góð saga

|

Thursday, March 30, 2006
ohh hún er svo sæt.. og hárið á henni er svo flott! mig langar svo að klippa mig styttra en ég bara tími því ekki strax. svo var hún alltaf í svo flottum kjólum.. dæmi og annað dæmi og enn eitt dæmið ..
ég er alveg veik í kjóla og var einmitt að segja við bjarna í morgun að mig langar að flytja á stað þar sem ég get alltaf verið í kjól eða pilsi og engum sokkabuxum.. yndislegt..
new york kemur vel til greina.

góða helgi..

|

Monday, March 27, 2006

hér er virkilega áhrifamikið myndband. ég hvet alla til að kíkja á það og sjá sjálf hversu hræðilegt ástandið er..

|

Wednesday, March 22, 2006

ég er greinilega ekki nógu dugleg að halda þess vefdagbók.. en ég hef afsökun!
þannig er að oftast er of mikið að gera hér í vinnunni til að ég geti verið að skrá mínar persónulegu hugsanir á netinu. þegar ég kem heim nenni ég engan veginn á netið þar sem þráðlausa tengingin virkar ekki (og ekki fræðilegur möguleiki að ég nenni að tala við þessa bjé tjé kalla) og þar af leiðandi er tölvan á stól við hliðina á orgelinu. þetta er glötuð aðstaða og ég nenni ekki að krjúpa við stólinn eða sitja á öðrum fyrir framan hann og teppa ganginn og... æi þetta er vesen. þá vitiði það.

annars er voða lítið að frétta af mér. ég er bara að vinna alla daga og þess á milli að hanga og reyni líka að vera dugleg að læra.. það gengur svona upp og ofan.
við fórum á tapasbarinn í gær ásamt mömmu, ragnhildi og stebba, sem er kærastinn hennar. mamma og pabbi hefðu nefnilega átt tuttuguogfimm ára brúðkaupsafmæli í gær og þess vegna buðum við henni út að borða og gáfum henni líka dekurdag í lipurtá, sem er snyrtistofa. hún var mjög ánægð með þetta og það þarf kannski ekkert að taka það fram að maturinn var unaðurinn einn!
jæja.. vonandi svalar þetta lesendum síðunnar í nokkra daga, en á meðan ætla ég að vera hér í vinnunni og svara fólki sem er með lokaða rás eða hefur ekki fengið fréttablaðið sitt í dag. alltaf gaman. í kvöld er planið að taka því rólega og kannski glugga í friends bókina sem bjarni gaf mér um daginn. hún er fínasta af þreying og ég elska að fá svona óvæntar gjafir. elska það.. elska hann.

|

Friday, March 17, 2006

jæja þá er bara komin helgi aftur og mín sátt..
sit hér í vinnunni í náttfötum. mjög þægilegt, en í dag er þrifadagur í vinnunni og áttu allir að mæta í búningum og mín deild ákvað að hafa það náttföt. einstaklega ljúft og er ég að hugsa um að mæta svona framvegis.

góða helgi litlu börn..

|

Wednesday, March 15, 2006

ég mæli með að allir lesi pondus í fréttablaðinu í dag.. mjög sniðug myndasaga þar á ferð. ég las hana áðan þegar ég var í mat og sat hlæjandi, alein í 150 fermetra mötuneytinu okkar.
annars er þessi edurkoma mín í vinnuna búin að vera ansi róleg og svaraði ég aðeins um 30 símtölum í gær og hef svarað færri í dag. já þetta er góður dagur í dag..

|

Monday, March 13, 2006

ég fór í nudd áðan til kínverja á óðinsgötu. það var vont get ég sagt ykkur. mjög, mjög vont! á einhverjum tímapunkti fór ég næstum því að gráta.. þannig er nefnilega að ég fékk hnykk á bakið og hálsinn á miðvikudagskvöldið og hef verið mjög slæm síðan. fór ekki í vinnuna á fimmtudag og föstudag og er líka heima í dag. það er ekki gaman.. ekkert að gera nema glápa á sjónvarpið, sem býður upp á ansi fátæklega dagskrá á daginn.

ég hef ekkert að segja nema ái!

bless..

|

Wednesday, March 08, 2006

jæja.. þá eru komnar myndir úr bústaðnum.
njótið!

|

Thursday, March 02, 2006

ég rugla mjög mikið á nóttunni. ég hef alltaf verið svona næturbröltari og sjáandi hluti sem eru alls ekkert á staðnum. einu sinni sá ég reyk liðast eftir loftinu í miðtúninu og einhvern tímann þá sá ég risastóra slöngu skríða meðfram rúminu. svo einu sinni þegar ég var svona fimmtán ára þá vaknaði ég um miðja nótt og fannst ég sjá tvo stráka sofandi í fósturstellingum inni í veggnum. þeir voru svona eins og tvíburar í legi. eftirfarandi átti sér stað eftir það.. ég(mjög pirruð): "hvað?" hreytti þessu í "þá" og fékk að sjálfsögðu ekkert svar. "ókei þið megið fá rúmið!" svo labbaði ég inn í stofu, með sængina með mér og henti henni á gólfið og fór aftur inn í rúm. lá þar í smá stund og þá var eins og ég rankaði við mér og fór inn aftur og sótti sængina. ég man samt alveg eftir þessu og fannst ég ekkert vera að gera neitt athugavert..
undanfarnar nætur hafa verið engin undantekning, að frátöldu brölti inn í stofu. á mánudagskvöldið þá leigðum við saw II, sem mér fannst ekkert svo ógeðsleg, eiginlega bara leiðinleg. svo um nóttina vaknaði ég af því að ég sá eitthvað fyrir ofan mig í glugganum og þurfti bjarni að halda mér fast svo ég þyrði að fara aftur að sofa. svo var ég alveg á fullu að bulla í honum, var greinilega mætt í vinnuna og var að tala um stöð tvö og að ég þyrfti að opna hana og fleira sem var ekkert vit í. svo í nótt þá bað ég hann um að hætta að setja alla þessa maura á mig..
þetta er algjört rugl og ég held að ég verði að fara að tala við einhvern út af þessu..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com