góð saga
Tuesday, October 31, 2006
|Tuesday, October 24, 2006
en núna þarf ég að fara.. nágrannar eru að byrja á stöð tvö plús..
Monday, October 23, 2006
ég er mjög pirruð yfir þessu. á ég að segja ykkur af hverju? hafiði séð veðrið úti? því ég hef séð það.. það er undursamlegt og fæ ég ekki að njóta þess í dag og á morgun er spáð snjókomu. fussumsvei..
Sunday, October 22, 2006
fyrir utan númeraskiptin er lítið að frétta, nema kannski það að ég er hætt að vinna hjá vodafone. hætti fyrir viku síðan og er farin að vinna á frístundaheimili tvisvar í viku og er einnig að sjá um tíu til tólf ára starf einu sinni í viku í frostaskjóli. þessi vinna og vinnutími hentar mér mun betur, engin kvöld- og helgarvinna sem var að gera mig gráhærða. sem og að þurfa að hlusta á kvartanir um fréttablaðið og digital og allt sem því fylgir. var orðin mjög þreytt á því og ákvað því bara að hætta og hugsa að ég muni ekki sjá eftir því. ég hef svosem alltaf vitað að það á miklu betur við mig að vinna með fólki en ekki fyrir fólk, en það er það sem ég hef hugsað mér að gera í náinni framtíð. ég á samt eftir að sakna sumra vinnufélaganna minna en svona er þetta bara, maður verður að gera það sem virkar best fyrir mann sjálfan.
eigiði góða nótt..
Wednesday, October 18, 2006
annars er það engin rækt í dag þar sem ég er að fara í tíma frá þrjú til hálf sex á eftir og svo að vinna í kvöld. tók vakt í félagsmiðstöðinni 101 sem er í austurbæjarskóla fyrir einn vinnufélaga minn sem er að fara á airwaves sem mig langar ekkert á. ég er orðin sósíal retard.
eigiði góðan dag..
Tuesday, October 10, 2006
ég er búin að kaupa mér árskort í laugar! árskort!! ég sem hef aldrei dýft hendi í kalt vatn þegar kemur að líkamsrækt, lyftingum og barasta öllu því sem kemur manneskju í gott form. þannig er nefnilega að hann bjarni fritzson góður vinur bjarna (og núna minn) gerði svo fínt plan fyrir bjarna að ég ákvað að athuga hvort hann vildi gera eitt slíkt fyrir mig og tók hann vel í þá bón. ég byrjaði í gær og fór þá parið góða saman á æfingu, tók brennslu og lyfti og fór svo aftur áðan og lyfti.
mér finnst þetta í fyrsta skipti á ævinni vera skemmtilegt og var ég með hugann við þetta í allan dag og hlakkaði bara til að fara á æfingu. já svona getur fólk breyst..
jæja best að fara að sofa því það er ræs á lynghaga klukkan hálf átta í fyrramálið og ætlar bjarni þá í tíma í lögfræðinni og mín í laugar í fitumælingu.
ossokomaso!!
ps. rétt upp hönd sem hélt að ég væri að tilkynna óléttu í byrjun færslu?
Thursday, October 05, 2006
þetta eru reyndar ekki allar myndirnar vegna þess að þetta fotki drasl leyfir mér bara að setja inn ákveðið magn af myndum. svo ef einhver veit um betra forrit, sem er bæði fljótvirkt og ekki með kvóta, endilega látið mig vita í innleggi. ég verð mjög þakklát.
góða nótt..
Wednesday, October 04, 2006
í tilefni af því ákvað ég að efna gamalt loforð og birta hér ferðasögu síðan við fórum til gran canaria í janúar.. muniði eftir fögru loforðunum um hana? jæja hér kemur hún og kannski nokkrar myndir ef þið eruð stillt..
Kanarí eyjar
11.01 – 18.01 – 2006
Montemar hótelið
Les Playas del Ingles
Það var ekki langt liðið á haustið 2005 þegar lítið par, sem hafði ósjaldan upplifað það að vera veðurbarnir rakkar, tók þá skynsamlegu ákvörðun að fara til Kanarí eyja í upphafi ársins 2006. Afsökunin var stórgóð, þ.e. að fagna þeim langþráða áfanga að Örnólfur einnig þekkt sem Arna gæti loks gengið í fullorðina manna tölu og hafið háskólanám.
Sjálfur hafði sögumaður þá nýlega hætt í Meistaranámi vegna skólaleiða og hafið störf að fullu sem næturvörður, Örnugarminum til ómældrar ánægju.
Þegar nær fór að draga var ákveðið að farið skyldi út þann 11. janúar og svo snúið heim í fimbulvetur þann 18. janúar og þá stutt í lok þess mánaðar og svo urðum við að þrauka febrúarmánuð – og án þess að ætla að eyðileggja söguna þá tókst það, enda hér ekki um að ræða spennusögu eða melodrama af þeim hætti sem menn þekkja af daglegu áhorfi á sápuóperur... nei þetta er ferðasaga.
