góð saga

|

Thursday, July 26, 2007

ég er ábyggilega eina konan á íslandi sem finnst þessi vefdagbók ekki skemmtileg. bara af því að ég veit að þetta er skáldað þá nenni ég ekki að lesa það. ég hugsa að ef þetta væru raunverulegar sögur þá væri ég daglegur gestur og æst í frygðarsögur af vinkonum þessarar ágætu þulu. hvernig er það.. hún er ekkert ennþá ólétt er það?
ég elska samt dramatík.. þið vitið eins og nágranna, desperate, melrose og fleira í þeim dúr. en ég vil hana bara á sjónvarpsskjánum. ég þoli ekki, ég endurtek þoli ekki dramatík í raunveruleikanum. ég hef aldrei skilið stelpur sem eru alltaf að rífast við vinkonur sínar og talast ekki við í marga daga. eins skil ég ekki vinahópa sem skiptast á að sofa hjá sömu strákunum og skapa þannig endalaust volæði og eymd. ég bara næ því ekki..

nóg um þetta... ég er á síðustu næturvaktinni minni og ég er þreytt. svo þreytt. samt hef ég slegið met í svefni undanfarna daga. dæmi.. á þriðjudaginn svaf ég frá níu um morguninn til tíu mínútur í sex um kvöldið og þurfti sko að setja eldspýtur milli augnlokanna ég var svo þreytt. eina ástæðan fyrir því að ég fór á lappir var sú að ég var að fara í matarboð klukkan hálfsjö. svo sofnaði ég aftur eftir matarboðið..

næturvaktir eru erfiðar..

|

Tuesday, July 24, 2007

hér er ég mætt á ný, sjáandi eins og haförn.. sem sæmir mér vel enda er ég einmitt nefnd eftir þeim ágæta fugli. alla vega.. aðgerðin tókst vonum framar og er ég svo ánægð með þessa ákvörðun að orð fá því varla lýst. er samt enn að fatta þetta.. vakna ennþá á morgnana og hugsa "fja.. ég gleymdi að taka linsurnar úr mér" því þegar það hefur gerst, að ég vakna og "sé" að þá er ég með linsudruslurnar enn í mér. en ekki lengur.. óóóóóneiiiiiii..... gleði gleði gleði.. gleði líf mitt er.. því að jesús kristur.. nei hvaða hvaða!!
ég er samt ekkert breytt né sýn mín á lífið og tilveruna. bjarni er til dæmis enn jafn sætur og ég kýs enn vinstri græna.

annars er ég á næturvakt núna og ákvað að heilsa aðeins upp á ykkur ágæta fólk. einnig vil ég koma með opinbera kvörtun vegna vöntunar á færslum í nokkrar ágætar vefdagbækur hér til hliðar. athugið að þeir sem hafa ekki skrifað síðan í mars fara bráðum að detta út af síðunni. þið vitið hver þið eruð.. hmmmm..
svo vil ég segja ykkur frá því að ég er orðin fíkill. er háð þessum leik og eru þeir ófáir klukkutímarnir sem hafa liðið á næturvöktum við spilun á honum. þá vitiði það..

góðar stundir..

|

Friday, July 20, 2007... djöfull er ég orðin gömul!

|

Thursday, July 19, 2007
ég er komin með ný augu! fór í aðgerð í dag og er ég ekki frá því að þetta sé ein besta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni (fyrir utan að fara á ara í ögri 25. júní 2005) hér að ofan má sjá flottu gleraugun sem ég fór með heim. svo á ég afmæli á morgun svo lífið gæti varla verið betra.
sjáumst..

|

Monday, July 16, 2007

parið fór í ferðalag um vestfirði og norðurland vestra dagana 5.-11. júlí


við ofur hress áður en lagt var af stað

snæddum í bjarkalundi


fossar í arnarfirði

dynjandi í arnarfirði


útsýnið af heiðinni yfir arnarfjörð


bíllinn hreinn!


hrafnseyri við arnarfjörð.. fæðingarstaður jón sigurðssonar


í göngunum á leið til ísafjarðar

ísafjörður


leiðið hjá jóhanni frænda

og ömmu og afa

tungufoss

hægt að drekka vatnið úr honum


þroski 2007!

