góð saga

|

Friday, January 28, 2005

jæææja..
undanfarið hef ég verið að spá í hvað ég ætla að gera í haust. (og fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er ferð minni gegnum menntaskóla næstum lokið) annars verð ég mjög stolt ef ég útskrifast í vor því þá er ég að útskrifast á sjö önnum, en ekki átta.. gaman gaman..
allavega.. um daginn spurði amanda (eða kata) af hverju ég færi ekki í íslensku.. ég varð frekar hissa á þessari spurningu því það hljómar eitthvað svo leiðinlegt..
svo fór ég að hugsa um það og hugsaði svo enn meira og er eiginlega bara búin að taka þá ákvörðun að prófa. hugsa að það gæti verið gaman.. þær segja að ég sé alltaf að leiðrétta þær og eitthvað svona, sem ég geri eiginlega bara án þess að taka eftir því.. þannig að ég er að spá í þetta. og já, maður segir spá í þetta, ekki spá í þessu.. vildi bara koma því á framfæri því þágufallsýkin er að tröllríða öllu og ég þoli það ekki..
og hananú!

svo var ég á múlaborg í dag (en múlaborg varð þrjátíu ára á dögunum og var heljarinnar veisla) og þar fór ég að tala við tvær mömmur og vann ég einu sinni með annari þeirra svo ég þekki hana aðeins betur en bara sem foreldri, og þeim leist mjög vel á þessa áætlun mína. svo sagði ég þeim að mig langaði kannski að fara að kenna íslensku í grunnskóla og tiltók laugarnesskóla, því ég var í honum. þá hlógu þær mikið og sögðu að ég væri bara með þetta allt á hreinu.. það var eiginlega þá sem ég fattaði að þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að gera..

já ég er að spá í að fara bara í íslensku...

eigiði góða helgi litlu vinir..

|

Thursday, January 27, 2005

ohh hvað þetta er búinn að vera erfiður sólarhringur.. ég er alveg búin á því.
og til að toppa gleðina þá þarf ég að fara uppí rúm og lesa íslandsklukkuna..
fönn fönn fönn fönn íslenskt fönn.. ekta íslenskt fönn..
elska þetta lag..

stundir..

|

Monday, January 24, 2005

ég er komin á það stig í mínu lífi þar sem mamma mín er ekki bara mamma mín. hún er eins og vinkona mín núna þar sem ég er farin að þekkja hana svo vel og veit alveg hvernig hún hugsar. ég veit alltaf hver hennar viðbrögð verða við því sem ég er að fara að segja henni, hvað sem það er. ég er ekki sátt við þessa þróun. alls ekki. mér finnst stundum eins og allt sem breytist þegar maður verður eldri breytist til hins verra. var að skoða lesbókina áðan og þar var mynd af reykjavíkurhöfn sem var tekin 1930. ég vildi að ég hefði verið uppi þá. eða kannski aðeins seinna. hefði viljað vera tvítug árið 1954. ég er fædd of seint í heimi sem er sífellt að breytast og mér líkar það ekki. en allt er víst breytingum háð og lítið sem ég get gert í því nema skrifa um það hér..

æska mín er eins og spegilmynd á vatni. ég sé hana speglast í því og horfi svo á hana fljóta burt..

|

Saturday, January 22, 2005

ókei ég veit að ég er alltaf að tala um þætti hér en hafiði horft á whose line is it anyway á stöð 2? hann er svo fyndinn að ég hvet alla sem ekki hafa horft til að setjast niður á laugardögum kl. 19:15. mjög skemmtilegt jájá..
annars var gærkvöldið mjög skemmtilegt. fór í kveðjupartý til perlu sem vinnur á mokka og þaðan með ingunni á næstabar. drakk smá þar en fór svo með önnu þorbjörgu, einnig mokkastelpu, á 22 og ölstofuna. 22 var big mistake.. ekki gaman þar. furðulegt fólk. fór svo á kaffibarinn þar sem ég þekkti engan en hitti svo maju mína fyrir utan og við fórum á ellefuna. þar hitti ég kjarra vin minn og dansaði með honum alveg heillengi. svaka fjör.
rosalega mikið af fólki í bænum og bara helber gleði.
í kvöld hugsa ég að ég verði bara róleg og taki spólu með kötu litlu sem er lasarus.

