GLEÐIDAGUR!!!
ég fann lopapeysuna mína! var eiginlega alveg búin að sætta mig við þetta hlutskipti, en þá var hún bara uppí skóla og beið eftir mér þessi elska. ég er mjög glöð í dag.
var í annari upptöku í gær sem gekk ágætlega, samt ekki eins vel og á mánudaginn. allir voru eitthvað svo þreyttir og búnir á því eftir vikuna. það er samt ekkert skrýtið því það eru að koma próf og flestir hafa nóg að gera. fór svo aðeins á sólon á eitthvað uvg kvöld, stoppuðum í svona korter þar (ekki gaman) og svo röltum við uppá dillon *allir voða voða hissa. dillon? arna fer aldrei þangað* og hittum þar ingunni, karól og maju. fengum okkur einn bjór og svo var brunað heim á leið.
ég er að fara í fjölbraut í ármúla núna í janúar fyrir ykkur sem vissuð það ekki. er bara farin að hlakka til. er samt ennþá svekkt yfir að hafa ekki komist inn í mh, en það verður bara að hafa það. mh tekur víst ekki nemendur eldri en 20 ára inn í dagskólann, sem mér finnst glatað.
jæja ætla að fara að horfa á about a boy. voða lítið annað að gera þar sem allir sem ég þekki eru annað hvort þunnir eða uppí þjóðarbókhlöðu að virkja heilasellurnar. er að fara að hitta einn sætan í kvöld og ætlum við að elda eitthvað gómsætt og horfa svo á austin powers 3.
góða helgi litlu sálir...