góð saga

|

Sunday, November 25, 2007


jólin komu á lynghagann í dag..

..þegar við bökuðum piparkökur ásamt litlum frænkum

mamma og svava hressar við baksturinn


þórdís.. einbeitingin leynir sér ekki..

svo ákváðum við að gera kúlur og þrýsta létt ofaná hverja með gaffli.. jájá.. eða bara allar kökurnar!

stuuuuð.. og svava tannlausa!

og svo var málað..

fyrst voru notaðar skeiðar en eftir ótímabæra drukknun bangsans á myndinni þá var skipt..

og notaðir grillpinnar.. gekk mun betur

svava einbeitt

leifur stóri bróðir var með en entist stutt.. andrés önd heillaði meira

gleðilegan jólaundirbúning!


...



smá fréttir af íbúðarmálum.. við höfðum samband við eigandann (bráðum fyrrverandi eigandann..hohoho) og spurðum hvort við mættum mæla og athuga hvort ákveðinn sófi passaði inn í stofuna. hann var svo almennilegur að hitta okkur í íbúðinni og lét okkur fá lykil sem við megum hafa. við erum ekki búin að fá formlega afhent (vegna eignaskiptasamnings, sem fer þó að koma) en hann sagði að við mættum alveg byrja að mála og sparsla og svoleiðis.. það stefnir svo allt í að við fáum afhent í vikunni og erum við mjög spennt! svo keyptum við sófa í dag.. hann er hér á síðu þrjú, fyrir þá sem hafa áhuga, og sá efsti á þeirri síðu..


jæja ég er farin aftur að bókunum.. ekki halda að hér sé ekki stuð á laugardagskvöldi.. víhaaaa...


zzz...

|

Tuesday, November 20, 2007

þetta er með því fyndnara sem ég hef séð lengi!

|

Friday, November 16, 2007

mig langar í þessa! verst að ég er mjög svo fátækur námsmaður skástrik íbúðareigandi og get því ekki fjárfest í henni eygló strax..
langar ykkur ekki að slá saman og gefa mér hana? ég vissi það!

ég býð ykkur góða nótt og sendi bókmenntakveðju til allra og sérstaklega heiðu..

|

Tuesday, November 13, 2007

jæja.. ég held að eldsmiðjan sé komin í harða samkeppni. ég og bjarni vorum rétt í þessu að koma af rizzo á grensásvegi og vá.. ég hef sjaldan smakkað svona góða pizzu! þessi var betri en sú sem ég fékk síðast og þarsíðast á eldsmiðjunni. mun pottþétt fara þarna aftur og mæli eindregið með staðnum.
annars er mest lítið að frétta af okkur íbúðareigendunum nema það að lærdómurinn er að tröllríða öllu hér á bænum. ég held ekki vatni yfir komandi flutningum og því að geta byrjað að kaupa inn í íbúðina.. en ég má víst ekki hugsa um það. ég á að hugsa um bókmenntir.. fagurfræðibókmenntir.

og ég hef heldur engan tíma fyrir svona færslur.. ég er farin að skrifa úthendu fyrir samnemendur mína í áfanganum jane austen.. gríðarlega spennandi grein um femínisma og kvenkyns glæpasagnahöfunda.

kveðja úr vesturbænum.. sem verður bráðum laugarnesið góða.

|

Friday, November 09, 2007

það gleður mig að tilkynna lesendum að klukkan átján núll fjórar í dag eignuðumst við þessa íbúð..



|

Wednesday, November 07, 2007

jæja þá er parið búið að gera tilboð sem gildir til klukkan átján á föstudaginn.
sjáum hvernig það fer, en ég set inn fréttir um leið og þær berast.

|

Tuesday, November 06, 2007

engjasel komið í vesturbæ reykjavíkur?

|

Sunday, November 04, 2007

laugardagurinn..


okkur var boðið í brunch til daða og heiðu. myndarleg!

kristín maría mætti á svæðið ásamt foreldrunum..

og ágústa rut.. hún nældi sér í rúnstykkið mitt með fyndnum tilþrifum og ætlaði sko ekki að sleppa!

harpan var hress..

það voru einnig ágústa rut og mammennar

strákarnir vildu ekkert við okkur tala..


ég fór svo út með maju um kvöldið.. ofurspennt fyrir myndavélinni greinilega!

...

vonandi áttuð þið góða helgi öllsömul.. ég veit að ég átti hana. hlakka til næsta hittings heiða og daði og þið öll bara! kem svo með fleiri fréttir á morgun er varða íbúðarmál.

góðar stundir..

|

Saturday, November 03, 2007

góðan daginn..

hér er ég mætt í vinnuna og er alveg eldhress svona snemma að morgni. hvað með ykkur?
þetta er samt stutt vakt því ég get bara verið til tólf, en þá er mér boðið í brunch til hennar heiðu og hans daða. og þar sem ég hef hreinræktunarstefnu í gangi hvað þessa vefdagbók varðar þá er ég hér á fullu að reyna að finna íslenskt nafn á þennan ágæta sið okkar íslendinga, að hittast í brunch. ég er nú ekki frumlegri en það að fyrst reyndi ég að setja saman orðin morgun og hádegi og úr varð mordegismatur. ég er ekki alveg nógu sátt við það. í beinu framhaldi kemur þá hágunmatur en það er alveg fráleitt.. ég þarf að velta þessu aðeins meira fyrir mér og kem svo með niðurstöðuna um leið og hún fæst.

einhverjar hugmyndir?

uppfært kl 10..

nei mér dettur ekkert í hug. ég fór inn á vísindavefinn og þar hafði komið upp sú spurning hvort brunch hefði einhvern tímann verið þýtt á íslensku og þá kom upp að það hafði verið gert..
mér er semsagt boðið í dögurð til heiðu og daða á eftir. ég veit ekki alveg hvort þetta er nógu flott orð og hvort það nær fótfestu, en á meðan ekkert annað er í boði þá mun ég nota það.

eitt enn.. maður ætti kannski að hætta að kvarta?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com