stundir..

|

Friday, January 21, 2005

það sem þessi þáttur á popptíví, jing jang, er leiðinlegur!! ég rakst á hann á stöðvaflakki áðan og þá var verið að ræða paris hilton. hún var víst að stela einhverju myndbandi og var tekin. strákarnir í þættinum voru þá að ræða það á milli sín hvort hún færi ekki í fangelsi eða fengi sekt en þá kom gellan sem er með þeim þarna og sagði "uss nei hún sleppur. þúst ég meina hún er ljóshærð og falleg"
GARG!!!! ég hata svona heilalausa þætti með heilalausum stelpum! hún átti erfitt með að finna orð yfir það að hún væri ekki lasin lengur, þegar það komst til umræðu. stamaði bara eins og bjáni.

alveg ömurlegt..

|

Thursday, January 20, 2005

ég er dramadrottning.
það segir mamma alla vega. ég mótmæli sosum ekki mikið. ég er dramadrottning og ég viðurkenni það fúslega. var hjá maju núna áðan og þar vorum við að ræða um ýmis mál, til dæmis mín, og var hún aðeins að fussa og sveia yfir mér.. en ég sagði svo við hana að ég elska dramatík (vá þetta er setning dauðans þegar kemur að því að stofna til kynna við hitt kynið)
ég meina allir hafa einhvern tímann upplifað dramatík, hvort sem það er tengt rómantík, vináttu, áfengi.. eða bara eitthvað. er það ekki? ég alla vega virðist þrífast á dramatík og ef það er engin í mínu lífi þá bý ég hana bara til.
til dæmis er ég einstaklega óheppin þegar kemur að karlmönnum og get ég velt mér upp úr því eeeendalaust og pælt og hugsað "hvað ef" allan daginn. mamma ranghvolfir stundum (lesist alltaf) augunum þegar ég byrja.
en þetta virðist samt vera að breytast. ég hef ekki eins mikla tjáningarþörf og ég hafði. núna, til dæmis, hef ég ekki mikla löngun í að tala um það sem er að gerast. sem er kannski bara gott.. enda finn ég alveg hvað ég er ekki að hleypa mér upp í það að verða skotin of fljótt.
kona sagði við mig um daginn að ég væri bara of góð (true true) þessi týpa sem kemur heim með alla flækingsketti sem hún finnur og spyr "má ég eiga hann" hún sagði að ég ætti að passa mig á að tengja ekki of fljótt því þá eru líkurnar á að verða særð minni. ég ætla að taka þessi orð vandlega til íhugunar og íhuga einnig, athugið bara íhuga, að sleppa tökum á dramatíkinni..

góða nótt litlu sálir..

|

Sunday, January 16, 2005

hér er stórmerkilegur leikur (eða kannski ekki leikur) sem magnea vinkona mín benti mér á. berglind vinkona hennar benti henni á þetta, og ég verð að segja að þetta er soldið sniðugt. ég er ekki enn búin að fatta og það tók berglindi víst næstum ár sjálfa..
endilega tékkið á þessu ef þið hafið ekkert að gera..

|

Friday, January 14, 2005

"gott kvöld.
nú verða lesnar veðurfréttir frá veðurstofu íslands.
reykjavík norð-norð-austur, 13 metrar á sekúndu, hiti 4 stig. bolungarvík...."

þetta er í aðalatriðum það sem ég hef verið að hlusta á í dag í útvarpinu. ef það er ekki þetta þá eru það dánarfregnir og jarðarfarir.
ég er að spá í að fá mér eldsmiðjupizzu til að kæta hugann..
annars fékk ég skemmtilega heimsókn áðan svo þetta er ekki alslæmt..

eigiði góða helgi litlu vinir..

|

Thursday, January 13, 2005

ég las hræðilegar fréttir á textavarpinu í gær. það er búið að loka skonrokki!! ég er alveg í öngum mínum. hvað á ég að hlusta á núna? ég var búin að mynda sérstakt samband við orra á daginn. hann bjargaði lífi mínu stundum með skemmtilegum fróðleik um lögin og tónlistarmennina, ásamt því að spila gamalt og gott klassískt rokk.. ohhh ég er alveg miður mín.
ætla að fara í sund og reyna að hressa mig við.


