jæææja..
undanfarið hef ég verið að spá í hvað ég ætla að gera í haust. (og fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er ferð minni gegnum menntaskóla næstum lokið) annars verð ég mjög stolt ef ég útskrifast í vor því þá er ég að útskrifast á sjö önnum, en ekki átta.. gaman gaman..
allavega.. um daginn spurði amanda (eða kata) af hverju ég færi ekki í íslensku.. ég varð frekar hissa á þessari spurningu því það hljómar eitthvað svo leiðinlegt..
svo fór ég að hugsa um það og hugsaði svo enn meira og er eiginlega bara búin að taka þá ákvörðun að prófa. hugsa að það gæti verið gaman.. þær segja að ég sé alltaf að leiðrétta þær og eitthvað svona, sem ég geri eiginlega bara án þess að taka eftir því.. þannig að ég er að spá í þetta. og já, maður segir spá í þetta, ekki spá í þessu.. vildi bara koma því á framfæri því þágufallsýkin er að tröllríða öllu og ég þoli það ekki..
og hananú!
svo var ég á múlaborg í dag (en múlaborg varð þrjátíu ára á dögunum og var heljarinnar veisla) og þar fór ég að tala við tvær mömmur og vann ég einu sinni með annari þeirra svo ég þekki hana aðeins betur en bara sem foreldri, og þeim leist mjög vel á þessa áætlun mína. svo sagði ég þeim að mig langaði kannski að fara að kenna íslensku í grunnskóla og tiltók laugarnesskóla, því ég var í honum. þá hlógu þær mikið og sögðu að ég væri bara með þetta allt á hreinu.. það var eiginlega þá sem ég fattaði að þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að gera..
já ég er að spá í að fara bara í íslensku...
eigiði góða helgi litlu vinir..
undanfarið hef ég verið að spá í hvað ég ætla að gera í haust. (og fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er ferð minni gegnum menntaskóla næstum lokið) annars verð ég mjög stolt ef ég útskrifast í vor því þá er ég að útskrifast á sjö önnum, en ekki átta.. gaman gaman..
allavega.. um daginn spurði amanda (eða kata) af hverju ég færi ekki í íslensku.. ég varð frekar hissa á þessari spurningu því það hljómar eitthvað svo leiðinlegt..
svo fór ég að hugsa um það og hugsaði svo enn meira og er eiginlega bara búin að taka þá ákvörðun að prófa. hugsa að það gæti verið gaman.. þær segja að ég sé alltaf að leiðrétta þær og eitthvað svona, sem ég geri eiginlega bara án þess að taka eftir því.. þannig að ég er að spá í þetta. og já, maður segir spá í þetta, ekki spá í þessu.. vildi bara koma því á framfæri því þágufallsýkin er að tröllríða öllu og ég þoli það ekki..
og hananú!
svo var ég á múlaborg í dag (en múlaborg varð þrjátíu ára á dögunum og var heljarinnar veisla) og þar fór ég að tala við tvær mömmur og vann ég einu sinni með annari þeirra svo ég þekki hana aðeins betur en bara sem foreldri, og þeim leist mjög vel á þessa áætlun mína. svo sagði ég þeim að mig langaði kannski að fara að kenna íslensku í grunnskóla og tiltók laugarnesskóla, því ég var í honum. þá hlógu þær mikið og sögðu að ég væri bara með þetta allt á hreinu.. það var eiginlega þá sem ég fattaði að þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að gera..
já ég er að spá í að fara bara í íslensku...
eigiði góða helgi litlu vinir..