góð saga

|

Saturday, April 28, 2007

hamingjuóskir dagsins í dag fara til guðrúnar önnu og óla sem voru að eignast lítinn prins núna í morgun. sextán og hálf mörk og fimmtíuogsjö sentimetrar.. stór strákur og án efa vatnaliljuhópnum til sóma!
einnig fara afmæliskveðjur til auðar og hörpu sem eru árinu eldri í dag. til hamingju öllsömul!!

annars var ég búin að ákveða að skrifa í dag um það sem pirrar mig en ég er hætt við. skrifa það bara á morgun. er búin að skrifa pirringinn niður á blað hérna við tölvuna svo ég gleymi því ekki, því hver vill ekki lesa um það sem pirrar?
skokkhópur verður stofnaður á þriðjudaginn og eru allir velkomnir.. ég er á fullu að reyna að finna nafn á hópinn, en þar sem ég á að vera að læra þá var við því að búast að ég færi að reyna á heilann með svoleiðis tilgangslausum hugsunum.
linda og andri að skíra á morgun.. spennan í hámarki og veðbankar hafa ekki við. veðrið er gott, alla vega á að líta. manchester voru að jafna á móti everton.. fara vonandi yfir (ég er sko orðin þvílíkt vel að mér í fótboltanum ef einhver var að velta því fyrir sér)

góður dagur í dag.

|

Thursday, April 26, 2007

vika liðin frá heimkomu og mér finnst ekkert skemmtilegra að skrifa í þessa vefdagbók.. reyndar bara alls ekkert skemmtilegt. geri það þess vegna sjaldan núorðið, en einu sinni var ég með virkari skrifurum. en núna er ég líka búin að krækja í sætasta kommentarann og því eru skrifin á undanhaldi. nei nei ég segi bara svona..
á að vera að læra og þá, án undantekninga, skrifa ég eitthvað hingað inn til að skemmta ykkur litlu sálum sem rýnið á kaldan tölvuskjá í von um eitthvað gómsætt. talandi um gómsætt.. ég er næstum búin að rústa fjórum toblerone pökkum síðan ég kom heim og það alein. bumban hefur stækkað í kjölfarið sem og lærin sem líta núna út eins og þau á gellunni í rauða bolnum í laugum áðan. þær voru reyndar tvær saman í rauðum bolum og voru lögulegar mikið. já eða þannig.. ég held að þær hafi verið kærustupar.

svo er það bara biðin langa eftir litla prinsinum í vatnaliljuhópnum, en það á að pína litla karlinn út í kvöld eða í fyrramálið. komst svo að því í dag að dagný frænka mín er ólétt og það af sínu öðru barni og er því þessi ótrúlega sæta stelpa að verða stóra systir. þessar frænkur mínar að vestan eru mjög svo duglegar að unga út, en ein önnur frænka mín átti sitt annað núna tuttugastaogfjórða mars og það einungis sautján mánuðum eftir síðustu fæðingu. akkúrat núna er ég með þvílíka túrverki og ætla því ekkert að leggja í grindarstækkun neitt í bráð.

góða nótt..

|

Friday, April 20, 2007

þá er ég komin aftur heim eftir mjög svo fína dvöl í danmörku. veðurspáin stóðst algjörlega og fékk ég væna brúnku í andlitið sem var ekki verra. það sem var heldur ekki verra var verðlagið í h&m sem fékk að njóta góðs af veru minni þar. hvað er annars málið með að h&m er ekki á íslandi? það væri geggjað.. ég keypti m.a. tvær þykkar peysur, jakka, skó, aðra skó, pils, tvo kjóla, tvö veski, sólgleraugu (þarfaþing í svona sól), buddu, augnskugga, hettupeysu, náttslopp, hneppta peysu með stjörnum á (þvílíkt flott), tvo boli, tvo hlýraboli, eyrnalokka, hring, tvö hálsmen og svo tvo boli og peysu handa bjarnanum. ég er ábyggilega að gleyma einhverju en þetta er svona það helsta. er mjög sátt við kaupin og er eiginlega búin að ákveða að fara aftur í haust til köben og versla fyrir veturinn. er alveg að takast að fá bþp að koma með. hildur, er ekki nóg pláss í stofunni?
einnig fórum við í grillveislu til vinkonu evu og í legoland. það var mjög gaman og fengum við sandra okkur kandíflos og vorum í sautjánda júní stemningu þó svo að veðrið hafi verið betra en nokkru sinni á sutjánda júní hér heima. yndislegt!
já og svo fór ég og hitti hildi á leið minni heim og fengum við okkur að borða og sprönguðum svo um stræti kaupmannahafnar og skoðuðum úrvalið í búðunum en keyptum ekkert. ég var eiginlega komin með nóg af búðarápi og hugsa að ég kaupi ekkert fyrr en í haust. kannski eina flík í sumar ef ég sé eitthvað sætt..
ég er búin að setja myndir inn í albúm nr. 2 og vil ég að þið kíkjið á þær því það tók langan tíma að setja þær allar inn. takk.

þangað til seinna...

|

Wednesday, April 11, 2007

jæja, þá fer ég alveg að fara til danmerkur. einungis átta tímar til brottfarar og er spennan í hámarki. spáð er seytján gráðum og sól um helgina svo mín er sátt.
ég er á fullu að pakka svo ég hef þetta ekki lengra. sé ykkur eftir viku.

tjá..

|

Wednesday, April 04, 2007

í dag er gleðidagur! ég fékk það staðfest frá þessum að ég er kandídat í þetta. ég er svo glöööööööð!! loksins LOKSINS get ég hætt að nota þessi skrambans gleraugu og linsur. ég mun geta vaknað á morgnana og séð(!!) án þess að þurfa að teygja mig eftir gleraugunum og vá hvað það verður gott!
fór í morgun og var skoðuð í bak og fyrir og svo kom þessi yndislegi maður og sagði "ég sé ekki betur en að þú sért kandídat í aðgerð" og ég stökk um háls hans og gaf honum einn rembings..

ég er glöð í dag..

|

Tuesday, April 03, 2007

já ég fékk mínar fimmtán sekúndur í fyrradag. mjög svo hressandi.. ég vil samt segja ykkur mér til varnar að þetta var mjög trúverðugt og þið getið séð það ef þið horfið á myndbrotið. þeir höfðu sko fyrir þessu og ég gekk beint í gildruna. hrós til rúv fyrir gott gabb! ég get þó sagt ykkur að ég er manneskja sem læri af mistökum og mun ekki vera þarna að ári.

góðar stundir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com