
svo verð ég nú að segja ykkur hvað ég á yndislegan kærasta. í gær hringdi dyrabjallan og þá stendur þar maður fyrir utan með kassa. hafði þá ekki bjarni, þessi elska sem hann er, farið og keypt bókahillu. við erum búin að vera á leiðinni að kaupa eina slíka frekar lengi og ekki veitir nú af þar sem við erum bæði að fara í nám. þetta er ekkert smá flott hilla og er ég mjög ánægð.
næst á dagskrá er að færa sjónvarpið yfir á sjónvarpsskáp sem mamma var að gefa okkur og henda ljótu kommóðunni sem hefur geymt það hingað til. þegar þetta allt er búið þá mun ég bjóða öllum sem vilja í ókeypis sýningarferð um kjallarann á lynghaganum.
núna ætla ég hins vegar að leggjast upp í sófa og horfa á fried green tomatoes á meðan bjarni fer í heimsklassann og púlar.
góðar stundir..