11.01
Við lentum harkalega í Las Palmas um kl. 15:15 og það hefði alveg mátt vera heitara. Við skelltum okkur upp á hótel og komum okkur sæmilega fyrir. Hoppuðum svo út til kaupmannsins á horninu og keyptum allskyns drasl sem þörf er á, í útlöndum – s.s. morgunmat, nammi og moskítófælu til að nefna e-ð.
Ákváðum svo að bregða útaf vananum og pöntuðum pizzu frá Pizza Hut og mikið væri gaman að sjá sambærilegt verðlag á Íslandi.
Að því loknu var haldið út aftur, spókað sig um og kíkt í lítið moll og þar var ýmislegt skemmtilegt í boði sem síðar var keypt.
Klukkan 20:30 var kíkt aftur upp á hótel, farið í notalegt kertaljósabað og Kanarí eyjum komið á kynlífskortið... og svo auðvitað pizza – þetta er fallegt!
Hvað gerir maður svo þegar maður er í útlöndum?
Jú, sendir K. Brooks póstkort!
12.01
Þegar á áfangastað var komið var hins vegar 23 stiga hiti og sól og því ákveðið að taka Laugarveg þeirra Las Palmasmanna er ber heitið Triana. Átti þetta eftir að reynast happadrjúg ferð fyrir ,,parið”.
Fundum við bæði það sem við höfðum lengi leitað að, sögumaður fann sér skyrtu og Arna fann sér karlkyns hóru að nafni Sergio... Ha? Nei Arna fann sér þessa líka snotru kápu sem viðhélt spútnikinu í henni en samt með smá klassíkum 17 stíl, þessa elsku fann hún í Mango. Þaðan mússuðum við okkur yfir í Zöru þar sem Örnólfur keypti sér græna peysu, sem fékk samþykki mitt þar sem hún stakk ekki. Næst var haldið á stað sem ávallt særir stolt mitt sem áhugasamur maður um mat heimamanna, en það ku vera ógeðisstaður ógeðisstaðanna sjálfur McD. Að því loknu voru fleiri búðir skoðaðar en án árangurs og sögumaður því undir eftir fyrsta keppnisdag 3-1. Planið var reyndar að fara aftur enda ég mjög íhaldssamur á föt og þarf umhugsunartíma – það kom þó ekki í veg fyrir að ég gjörtapaði á endanum í þessu flíkastríði.
Eftir þessa fyrstu orrustu var haldið upp á hótelið og sem venja er bar ég allt draslið þar sem ég tapaði (svipar til þess að taplið í knattspynu þarf að tína saman boltana). Er upp á hótel var komið var draslinu fleygt af sér og Arna tók einn Siggisaki (fagnaðarsöngur) og skipaði fyrir að nú skildi ég taka þátt í sigurgleðinni og bjóða henni á Grand Italia sem liggur við Faro í Maspalomas – svona fínn staður með Hugo Boss og Versace liði.
Þó að flestir gestir staðarins hafi verið smeðjulegir uppar eða aðalsmenn sem hlógu Colgate brosi með æfðu áralöngu ektatani – þá var ekki hægt að kvarta yfir matnum.
Fengum okkur bruchetta í forrétt og dýrindis nautasteik með bakaðri kartöflu og grænmeti, þessu var síðan slúttað með ís löðrandi í súkkulaði – svo ofsa glaður var ég yfir þessari uppgötvun okkar að við lág að ég skálaði við og faðmaði gesti á nærliggjandi borðum. Maturinn var sem sagt yndislegur og verðlagið mjög hagstætt (sérstaklega miðað við Ísland) eða u.þ.b. 50 evrur. Þjónustan til fyrirmyndar (sér hnífaparaþjónn, sér drykkjarþjónn og svo sá sem tók niður pöntunina okkar og maturinn kom strax). Borðbúnaður og annað smálegt – allt til fyrirmyndar. Sem gæðastimpill má sjá myndir hjá Örnu, t.d. gátu gestir valið sér humar sem voru geymdir lifandi í búrum.
13.01
Svo var ákveðið að viðhalda barninu í sér og haldið af stað til Maspalomas í Aquasur sem er vatnsrennibrautagarður. Þar var mikið fjör þrátt fyrir smá sólarleysi á köflum, kaldar laugar og minniháttar óhöpp.
Eftir að hafa snúið frá barndómi var ákveðið að rökræða um heimsmarkaðsverð á ýsu og hvað ráð séu best til að snúa við vöruskiptahallanum og minnka þensluna – eftir stuttar en snarpar ryskingar í leigbílnum þar sem sögumaður fékk blóðnasir og Örnólfur fór úr axlarlið var ákveðið að ekki yrði meira rætt um pólitík í ferðinni. Við héldum því upp á hótel og skiptum um föt og Arna barði öxlina aftur í lið og kláraði sígarettuna.
