góð saga

|

Wednesday, October 31, 2007

ég sit hér á þjóðarbókhlöðunni og nenni alls ekkert að byrja að læra.. þá er þessi ágæta vefdagbók góð flóttaleið frá rykfýlunni sem ávallt einkennir þess hlöðu. ég þoli ekki þessa lykt. ég fæ bólur í nefgöngin og hnerra talsvert. ógeðslegt..

að öðru.. í fyrradag fórum við bjarni þór að skoða íbúð eina á laugarásvegi og urðum ástfangin. í gær ákáðum við svo að taka stórt fullorðinsskref og fórum í greiðslumat. næsta fullorðinsskref verður vonandi að við gerum tilboð í þessa íbúð og ef það fer vel þá bjóðum við ykkur í mega(s)innflutningspartý eftir að prófum lýkur.
kannski megas mæti ef ég sýni honum þessa færslu og þennan skemmtilega orðaleik?

í gær fórum við svo í heimsókn á háaleitisbrautina með veiku tölvuna okkar og þar var að sjálfsögðu aðaldúllan í hverfi 108.. breki. hann bræddi undirritaða alveg ofaní gólf þegar hann vildi koma til mín og lagðist á öxlina á mér þegar við vorum að fara. algjört krútt og langaði mig bara að taka hann með mér. krútt krútt krútt!

það var ekki fleira. eigiði góðan dag fjarri snjónum..

|

Monday, October 29, 2007

jæja þá tók ég mig til og lagaði tenglana.. henti út óvirkum, breytti og bætti..
þið sem misstuð sætið ykkar þið getið virkt síðuna ykkar með því að setja inn pistil, en þangað til eruð þið úti í kuldanum.
svona er þetta.. það er erfitt að vera vefdagbókarhaldari.

kveðja úr vesturbænum..

|

Sunday, October 28, 2007

Stjornupopp

þessi auglýsing er ekkert smá fyndin..

|

Monday, October 22, 2007

múttan mín og magginn gerðu tilboð í raðhús í garðabæ í morgun.
klukkan hálffimm í dag var það samþykkt.

góðar stundir..

|

Thursday, October 18, 2007

ég pantaði mér föt héðan í gær.. verslaði fjóra kjóla fyrir einungis sjötíuogátta dollara eða fjögurþúsundsexhundruðáttatíuogþrjár.. það er eins og einn kjóll í zöru. ég er mjög ánægð með þessi kaup..

svo til að vera enn meiri gella þá fór ég í ljós á þriðjudaginn með mínum heittelskaða. já.. eigum við eitthvað að ræða karfaútlitið sem ég hlaut fyrir að vilja verða sætari? nei.


góða nótt litlu börn..

|

Wednesday, October 10, 2007

um helgina var ég andvaka. ókei þetta var lygi. ég var vakandi langt frameftir að spila bubbles. þarna.. ég sagði það. ég heiti arna og ég er bubbles-isti. alla vega.. skjár einn var á og ég var svosem ekkert að pæla í því fyrr en uppáhaldið mitt byrjaði. jú, einmitt rétt.. vörutorg!
aldrei á ævinni hef ég horft (eða hlustað.. augun voru á pílunni og marglituðu skemmtilegu kúlunum) á jafn ömurlega leiðinlegt sjónvarpsefni. þetta er alveg fáránlegt! í fyrsta lagi þá eru allar og ég endurtek ALLAR kynningar tví- og jafnvel þríteknar. hann segir allt með þvílíkt dramatískum pásum og svo er allt klabbið endurtekið eftir eina mínutu eða svo. svo er kominn nýr maður í þáttinn sem er ekki meiri mannvitsbrekka en sá sem var þar fyrir.. hann stamar í öðru hverju orði og það eina sem hann getur sagt við viðmælandann í sófanum hjá sér, sem er kominn að kynna hlutinn, er "siggi (eðahvaðhannheitir), hvað er málið?" hvað er málið já? hmm..
ÞETTA ER BLANDARI!! það er nú ekkert voða flókið er það?
ég er alveg búin að ákveða að kaupa aldrei neitt þarna. en fyrir ykkur hin sem hafið áhuga þá megiði vita að á vörutorgi þarf allt að gerast "strax í dag", að allir kannast við vandmálin sem vörutorg leysir með sínum "frábæru vörum" og já auðvitað má ekki gleyma að með einu af frábæru tækjunum má þjálfa "alla VÖVÐA líkamans í einu og komast í toppform á einungis nokkrum dögum" aha...

ég bið ykkur vel að lifa..

|

Thursday, October 04, 2007

það ætlar bara aldrei að hætta að rigna hnuss

|

Þórdís að telja

hér er hún þórdís dúllurassgat og frænka mín að telja upp á tíu.
ég var að passa hana og svövu systur hennar í dag og fór með þær á bóksafn og svo heim að borða lasagne. þá fór skvísan að telja alveg sjálf og var ekkert smá ánægð með sig.
algjör dúlla!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com