góð saga

|

Tuesday, May 05, 2009

kvöldið..

þá er skólinn loksins búinn! í bili alla vega.. ég er mjög glöð með það og stefni nú á ræktina, kaffihús og almennt hangs, sem lítið hefur farið fyrir undanfarnar vikur.. jæja þá kannski var smá hangs en þá alltaf með samviskubiti og hugurinn ávallt við bakhtín, strauss og schleiermacher.
einnig stefni ég nú á að hafa "viku málhreinsunar í fjölmiðlum" eins og ég talaði um einhvern tímann í vetur. kem með betri upplýsingar um það seinna, en málfar "fjölmiðlamanna" (eða unglinga.. alla vega held ég ekki að þetta sé fullorðið fólk sem skrifar) er til háborinnar skammar. það líður varla sá dagur að ég skoða ekki fréttir á heimasíðum og þar eru innsláttarvillur og málfarsvillur og stafsetningarvillur og ég veit ekki hvaðoghvað! algjörlega ólíðandi og ætla ég mér að skrá þetta samviskusamlega í eina viku. innsláttarvillur eru í lagi en hvers vegna ekki að lesa alla vega einu sinni yfir áður en skilað er?

jæja.. nóg af þessu. ég ætla að fara að koma mér í rúmið og ná úr mér þessu bölvaða kvefi og hósta sem hefur hreiðrað um sig í líkamanum en fyyyyyrst..... þetta!

góða nótt börn..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com