|

Thursday, January 06, 2005

argigargiargi...
arna er pirruð! ástæðan: peningar.. eða réttara sagt skortur á peningum. nei annars, ekki endilega skortur.. skuldir! skuldir dauðans eru að hrannast upp á þröskuldinn minn og ég þarf björgunarvesti til að drukkna ekki. í gær borgaði ég til dæmis 33 þúsund krónur fyrir allt annað en það sem ég hefði viljað, eins og til dæmis föt.. nei, arna þurfti að borga tannlækni fúlgu, kaupa eina jólagjöf og eina afmælisgjöf OG kaupa nýtt dekk undir bílinn. þrjátíuogþrjúþúsund takk fyrir á einum degi. garg!! og þetta er ekki búið óóónei.. núna þarf ég að borga 25 þúsund krónur í tónlistarskólann, sem ég er búin að taka mér pásu frá í bili, en þarf samt að borga þrjá mánuði fram í tímann "já svona eru bara reglurnar" ohhh ég hugsaði blóð og morð og sýking í krónísku sári.. þetta eru blóðpeningar. BLÓÐ!! svo þarf ég líka að láta gera aðeins við bílinn minn og fara með hann í skoðun og kaupa níu bækur fyrir skólann. þess vegna auglýsi ég hér með eftir eftirtöldum bókum að láni: cat on a hot tin roof eftir tennessee williams, to kill a mockingbird eftir harper lee, íslandsklukkan eftir laxness.. já þetta er allt sem ég vil og núna líður mér eins og sautján ára gelgjuvefdagbókarhaldara..
silfurlínan í þessu öllu saman er að ég er að öllum líkindum að fara að útskrifast í júní úr sumarskóla.. jájá þannig að það er veisla í lok júní. þeir sem eiga framantaldar bækur verða á heiðurslista og fá gulláletrað boðskort vegna þess að þeir hafa að hluta til bjargað geðheilsu minni.

stundir..

|

Monday, January 03, 2005

mikið held ég að það sé gott að trúa staðfastlega á eitthvað. eins og til dæmis guð. ég velti þessu fyrir mér þar sem ég sat og hlustaði á biskupinn í miðnæturmessunni á aðfangadag. margt sem hann sagði lét mig langa að trúa á guð, en ég bara get það ekki. ég veit ekki af hverju. ég bara trúi ekki. alls ekki. mér finnst það mjög leiðinlegt því ég held að það sé nauðsynlegt að trúa á eitthvað æðra en maður er sjálfur.
ég hef oft velt fyrir mér að fara og tala við biskupinn um þetta. kannski er sannfæringarmáttur hans svo mikill að hann getur vakið hjá mér von um að það sé eitthvað þarna úti sem er svo magnað að ég fer að trúa. svo spái ég oft í það hvers vegna ég trúi ekki á guð. ég held að það sé vegna þess að ég er reið. reið út af öllu því sem ég hef gengið í gegnum. trúað fólk segir mér að það sé tilgangur með þessu öllu. en ég bara sé ekki tilganginn. hver er svosem tilgangur þess sem ég hef lent í? að láta mér og allri minni fjölskyldu líða illa?! ég get ekki trúað á þann guð sem lætur svoleiðis hluti gerast.
ég bara get það ekki.

|

Sunday, January 02, 2005

á fimmtudag keyrði ég konu frá víetnam heim. hún býr í hraunbæ. þegar við komum þangað bauð hún mér inn.
ég afþakkaði.

|

Saturday, January 01, 2005

gleðilegt ár litlu vinir!
vonandi höfðuð þið það gott í gær eins og ég. fór til dísu frænku þar sem var fullt af fólki og borðaði æðislegan mat, horfði á skaupið sem var bara ágætt og hló ég alveg nokkru sinnum. jájá bara helber gleði á bakkavör. svo var það hressó í partý til guju og fleiri stelpna og var staðurinn pakkaður af ölþyrstu fólki sem skálaði fyrir nýju ári. mjög fínt kvöld jájá.. svo er það bara meira djamm og meiri gleði í kvöld en þá er stefnan tekin á sirkus og kaffibarinn með henni maju minni.

góðar stundir og njótið þessa fyrsta dags ársins tvöþúsundogfimm..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com