góð saga

|

Wednesday, May 31, 2006

ég mæli með að allir horfi á þessa mögnuðu heimildamynd. og þá meina ég allir!! engar afsakanir!! þetta er eitthvað sem við þurfum að sjá og kemur okkur sem íbúum jarðarinnar við..

og hananú!

ég er alveg í losti eftir að hafa horft.. úff..

|

Tuesday, May 23, 2006

það snjóar. ég er vægast sagt mjög ósátt við það! það er maí og það á að vera hlýtt. ég held að utanlandsferð sé alveg á planinu núna.

annars var þessi helgi alveg frábær og vil ég þakka öllum sem þetta lesa fyrir komuna!
veislurnar báðar voru ótrúlega skemmtilegar, en þetta var tvískipt og kom fjölskyldan um daginn og vinirnir um kvöldið. ég er mjög sátt og fékk mikið af fínum hlutum og má þar meðal annars nefna ipod sem ég er mjög ánægð með. einnig fékk ég fullt af skemmtilegum bókum sem munu margar hverjar koma sér vel í náminu mínu í haust, en ég er búin að ákveða að það verði íslenska og bókmenntafræði. ég hlakka mjög mikið til að byrja, en fram að því ætla ég að njóta plat-sumarsins sem mér var lofað við árstíðaskiptin..

eigiði góðan dag..

|

Friday, May 19, 2006

jæja skonsan komst ekki áfram í keppninni í gær sem mér finnst miður.. gerir hana ekki eins skemmtilega að horfa á.
annars er það að frétta að undirrituð er orðin stúdína.. takk fyrir takk fyrir... ég mun taka við heillaóskum á morgun milli 16 og 18. um kvöldið verður svo smá gill heima og horft á evrópusýn þrátt fyrir brottfall meyjarinnar sem ég kýs að nafngreina ekki til að þessi síða komi ekki upp þegar fólk slær henni upp í leitarvélum.

eigiði góða helgi..

|

Tuesday, May 09, 2006

mamma mín á afmæli í dag! orðin fimmtíuogeins árs konan. háöldruð..
ég var að spá í að gefa henni bók.. flugdrekahlauparann. hef heyrt að hún sé góð.
það verður kaffi heima í kvöld og get ég ekki beðið eftir að fá gott að borða.

annars vildi ég bara kasta smá kveðju á ykkur og reyna að lífga aðeins upp á þessa síðu.

eigiði góðan dag..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com