Við hnulluðum okkur síðan yfir á Casa Luiz og fengum okkur sáttarpizzu því að Arna treysti sér ekki í að stunda kynlíf fyrr en hún væri búin að kaupa axlarhlíf. Því var ákveðið að skella sér aftur til Las Palmas með strætó og halda áfram kauporrustunni, sem gekk svo langt þennan dag að Arna íhugaði hlutabréfakaup í Zöru til að halda forystunni.
Það var steikjandi hiti í Las Palmas og jafnvel svörtustu menn stigu regndans til skiptis við það að þeir undu bolina sína fulla af svita yfir hvorn annan. Því var ákveðið að fara í risa mollið El Corte Ingles og þá kom í ljós að við höfðum látið taka okkur í skraufþurrt rassgatið því þarna voru engar búðir aðeins óljósir básar í kraðaki með ýmsum frægum vörumerkjum svipað og Debenhams, en ég náði þó að lauma inn einni skyrtu og minnka muninn tímabundið.
Frá Las Palmas var haldið aftur yfir á ensku ströndina og þaðan út að borða. Íhaldssemin fékk að ráða ,,stöðugleiki ekki stöðnun” eða eins og maður segir á íþróttamáli ,,maður breytir ekki sigurliði” Ha, hver er Sigurliði?... og því valhoppuðum við á Grand Italia.
Við ákváðum að láta reyna á nafnið og pöntuðum pizzu og Ravioli Bolognese og auðvitað Bruscetta í forrétt ( sem ég er tilbúinn til að fullyrða að fáist ekki betur gerð nokkur staðar á Ítalíu og hef ég smakkað þær nokkrar í Róm og Florens) þessu var svo öllu ljúflega skolað niður með hinum mjög svo góða 2006 árgangi af Coca Cola – eikarkeimur, gömul kirkja, blautur köttur, fótstöppuð aukaefni og annað það sem einkennir árganginn. Eftir slíkt át er svo fátt betra en að fá sér ítalskan ís og urðu 4 mismunandi kúlur fyrir valinu – hver annarri betri.
Frá ítalska staðnum okkar var haldið heimleiðis í notalegt rósabað... bíddu er ég staddur í rómantískri mynd?... og þaðan haldið í háttinn.
14.01
Við ætluðum að vakna klukkan 09:00 vegna þess að almættið hafði hvíslað því í gegnum sturtuhausinn kvöldið áður að það yrði sól er við vöknuðum... auk þess sem það fittaði vel inn í okkar stífu fundardagskrá. Við vöknuðum hins vegar klukkan 11:15 vegna þess að Arna vældi alltaf ,,nei, sofum 5 mínútur í viðbót” og þar með tveir tímar af dansandi perlusólskini farnir til spillis og koma aldrei aftur – aldrei segi ég! Við létum þetta hins vegar ekki á okkur fá heldur reyndum okkar lukku á ströndinni.
Þegar þangað var komið hafði ,,parið” ekki skipulagt ferðina betur en svo að það var peningalaust – en þar voru sólarbekkir til leigu, það var því okkar forni óvinur úr norðri – helvítið hann Kári sem varð til þess að við gengum niðurlút aftur upp á hótel.
Þegar þangað var komið ákvað Arna að brugga banvæna blöndu af BBQ og olíu og grilla, jú hvað annað en sjálfa sig... ég lyfti augabrúnum hissa og sagði ,, Fuck that shit, ég er farinn að horfa á City berja skítinn úr mínum mönnum”. Eftir að dómarinn hafði saurgað buxur sínar og minningu móður sinnar með því að gefa City tvö rangstöðumörk og reka Ronaldo útaf fyrir engar sakir var könnu skellt og rokið heim í grillingu með betri helmingnum.
Þegar Arna hafði uppfyllt fetishi sínu með því að stórskaða sig í andlitinu var haldið upp á herbergi þar sem slysið var sett í olíuhreinsun. Eftir smúlið var haldið í áðurnefndan verslunarkjarna og þar keypt tvö pör af mjög Bjarnalegum skóm, eitt svart par og annað brúnt. Þaðan var haldið til Vecindario og mannfræði rannsóknum á kaupæði haldið áfram í mollinu Atlantico sem var nokkuð stórt en mjög hávaðamyndandi. Þar voru gerð góð kaup af báðum aðilum. Undirritaður keypti grænar flauelsbuxur ,,Islandstyle” og gjafir handa litlum krílum heima. Örnólfur keypti sér dýrindis pils og jakka, lauk þar með kápu og jakkaleit sem staðið hefur yfir í rúman áratug og vinkonur þurfa því ekki að horfa lengur upp á ástvin í krabbameinssmitaðri leðurkápu.