hornstrandirsuðureyri

ísafjörður

holtahverfið.. þarna átti ég heima

tekin í djúpinu


þarna erum við á leið til hofsóss

vorum að spá í að gera tilboð..

bjarni að taka framúr
þoka á hofsósi

við fórum að veiða


þetta einkenndi veiðitúrinn.. veiddum ekkert


bjarni flottur!


bjarkalundur


það var svooo gott veður á leiðinni heim


reykjavík!

|

Sunday, July 15, 2007

ég hef verið klukkuð og um leið og ég set inn átta (átta!!) staðreyndir um sjálfa mig þá bölva ég þeim sem fann upp á þessu klukkbulli í þessu annars fína samfélagi sem nördheimar eru..

númer eitt.. ég hata svona klukkleiki og ætla þar af leiðandi ekki að klukka neinn hér í lokin og verður þetta án ef mesta leiðindalesning sem þú lesandi góður munt berja augum.. ef þú ert komin svona langt þá tel ég þig góðan. jæja áfram með þetta..

númer tvö.. ég er nærsýn (þessa setti ég inn síðast þegar ég tók þátt í bullinu.. ójá ég hef gert þetta áður) en það mun brátt breytast, eða réttara sagt á fimmtudagsmorgun þegar nærsýni mín verður á bak og burt.. veivei!!

númer þrjú.. ég er krabbi

númer fjögur.. ég vann í sex ár á leikskóla og passaði meðal annars mágkonu mína og mann

númer fimm.. ég bý í vesturbæ reykjavíkur en er frá ísafirði. hann er á vestfjörðum ef einhver vissi það ekki. fallegt þar.. jájá..

númer sex.. ég elska sex

númer sjö.. ég á afmæli á föstudaginn

númer átta.. ég er dauðfegin að þetta er síðasta staðreyndin


þar hafiði það.. þetta voru ómerkilegar staðreyndir um mig.

|

Wednesday, July 11, 2007

komiði öll margblessuð!

þá er parið komið heim eftir dásamlega daga burtu frá reykjavík.
byrjuðum ferðina á fimmtudaginn á því að keyra vestur á firði og heimsóttum þann yndislega bæ sem ísafjörður er. vorum þar í góðu yfirlæti hjá diddu frænku í þrjá daga og héldum þá til hofsóss þar sem mamma hans bjarna og amma voru í sumarhúsi. þar vorum við í tvær nætur og fórum meðal annars að veiða þó enginn fiskur hafi bitið á í þetta sinn.
þetta var alveg æðislegt ferðalag og mjög afslappandi að komast aðeins burt. mæli með þessu. myndir væntanlegar fljótlega en þær hlaupa á tugum sem er persónulegt met parsins.

byrjuðum svo heimkomuna á að heimsækja góða vini á tapas í tilefni af tveggja ára sambandafmælis parsins sem var fyrsta júlí. þar hittum við baldur og svölu alveg óvænt og var það mjög skemmtilegt. sátum með þeim til miðnættis og var mikið spjallað um framtíðina, fasteignakaup og annað slíkt. frábært kvöld alveg!

núna er hversdagsleikinn tekinn við og er ég mætt til vinnu. framundan eru sjö næturvaktir sem ég er álíka spennt fyrir og tanntöku. svo er það afmæli hjá kötu á föstudaginn og ég er að fara í laser eftir viku.. svo á ég afmæli og fer í tvö brúðkaup og svona gæti ég talið endalaust. reyndar ekki en þetta er svo skemmtilegt orðalag..

góðar stundir..

ps. ég vil engar athugasemdir um vestifirði frá fólki sem hefur ekki komið þangað. takk!

|

Sunday, July 01, 2007

þetta er með því fyndnara sem ég hef séð lengi!

og hér má sjá stelpu hlæja að mynbandinu hér að ofan. einnig mjög sniðugt.

smá viðbjóður í endann. athugið að þetta er ekkert sérstaklega smekklegt, þannig að ef þið missið matarlystina auðveldlega þá mæli ég með að þið sleppið þessu rétt fyrir matinn..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com