góð saga

|

Saturday, January 20, 2007

góða kvöldið!

þá er maður lentur aftur á klakanum í bókstaflegri merkingu. er þetta veður eitthvað grín?? fórum áðan á kaffihús með lindu og andra og röltum svo aðeins í mál og menningu og skífuna og ég er ennþá með hroll. þetta er ekki fólki bjóðandi og gæfi ég miiiiiiiiikið fyrir hitann á tene aftur. að fara úr þrjátíu plús í mínus tólf.. nehhh.. ekki spennandi.

en ferðin var mjög fín takk fyrir.. fengum nóg af sól, versluðum, borðuðum unaðslegan mat á bianco sem er ítalskur veitingastaður og fæ ég enn sæluhroll af að hugsa um bruschettuna þar. segi ekki meira um hana því ég og bjarninn ætlum að gera hana einhvern tímann þegar við höldum matarboð fyrir okkar yndislegu vini.. þ.e. þegar við erum komin í stærra húsnæði.
einhver bið verður þó á myndum því myndavélin gaf upp öndina niðri á strönd síðasta daginn og erum við ekki enn farin með hana í viðgerð sökum liðverkja. ferðasagan kemur svo von bráðar hingað inn; hvað eigum við að segja hildur? ágúst? er það ekki passlegt.. hohoho..

annars er ég bara alein heima á laugardagskvöldi og leiðist það mjög. mjög segi ég! mamma fór í mat til magga og bjarninn á næturvakt. tók aukavakt mér til mikillar gremju og ég því hér bíllaus, mömmulaus, bjarnalaus og bara allslaus held ég..
en við erum semsagt komin heim, svolítið fátækari en með sólina á tene í hjartanu.. awwww....

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com