Hélt ,,parið” því heim kátt í kampinn – beit í gamla pizzu og hélt í háttinn.
15.01
Já við ætluðum að vakna fyrr en það var skýjað klukkan 9:30 svo að það var ákveðið að sofa lengur. Þegar við svo loks tussuðumst á lappir var komið þetta fína veður, en samt á mörkum þess að vera grillveður svo að við spöruðum olíuna og héldum í enn eitt mollið Yumbo sem var rétt hjá hótelinu. Það voru vonbrigði. Matur – nammi og Örnu tyggjó mússi mú. Þá var loksins komið almennilegt grillveður svo að frú slim og gúmmíkarlinn mökuðu sig öll út í olíu.Hitinn var 25 stig sem verður að teljast breyting frá gaddinum og veðravítinu á Íslandi. Um fjögurleytið vorum við orðin svöng af allri brennslunni og löngun í borgara orðin mikil. Því var haldið í afgreiðslu hótelsins, þar sem starfsmaður mælti með Pepe Chiringo og ég skal hundur heita ef að þessi maður fer ekki beina leið til helvítis, fæðist sem fluga í næsta lífi vegna slæms karma eða aðra þá verri staði sem mögulegir eru fyrir þessar upplýsingar – er hægt að fá verri skyndibita? Nei, ég myndi fyrr leggja mér til munns kjöt af dánum ættingja en að láta svo mikið sem annað brotabrot af munnbita af þessum ógeðfellda borgara inn fyrir mínar varir. Ég veit ekki og vil ekki vita hvers konar kjöt þetta var, brauðið var eitthvað sem mávar myndu segja ,,nei ég hef nú meiri virðingu en þetta”, tómatarnir voru grænir og sósan var eitthvað sem ég get ímyndað mér að komi úr óæðri enda eyðnismitaðs sprautufíkils með matareitrun – ég sver það ég hefði hrint þessari skepnu úr afgreiðslunni niður af svölum ef ég hefði séð hann aftur!
Hvað var hægt að gera eftir slíka ferð? Tala við Mannréttindadómsstól Evrópu? Ég hugsaði með mér ,,Hvað hefði Wham gert á 9.áratugnum? Hvað hefði Zoolander gert?”
Hey! Förum á Grand Italia með bros á vör. Undirritaður fékk sér nautasteik og Arnold kreppti magavöðvana og fékk sér kjúklingasalat, forréttur hvað annað en bruscetta og ís í eftirrétt og Parið illa 9ties sátt. Héldum svo heim í bað og ból, engin í jail og engin hótelstarfsmaður í hjólastól.
16.01
Nei, nei við snúsuðum til klukkan 11:30 og mússuðum okkur til Las Palmas.
Eftir að hafa setið í rútu, tekið strætó og snætt samloku í verslunarmiðstöðinni Las Arenas tók við verslunarleiðanur sem átti eftir að standa yfir í hátt á sjöttu klukkustund með tilheyrandi mjólkursýru í kálfum og öðru rænuleysi. Við náðum því að versla fullt og sáum í lok dags að þetta var vel þjáningarinnar virði. Arngrímur keypti 3 peysur, 2 boli og pils á einungis 90 evrur en ég keypti frakka, 2 skyrtur, 2 bindi og peysu á 206 evrur. Verðið þarna var auðvitað hlægilegt. Spurning um að fara árlega þangað í verslunarferð? Harpa kannski gabbar okkur til Flórida til samanburðar.
Þaðan var haldið með hinum ýmsu farartækjum upp á hótel, kaupþreyta komin í mannskapinn en náðum samt að rífa af alla verðmiða og setja snyrtilega í tösku.
Auk fatnaðar var keypt dót handa familíunum sem slógu hressilega í gegn.
17.01
keyptum við okkur bæði Crocs inniskó sem ekki þykja töff í dag, en þess má samt geta að þeir kostuðu 1100 kr. íslenskar á Kanarí en kosta 5900 kr. hérlendis. Hálfmáni var étin þó að við værum ennþá kristin á pappírum og svo héldum við heim talandi tungum, bölvandi og ragnandi.
Ákváðum að taka síðustu kvöldmáltíðina á þetta og allar götur eftir Pepe var hugurinn við Grand Italia og maturinn sem svo oft áður unaðurinn einn, Bruschetta og naut.
Arna sigraði svo verslunarkeppnina með late goal, þar sem hún tók upp kortið og straujaði tvö Camper pör eftir matinn og ég lá eins og Samuel Kuffour eftir CL leikinn við Manutd 1999 og grét.
18.01

Tuesday, October 03, 2006
|Monday, October 02, 2006
þá vitiði það..