góð saga

|

Sunday, January 25, 2009

svefn..

aðfaranótt föstudags svaf ég ekki dúr. ekki í eina mínútu.. gafst upp eftir sex tíma legu klukkan hálf sjö og fór fram. bjarninn kom svo og sótti mig klukkan átta og við fórum í skólann. vorum þar til rúmlega tólf, var þá farið heim í bóndadags-bakkelsi áður en frúin á bænum hélt til vinnu. var þar frá fjórtán til tuttuguogtvö og má segja að þetta hafi verið erfiður dagur. kom heim og sofnaði strax og svaf frá hálf ellefu til hálf átta og sofnaði svo klukkan níu í gærkvöldi og svaf til eitt í dag. ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt. að tuttuguplús ára manneskja geti sofið eins og ungabarn. mamma er á því að maður þurfi stundum að leggja í svefnbankann ef hann er kominn í mikinn mínus. það er örugglega satt..
reyndar var þessi langi svefn í nótt með smá pásum. til dæmis vaknaði ég á miðnætti og byrjaði á túr.. fjör.

|

Wednesday, January 21, 2009

ég bakaði kanilsnúða í gær eftir þessari uppskrift. miðað við fyrstu tilraun myndi ég segja að vel hafi til tekist og smökkuðust þeir mjög vel. það kallar maður hundrað prósent hagnað.

samkeppni?

|

Sunday, January 04, 2009

ég kíkti í kringluna í dag. hugsaði mér gott til glóðarinnar með þetta fína "gjafakort kringlunnar" í veskinu. eftir að hafa þrammað gímaldið þvert og endilangt gafst ég upp, keypti mér ískaffi og fór heim. eða reyndar ekki heim.. fór að ná í bjarna í ræktina, þangað sem ég skilaði honum eftir fyrstu atrennu í kringlu dauðans. hann gafst semsagt upp eftir að hann sá að það þurfti að bíða í langri röð til að máta í zöru. þar fann ég tvo kjóla sem voru fagrir en því miður aðeins of stuttir. ég er ekki sautján með pinna í stað læra. þarf að skrifa það hjá mér..
í einni búð var ég kýld niður.. í næstu var strunsað framhjá mér í útsöluofsa þannig að veskið nánast flaug af öxlinni.. í öllum búðunum var margt flott en ekkert á viðráðanlegu verði.. í engri búð var nokkuð keypt.. í nokkrum var mátað og í öðrum grátið..

samantekt.. nei.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com