góð saga

|

Tuesday, June 26, 2007

hann woody allen er svo mikill í snillingur! nei í alvöru.. áður en allir segja "ohh ég þoli hann ekki.. hann leikur alltaf sömu týpurnar" þá vil ég biðja ykkur að horfa á play it again sam. hún er með því fyndnara sem ég hef séð og eru "one-linerarnir" hans algjör snilld. hér er til dæmis einn " Linda: Did you read in the paper another Oakland woman was raped? Allan: I was nowhere NEAR Oakland!" þarna er hann orðinn mjög stressaður vegna þess að hann er orðinn skotinn í lindu sem er kona besta vinar hans... æi horfiði bara á myndina! þetta atriði er snilld!
hér líka annað atriði sem er mjög fyndið, en þarna er hann að fara á blint stefnumót og er stressaður.. takið eftir að restin af leikaraliðinu á erfitt með sig því hann er svo fyndinn..

læt þetta svo fylgja með ykkur til ánægju og yndisauka..

eigiði góðan dag.. ég er farin í sund að ná mér í smá brúnku.

|

Monday, June 25, 2007


á þessum degi fyrir tveimur árum hitti ég þennan sæta strák fyrst! harpan var svo góð að leiða okkur saman á ara í ögri og eftir það voru örlög mín ráðin. ekkert er betra en að vera með honum og elska ég hann bara alltaf meira og meira eftir því sem tíminn líður..

|

Sunday, June 24, 2007

helgin í máli og myndum..héldum matarboð á föstudaginn fyrir flott fólk!


daði og heiða með fordrykkinn góða


ragna var hress


og viðar líka..


ég ásamt gestunum.. rauðvínið smakkaðist vel!


og bjarni minn við hinn endann..takk fyrir góða og skemmtilega kvöldstund öllsömul! linda og andri.. ykkar var sárt saknað!

...

á laugardeginum fór ég með ragnhildi austur í bústað til til mömmu og magga


við byrjuðum á því að fara á pítuna að metta okkur fyrir ferðina miklu


ofurspennt fyrir bústaðnum!


stoppaði til að taka mynd af heklu.. svo reyndist þetta bara alls ekkert vera hún


fíni bústaðurinn hans magga.. brekkukot


pallurinn.. þarna brann ég smá og fékk vott af sólarexemi


sveitin


lítið fuglahús sem ég fann uppi í brekku


maggi að útbúa humarinn sem var í forrétt


mamma


hressandi fjölskyldumynd eins og sú sem var tekin á sama stað árið 1993


þarna var heklan mætt!


í bústaðnum mátti finna nokkra hluti sem ég hafði gert í smíði í laugarnesskóla..
hér gefur að líta fallegt brauðbretti úr fimmta bekk!

..og kistil úr sjöunda bekk


..og svona fína hillu!


einnig mátti finna þennan snaga en ég átti engan þátt í svona dónaskapssmíðavinnu!


spiluðum trivial um kvöldið


sólarlagið í sveitinni áður en haldið var heim seint um nóttina

|

Wednesday, June 20, 2007

þetta þykir mér skondið. ég vil biðja ykkur að skoða sérstaklega lýsinguna á jakkanum "Ladies’ slim fit technical jacket"

þeir hafa bara haft mig í huga við hönnunina.. hohoho..

|

Sunday, June 17, 2007

Paul Potts singing Opera

úff.. ég sit hér með gæsahúð og tárin í augunum.
svona hreyfir við mér og það þarf mikið til get ég sagt ykkur! ohh.. svo er þessi aría bara svo æðisleg!

|

Saturday, June 16, 2007

hvað er mááálið? er framleiðsla á íslensku efni virkilega ekki í betri farvegi en þetta? þessi gaur er allt sem er viðbjóðslegt og þessi bolur.. ohh ég fæ alveg ógeðishroll niður í tær þegar ég sé svona menn sem virkilega halda að þetta sé töff!! jakk..

|

Friday, June 15, 2007

ég er ótrúlega ánægð með þetta. ég eiginlega skil ekki hvað mönnum gengur til með svona glæfraakstri! í alvöru, það er ekkert grín þetta litla bleika skírteini sem maður fær þegar maður er sautján ára. því fylgir mikil ábyrgð og finnst mér að það ætti að hækka bílprófsaldurinn í átján ár. hiklaust! ég hef, og þið megið alveg kalla mig harðbrjósta, enga samúð með mönnum sem slasa sig eftir svona akstur. auðvitað á enginn skilið að lenda í bílslysi en ég bara get ekki vorkennt mönnum sem keyra svona og þurfa að gjalda fyrir það. því miður, ég bara get það ekki. hvað ef hann hefði keyrt á lítið barn? ohh ég verð svo reið þegar ég les svona!! þetta væri eins og manneskja tæki e-pillu og svo eftir á myndi hún segja "bíddu ó, get ég orðið háð þessu og jafnvel dáið.. nú þá hefði ég aldrei tekið hana" maður hefur alltaf val í sambandi við svona. alltaf!

annars er ég bara hress og kát með lífið og tilveruna.. er í vinnunni eins og stendur og verð hér alla helgina. ég og bjarni leysum hvort annað af um helgina sem þýðir að við hittumst bara á vaktaskiptum þangað til á mánudagsmorgun. fjör!

góða helgi..

|

Sunday, June 10, 2007

hann bjarni minn á afmæli í dag. við héldum góða veislu í gær og vil ég aftur þakka öllum sem mættu fyrir komuna. þetta var alveg æðislegur dagur.
það eina sem skyggir á gleðina í dag er að afmælisbarnið þurfti að fara á næturvakt og sakna ég hans smá..

til hamingju enn og aftur sæti minn!

|

Tuesday, June 05, 2007

það er svo langt síðan að ég setti eitthvað hingað inn að ég þurfti að rifja upp lykilorðið. svona er þetta, maður er orðinn gamall og ráðsettur og hefur engan tíma orðið fyrir afþreyingar á borð við vefdagbækur. allt í lagi.. kannski ekki alveg, en við hjónaleysin höfum verið netlaus undanfarið og því lítið verið skrifað af minni hálfu (einhvern veginn tekst bjarna samt alltaf að koma sér í tölvu en það er annað mál)
núna er ég stödd á minni fyrstu næturvakt og enn sem komið er er allt mjög rólegt. gerði mér ferð fram áðan og læsti tveimur hurðum. það tók á. ég er alveg eftir mig..
bjarni er nú hérna með mér, eins og ástarhnossið sem hann er, því þetta er stórt hús fullt af skúmaskotum sem ég ímynda mér að í leynist forynjur og jafnvel draugar. nei nei.. ég ætla ekkert að leyfa mér að detta í svona hugsanir því annað kvöld þarf ég að vera hér alein því bjarninn fer sjálfur á næturvakt. þannig að ef eitthvert ykkar getur ekki sofið eða vill eiga merkilegt miðnæturspjall í nótt eða aðra nótt þá er ég við símann.

já.. svo virkjaði ég þessa síðu sem ég vil endilega að þið skoðið. ég hugsa samt að ég haldi í þessa, en ég verð að vera með í þessu mínu svæði sem allir eru að tala um. ég stofnaði hana reyndar í fyrra einhvern tímann (minnir mig) en setti ekkert inn fyrr en um daginn.

eigiði góða nótt börn..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com