hálsbólgu og bólgna eitla í hálsi. ég fer nú samt í afmælið, tek því bara rólega þangað til. annað sem er leiðinlegt er að ég átti að baka vöfflur með krökkunum í vinnunni í dag og finnst mér leiðinlegt að missa af því..
ætla upp í rúm.. hitaveirurnar eru komnar aftur á stjá og láta mig fá beinverki og fleira ógeð.

eigiði góðan dag..

|

Saturday, March 10, 2007

helgin (enn sem komið er) í máli og myndum...











ég á kaffihúsi kl sjö í gærmorgun..











katrín inga frænka fór með mér











fór svo í klippingu og litun eftir hádegi











þetta var útkoman.. aðeins styttra











um kvöldið var svo þessi sæta pæja sótt heim











henni fannst rosa gaman að fá örnu frænku í heimsókn..


svo vorum við bjarni að koma af skaganum þar sem við heimsóttum nýfædda andradóttur. hún er alveg þvílíkt sæt, enda ekki við öðru að búast.. ætla ekki að setja inn myndir af því þar sem móðirin hefur ekki enn gert það og finnst mér það hennar að kynna barnið fyrir nördheimum.
en ég get alveg sagt ykkur frá því að bjarninn tók sig vel út með barnið og svaf hún vært hjá honum. set inn myndir af því seinna..

eigiði góða helgi..

|

Tuesday, March 06, 2007

ég vil byrja á því að óska þeim lindu og andra fannari innilega til hamingju með litlu dömuna sem fæddist í kvöld þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í átta! þetta eru alveg frábærar fréttir og er sú stutta mjög stundvís, en í dag var settur dagur. hlakka ekkert smá mikið til að hitta þau og berja erfingjann augum..

annars sit ég ein heima með eyrnabólgu. fékk slíka í fyrrasumar og þá í hægra eyrað og var það byrjað aðeins aftur fyrir nokkrum dögum en í dag ákvað hún að heilsa líka upp á vinstra eyrað.. fjör eða þannig! svo hér er ég með bómull í eyrunum svo droparnir leki ekki út. smart!
jæja best að fara að koma mér í það að lesa þessa grein sem ég á að vera að lesa en ekki hanga alltaf svona á netinu.. ég er nú meiri netfíkillinn! þeir skilja sem vita..

góða nótt

|

Monday, March 05, 2007

voðalega átti einar bárðar bágt í þætti einum á föstudaginn, en ég er búin að vera að halda mér vakandi í kvöld til að sjá þetta endurtekið.
eitt af því sem ég gerði á meðan ég beið var að glugga í ákveðna umræðu á landi einu kenndu við börn. ég á bara ekki til orð yfir þessum kellingum sem þarna sitja í skjóli nafnleyndar og eru með þvílíkan dónaskap og kjaft! ég sver það ef ég væri vinnuveitandi þá myndi ég loka á þessa síðu í tölvunum ef það væri hægt. ég meina ef einhverjar af þeim eru í vinnu þá geta þær ekki verið að sinna henni vel því þær eru alltaf þarna inni að hrópa eitthvað. mér meira að segja ofbauð svo í kvöld að ég tilkynnti þessa umræðu sem ég var aðallega að skoða. sá að það stóð þarna efst og prufaði að ýta og þá fór greinilega einhver melding um þetta til þeirra sem að síðunni standa. ég skil ekki hvers vegna þeir loka ekki þessari umræðusíðu.. þetta snýst svo engan veginn um börn lengur! bara leiðindakellingar sem eiga ekkert líf og eru bara á netinu allan daginn og skilja eftir nafnlaus innlegg og úthúða svo þeim sem þora að segja eitthvað undir nafni.

svei!

|

Friday, March 02, 2007

ferð á tapas með góðu fólki..












parið bíður spennt eftir viðari












sem reyndist svo vera niðri í fram heimili..












ekkert við því að gera nema halda á teipas












viðar hafði ekki borðað í marga daga












við linda hressar meðan flössin blikkuðu hægri vinstri












eins gott að brosa í allar vélar












viðar hress eftir matinn












andri skildi ekkert hvaða maður þetta var sem settist hjá honum..



takk fyrir kvöldið! verðum að hafa þetta reglulegan viðburð..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com